Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 Geir Magnússon steinsmiður Minning F. 21. júlí 1894 D. 9. febrúar 1979 í dag, föstudaginn 16. febrúar, verður til moldar borinn frá Fríkirkjunni í Reykjavík Geir Magnússon, steinsmiður, á átt- ugasta og fimmta aldursári. Geir, sem lézt hinn 9. febrúar síðastlið- inn, fæddist í Reykjavík 21. júlí 1894, sonur hjónanna Guðrúnar Þorvarðardóttur og Magnúsar Geirs Guðnasonar, steinsmiðs. Móðir Geirs var ættuð úr Kefla- vík, en faðir hans úr Rangárþingi, og var Geir næstelztur systkina sinna. Magnús, faðir Geirs, var kunnur borgari i Reykjavík á sínum tíma, fluttist hingað með foreldrum sínum árið 1867, þá fimm ára gamall, austan úr Hvol- hreppi í Rangárvallarsýslu og bjó hér í Reykjavík fram í háa elli. Magnús var steinsmiður að iðn, hóf störf við smíði Alþingishússins árið 1878 og starfaði að því, unz smíði hússins lauk árið 1881. Þá vann hann um hríð að smíði Skjálfandafljótsbrúarinnar gömlu, en hóf að því búnu sjálfstæðan atvinnurekstur í Reykjavík með félaga sínum Ólafi Sigurðssyni. Þrír synir Magnúsar, þeir Geir, sem hér er minnzt, Arsæll og Knútur, námu steinsmíði hjá föður sínum og störfuðu lengi að þeirri iðn á verkstæði hans, lengst af að Grettisgötu 29 í Reykjavík. Stein- smiðja Magnúsar varð skjótt hin kunnasta í bænum og ófáir eru þeir legsteinar, sem þeir feðgar og félagar reistu á leiðum Reyk- víkinga og raunar landsmanna allra um áratuga skeið. Geir Magnússon kvæntist föður- systur minni, Ágústu Sigurðar- dóttur, 12. júní 1915, og bjuggu þau fyrst að Laugavegi 51 í Reykjavík, en síðar á fleiri stöðum í bænum, lengst að Flókagötu 9 og loks að Digranesvegi 26 nú 42 í Kópavogi. Ágústa var fædd í Reykjavík 19. ágúst 1892, dóttir hjónanna Sigurðar Gunnarssonar járnsmiðs, og Ástbjargar Guðmundsdóttur. Þau hjón, Ágústa og Geir, eignuð- ust eina dóttur, Ástbjörgu f. 9. nóvember 1915, en hún er gift Kornelíusi Hannessyni bifvéla- virkja í Reykjavík, og eiga þau fjögur uppkomin börn. Ágústa lézt hinn 9. nóvember 1974, eftir tæpra sex áratuga gott og ástríkt hjóna- band, og bjó Geir eftir það einn síns liðs að Digranesvegi 26 (síðar 42), í Kópavogi eða þar til nú fyrir síðustu áramót, að hann flutti i Dvalarheimili aldraðra að Fannborg 1 í Kópavogi. I Fann- borg lést Geir í svefni hinn 9. þ.m. en þar hafði hann komið sér vel fyrir og hugði gott til dvalar. Heimili þeirra Ágústu og Geirs mótaðist alla tíð af alúð og gest- risni þeirra beggja. Þó að Gústa frænka mín væri allra kvenna bezt heim að sækja, var Geir ekki síðri gestgjafi, og var þannig fullkomið jafnræði með þeim á því sviði sem öðrum. Það var ekki nóg með, að allt það bezta væri á borð borið sem í búrinu fannst, heldur var ávallt upplyfting og skemmtun að því að vera í návist þeirra hjóna. Bæði voru þau glaðlynd. og við- ræðugóð með afbrigðum, höfðu lifað tímana tvenna og kunnu frá mörgu að segja. Mér eru ofarlega í minni hinar tíðu heimsóknir þeirra á heimili foreldra minna á uppvaxtarárum mínum, en þær voru okkur heimilisfólkinu jafnan til óbland- innar ánægju. Seint mun ég gleyma Geira með vindilinn á milli fingranna og hressilegum hlátri Gústu, þar sem þau sátu hlið við hlið í stofunni okkar að Bústaða- vegi 91 og röbbuðu við húsráð- endur um alla heima og geima. Stofan fylltist birtu og yl af návist þessara góðu gesta og margt bar á góma; mér er nær að halda, að minningarnar um samveru- stundirnar með þeim séu meðal + Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar og tengdaföður, SIGURGEIRS ÓLAFSSONAR, Hafnarfiröi, Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, Kristjín Þorláksson, Helga Sigurgeirsdóttir, Bjarni Sumarlióason, Ólafur Sigurgeirsson, Salvör Sumarliöadóttir. t Alúöar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu vegna fráfalls eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, PÉTURS PÉTURSSONAR, Blönduósi. BergÞóra Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega öllum, sem sýndu okkur vináttu og samúö viö andlát og jaröarför SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR, og heiöruöu minningu hennar. Guömundur Bjarnason, Theódóra Guömundsdóttir, Ragnar Ólafsson, Katrín Guömundsdóttir, Ragnar Kjartansson, Ragna Sigrún Guömundsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir vandamenn hínnar