Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 17 kertliggja á hagsvandann mrœðum utan dagskrár í gœr kulda, sem gengið hafa yfir og kalla á meira eldsneyti. Þess vegna eru menn e.t.v. ekki á eitt sáttir um það, hversu varanleg sú olíu- verðhækkun verður, sem nú er fyrirsjáanleg og við þurfum við að glíma. Það eru e.t.v. einhverjar vonir til þess að með hlýnandi veðurfari dragi úr eftirspurninni og ennfremur að ástandið í Iran eigi eftir að batna og olíufram- leiðslan þar að aukast eða að önnur olíuframleiðslulönd auki framleiðslu og framboð aukist þannig að nýju, svo að jafnvægi komist á. Aftur eru til þeir sérfræðingar, sem halda því fram að þetta sé aðeins vísbending um það, að olíuverð verði varanlega töluvert hærra í framtíðinni og fulltrúar OPEC-landanna munu hafa ráð- gerðan fund fyrir vor, þar sem hætt er við að þeir muni ákvarða enn frekari hækkun en varð niður- staða fundar þeirra seint á síðasta ári, en ef ég man rétt var ákvörðun þeirra 14%. Viðræður við Sovétríkin Spurningin er þess vegna þessi, hvort hér verður um sveiflu að ræða í verðlagi olíu og sem þá á eftir að jafn^st út eða olíuverð- hækkunin verður varanleg. En hvort heldur sem er þá er spurn- ingin þessi, hvort ekki sé ástæða til fyrir ríkisstjórnina að óska eftir viðræðum við seljendur, So- vétríkin, um það að breyta verð- viðmiðun olíu og þá á þann veg, að í farvatninu olíuhækkanir meðal annarra þjóða og jafnvel olíu- skortur. Eg vil taka fram, að þessi ábending mín er sögð og látin í té algerlega án allrar gagnrýni á ríkisstjórnina varðandi samninga við Sovétríkin og ákvörðun hvað snertir viðmiðun við Rotterdam. Þetta er algjörlega samhljóða ákvæði og var gert á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar. En hins vegar held ég að í því sé engin áhætta fólgin heldur miklu fremur brýn nauðsyn og eðlileg sanngirni að teknar séu upp viðræður við seljendur um þessi mál til þess að draga úr alvarlegum afleiðingum fyrir sjáanlegri olíuverðhækkun. Ástand fiskstofnanna Geir Hallgrímsson vék síðan að ástandi fiskstofnanna. Hann sagð- ist minnast þess, að sjávarútvegs- ráðherra hefði svarað spurningu fréttamanns svo, að nauðsynlegt væri að gera gagngerar ráðstafan- ir, en hins vegar yrðu þær að vera þannig, að þær kæmu sem minnst við hag landsmanna. Ráðherra varð ekki skilinn öðru vísi en svo, að það væri unnt að koma því fyrir svo með sókn í aðra fiskstofna en þorskinn og ýmsum hliðarráðstöf- unum, að þetta þyrfti ekki að snerta okkur alltof alvarlega. Um þetta sagðist þingmaðurinn ekki ætla að fjölyrða, enda sjávar- útvegsráðherra fjarverandi. Hins vegar vakti hann athygli á því að gefnu tilefni frá forsætisráðherra, að óskað hefði verið eftir því í fullskapað til umsagnaraðila. Frumvarpið getur að sjálfsögðu tekið breytingum, með hliðsjón af umsögnum. Deila má um réttmæti slíks samráðs við aðila utan þings, en það er engin nýjung í þingsög- unni, þó oft hafi reynzt erfitt í framkvæmd. Ég get tekið undir það, sagði forsætisráðherra, að úr því sem komið er, sé rétt að birta frumvarpið í heild,. með og ásamt greinargerð, svo þjóðinni gefist kostur á að kynnast efnisatriðum þess óbrengluðum. Forsætisráðherra sagði getgát- ur um höfunda frumvarpsins óþarfar. Hann bæri á því alla ábyrgð