Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 MOBötllv- . v MrtiNú * R" Í' -fe-c Nei, nei minn. — ekki svona, séra Snjallt. — Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig þau væru búin til, flöskuskipin. ' á*í . ' , :kiB „Hundraðasta og ellefta meðferð á skepnum” BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Auðvelt er að ná saman nægi- lega mörgum slögum til að vinna geimið í spili dagsins. Markmiðið var að ná yfirslag eða slögum enda vega slíkar hækkanir á tölunni þungt í tvímenningskeppni. Suður gaf, austur-vestur á hættu. Norður - S. Á32 H. 963 T. Á953 L. DG3 Vestur Austur S. 96 S. DG1087 H. DG72 H. - T. 1074 T. KDG82 L. K96 L. 1074 Suður S. K5 H. ÁK10854 T. 6 L. Á852 Spilararnir sögðu samkvæmt Acol-sagnkerfinu: Suður 1 hjarta — norður 2 grönd og suður 4 hjörtu. Það varð lokasögnin og vestur spilaði út tígulfjarka. Sagnhafi tók slaginn í borði og spilaði laufdrottningu. Vestur tók slaginn, spilaði aftur tígli, sem suður trompaði. Og þegar hann tók á hjartás kom tromplegan í ljós. I bili var höfuðmálið að koma í veg fyrir, að tveir slagir yrðu gefnir á lauf. Suður spilaði því laufi á gosann og sem millileik trompaði hann tígul á hendinni. Laufmálið var afgreitt þegar ásinn tók næsta slag og um leið varð yfirslagurinn ekki fjarlægur draumur. Spaðakóngur, spaði á ásinn og þriðji spaðinn trompaður þýddi þrjú spil á hendi. Norður S, - H. 96 T. 9 L. - COSPER Nei, kona góð, hér er ekki spilað matador eða annað þess háttar! Mér hafa oft dottið í hug orð í bók Halldórs Laxness „Ljós heims- ins“ þar sem Ólafur Kárason niðursetningur á bænum Fótar- fæti er að lesa um „Hundraðasta og ellefta meðferð á skepnum" sem mun vera ill meðferð sem ber vott um grimmd og guðlaust hjarta. Og ennfremur ef gleymist að gefa hundinum. Eg efast um að hunda- eigendur hér á höfuðborgar- svæðinu gleymi að gefa hundunum sínum í „hundabanninu". En mér virðist að nokkuð annað vilji gleymast. Það sem mér finnst sjálfsögð umhugsun og umhyggja foreldra um börn þeirra. Er ekkert athugavert við að skilja 5—6 ára börn eftir tímunum saman ein eða e.t.v. með lítið eldri systkinum sem þurfa að sækja skóla á ýmsum tímum. Húsinu læst og börnin ýmist með lykil eða bara einfaldlega læst úti. Með öðrum orðum, sett á guð og gadd- inn þangað til einhver — foreldri eða e.t.v. misjafnlega umhyggju- söm systkini koma heim. Ég verð daglega vör við að nokkur þessara leikfélaga 6 ára barns míns sem er vant því að hér sé ávallt einhver heima til að leika og blanda geði við, fá hér um- hyggju og mat og drykk á mat- máls- og kaffitímum. Þessi börn spyrja: „Færðu alltaf að drekka á daginn?" eða bara „Spurðu mömmu þína hvort við getum ekki fengið að drekka.“ Ég þyrfti einfaldlega að reisa hér stórt allsnægtaborð ef ég ætti að verða við öllum þessum beiðn- um. Nú er ég farin að segja við þessi börn að fara heim, eða til mæðra sinna og biðja þær. Þá fæ ég svör eins og „mamma er í vinnunni", „það er enginn heima". Og stund- um „ég er ekki með lykil“ eða „ég get ekkert fengið mér“. Þessum börnum er sem sagt ekki hugsað fyrir neinu frá hádegi eða fyrr, hvorki næringu né umsjón. Að ég nefni ekki að geta leitað til ein- hvers ef eitthvað bjátar á. Eða kemur e.t.v. aldrei neitt fyrir? Ég fæ ekki betur séð en þarna sé komin stétt umrenninga eða betlara. Ég hélt að þeirra tíð væri liðin á Islandi. Ég efast um að þessi börn skorti nokkuð sem kaupa má fyrir peninga. En hefur ekki eitthvað gleymst? Nema um helgar og í sumarfríum, þá skortir ekki bíó og bílferðir og sólarlandaferðir þegar foreldrarnir eiga frí, kannski jóla- ferð til Kanaríeyja. Er þetta nóg, foreldrar? Haldið þið að þessi börn uni sér allt í einu heima þegar þið viljið fara að ráða hvar börnin eru á kvöldin, með hverjum eða hvenær þau eiga að koma heim. Fram að því hafa þau oft gengið hús úr húsi ef einhvers staðar væri nú einhver félagsskapur, einhver heima. Er ekki von að þau leiti á eitthvert sitt „Hallærisplan". Heimamóðir 1035-3575 • Tillits- leysi lækna- þjónustunnar Bæst hefur liðsauki læknaliði Kópavogs, því fyrir skömmu hefur ungur augnlæknir tekið til starfa í læknamiðstöð bæjarins, og er það nýr þáttur í læknaþjónustu þessa bæjar, og ætti að koma sér vel þeim sem á hjálp augnlæknis þurfa að halda. En hvernig skyldi nú þessi nýja læknisþjónusta reynast? Um það vil ég nefna eitt dæmi: Seint í ágúst sl. varð kona nokkur í Kópavogi fyrir því óhappi að fá korn upp í auga, og er slíkt ekki óalgengt. Nóttina eftir gat hún lítt eða ekki sofið vegna óþæginda í auganu. Næsta morgun talaði hún í síma við læknamiðstöð bæjarins, og óskaði eftir að mega koma til augnlæknisins og sagði hvernig á stóð, að hún hefði fengið korn í auga. Stúlkan í símanum svaraði: „Þú getur fengið tíma 8. september, þangað til er allt full- bókað.