Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖST.UDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 19 fámennari málsamfélög en við erum hafa ekki nýtt kvóta sinn að fullu. Á þetta einkum við um Grænlendinga og Sama og sum árin Færeyinga. Þau tvö ár, sem kvóti okkar var ekki fullnýttur, var þeim pening- um, sem afgangs urðu, varið til að styrkja þýðingar á verkum ís- lenskra höfunda á Norðurlanda- mál. Mér er sérstaklega minnis- stætt að 1976 var kr. 5000.- af íslenska kvótanum varið til að styrkja danskar þýðingar tveggja íslenskra verka, sem mikil áhersla var á lögð að fengju þennan styrk. Eg vona, að þær þurru stað- reyndir, titlar bóka og tölur króna, sem hér hafa verið raktar, megi stuðla að því, að þeir, sem áhuga hafa á þessu málefni, séu nokkurs vísari eftir lesturinn. Það er ekki mitt að dæma um það, hversu til hefur tekist um þessar styrkveitingar, bæði eru öll mannanna verk umdeilanleg og enginn getur verið dómari í eigin sök. Mín skoðun er þó sú, að hér hafi eftir atvikum vel til tekist. Sér- stakiega hefur það verið ánægju- legt, að 68 styrkir hafa verið veittir til að þýða verk íslenskra höfunda á Norðurlandamál. Það er ekkert leyndarmál, að innan stjórnarinnar hafa verk frá hinum fámennu málsamfélögum, eins og íslensku, verið látin njóta forgangs. Þó að ég hafi engar saman- burðartölur, t.a.m. frá næstu fjórum árum áður en þessi starf- semi hófst, segir mér svo hugur, að þýðingar íslenskra verka á Norðurlandamál hafi stóraukist við tilkomu þessa sjóðs. Hins vegar uggir mig, að sam- svarandi aukning hafi ekki átt sér stað í þýðingum Norðurlandabók- mennta á íslensku. Spurning, sem ekki verður svarað, er svo það, hver þróunin hefði orðið, ef starfsemi Norræna þýðingarsjóðsins hefði ekki komið til. Þær raddir hafa heyrst, að starfsemi Norræna þýðingarsjóðs- ins sé til lítils gagns, ef ekki beinlínis til ills. Það sé ekki ofætlun Dönum, Norðmönnum og Svíum að lesa hverir annarra bókmenntir á frummálinu. Þýðingar séu beinlínis til þess fallnar að fjarlægja þessar þjóðir hverja frá annarri. Þessum röddum er því til að svara, að sú gullna tíð er löngu liðin, þegar þessar þjóðir (tiltek- inn menntaður hluti þeirra) lásu á frummáli hver annarrar jafn- skjótt og út komu bækur Ibsens, Strindbergs og Brandesar. Og þegar kemur að bókmenntum Finna, Sama, Færeyinga, ís- lendinga og Grænlendinga, þá er þeirra eina leið inn á skandína- viska þríhyrninginn í þýðingum. Þær raddir heyrðust líka hér á landi nú í skammdegismyrkrinu, að á styrkveitingum sjóðsins væri pólitísk slagsíða, þannig að fyrst og fremst væru styrktar þýðingar á verkum pólitískt „róttækra" og „vinstri sinnaðra" höfunda. Öldungis andstæða gagnrýni á stjórn sjóðsins birti danskur lektor í Ósló, Erling Nielsen, í norska Dagbladet 11. sept. s.l. Hann sagði m.a.: Det som skjer er at de etablerte forfatterne fár stotte, de som ligger litt ut til venstre og kan virke eksperimentelle eller opererer med tanker som ikke er aksepterte, de er man nerves for á stotte. Mér er eiður sær, að ég minnist þess ekki, að nokkru sinni hafi í sambandi við verðleika bókar til styrkveitingar