og væri einfær um að setja sama lagafrumvörp, þótt sjálfsagt væri að leita til ráðgjafa. Hann vék að „kjaralögunum" frá því í september og „viðnáms- lögunum“ frá því um mánaðamót nóvember-desember, og kallaði þau fyrstu aðgerðir. Bráðabirgða- aðgerðir væru rangnefni. Niður- felling söluskatts og niðurgreiðsl- ur væru ekki til bráðabirgða. Þessi löggjöf hefði eytt 15 V2 prósentu- stigi vísitölunnar, sem horfin væru og kæmu ekki aftur. Að sjálfsögðu hefðu þessar aðgerðir kostað fjár- útvegum í formi aukinnar skatt- heimtu, sem ekki væri víst að væri heldur til bráðabirgða. Það frum- varp, sem hann hefði lagt fram í ríkisstjórninni, væri síðan fram- hald fyrstu aðgerða, miðað við lengri tíma, byggt á vinnu ráð- herranefndar, stefnumörkun í greinargerð með viðnámslögunum, og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar. Það væri svo stjórnarflokk- anna að tryggja framhaldið. Það undir ýmislegt, sem fram hefði komið í máli forsætisráðherra um frumvarp hans en fram til þessa hefði farið mest fyrir bráðabirgða- ráðstöfunum. Síðan vitnaði ræðu- maður til ævintýris H.C. Andersen um nýju fötin keisarans og taldi, að núverandi 'rikisstjórn væri ekki í neinum fötum, í þessum málum, samstöðulega séð. Hér hefur verið lagt fram frumvarp, sagði hann, nei, það hefur enn ekki verið formlega lagt fram, og um það er ekki samstaða í ríkisstjórninni. Annaðhvort verður það lagt fram óbreytt, og einn stjórnarflokkur- inn gengur út, eða ekki lagt fram, og þá áfram hangið við það hey- garðshornið að gera ekki neitt sem máli skiptir. Það er kominn tími til að berja aftur í borðið og segja: hingað og 'ekki lengra í sundur- þykkju. Ég vil að frumvarpið verði lagt formlega fram og við sýnum að okkur sé alvara að taka á marktækan hátt á aðsteðjandi vandamálum þjóðarinnar. Kratar mega klæðast Þeim flíkum Svavar Gestsson, viðskiptaráð- herra. sagðist hlaupa undir árar með forsætisráðherra, að því er varðar svör um olíumál. Hins vegar vildi hann ekki róa á því fleyi, sem stefndi í þá átt sem frumvarp forsætisráðherra vísaði í. Alþýðuflokkurinn má klæðast þessum frumvarpsflíkum, af blygðunarástæðum, ef hann kýs. Við Alþýðubandalagsmenn höfn- um frumvarpinu af tveimur meg- inástæðum: 1) það lögbindur sjálf- virkar kauplækkunaraðgerðir, 2) það stefnir í keðjuverkandi sam- drátt og atvinnuleysi. Ráðherra sagði olíuverð, miðað við Rotterdammarkað, hafa hækk- að mjög verulega, eða frá því verði, sem nú gilti, í það verð, sem reikna mætti með: um 56% að því bensíni viðvéki og 70% að því gasolíu viðvéki. Hins vegar væri ekki ljóst, hvort þessi hækkun yrði viðvar- andi. Hún hefði stafað af ýmsum ástæðum: m.a. þróun mála í íran og kuldakasti í Evrópu, sem aukið hefði á eftirspurn. Þetta gæti breytzt og auðveldara yrði að átta sig á þeirri þróun er kæmi fram í apríl. Ljóst væri hins vegar að þessi verðhækkun erlendis stór- hækkaði tekjur ríkissjóðs, m.a. af benzínsölu. Þar mætti e.t.v. koma við takmörkunum, t.d. beita hún sé annaðhvort bundin við framleiðsluverð olíuríkjanna eða OPEC-landanna að viðbættum eðlilegum vinnslukostnaði eða að Rotterdam-viðmiðunin sé áfram í gildi, en með einhvers konar há- marki eða þaki. Það verður að telja, að báðir aðilar telji eðlilegt, að um sanngjarnt verð sé að ræða