Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 3 Ljósm. Kmilia. Þrír meðlimir starfshópsins, Helga Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi á Heilsuverndarstöðinni, Kristín Ottesen. forstöðumaður Mæðraheimilisins, og Stefanía Sörheller, forstöðumaður Meðferðarheimilisins við Kleifarveg. afhenda Markúsi Erni Antonssyni undirskriftarlistana í gær. Niðurskuröaráœtlun borgarstjórnar á félagslegri þjónustu: Borgarstjórn afhent mót- mœli 1646 borgarbúa „STARFSHÓPUR myndaður í tilefni af niðurskurðaráætlunum borgarstjórnar á félagslegri þjónustu“ er heiti á starfshópi sem nokkrir „reiðir“ einstaklingar, eins og þau sjálf komust að orði, hafa myndað. Eins og nafnið segir til um er tilefni þessa starfshóps áætlanir um niðurfellingu Mæðraheimilisins. Útideildarinnar og Meðferðarheimilisins við Kleifarveg. Um síðustu helgi gekkst þeirra urðu voru á móti niður- starfshópurinn fyrir undir- skriftasöfnun til að kanna af- stöðu fólks til niðurfellingar áðurnefndra stofnana. Starfshópurinn hélt í gær blaðamannafund þar sem greint var frá undirskriftasöfnuninni. Sögðu þau að lítill hópur hefði safnað þessum undirskriftum á fáeinum dögum. Undirtektir fólk sögðu þau hafa verið mjög á einn veg, flestir þeir sem á vegi fellingu þessara 3ja stofnana. Sem dæmi um það nefndu þau, að í fjölbýlishúsi einu í Breið- holti hefðu íbúar 27 íbúða af 28 skrifað undir mótmælalistann. Á „Hallærisplaninu" skrifuðu 180 unglingar undir mótmælin s.l. laugardag á IV2 klukkustund og í miðbænum safnaðist á rúmri klukkustund 141 undir- skrift s.l. föstudag. Samtals skrifuðu 1646 manns undir list- Meðlimir starfshópsins sögð- ust mælast til þess að borgar- stjórnarmeirihluti endurskoðaði afstöðu sína til þessa máls og mótmæltu vinnubrögðum sem höfð hefðu verið í frammi í sambandi við hugsanlega niður- fellingu stofnananna 3ja og bentu á að sumt af starfsfólki þeirra stofnana hefði fyrst frétt um áætlanir þesszr í blöðum. Starfshópur myndaður í til- efni af niðurskurðaráætlunum borgarstjórnar á félagslegri þjónustu afhenti Markúsi Erni Antonssyni einum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn, undirskriftalistana á skrifstofu borgarstjórnar í gær. Skuldaaukning ríkisms hjá Seðlabanka tífald- aðist 1978 miðað við 77 SKULDAAUKNING ríkis- ins við Seðlabanka Islands á síðastliðnu ári nam 5 milljörðum króna og er það tíföld upphæð miðað við árið 1977, en þá var aukningin 500 milljónir króna. Þegar rætt er um þessar tölur skal tekið fram, að átt er bæði við A- og B-hluta fjárlaga, þ.e.a.s. við ríkissjóð og stofnanir ríkisins. Þessar upplýsingar koma fram í nýlegri fréttatil- kynningu Seðlabanka ís- lands, sem fjallar um bráðabirgðayfirlit yfir þróun peningamála á árinu 1978. Ræðismaðurinn gaf mynd eftir Kjarval HR. JÖRGEN B. Strand, aðalræð- ismaður í Kaupmannahöfn. hefur nýlega gefið til íslands málverk eftir Jóhannes S. Kjarval. málað árið 1949, að því er kemur fram í frétt frá forsætisráðuneytinu. Málverkið er úr Gálgahrauni og ber heitið „Margt býr í steininum". Það var á sýningu þeirri sem danska menntamálaráðuneytið efndi til í Charlottenborgarhöll í tilefni af áttræðisafmæli lista- mannsins. Málverkið er 102 sm hátt og 130 sm breitt. Málverkið sendi hr. Strand for- sætisráðherra og hefur það nú verið hengt upp í forsætisráðu- neytinu, en sú var ósk gefandans. Ljósmynd af „Margt býr í steininum“. Ofurmennin — sagan um Súpermann í Morgunblaðinu í Morgunblaðinu í dag byrjar ný myndasaga — Ofurmennin og segir þar frá einni annáluðustu teikni- myndahetju allra tíma, sjálf- um Súpermann, sem nú hefur orðið efniviður einhverrar vinsælustu kvikmyndar, sem gerð hefur verið. Höfundar upphaflegu sög- unnar um Súpermann eru þeir Jerry Siegel og Joe Shuster, sem leiddu kappann fram á sjónarsviðið fyrir 45 árum. Þar sem þeir gerðu fastan samning um teikningamynda- söguna við útgáfufyrirtækið, misstu þeir höfundarrétt sinn með tímanum og urðu einung- is starfsmenn fyrirtækisins. Þeir hættu síðan hjá fyrirtæk- inu, og hafa átt erfitt upp- dráttar síðan — Shuster missti sjónina og varð sendill en Siegel varð hjartveikur, fluttist til Kaliforníu og starf- aði þar sem starfsmaður póstsins. Þeir.fengu aldrei eyri fyrir fyrri kvikmyndaútgáfur, sem gerðar voru eftir teikni- myndasögu þeirra. Þeir stefndu útgáfufyrirtækinu og voru ekki taldir eiga rét.t á því að endurheimta höfundarrétt- inn. Hins vegar hefur Warner-kvikmyndafélagið lát- ið undan áskorunum víða að úr heiminum og ákveðið að greiða þeim fastan lífeyri í kjölfar vinsælda nýju myndar- innar um Súpermann. Söguhetju þeirra Siegel og Shuster hefur hins vegar alla tíð vegnað mun betur en höfundunum, því að Súper- heros eða Ofurmennin eins og hún nefnist í hinni nýrri út- gáfu sögunnar, hefur lengi verið ein vinsælasta teikni- myndasaga veraldar. ÍSI£NSKTS OSTAVALIB Tœplegi40 ostategmdir eru fmmleiddar á íslandt nú. Hefuröu bragóaó Kumnmaribo?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.