Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979
Khomeini og Bazargan
Byltingunni
lokió i bili
er
. en hvaða ríki
innan um fólkið og notið þar óheyri-
lega mikils trausts. Bill segir, aö sú
stjórn veröi áreiðanlega ekki starfs-
hæf í landinu sem væri ekki að
kjarna til menn úr Þjóðfylkingunni.
Sá maður, sem líklegast sé að falin
verði forsjá stjórnar, heiti Mehdi
Bazarganf og enda kom þaö á
daginn nokkru síðan aö honum var
falin stjórnarmyndun), sem sjálfur
sé trúaður maður en hafi einnig
sterka tilfinningu fyrir nútímanum
og skilning á honum.
Viturlegast væri
fyrir Bandaríkja-
menn aö vinna sem
mest meö Khomeini
Um hugsanlega afstöðu Banda-
ríkjamanna til nýrrar stjórnar í íran
segir prófessor Bill — og er rétt aö
taka fram að þetta birtist í News-
week áður en Carter hafði lýst yfir
samstöðu með stjórn Bazargans —
að hann hafi á tilfinningunni að
viturlegast væri fyrir Bandaríkin að
taka upp sem nánasta samvinnu við
Khomeini og þá stjórn sem hann vill
aö stýri málum írans. Þó sé
óhjákvæmilegt aö ríkisstjórnin njóti
stuðnings hersins og Bandaríkin
gætu örvað hina frjálslyndari og
víösýnni aöila innan hersins til að
vinna með Khomeini.
Eins og margoft hefur komiö fram
hefur Khomeini verið ómyrkur í máli
í afstöðu sinni til ísraelsríkis og lýst
því yfir, að þangað verði hætt allri
olíusölu. Gyöingahatur Khomeinis
er alþekkt og viðbrögð Begins
forsætisráðherra ísraels við sigri
Khomeinis endurspegluðu og þetta
mjög greinilega. Khomeini hefur
einnig hótaö aö hætta aö selja olíu
að vísu
byggir Khomeini á rústunum?
Þótt byltingin í íran sé eftir öllum
sólarmerkjum að dæma um garö
gengin, beina menn þó óneitanlega
enn þangaö sjónum sínum, því að á
næstunni mun koma í Ijós hvaöa ríki
erkiklerkurinn Khomeini hyggst
reisa á rústum keisaradæmisins.
Það fer ekki á milli mála að klerkur
hefur verið snjall í vali á forsætis-
ráðherra sínum: Bazargan er ekki
ofsatrúarmaöur í miöaldastíl, heldur
vel menntur maður sem hefur í tali
og skrifum sínum tekizt að sameina
svo að undravert hefur þótt
afdráttarlausar trúarskoöanir sínar
nútímaviðhorfum. Með skrifum sín-
um og afstööu hefur hann að flestra
dómi unniö sér tiltrú trúarleiötog-
anna í íran. En án efa varð þaö
íranskeisara að falli þegar allt
kemur til alls aö hann lét hjá líöa aö
reyna af alvöru að komast að
samningum viö þaö veldi i landinu
sem trúarleiötogarnir eru.
Alla tíö síðan umheimur fór aö
heyra af Khomeini klerki og fylgjast
með því sem frá honum kom, hefur
mörgum þótt sem sú erkiafturhalds-
stefna sem hann virtist boða væri
ekki í samræmi við takt tuttugustu
aldar. Um það bil sem hann sté á
íranska jörð í fyrsta skipti í sextán
ár dró hann ekki úr gífuryrðum
sínum og sagöi: „Þetta er aðeins
fyrsta skrefið. Lokaárangur mun
nást þegar allir útlendingar eru
farnir... Ég bið til guös að hann
höggvi hendurnar af útlendingum
og þýjum þeirra í íran.“
Þegar hann hafði þetta mælt sté
hann inn í Chevrolet-lúxuskerru og
ók frá Mehrabadflugvelli og inn í
Teheran við ofboðsleg fagnaðar-
læti.
En eftir fyrstu vímuna mátti sjá aö
æðið hafði runniö af klerki að
nokkru. Augljóst var aö sá tryllingur
sem greip um sig meðal stuðnings-
manna hans vakti meö honum ugg,
sem breyttist í skelfingu vegna þess
að svo virtist sem stuðningsmenn
hans sæjust engan veginn fyrir. En
loks tókst honum meö hörkulegum
yfirlýsingum aö fá hina hamslausu
aödáendur niður á jöröina svo að
þeir létu af hryðjuverkum og múg-
æsingum aö mestu.
Nú mun á næstunni skýrast
stefna Bazargans og það kemur
sjálfsagt einnig upp úr dúrnum
hvaöa áhrif Khomeini hyggst hafa á
stjórn írans. Nýlega birti Newsweek
viötal við James A. Bill, prófessor
viö háskólann í Texas. Prófessorinn
er einn helzti sérfræðingur um
írönsk máiefni á Vesturlöndum og
hefur hann meðal annars haldið
uppi opinskárri gagnrýni á stefnu
Bandaríkjanna gagnvart íran.