fyrir olíuna. Ekki ætla ég seljanda að vilja nota sér sérstakar aðstæð- ur til þess að hreppa skammvinn- an eða skjótfengan gróða með því að hér er um langtímaviðskipta- samning að ræða, sem að ramma til er gerður til 4 eða 5 ára. Þessum samningum svipar mjög til olíu- viðskipta almennt í heiminum, en þar er um langtímasamninga að ræða, sem miðast þá fyrst og fremst við framleiðsluákvörðunar- verð OPEC-landanna og sann- gjarnan vinnslukostnað. Sérstaða okkar Islendinga er sú, að hér fer ekki fram vinnsla olíu. Þetta er e.t.v. orsökin fyrir því með verðmiðuninni við Rotterdam að sveiflan á olíuverðinu kemur harðar niður á okkur en öðrum þjóðum, þótt einnig sé talað um og tilefni af skýrslu fiskifræðing- anna, að þingflokkkur Sjálfstæðis- flokksins tilnefndi fulltrúa ásamt fulltrúum annarra þingflokka til þess að fjalla um hvaða ráðstafan- ir ætti að gera og hvaða vinnu- brögð ættu að vera við ::kýrslu fiskifræðinganna. Þarna væri af ríkisstjórnarinn- ar hálfu óskað eftir samráði við stjórnarandstöðuna gagnstætt því sem forsætisráðherra hefði sagt að væri hlutverk stjórnarandstöð- unnar. Engin tímamörk um framlagningu né afgreiðslu Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagði m.a, að ríkis- stjórnin hefðu hvorki tekið ákvörðun um, hvenær umspurt frumvarp yrði lagt fram formlega né um það, hvenær afgreiðslu þess skyldi lokið. Hann sagði samráð hafa verið höfð við samráðsaðila utan þings, bæði gegnum ráð- herranefnd, sem unnið hefði að undirbúningi frumvarpsins, og nú með því að senda frumvarpið er mín von, sagði ráðherra, að þing og þjóð sýni, að menn hafi meint það sem þeir sögðu um hættur verðbólgunnar og nauðsynlegar mótaðgerðir — og að þau orð hafi ekki bara verið efni í framboðs- ræður, heldur alvara, sem menn væru reiðubúnir að standa við. Keisarinn er ekki í neinum fötum Bragi Sigurjónsson (A), sem einnig hafði kvatt sér hljóðs utan dagskrár, fékk að koma máli sínu á framfæri, að fyrirmæli forseta S.þ., í þessari utandagskrárum- ræðu. Hann minnti á tillögu þeirra Braga Níelssonar um orkusparnað, sem flutt hefði verið snemma í haust, en ekki hlotið fullnaðaraf- greiðslu enn. Bar hann fram ýms- ar spurningar varðandi orku- sparnað, bæði á sjó op; landi, til iðnaðarráðherra. Þá minnti BrS að hann hefði barið í borðið með óvenjulegum hætti (sagði af sér forsetaembætti í efri deild), til að gagnrýna aðgerðarleysi stjórnvalda í efna- hagsmálum. Hann gæti nú tekið 30% -reglunni, en um það væri enn ekki samstaða, málið þó ekki afgreitt í ríkisstjórninni. Þessi hækkun kæmi mjög illa við sjávarútveginn og heimili, sem hituðu hús með olíu. Ráðherra þakkaði ábendingu Geirs Hallgrímssonar (S) um við- ræður við Sovétmenn og Portúgala um breytta verðviðmiðun, og taldi hana verða athugunar. Olíuhækkunin nemur míll- jörðum króna Iljörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, vísaði til orða Svavars Gestssonar, um afstöðu sína til frumvarps forsætisráð- herra. Hann sagði innflutt eldsneyti nema 500—600 tonnum á ári, ef flugvélabenzín væri ekki með talið. Þar af væri benzín 17%, gasolía 59%, svartolía 24%. Olían færi að 22% til húshitunar, 27% til iðnaðar, 27% til fiskveiða og 24% til samgangna. Kostnaðarhækkun fiskiskipa, miðað við verð fyrir og eftir