Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 Útgefandí Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar tif. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið. Látið verði reyna á frjálsa kjarasamninga Engin ríkisstjórn í þessu landi hefur gengið jafn hart fram í því og sú, sem nú situr, að afnema frjálsan samningsrétt aðila á vinnumarkaði og ákveða einhliða kaup og kjör. Frá því sl. haust hefur hún tekið geðþóttaákvarðanir um kaup og kjör og nú fjallar stjórnin um frumvarp, sem í raun þýðir lögbindingu kaupgjalds a.m.k. til loka þessa árs. Ríkisstjórnin var mynduð fyrir áeggjan verkalýðsleiðtoga úr röðum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, — sömu manna og beittu stéttarfélögum sínum sl. vor í flokkspólitíska þágu undir kjörorðinu „samningana í gildi". Ríkisstjórnin hafði þó varla velgt ráðherrastólana, þegar sett voru bráðabirgðalög um kaup og kjör fólksins í landinu. Hið sama endurtók sig 1. desember. Hráskinnsleikurinn með vísitöluna hélt áfram, víxlverkun niðurgreiðslna og aukinnar skattheimtu, auk þess sem kaup- gjaldsvísitalan var skert um 5% til viðbótar bótalaust nema að nafninu til. 1. marz er að nálgast. Forsætisráðherra hefur búið til frumvarp fyrir fjölmiðla, sem unnið er upp úr áliti ráðherra- nefndar um efnahagsmál. Þar er enn lagt til, að sólstöðusamn- ingunum verði breytt með lagasetningu, sem ekki verður skilin öðru vísi en svo, að til nýrra heildarsamninga milli launþega og atvinnurekenda komi ekki fyrr en 9 mánuðum eftir 1. desember n.k. eða eftir 1. september 1980. Þá verða liðin tvö ár frá myndun ríkisstjórnarinnar. Allan þennan tíma á það innbyrðis misrétti, sem er í gildandi kjarasamningum, að haldast óbreytt sam- kvæmt frumvarpi forsætisráðherra, og frjáls samningsréttur að vera úr gildi. I þessu sambandi er óhjákvæmilegt að vekja athygli á því, að það hefur verið ófrávíkjanleg stefna launþegahreyfingarinnar að semja sjálf um laun sín Og kjör, en láta stjórnvöld ekki skammta sér í askinn, eins og gert var í gömlu baðstofunum forðum. Guðmundur J. Guðmundsson sagði fyrir ári, að alþýðufólk væri heiðarlegasta fólk þessa lands. — „En þegar svo svikizt er aftan að því og það rænt umsömdum kjarabótum, sem aðilar hafa samþykkt í frjálsum samningum, þá stríðir slíkt gegn réttarvitund þess og þar af leiðandi verða aðgerðir þess til að mótmæla slíkum aðgerðum aldrei ólöglegar." Það felst mikið fyrirheit í þessum ummælum formanns Verkamannasambands íslands. Samt hefur hann nú látið sig henda þetta, sem hann varaði svo stranglega við. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, sagði fyrir ári: „Það efast enginn af þeim, sem fyrir þessum aðgerðum standa, um að alþingi hefur rétt til þess að setja lög. En hér býr ennþá frjálst fólk, sem hefur rétt til þess að standa upprétt." Eðvarð Sigurðsson er líka alþingismaður og hefur sett lög, sem skerða sólstöðusamningana. I umræðum um þau minntist hann ekki á, að hér byggi frjálst fólk, sem hefði rétt'til að standa upprétt. Samningar eru nú lausir. Það liggja fyrir yfirlýsingar frá launþegahreyfingunni jafnt sem atvinnurekendum að ákvæði sólstöðusamninganna um verðbótavísitöluna standa í vegi fyrir því, að árangurs sé að vænta í baráttunni við verðbólguna. Samt sem áður hefur störfum vísitölunefndar lokið með þeim óvenjulega hætti, að fulltrúar launþega hafa ekki skilað efnislegum athugasemdum, enda virðast sumir þeirra a.m.k. bíða þess eins, að löggjafinn grípi inn í, og er þar um að ræða sömu menn og tíðast töluðu um það sl. vor, að samningsréttur verkalýðshreyfingarinnar um kaup sín og kjör væri helgur réttur, sem ekki yrði af þeim tekinn. Eins og Geir Hallgrímsson lagði áherzlu á í Morgunblaðinu í gær liggur nú fyrir að athuga, hvort leið frjálsra kjarasamninga sé fær. Það er ávallt neyðarúrræði, þegar löggjafinn verður að grípa inn í samninga aðila vinnumarkaðarins. Einhliða ákvæði um kaup og kjör, eins og ríkisstjórnin hefur nú samið frumvarp um, er óverjandi eins og á stendur. Samningarnir eru runnir út og ekki eftir neinu að