Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 Sveinn Skorri Höskuldsson: Lítum nú á hinn þáttinn, þau verk sem styrkt hafa verið til þýðinga á íslensku. Ég hef sama hátt á og áður, tel fyrst nafn höfundar, þá titil verks, síðan útgefanda og loks upphæð styrksins. Ég nefni titla verkanna á frummáli með þeim fyrirvara að inn í nöfn höfunda og verka kunna að hafa skotist stafvilllur hjá ritara stjórnarinnar í þeim fundargerðum, sem ég fer eftir. Þegar um er að ræða safnrit einstakra höfunda, sem bera annan titil á íslensku en frummáli, nota ég íslenska heitið. Styrkirnir til þýðinga á íslensku hafa verið sem hér segir: 1975 a) úr dönsku: Barndomslandet. Bjallan s.f. Kr. 10.000.- Niels Fenger. Solen kommer ikke mere op. Bókaútgáfa Þórhalls Bjarnarsonar. Kr. 5.000,- Johannes V. Jensen. Kongens fald. Almenna bókafélagið. Kr. 10.000,- Poul Vad. De nojsomme. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Kr. 6.000,- b) úr finnlands-sænsku: Gunnar Björling. Létta laufblað og vængur fugls (ljóðasafn). Letur s.f. Kr. 8.000,- c) eftir færeyska höfunda: Jorgen-Frantz Jacobsen. Det dyrbare liv. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Kr. 4.500.- d) úr norsku: Káre Holt. Opstandelsen. Almenna bókafélagið. Kr. 5.000,- Alexander Kielland. Arbeidsfolk. Fjölvi. Kr. 7.300,- Alf Praysen. Teskekerringa pá nye eventyr. Prentsmiðja Arna Valdimars- sonar. Kr. 3.000.- e) úr sænsku: Maria Gripe. Hugo. Iðunn. Kr. 3.000,- August Strindberg. Röda rummet. Almenna bókafélagið. Kr. 15.000,- Sven Wernström. Mordet pá Lillan. Iðunn. Kr. 3.000.-. 1976 a) úr dönsku: R. Broby Johansen. Hverdagskunst — verdenskunst. Mál og menning. Kr. 26.000.-. b) eftir færeyska höfunda: William Heinesen. Tárnet ved verdens ende. Mál og menning. Kr. 7.000.-. c) úr norsku: Jens Bjerneboe. Frihetens oyeblikk. Ingólfur Margeirsson. Kr. 9.000.-. Knut Odegárd. Fuglen og draumen. Letur s.f. Kr. 10.000.-. d) úr sænsku: Astrid Lindgren. Bröderna Lejonhjárta. Mál og menning. Kr. 8.000.-. 1977 a) úr dönsku: Hanne Larsen. Dav skal vi snakke sammen. Bjallan s.f. Kr. 3.600.-. Dea Trier Morch. Vinterbern. Iöunn. Kr. 10.000.-. b) eftir færeyska höfunda: William Heinesen. Gamaliels besættelse. Mál og menning. Kr. 10.000.-. c) úr norsku: Jon Michelet. Jernkorset. Prenthúsið. Kr. 11.000.-. Tordis Orjasæter. Boka om Dag Tore. Bjallan s.f. Kr. 2.000.-. d) úr sænsku: Astrid Lindgren. Mio, min Mio. Mál og menning. Kr. 8.000.-. Maj Sjöwall & Per Wahlöö. Roseanna. Mál og menning. Kr. 10.000.-. Sveinn Skorri Höskuldsson. Per Olaf Sundmann. Beráttelsen om Sám. Almenna bókafélagið. Kr. 8.000.-. Sven Wernström. Kamrat Jesus. Mál og menning. Kr. 8.000.-. 1978. a) úr dönsku: Vita Andersen. Tryghedsnarkomaner. Lystræninginn s.f. Kr. 5.000.-. H.C. Branner. Rytteren. Bókaforlagið Saga. Kr. 5.000.-. Bent Haller. Katamaranen. Iðunn. Kr. 6.000.-. Hans Hansen. Vil du se min smukke navle. Lystræninginn s.f. Kr. 5.000.-. Island. Morten Stender. Kr. 7.000.-. Ole Lund Kirkegaard. Gummi Tarsan. Iðunn. Kr. 5.000.-. Janniek Storm. Bern kan altid sove. Lystræninginn s.f. Kr. 9.000.-. b) úr finnsku: Eeva Joenpelto. Vetáá kaikista ovista. Almenna bókafélagið. Kr. 15.000.-. c) eftir færeyska höfunda: William Heinesen. Blæsende gry. Mál og menning. Kr. 15.000.