í tali prófessor oin kveöur við
nokkuö annan tón varðandi
Khomeini en hefur verið í flestum
þeim greinum sem um hann hafa
birzt og því ekki úr vegi að rekja aö
nokkru það sem prófessorinn hefur
um Khomeini aö segja, enda frýr
enginn prófessornum vits og þekk-
ingar á þessum málum.
„Khomeini er
ekki brjálaöur
kennimaöur“
Blaðamaður Newsweek spuröi
fyrst hver Khomeini væri og í
fyrirsvari hvers hann væri. Bill tók
fram aö forsenda þess aö skilja
Khomeini væri að átta sig á inntaki
Shiitamúhameðstrúar. Shiitatrú
tekur sig aftur til Ali, tengdasonar
Múhameðs og hefur veriö ríkistrú í
íran síðan 1501.
Síöan á dögum Ali hafa verið
ellefu imanir en sá tólfti og síöasti
hvarf fyrir þúsund árum. Sumir álíti
aö Khomeini sé iman og sé hann
þaö ekki gangi hann og aðrir
mujtahidar allavega næst því. Þar
meö hafa þeir til aö bera mikiö
persónulegt vald yfir fólki og kalla
fram í mönnum tilbeiðsluþörf. Bill
segir að það sé ekki vafi á því, aö
keisaranum hafi orðið á örlagarík
skyssa þegar hann reyndi að uþp-
ræta — eða að minnsta kosti
halaklippa mujtahidana og koma í
veg fyrir að þeir fengju að beita
þeim áhrifum sínum meðal lýösins
sem þeir hafa gert frá ómunatíö.
„Khomeini er ekki brjálaður
kennimaður," segir prófessorinn.
„Hann er vel lærður í sínum fræð-
um. Umfram allt er hann óhemju
vinsæll og hann er gæddur nánast
takmarkalausri ráövendni og rétt-
sýni. Khomeini hefur það orð á sér
að hann sé ofstopafullur og
ósveigjanlegur og ófáanlegur til
málamiðlunar. Sagt er að hann geri
ekki tilraun til aö sýna skilning á
sjónarmiðum annarra. En hann er í
miðri byltingu og í byltingu er um
tvennt að ræöa: þú sigrar eða þú
bíður ósigur. Ef menn byrja að
sveigja, vofir sú hætta yfir aö allt
tapist. Þetta er sem sé spurningin
um að bjargast — lifa af.“
Bill segist ekki vera þeirrar trúar
að Khomeini muni blanda sér form-
lega í stjórnunarstörf. Hann muni
verða áhrifamikill einkum til aö
byrja með, en hann hafi margneitað
aö hann muni gegna nokkru
embætti. Enda væri slíkt ekki í anda
mujtahids og guösmaður hefði ekki
veriö í forsvari ríkisstjórnar um
aldaraöir. Mujtahildarnir hafa búiö
til Suður-Afríku og nokkrum sinnum
látiö þau orð falla, að hagstæöast
væri aö franir framleiddu ekki meiri
olíu en þaö sem þeir þyrftu að nota
fyrir innanlandsmarkað. Þessi hug-
mynd hans fær auövitaö ekki staö-
ist til lengdar. Prófessor Bill spáði
því einnig í þessu viðtali, að írans-
stjórn myndi ugglaust halda fast við
það aö selja ekki olíu til ísraels eða
Suður-Afríku en hún tæki áreiöan-
lega upp á ný eðlilega olíusölu til
Vesturlanda. Prófessorinn álítur
reyndar, aö Vesturlandamenn séu
of viðkvæmir fyrir gagnrýni
Khomeinis og segir: „í hvert skipti
sem Khomeini segir eitthvaö gegn
Bandaríkjunum segir hann í næsta
orði eitthvað gegn Sovétríkjunum.
Kjarni málsins er einfaldlega, að
hann er þjóöernissinni, sem hefur
einvörðungu áhuga á íran og stór-
veldapólitík á ekki upp á pallborðið
hjá honum. Og hann er ekki óeðli-
lega gagnrýninn á Bandaríkin ef
þaö er tekið með í reikninginn, svo
og það að hann hefur staðið í
byltingunni miðri og þar sem
Bandari'kin studdu hans erkifjanda
er ekki við því að búast að hann
prísi þau. Hins vegar hefur hann
gefið ýmislegt í skyn sem bendir til
þess að hann myndi þegar til lengri
tíma er litiö vera tilleiöanlegur að
fallast á að íran eigi pólitísk og
efnahagsleg tengsl viö Bandaríkin."
Skömminni
skárra aö tapa
einum keisara
en heilli þjóö
Prófessorinn kveðst ekki hafa
umtalsverðar áhyggjur af Sovétríkj-