hækkun, næmi 5.8 milljörðum króna og samsvarandi hækkun í húshitun 3.6 milljörðum króna. Ráðherra vék síðan að ýmsum orkusparandi aðgerðum: svartolíu hjá togurum, réttri stillingu húshitunartækja, nýtingu kæli- vatns frá aflvélum, skipulagningu veiða og vinnslu, minni notkun einkabíla, fjarhitun, aukinni leit og nýtingu jarðvarma. Þá vék hann að hugsanlegum greiðslum úr sameiginlegum sjóði tii að létta undir með oliuhitun húsa, t.d. 50.000 kr. framlagi pr. hús eða íbúð, en áætluð hækkun næmi rúmum 200 þús. kr. á ári. Ráðherra sagði hækkun bif- reiðakostnaðar áætlaða 87.000 kr. á bifreiða, auk 24,000 kr. aukning- ar á vegagjaldi. Tekjuhækkun ríkisins næmi röskum 2 mill- jörðum króna að óbreyttri sköttun á þessu sviði. Þá vék ráðherra að mótun framtíðarstefnu í orkumálum, hugsanlegri framleiðslu vetnis með rafgreiningu. Úr vetninu mætti framleiða metanól (tréspíritus) sem nota mætti til íblöndunar benzíni. Til framleiðslu metanóls í 15% íblöndun benzíns þyrfti orkufrekan iðnað sem nýtti 15—30 MW, til að koma alveg í stað benzíns 150—200 MW. Fullbúiö frumvarp Vilmundur Gylfason (A) sagði að forsætisráðherra hefði lagt fram fullbúið frumvarp um ráðstafanir í efnahagsmálum, sem tæki í meginatriðum á verðbólgu- vandanum. Þetta frumvarp hefði ekki fæðst á einni nóttu, það væri árangur viðræðna, sem fram hefðu farið milli stjórnarflokkanna allar götur frá því skömmu eftir kosningar. Hann get um umfjöllun þingflokks og flokkstjórnar Al- þýðufl. á frumvarpinu, en þessir aðilar væru sammála um að frumv. skyldi lagt fram sem fyrst. Engan tíma mætti missa. Það er mat forsætisráðherra, að ég hygg, sagði þingmaðurinn, að þetta langt væri hægt að komast VG sagðist skilja aöfinnslu stjórnarandstöðunnar, þess efnis, að henni hefði borið að fá frv. í hendur a.m.k. samtímis aðilum utan þings. Þá vék hann að afstöðu Alþýðubandalagsins, sem m.a. héldi því fram, að frv. stefndi í atvinnuleysi. Sannleikurinn væri hins vegar sá, að atvinnuleysið blasti við ef ekki yrði gripið til verðbólguhjöðnunar af því tagi, sem frv. fæli í sér. Éf þessi ríkisstjórn gugnaði á frumvarp- inu, fengi hún sömu eftirmæli og vinstri stjórnir '56—58 og '71—'74, að þær hefðu ekki ráðið við efna- hagsmál. Andstaðan gegn frv. byggðist á fljótfærni, ónógri skoð- un og íhugun málavaxta. Þingið og pingmenn fyrst og fremst samráðsaðilar Matthías Á. Mathiesen (S) þakkaði það, að gagnrýni hans frá í gær hefði borið árangur, frv. væri komið í hendur þingflokks stjórnarandstöðunnar. Leiðrétta yrði þó, svo ekki færi á milli mála, að hann hefði ekki gagnrýnt í neinu, að frumvarpið væri sent „samráðsaðilum" utan þings, held- ur hitt, að stjórnarandstaðan fengi ekki samtímis frumvarpið, ekki til umsagnar heldur upplýsingar, svo sem þingvenja væri. Þessi gagn- rýni hefði fengið ajmennar undir- tektir. Þá sagði MÁM að forsætis- ráðherra hefði sagt, að þótt stjórnarandstaðan á Alþingi væri góðra gjalda verð, væri hún þó ekki „samráðsaðili" ríkisstjórnar. Þá hef ég numið illa þau fræði, er forsætisráðherra kenndi mér í eina tið, sagði þingmaðurinn, ef þingið og þingmenn eru ekki sam- ráðs- og ákvörðunaraðilar um löggjafarstarf á Alþingi. Framhald umræðna verður rakið á þingsíðu Mbl. á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.