-. d) eftir grænlenska höfunda: Sumar í fjöðrum (grænlensk nú- tímaljóð). Letur s.f. Kr. 8.000.-. e) úr norsku: Kjartan Flegstad. Dalen Po'rtland. Mál og menning. Kr. 12.500.-. Dag Solstad. SVIK Ferkrigsár. Guðmundur Sæmundsson. Kr. 8.000.-. f) úr sænsku: Maj Sjöwall & Per Wahlöö. Mannen som gick upp i rök. Mál og menning. Kr. 8.000.-. Per Olof Sundmann. Tvá dagar, tvá nátter. Bókaforlagið Saga. Kr. 6.000.-. Hér er samtals um að ræða 40 verk norrænna höfunda, sem styrkt hafa verið til þýðinga á íslensku. Þau skiptast þannig eftir málsvæðum: Eftir danska höfunda 14 verk. Eftir finnska höfunda, 1 verk. Eftir finnlands-sænska höfunda 1 verk. Eftir færeyska höfunda 4 verk. Eftir grænlenska höfunda 1 verk. Eftir norska höfunda 9 verk. Eftir sænska höfunda 10 verk. Ef við lítum á skiptingu styrk- veitinga niður á ár, er hún þessi: 1975: 12 verk. 1976: 5 verk 1977: 9 verk 1978: 14 verk Stjórn þýðingarsjóðsins hefur enn ekki fullkomið yfirlit yfir, hversu útgefendur hafi hagnýtt sér þá styrki, sem þeim hafa verið veittir, en við lauslega athugun virðist mér að nokkrar veitingar til íslenskra útgefenda, t.a.m. frá fyrsta árinu, hafi ekki enn verið notaðar. Þýðingarstyrkurinn er veittur útgefendum eftir umsóknum þeirra, og kemur hann fyrst til greiðslu, þegar viðkomandi verk hefur komið út og verið sent til Menningarmálaskrifstofunnar í Kaupmannahöfn. Um Norræna þýðingarsjóðinn Greinargerð og fáeinar hugleiðingar — Síðari hluti Frumkvæðið að þýðingum og styrkveitingum liggur þannig ekki hjá sjóðstjórninni, heldur hjá rithöfundum, þýðendum eða útgef- endum. Gangur mála getur verið sá, að höfundur eða þýðandi sann- færi útgefanda um að vert sé að gefa út tiltekið verk, ellegar að útgefandinn sjálfur öðlast þá sannfæringu af lestri verksins og semur síðan við höfund og þýð- anda. I öllum tilvikum hefur málið þá fyrst komið til kasta sjóðstjórnar, er útgefandi hefur sent inn um- sókn um styrk. Lítum nú á, hvernig þeir styrkir, sem veittir hafa verið útgefendum þessi fjögur ár til að láta þýða norrænar bókmenntir á íslensku, skiptast: I 'i s Útgefandi: '•© u £ Almenna békafélaglð 5 53.000.- Bjallan s.f. 3 15.600,- fíókaforlaxið Saga 2 11.000,- Bðkaútgáfa Menningarsj. 2 10.500.- Bókaútg. Þórh. Bjarnars. 1 5.000,- Fjölvi 1 7.300,- Guðmundur Sæmundaaon 1 8.000.- Iðunn 5 27.000.- Ingólfur Margeirsson 1 9.000,- Letur s.f. 3 26.000,- Lystrœninginn s.f. 3 19.000.- Mál og menning 10 112.500,- Morten Stender 1 7.000.- Prenthúsið 1 11.000,- Prentsm. Árna Valdim. 1 3.000,- Samtais: 40 324.900.- Hér má það vekja athygli að Mál og menning hefur hlotið styrki til 10 verka, sem er fjórðungur allra þeirra bóka, er styrktar hafa verið, og styrkupphæðin til sama útgáfu- fyrirtækis nemur rúmum þriðj- ungi af þeirri fjárhæð, sem komið hefur í hlut íslendinga. Þetta stafar þó ekki af því, að stjórn sjóðsins hafi verið sérstak- lega umhugað að hlynna að Máli og menningu, heldur hinu að þetta útgáfufyrirtæki hefur sýnt öðrum meiri áhuga á að sækja um styrki og útgáfubækurnar verið metnar vel verðar styrks. Svipað fyrirbæri má sjá í styrk- veitingum til að þýða íslenskar bækur á dönsku. Þar hefur Bir- gitte Hovrings Biblioteksforlag fengið 13 af þeim 23 styrkjum, sem veittir hafa verið til þýðinga ís- lenskra bóka í Danmörku, og ástæðan er einfaldlega hin sama: Þetta fyrirtæki hefur á þessum fjórum árum sýnt mestan áhuga danskra útgefenda á því að láta þýða og gefa út verk íslenskra höfunda. Athugum loks, hver hefur orðið hlutur íslenskra útgefenda í heild- arstyrkveitingum þessara fjögurra ára. Það dæmi lítur þannig út: Heildar- Kvðti í hlut Ár: fjárhæð: fslands 9% íslands: 1975 611.000,- 54.990.