“ Konan spurði: „Er engin von til þess að hann geti litið á Vestur S. - H. DG7 T. - L. - Austur skiptir ekki máli Suður S. - H. K10 T. - L. 8 Og þegar sagnhafi spilaði lauf- inu var vestur í leiðindaklemmu. Gat ómögulega fengið nema einn slag. „Fjólur — mín Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttír pýddi 61 framan sig og seguiband í gangi í horninu og aukþess var iögregiumaður með hraðritunarþlokk viðstaddur. — Ég held ég hafi sagt allt sem ég veit, svaraði Susanne og fann samtfmis roðann hlaupa fram í kinnar henni. Það var þessi peningabunki sem alltaf vafðist fyrir henni. Hún mundi eftir honum í hvert skipti sem hún sá lögregiuforingjann en hún gat einhvern veginn ekki hugsað sér að segja honum frá málinu. Hún hafði heitið Martin því að segja ekkert og hún gat heldur ekki fengið af sér að trúa því að náfrændi Martins kæmi þessu leiðinda- máii við. — Og hvað er það sem þér hafið ekki sagt, Berniid barði pipu sinni allharkalega niður í stóran keramiköskubakka. — Ég veit það ekki, stamaði hún. — Ég veit það ekki, nema — Nema hvað? Út með það. Segið mér frá öllu hversu lítils- vert sem það virðist vera. Ég handtek engan bara af þeirri ástæðu. — Það kemur auðvitað ekki málinu við, sagði Susanne. — Én ég hef allan tímann haft á tilfinningunni að Jasper Bang hafi misnotað Hcrman frænda og Holm lækni einhvern veginn.... getur verið að... að hann hafi kúgað út úr þeim fé? Hún leit spyrjandi á Bernild. — Og hvernig í ósköpunum stendur á því að yður dettur þetta í hug? — Það stendur bara svoleiðis á því, að fyrsta daginn sem ég var hér heyrði ég að Mosahæð yrði seld fyrir mjög hátt verð vegna þess að Éinar Einarsen vildi kaupa jörðina til að brjóta hana upp f sumarbústaðalóðir. - Jahá. Bernild hallaði sér aftur f stólnum. — Og þá hugsaði ég með mér að kannski hefði Jasper fundið upp á þessu til að ná eins miklum peningum út úr Hermani frænda og mögulegt væri. Ég jnoina, að allir geta auðvitað sagt að einhver annar aðili vilji kaupa jörð sem maður á og borga fyrir offjár og allir geta auðvitað sagt að þeir standi með Bandaríkja- samning f lófunum. Ef Jasper Bang ætlar að fara til Banda- rfkjanna og hans bfður svona mikill frami þar, hvers vegna hefur þá ekkert verið skrifað um það í blöðin? Einar Einar- sen er þekktur fyrir að vekja eins mikla athygli á skjól- stæðingum sfnum og unnt er og því hefði mér fundist sennilegt hann væri ekki lengi að koma því á íramfæri. Hún þagnaði. Hún gerði sér allt f einu grein fyrir að þetta gæti hljómað sem hún væri að ákæra Jasper Bang fyrir eitt- hvað. — Og þá haldið þér að Jasper hafi drepið Einar vegna þess að Einarsen gat sagt frá því að hann hafði ekki látið sér detta f hug að kaupa Mosahæð hélt Bernild áfram hugsunum hennar. — Dálítið harður dómur yfir Jasper Bang. Sér- staklega þar sem við höfum kannað þetta samningsmál og þar er allt svo sannarlega á hreinu og framtfðin glæst. — Já, en ég átti nú ekki við það, byrjaði Susanne. — Eruð þér nú vissar um að það sé sannleikurinn? Bcrnild horfði rannsakandi á pfpuna sfna. — Ég hef nefnilega sjálfur fengið þessa hugmynd og þess vegna lagt mig sérstaklega eftir að kanna aðstæður og stöðu Jaspers Bangs og það er eitt sem skín út úr öllu heila gallcrfinu — að Jasper Bang hefur ákaflega lftinn áhuga á peningum. Hann er hégómleg- ur og lítur á sjálfan sig og þessi hræðilegu lög sín sem hina mcstu snilli, en hvað peninga varðar sýnist mér hann fjarskalega kærulaus og eng- inn skal fá mig til að trúa því að hann hafi framið morð til að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.