látnu. + Innilegar þakkir faerum viö öllum þeim er auðsýndu okkur kærleika og vinarþel viö fráfall og útför HAFLIDA EIRÍKSSONAR Bergbórugötu 25, Ólöf Björnsdóttir, Guörún Hafliöadóttir, Axel Guómundsson, Hafliói Frfmannsson, Hafliöi Kristinsson, og aórir vandamenn. Kristinn Markúsaon, Rannveig Jónsdóttir, Elín Ormsdóttir, Steinunn Þorvaldssóttlr kærustu bernskuminninga minna, þó að aðeins hafi verið skrafað, skeggrætt og hlegið. Ekkert af frændfólki mínu í föðurætt sýndi heimili foreldra minna slíka ræktarsemi og hlýju sem þau Ágústa og Geir, að öðrum ólöstuð- um. Svo sem áður segir nam Geir steinsmiði hjá föður sínum, lauk prófi 1924 og vann að iðn sinni, unz hann varð að láta af þeim störfum á miðjum fimmta áratugnum. Eftir það gerðist hann verkstjóri hjá Reykjavíkurbæ og síðar mælingamaður hjá Borgarverk- fræðingi, þangað til hann hætti þar fyrir aldurs sakir á sjötugs- afmæli sínu 1964. Slys á ungum aldri og afleiðingar þess ollu því að steinsmíði hentaði Geir ekki til frambúðar, þó að hann hefði ráunar tekið ástfóstri við iðngrein sína og ekkert kosið fremur en að geta gert hana að ævistarfi, eins og Magnús faðir hans. Geir hafði listræna unun af því að kljást við kaldan og hrjúfan steininn, kljúfa hann niður í hæfilegan efnivið og móta hann síðan og fága í höndum sér. Hann var listfengur, ritaði fagra rithönd og hafði alla ævi ánægju af þvi að fást við dráttlist og teiknnn. Mér eru í minni hin fallega árituðu jólakort, sem Ágústa og Geir sendu foreldrum mínum á hverjum jólum, frá því að ég var barn að aldri. Á bak við einfalda jólakveðju bó sú vand- virkni og snyrtimennska, sem var Geir í blóð borin — jafnt í smáu sem stóru. Geir Magnússon var maður í góðu meðallagi á hæð, miðað við sína kynslóð, þreklega vaxinn og karlmannlegur ásýndum. Hin löngu kynni hans af steinhöggi höfðu veitt merg í bein og krafta í köggla. Hann var léttur í hreyfing- um fram á elliár, bar sig vel og var fríður sýnum. Karlmennsku og veðurteknu andliti hans er ekki auðvelt að gleyma, né þéttu og hlýju handtakinu. Það er stundum sagt, að marka megi manninn af handtaki hans, og kannski er það ekki út í hött. Þrátt fyrir karlmannlegt yfir- bragð, er ég sannfærður um, að Geir var að eðlisfari hrifnæmur tilfinningamaður og fagurkeri; hann var bókamaður og listunn- andi, kunni vel við sig úti í náttúrunni og hafði gaman af börnum. Hið nána og kærleiksríka samband hans við barnabörn sín fjögur báru því ljósan vott, því að þau elskuðu hann og virtu, ekki aðeins sem afa, heldur og 'náinn vin og félaga, þó að aldursmunur- inn væri ærinn. Ég sagði áðan að Geir hefði verið bókamaður og fegurðardýrk- andi og held, að það sé ekki ofmælt. Hann las mikið alla ævi og átti jafnan nokkurn bókakost, þó að um miðbik ævinnar neyddist hann til þess að láta af hendi flestar bækur sínar, þegar þröngt var í búi og naumt til hnífs og skeiðar. Geir hafði oftar en einu sinni orð á því við mig, að sig hefði tekið það sárast að sjá á bak íslendingasagnaútgáfu Sigurðar Kristjánssonar, og það var ekki fyrr en mörgum árum síðar — á sjötugsafmæli hans, ef ég man rétt —- að samstarfsmenn hans hjá Reykjavíkurborg gáfu honum nýja heildarútgáfu hinna gömlu sagna. Það var honum mikið fagnaðarefni að geta aftur haft þessar gull- aldarbókmenntir hið næsta sér, því að þær mat hann mest allra bóka. Geir var söngmaður góður og kunni ekki síður að meta góða hljómlist en snjallar bækur. Hann hafði einkum mætur á klássískri tónlist, og veittist sú ánægja á efri árum að eignast vönduð hljóm- flutningstæki og dágott plötu- og spólusafn. Þá var gleði hans ekki minni en unglinganna, sem þrá það heitast að eignast góðar „stereógræjur“ til að geta leikið uppáhaldshljómlist sína heima í stofu. Eftirlætisrithöfundar Geirs Magnússonar, hinir óþekktu höfundar Islendingasagna, voru kunnir fyrir einfaldar og skýrar mannlýsingar, sem sögðu þó sög- una alla: I fáum orðum fólu þær í sér skapgerðarþætti manna og sálareigindir. Ef ég ætti að gefa slíka lýsingu á Geir Magnússyni nú þegar ævi hans er öll, kemur hún áreynslulaust fram í hugann og hljóðar svo: Hann var prúð- menni og drengur góður. Það er sú grafskrift, sem stein- smiðurinn risti sjálfum sér með lífi sínu og starfi. Guðjón Albertsson. PARKET

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.