- 79.800.- 1976 730.000.- 65.700.- 60.000.- 1977 825.000,- 74.250.- 70.600,- 1978 950.000.- 85.500.- 114.500,- Samtals: 3.116.000,- 280.440.- 324.900,- Á þessum fjórum árum hafa íslendingar þannig fengið í sinn hlut kr. 44.460.- umfram þann 9% kvóta, sem þeim er ætlaður í reglugerð sjóðsins. Hvernig má slíkt verða? mun einhver spyrja. Ástæðan er sú, að enn Minning: Magda Kristjáns- son hjúkrunarkona Fædd 17. nóvember 1916 Dáin 7. febrúar 1979 Magda Elísabet Kristjánsdóttir hjúkrunarkona lést í Borgar- spítalanum 7. feb. s.l. eftir 4ra mánaða stranga sjúkdómslegu. Það var eins og hendi veifað og ský drægi fyrir sólu, svo skyndi- lega og óvænt veiktist hún. Vinir og samstarfsfólk fylgdust með veikindum hennar og eygðu í fyrstu örlitla von um að hægt væri að bjarga lífi hennar, en sú von brást og eftir varð aðeins vissan um, að enginn mannlegur máttur gæti hjálpað henni. Það voru þung og óvænt örlög, þessarar mikilhæfu hjúkrunar- konu, sem var svo frábær í störf- um sínum. Vildi ávallt gera betur og betur, hjúkraði og hjálpaði svo mörgum. Aldrei virtist hún þreyt- ast á því og seint verður Mögdu fullþakkað, enda skarð fyrir skyldi á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hún hefur starfað s.l. 11 ár. Enginn má sköpum renna. Eitt sinn skal hver deyja. — Magda var fædd á Borgundarhólmi í Dan- mörku, dóttir Olgu og Júlíusar Rönne, söðlasmiðs. Að loknu lýðháskólanámi hóf hún hjúkrunarnám við Köben- havns Amtsygehus í Gentofte og lauk því árið 1941. Árin næstu bætti hún við sig námi á ýmsum sjúkrahúsum í Danmörku. 2. júlí 1943 giftist hún eigin- manni sínum Gústafi Kristjáns- syni, matsveini og eignuðust þau fjóra syni. Magda fluttist síðan til íslands og vann á ýmsum stöðum. Árið 1968 hóf hún störf á Hrafn- istu í Reykjavík og vann þar óslitið síðan. Lengst af var hún deildar- stjóri á G-gangi hjúkrunardeildar. Starfsdagur hennar var langur og mældist oft ekki, því að stund- um gerðist það, að hún lét stimpil- klukkuna ljúka fastri dagvinnu, en hraðaði sér aftur inn á deildina sína og hélt ótrauð áfram að leysa verkefnin, sem eru oþrjótandi á slíkum stöðum, og líkjast helst eilífðinni. Nú er vinnudeginum lokið og ofarlega í huga hennar var ávallt eins og segir í ljóðlínum Jóns Helgasonar biskups — 26„Starfa, því nóttin nálgast. Nota vel æviskeið. Ekki þú veist nær endar ævi þinnar leið.“ Ástvinum hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur og ver- um þess minnug, að öll él birtir upp um síðir og vorið bjarta er á næsta leiti. Vistfólk og hjúkrunarlið Hrafn- istu drúpir höfðu í hljóðlátri bæn, sem berst út yfir gröf og dauða og tekur undir með skáldinu sem segir: Far þú í íriði, friður Guðs þig blesai. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. R.Þ. og I.Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.