Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979
31
1. deildin blasir
senn við KR-ingum
STAÐA KR-inga á toppi 2. deild-
ar er sterkari og betri í dag en
hún var í fyrradag. í gærkvöldi
lögðu KR-ingar nefnilega að velli
Þrótt í Laugardalshöll 23—20,
eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 13—8 fyrir þá, yfirburða-
staða í hálfleik. Undir lok leiks-
ins höfðu KR-ingar næstum varp-
að öðru stiginu eða jafnvel báðum
fyrir borð, þegar Þrótti tókst
tvívegis að jaína í 18—18 og
19—19. Þróttarar sprungu síðan
á lokasprettinum og því fór sem
fór.
Þróttarar komust yfir 2—1, en
síðan ekki söguna meir. Framan af
hálfleiknum var munurinn þó ekki
mikill, en segja má að einkennis-
tákn fyrri hálfleiks hafi verið
ótímabær skot og mjög stuttar
sóknir. Maður var jafnvel farinn
að bíða eftir því að menn reyndu
markskot frá eigin vítateig, eða
jafnvel beint úr innkasti. Tveggja
til þriggja marka munur hélst allt
undir lok hálfleiksins, en þá skor-
uðu KR-ingar, nánar tiltekið Ólaf-
ur Lárusson, tvö síðustu mörkin og !
KR-ingar léku ekkert sérstak-
leiddu KR-ingar, því í leikhléi með
5 mörkum og töldu flestir (af
fáum) sem á leikinn horfðu, að það
myndi nægja KR-ingum og þeir
myndu kafsigla Þróttara enn frek-
ar í síðari hálfleiknum.
Annað kom nú á daginn og það
einkum fyrir þær sakir, að
KR-ingar tóku að gera fleiri vit-
leysur en Þróttarar, en í fyrri
hálfleik var því öfugt farið. Þannig
söxuðu Þróttarar óðfluga á for-
skotið, þannig að þegar 16 mín.
voru liðnar af síðari hálfleik var
munurinn kominn niður í 1 mark,
16—15. Aftur kom 3 marka forskot
með tveimur KR-mörkum, en í
kjölfarið komu þrjú frá Þrótti og
staðan var jöfn, 18—18, og síðan
aftur 19—19. Haukur Ottesen kom
KR-ingum yfir á ný og voru þá rétt
tæpar 3 mínútur til leiksloka.
Haukur skoraði svo aftur og síðan
Símon, úrslitin voru ráðin. Skot
Þróttara höfnuðu flest á varnar-
vegg KR, eða í fangi markvarðar.
Lokatölur urðu síðan 23—20 eins
og áður er getið.
Fimleikar
UNGLINGAMEISTARAMÓT pilta í fimleikum verður laugardaginn
17. febrúar kl. 14.30 í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands.
Fyrst keppa 16 ára og yngri í fimleikastiganum. en að því loknu
keppa 17 ára og eldri í frjálsum æfingum. Mótið átti áður að vera bæði
á laugardag og sunnudag, en verður allt haldið á laugardag.
lega vel að þessu sinni, nógu vel þó
til að krækja í bæði stigin. Oft
gerðu leikmenn sig seka um óðagot
í sóknarleiknum, skot úr öllum
átturh úr vonlausustu færum. En
það kom ekki að sök, því að
Þróttarar voru enn verri á þessu
sviði. Haukur Ottesen átti nokkuð
góðan leik að þessu sinni og
skoraði á mikilvægum augnablik-
um. Símon var lítið með framan
af, en skoraði einnig mikilvæg
mörk í lokin. Björn var sleipur
framan af, en skotin fóru að geiga
þegar á leið og var hann lítið með
eftir það. Ógetið er enn um mark-
vörðinn Pétur Hjálmarsson, sem
varði mjög vel í fyrri hálfleik og
þokkalega meðan hann var inni á í
þeim síðari. Ólafur Lárusson var
einnig góður.
Hjá Þrótti vantar alla breidd.
T.d. var það ekki fyrr en á 16.
mínútu síðari hálfleiks sem ein-
hver annar en Konráð, Páll Ólafs-
son eða Halldór Harðarson
skoraði. Þeir þremenningarnir
voru ætkvæðamestir hjá Þrótti,
Konráð þó daufari en í meðalleik.
Hann skoraði nú „aðeins" 8 mörk.
Þá var markvarslan í góðu lagi hjá
Þrótti framan af.
Þeir Björn Kristjánsson og
Valur Benediktsson sáu um dóm-
gæsluna að þessu sinni og ætlar
undirritaður ekki að hæla þeim
fyrir útkomuna, nema síður sé.