verið rætt í stjórn- inni um pólitískar skoðanir eða viðhorf viðkomandi höfundar. Meginstarfsregla stjórnar- manna hefur verið sú að reyna að meta hvort verk ætti sakir bók- menntalegs eða fræðilegs gildis erindi á tungu þeirrar þjóðar, sem þýðingin hefur verið ætluð. Það væri háskaleg braut ritskoðunar, ef stjórn Þýðingar- sjóðsins tæki að meta gildi bóka eftir þeim skoðunum, sem í þeim kunna að birtast, hvort heldur þær eru pólitískar, trúarlegar eða heimspekilegar. Þá hefur hérlendis heyrst gagn- rýni á því, að stjórn sjóðsins birti ekki opinberlega, hvaða verkum hafi verið synjað um þýðingar- styrk. Því er þar til að svara, að skv. reglugerð sjóðsins ber stjórninni árlega að gefa Embættismanna- nefndinni svonefndu skýrslu um allar veitingar og synjanir. Þetta hefur verið gert, og þessar skýrslur eiga að vera tiltækar í menntamálaráðuneytum Norður- landanna allra. Hins veit ég engin dæmi, að það tíðkist að birta það opinberlega í fjölmiðlum, hvaða aðiljum hefur verið synjað um styrki úr opinberum sjóðum. Eg nefni sem íslenskar hliðstæður Vísindasjóð, Þjóðhátíðarsjóð og Launasjóð rithöfunda. Að baki þeirri venju hygg ég að búi sú hugsun, að það sé skylda stjórna slíkra sjóða að láta al- menningi í té vitneskju um það, hvernig opinberu fé til lista og vísinda sé varið, hitt sé aftur einkamál þeirra, er synjun hljóta, hvort þeir gera slíkt að opinberu máli. Ef umsækjandi um þess háttar styrki eða laun telur sig órétti beittan, getur hann annað tveggja leitað réttar síns hjá æðri valdhöfum eða sjálfur gert mál sitt opinbert í fjölmiðlum. Að lokum langar mig að minnast á tvö atriði. Hið fyrra er sá þáttur í starf- semi Norræna þýðingarsjóðsins, sem mér hefur þótt einna veikast- ur. Þegar litið er á styrkveitingarn- ar í heild, og sú mynd sést einnig af íslenska hlutanum, kemur í ljós, að meginstraumur þýðinganna fellur í þrjá aðalfarvegi: a) Milli þjóðtungna skandínaviska þríhyrningsins (Dana, Norðmanna og Svía). b) Frá skandínaviska þríhyrningn- um út til jaðarþjóðanna (Finna, Sama, Færeyinga, Islendinga og Grænlendinga). c) Frá jaðarþjóðunum inn í skandínaviska þríhyrninginn. Aftur á móti hefur verið fátítt., að sótt sé um styrki til þýðinga á verkum milli mála jaðarþjóðanna. Hér hygg ég að meginástæðan sé skortur á hæfum þýðendum. Það eru t.a.m. ekki margir á Islandi og Finnlandi, sem geta þýtt skáld- skap af máli annarrar þjóðarinnar á tungu hinnar, og hið sama á við um Grænlendinga og Sama. Ef menn vilja ráða bót á þessu, virðist að fyrsta skrefið hljóti að verða það að virkja hæfa karla og konur og veita þeim tækifæri og styrki ti! að mennta sig til þýðingarstarfa. Hitt er svo annað mál og fagur- fræðilegra en hér verði rætt, að engin góð þýðing verður til nema fyrir skáldlega þörf og innlifun þýðandans í það verk, sem flytja skal af frummáli á aðra tungu. Seinna atriðið er meira álita- mál. í reglugerð Þýðingarsjóðsins segir, að stjórn hans geti haft frumkvæði að styrkveitingum til þýðinga. Hingað til hefur þó stjórnin ekki neytt þessa réttar, heldur hafa allar styrkveitingar verið veittar útgefendum skv. um- sóknum þeirra. Til þess