Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 15 Lundúnum — 15. febrúar — Reuter. Heldur fór að horfa væn- legar fyrir James Callaghan forsætisráð- herra Bretlands í dag, en vinsældir hans hafa ekki í annan tíma verið minni frá því að hann tók við em- bætti. Nokkrir starfshópar Olía hækkar um 7% Dubai — 15. febrúar — AP SAMEINUÐU furstaríkin við Persaflóa og Qatar hafa ákveðið 7% hækkun á verði ýmissa hráolíuteg- unda, og er búizt við sams konar tilkynningu frá Saudi-Arabíu þá og þegar, að því er haít er eftir áreiðanlegum heimildum. Michael Blumenthal fjármálaráð- herra Bandaríkjanna kvaðst í dag efast um að gripið yrði til eldsneytis- skömmtunar í Bandaríkjunum. Taldi hann ráðlegra að stjórnvöld beittu sér fyrir því að sparlegar yrði farið með það eldsneyti, sem völ væri á, og lægi beinast við að stuðla að slíkum sparnaði með verðhækkun á olíu. hafa fallizt á mála- miðlunarlausn í launadeil- unni, og hefur það meðal annars haft í för með sér að starfsemi sjúkrahúsa er að þokast í áttina og sama er að segja um vatnsveit- una í Liverpool. Þá hefur samband brezkra iðnrek- enda fallizt á þátttöku í kjararáði því, sem nefnt er „Concordat“ og Callaghan gerði grein fyrir í gær, en að því eiga aðild ríkis- stjórn, samtök launþega og samtök atvinnurekenda. Iðnrekendur féllust á þátt- töku með fyrirvara, en vilja þó vera með í ráðum við ársáætlun þá, sem ætlunin er að úrskurði hámarkslaunahækkanir. Ef marka má skoðanakannanir þá veðja brezkir kjósendur þannig á stærstu flokkana: Ihaldsmenn hafa stuðning 53% kjósenda, Verkamannaflokkurinn er með aðeins 33% og Frjálslyndi flokkur- inn með 11%. Þau undur og stór- merki hafa gerzt að Margaret Þetta gerðist j 1978 — 20 milljarða dollara viðskiptasamningur Japana og Kínverja. 1977 — Erkibiskup og tveir ráðherrar handteknir í Uganda. , 1974 — Viðræður við utanríkis- ráðherra Egypta og Saudi-Araba um olíubann • Araba í Washington. 1963 — Óvæntur stórsigur Wiliy Brandts í kosningum í Vestur-Berlín. ' 1959 — Fidel Castro verður forsætisráöherra Kúbu. 1953 — Neyðartilskipanavald samkvæmt almannaöryggislög- um í S-Afríku. 1945 — Bandaríkjamenn taka Baatæn, Filippseyjum = Stór- felldar loftárásir á Tokyo. 1943 — Rússar taka Kharkov. 1936 — Manuel Azana verður forsætisráðherra Spánar; stjórnarskráin frá 1931 endur- reist. 1933 — Fastaráð Litla banda- lagsins stofnað. 1916 — Rússar taka Erzerum í Tyrklandi. 1873 — Lýðveldi stofnað á Spáni. 1871 — Virkið í Belfort gefst upp fyrir þýzka hernum. 1808 — Frakkar gera innrás í Spán. 1804 — Samsæri gegn Napoleon afhjúpað = Bandarískir land- gönguliðar laumast inn í Tripoli-höfn og brenna freigátuna „Philadelphia“, sem sjóræningjar tóku. 1666 — Hollendingar gera bandalag við stórkjörfurstann í Brandenborg. Afmæli: Gaspard de Coligny, franskur hermaður (1519—1572) = Friðrik Vilhjálmur stór- kjörfursti (1620-1688) = Henry Adams, bandarískur sagnfræð- ingur (1838-1927) = G.M. Trevelyan, brezkur sagnfræð- ingur (1875-1962). Andlát: Richard Mead, læknir, 1754. Innlcnt: Fyrsti landpóstur kem- ur að Haga á Barðarströnd í fyrstu póstferð 1782 = d. Böðvar Þórðarson í Görðum 1187 = Hlíf stöðvar vinnu 1939 = d. Einar E. Sæmundsen skógarvörður 1953. Orð dagsins: Næst á eftir góðri dómgreind eru demantar og perlur fágætustu hlutir í heimi — Jean de la Bruyére, franskur höfundur (1645-1696). Frá einni af mörgum skrúðgöngum sem hafa verið farnar í Karachi til að fagna því að islömsk lög hafa verið innleidd í Pakistan. Indira laus gegn tryggingu Nýju Delhi — 15. febrúar — Reuter. INDIRA Gandhi, fyrrum for- sætisráðherra Indlands, var í dag látin laus gegn tryggingu eftir að hún háfði neitað því fyrir rétti að hafa reynt að falsa heimilisfang sitt í því skyni að verða sér úti um kjörseðil í Suður-Indlandi í júní s.l. Indira reiddi sjálf fram tryggingarféð, sem nemur um 200 þúsundum íslenzkra króna. í júní var altalað að Indira ætlaði að freista þess að ná kjöri til .efri deildar þingsins fyrir Karnatake, þar sem Kongress- flokkur hennar á mikil ítök. Hefði framboð hennar krafizt búsetu hennar í kjördæminu, en Indira bauð sig þegar til kom fram í öðru kjördæmi og vann þar eftirminni- legan sigur. Veður víða um heim Akureyri 5 skýjaö Arnsterdam -4 heidskírt Berlín +9 snjókoma Brdssel 1 snjókoma Chicago +3 skýjaó Frankfurt 8 rigning Genf 3 léttskýjað Helsinki =22 heiöskírt Jóhannesarb. 26 léttskýjaö Kaupmannah. =9 léttskýjaö Lissabon 13 skýjaö London =1 snjókoma Los Angeles 16 skýjaö Madrid 8 skýjaö Malaga 12 skýjaö Miami 24 rigning Moskva =13 heiöskírt New York =8 snjókoma Osló +10 léttskýjað Palma 10 skýjað París 8 skýjað Reykjavík 4 skýjað Róm 14 skýjaö Stokkhólmur +15 heiöskírt Tel 'Aviv vantar Tókýó 13 léttskýjaö Vancouver 5 skýjaö Vtnarborg 3 skýjaö Indira Gandhi. Gladnar yf ir Callaghan Thatcher leiðtogi íhaldsflokksins á nú meiri persónuvinsældum að fagna en James Callaghan, að því er niðurstöður The Daily Tele- graph benda til. Æ ólíklegra er talið að Callaghan rjúfi þing og boði til þingkosninga fyrr en að hausti. Hann er sagður binda verulegar vonir við „Concordat", en Ihalds- flokkurinn hefur lýst vantrú sinni á kjararáðið þar sem ekki fylgi með ráðstafanir til að draga úr valdi verkalýðsfélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.