Mörk KR: Haukur 6, Björn 5,
Ólafur Lár. 4, Sigurður Páll 3,
Símon og Ingi Steinn 2 hvor,
Þorvarður 1 mark.
Mörk Þróttar: Konráð 8, Páll 6,
Halldór 4, Sveinlaugur og Einar 1
mark hvor.
— gg-
Skíðatrímm
á Seyðisfirði
NÆSTKOMANDI sunnudag er svokallaður skíðatrimmdagur um
land allt. Á Seyðisfirði verður mikið um að vera í tilefni dagsins.
Ný skíðatogbraut verður vígð formlega þennan dag. Er toglyftan
staðsetf við neðri stað og er hin fullkomnasta. Verður hún í gangi
allan daginn. Nýr snjótroðari hefur verið keyptur til staðarins. og
hefur hann verið notaður við að troða allar brekkur sem eru
fjölbreytilegar og jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.
Niðri í bæ, verður opin fjögurra km gönguhringur fyrir ofan
sjúkrahúsið. fyrir þá sem vilja ganga og safna sér kílómetrum í
áfangakort SKÍ. Skíðastjarnan verður til sölu hjá lyftuverði og
hjá aðstoðarmönnum, svo og áfangakortin.
Er það von framkvæmdanefndarinnar á staðnum að Seyðfirð-
ingar mæti hressir í skíðatrimmir á sunnudaginn. — þr.
Útimót í
handbolta
Ilandknattleikssamband ts-
lands auglýsir hér með eftir
aðilum innan vébanda sinna,
sem áhuga hafa á að halda
íslandsmót 1 handknattleik,
utanhúss, 1979, á sumri kom-
anda.
Keppt verður í þremur
flokkum, þ.e. meistarafl.
kvenna, meistarafl. karla og 2.
flokki kvenna.
Skriflegar umsóknir skulu
hafa borizt skrifstofu H.S.Í.
eigi síðar en 15. marz 1979.
Hollenskur
keimur af
lidi Ipswich
1. DEILDARLIÐ Ipswich í
Englandi fer nú að bera mjög
sterkan hollenskan keim, því
að í vikunni kom til liðs við
félagið annar hollenskur leik-
maður, en fyrir var auðvitað
Arno Miihren. Nýi maðurinn
er góðkunningi Miihren,
Franz Thyssen, sem einnig
kom frá Tvente Enscheide og
er miðvallarspilari eins og
Miihren. Thyssen kostaði að-
eins 200.000 sterlingspund. en
það telst ekki lengur stórupp-
hæð á Bretlandseyjum, heldur
hálfgerð útsala. Vafalítið á
Thyssen að fylla það skarð
sem Brian Talbot skildi eftir
sig þegar hann fór til liðs við
Arsenal.
Enn vetur
VETUR konungur hefur haldið
innreið á Bretlandseyjar á nýj-
an leik. þannig að útséð er að
allmörgum leikjum verður
frestað á morgun. Tveir hafa
þegar verið felldir niður. en
það eru leikir Nottingham For-
est gegn Arsenal og leikur
Colchester gegn Manchester
Utd. en báðir eru þessir leikir
bikarleikir. Þrír aðrir leikir í
5. umferð bikarkeppninnar eru
taldir mjög vafasamir og að-
eins tveir leikir í bikarnum
virðast vera öruggir, en það
eru leikur Aldershot gegn
Shrewsbury og viðureign Ips-
wich og Bristol Rovers.
Allt á að
seljast
Allir «.
undrast þau ótrúlega
lágu verö undan -
¥■
farna daga.
Nú gefum við 10%
aukaafslátt
af útsöluverðinu!!!
\'
Saumastofa
Karnabæjar
★ ★ ★
Belgjagerðin
★ ★ ★
Karnabær
★ ★ ★
Björn Pétursson
heildverzlun
★ ★ ★
Steinar h.f.
vekjum
athygli á
eftirtöldum
vörum:
tökum
nýjar vörur daglega.
★ Fataefni ★ Wattefni ★ Poplínefni ★ Kakhiefni ★ Nylonefni ★ Léreft
★ Anorakkar öll no. ★ Pólar úlpur öll no. ★ Föt ★ Blazerjakkar
★ Barnabuxur ★ Denim-, flauels- og kakhi buxur ★ Dömudragtir ★ Herra
sjóliöajakkar ★ Herra- og dömupeysur ★ Skyrtur ★ Blússur ★ Regnkápur
og jakkar ★ Alls konar barnafatnaöur ★ Hljómplötuúrval sem er engu líkt.
Utsalan
iðnaðarmannahúsinu
v/ Hallveigarstíg