að stjórnin eða einstakir stjórnarmenn gætu í reynd haft frumkvæði að þýðingum kallaði slíkt nánast á það, að á hverju málsvæði væri opinbert útgáfu- fyrirtæki, sem stjórnin gæti látið gefa út þær bækur, sem hún hefði áhuga á að koma á framfæri. Spurningin er sú, hvort menn vilja auka svo valdsvið stjórnar þessa sjóðs, að hún geti í reynd haft frumkvæði að þýðingum og útgáfu þeirra. Því er ekki að leyna, að okkur, sem setið höfum í stjórn sjóðsins, hafa stundum þótt styrkumsóknir nokkuð tilviljanakenndar. Ég býst við að hver okkar um sig hefði sett upp töluvert annan óskalista fyrir hönd síns málsvæðis en raunin varð með því kerfi, sem starfað hefur verið eftir. Hefur þó vissu- lega verið sótt um styrk til fjöl- margra bóka, sem allir hafa verið á einu máli um, að ættu mikilvægt erindi til viðtökuþjóðarinnar. í sambandi við ákvæðið um frumkvæði stjórnarinnar hefur það stundum verið rætt, að óeðli- lega sjaldan hafi verið sótt um styrki til að láta þýða á tungu annarra þjóða þær bækur, samtals tíu að tölu, sem árlega eru lagðar fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ef stjórn Norræna þýðingar- sjóðsins væri gert kleift að geta í reynd haft frumkvæði að þýðing- um og styrkveitingum til þeirra, t.a.m. með beinum tengslum við ríkisútgáfur, væri þar með komin á mikil opinber stýring á þýðing- um og útgáfum þeirra. Spurningin er, hvort menn telja, að slíkt fyrirkomulag myndi reyn- ast heillavænlegt, er til lengdar léti, eða betur en sú — að vísu óljósa — regla markaðslögmáls bókmenntanna, er mótað hefur stefnuna undanfarin ár. Ég hyggst ekki svara þessari spurningu. Varpa henni aðeins fram. Ég vil svo ljúka þessum orðum með því að láta í ljós þá von, að Norræni þýðingarsjóðurinn verði enn efldur, því að enginn vafi leikur á um það, að hann hefur orðið íslenskum bókmenntum til mikils framdráttar við útgáfu þeirra á Norðurlöndum og með styrk hans hafa ýmis góð verk norræn birst á íslensku. I minningu Tona Eitt sinn heyrði ég á tal manns við dánarbeð ættingja, sem leið miklar þjáningar: „Kannski er hann að taka á sig eitthvað af byrðum okkar.“ Mig langar til að hafa þessi formálsorð á, fyrir alla þá sem þekktu og lifa Tona. ■Toni er eitt ungmennanna sem alla daga falla fyrir aldur fram. Ekki vegna þess að ég hygg, að Guð kalli þá til sín sem hann elskar, eins og svo oft er fullyrt í eftirmælum ungs fólks. Drottinn drepur ekki lítil börn, ungling, móður, föður eða gamalmenni. Þetta er bara svona í mannaríkinu eins og dýraríkinu að hinir veiku falla fyrir hinum sterku. Hvort sem um er að kenna náttúruöflum eða annars konar veikinda-, slysa- eða örlagavaldi. Fyrir löngu las ég unglingur bók sem hét Saga og sex lesendur. Söguþráðurinn fjallaði um það, hvað sögupersónurnar voru og hvað þær hefðu getað orðið við samverkandi aðstæður. Ég held að örlagaþræðir okkar mannanna, '"'ega í svona litlu þjóðfélagi eirii, >g okkar, séu svo samanslungnir, að við berum ábyrgð á verkum hvers annars. Utför hans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag kl. 3. Guðrún Jacobsen. ERTMJ VATNSBERI? Ma nfltnr^á fplra vflfrnift j lrranamnn Iimtm? Hversvegnaþykkni? Floridana appelsínuþykknið losar þig við allan óþarfa vatnsburð og sparar þér geymslupláss. Þú blandar því fersku vatninu í þykknið þegar þér hentar. Útkoman iír V* lítra af þykkni verður I lítri af ódýrari, hreinum og svalandi C-vítamínríkum appelsínusafa. Floridana appelsínuþykknið er G-vara sem tryggir fersk Jafngildir heilum litra af hreinum appelsínunafa. frá Florida bragðgceði og varðveislu C-vítamínsins mánuðum saman. ENGUM SYKRI, LIT EÐA ROTVARNAREFNUM ER BÆTT í FLORIDANA. MJÓLKURSAMSALAN í REYKJAVÍK W £rir létt og hagkvæm innkanp til lan|s tímameÖFLORIDAHAþykknil Magda E. Kristjánsson, hjúkrunardeildarstjóri á Hjúkrunardeild Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, Hrafnistu, Reykjavík, lést á Borgarspítalan- um þann 7. febr. 1979. Magda Elísabet Kristjánsson, fædd Rönne, var fædd 17. nóv. 1916 í bænum Rönne á eyjunni Born- holm, sem tilheyrir Danmörk, lauk hjúkrunarnámi við „Köbenhavn Amts Sygehus" árið 1941. í Kaupmannahöfn, þar sem hún var við nám, kynntist hún ungum manni, en þau kynni urðu til þess að hún lagði leið sína til íslands árið 1945, að námi loknu, en þar átti þessi elskulega kona seinna eftir að hjúkra og hlúa að mörgu fólki. Hjúkrun var henni ríkulega í blóð borin, einnig sérstök hjarta- hlýja og einlægni. Hún hóf störf sín sem hjúkrunarkona, fyrst á Heilsu- verndarstöðinni og síðar á Borgar- spítalanum, en á Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu, hóf hún störf 15. júní 1967, fyrst sem hjúkrunarkona og síðar sem deildarhjúkrunarstjóri og starfaði meðal okkar óslitið í 11 ár með slíkum dugnaði og ósérhlífni að einstakt má teljast. Um árabil, þegar erfitt var að fá hjúkrunarfólk til starfa, tók hún að sér störf margra kvenna, enda var vinnutími hennar jafnan langur, sérstaklega er okkur minnisstætt þegar hún lagði leið sína inn á heimilið á frídögum sínum til að líta til og fylgjast með iíðan gamla fólksins, sem hún ætíð bar sérstaklega mikinn hlýhug til. Nú þegar Magda okkar er horfin, stöndum við samstarfsfólk hennar eftir með mikinn söknuð, hún var góð kona og miklu gædd, hlýjan og hjálpsemin skein ætíð í líflegu þrosi hennar, sama hve langur og erfiður vinnudagur hennar var, hún hafði sannarlega sína lífsköllun til að hlúa að og hjúkra þeim sem minna máttu sín í lífinu. Það var mikið skarð í dugandi hópi, sem myndaðist við fráfall þessarar frábæru hjúkrunarkonu og verður okkur það vafalaust vandfyllt. Magda giftist þann 1. júlí 1943 Gústaf Kristjánssyni, matreiðslu manni, en þau áttu heimili i Laugarásvegi 1, Reykjavík. Gústa er nýlátinn, hann lést að heimil sínu 14. desember 1978. Gústaf og Magda eignuðus fjóra syni, Ulf, sem er búsettur Hafnarfirði, Örn, sem býr Svíþjóð, og Björn og Hrafn, sen bjuggu hjá foreldrum sínum. Vii viljum votta sonum þeirra tengdadætrum og börnum okkai innilegustu samúð í þessum stór; harmi, er þau missa báða for- eldrasína með tæplega tveggj: mánaða millibili. Megi Guð gef; þeim styrk og stoð í framtíðinni. Blessuð sé minning þessara frábæru konu. Rafn SigurAssoi D.A.S. Hrafnistu, Reykjavfl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.