bíða fyrir aðila vinnumarkaðarins að undirbúa og hefja viðræður um aðra nýja. Nú virðist ek að leysa efnai — sagði Geir Hallgrímsson í u Á fundi sameinaðs þings í gær kvaddi Geir Hailgrímsson sér hljóðs utan dagskrár í tilefni af frumvarpi Ólaís Jóhannessonar til lausnar efnahagsvandanum. Jafnframt gerði hann áð umræðuefni þær hækkanir, sem fyrirsjáanlegar eru á olíuverði, og ræddi um, að komið hefði fram beiðni um, að allir þingflokkar skipuðu fulltrúa í nefnd til þess að fjalla um þennan vanda, sem skapazt hefði vegna skýrslu fiskifræðinga um ástand fiskstofna. Upphaf umræðnanna er rakið hér á eftir, en niðurlagið verður birt í Morgunblaðinu á morgun. Af hverju trúnaðarmál? Geir Hallgrímsson (S) tók undir gagnrýni Matthíasar Á. Mathiesen á því, að stjórnarandstöðunni hefði ekki verið fengið frumvarp forsætisráðherra í hendur, en á hinn bóginn hefði það verið afhent ýmsum hagsmunasamtökum. For- sætisráðherra hefði svarað því til að til þess þyrfti leyfi ríkis- stjórnarinnar og það gæti jafnvel verið komið undir neitunarvaldi einstakra ráðherra. Fráleitt væri að hugsa sér, að ekki hefði komið til tals að afhenda stjórnarand- stöðunni frumvarpið um leið og ákveðið var að afhenda það hags- munasamtökum til athugunar. Enda væri málsmeðferðin og um- fjöllun frumvarpsins í fjölmiðlum með þeim hætti, að borin von væri, að með það væri farið sem trúnaðarmál. Þingmaðurinn lét þess getið, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði nú fengið frumvarpið í hendur. Stjórnarandstaðan mundi virða það, að á það væri stimplað, að með það skyldi farið sem trúnaðarmál, þótt aðdragandinn væri einkennilegur og gagnrýnis- verður og fæli í sér óvirðingu við Alþingi. Þingmaðurinn varpaði því fram, hvort ekki væri kominn tími til að aflétta trúnaðinum og birta frum- varpið opinberlega. Forsætisráð- herra hefði kvartað undan því, að úrdrættir í blöðum væru villandi. Þá vaknaði sú spurning, hvort skýringin á hiki og óákveðni for- sætisráðherra væri sú, að einhver flokkur í ríkisstjórninni eða ein- hverjir ráðherrar hefðu beitt neitunarvaldi og þannig komið í veg fyrir, að frumvarpið yrði birt opinberlega. Samráð við hagsmunasamtök Geir Hallgrímsson vék að því að gefnu tilefni frá forsætisráðherra að munur væri á, hvort samráð væri haft t.d. við aðila vinnu- markaðarins áður en frumvarp væri fullgert eða birt eða lagt fram eða það væri afhent samtökum aðila vinnumarkaðar- ins fulibúið í hendur og til um- sagnar, áður en þingheimur fengi það til skoðunar. Þingmaðurinn kvaðst vel kann- ast við, að í síðustu ríkisstjórn hefði verið algengt að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins. En það hefði yfirleitt verið með þeim hætti, að ræddar hefðu verið ýmsar hugmyndir, fyrirætlanir eða ákvarðanir ríkisstjórnarinnar og spurzt fyrir um álit hagsmuna- aðila á þeim. Hins vegar kvaðst hann ekki minnast þess, að í þeirra hendur hefði verið sent fullbúið frumvarp, áður en þing- menn hefðu fengið það. Á því væri reginmunur, þegar rætt væri um þá virðingu, sem sýna yrði stjórnarandstöðunni og raunar Alþingi sem löggjafafarsamkomu þjóðarinnar. Hver er ætlunin með frumvarpinu? Geir Hallgrímsson spurði, hvaða fyrirætlanir forsætisráðherra og ríkisstjórn hefðu varðandi með- ferð frumvarpsins á Alþingi. Hvenær verður það lagt fram? spurði þingmaðurinn. Hefur for- sætisráðherra og ríkisstjórn ákveðin tímamörk í huga varðandi afgreiðslu þess? Ég spyr ekki að ástæðulausu. Við höfum ekki ein- ungis orðið varir við ákveðnar tímasetningar ríkisstjórnarflokk- anna, þegar rætt hefur verið um lausn efnahagsmála, heldur er alþjóð kunnugt, að þar hefur verið miðað við margar tímasetningar. Þingmaðurinn rakti síðan aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, sem eingöngu hefðu verið bráðábirgðaúrræði að sögn hennar sjálfrar, fyrst í september og síðan 1. desember en þá hefði verið lofað bót og betrun við afgreiðslu fjárlaga. Fjárlög hefðu síðan verið afgreidd, en hvorki falizt í þeim bót né betrun. í staðinn hefði því verið lýst yfir, að mikil ráðherranefnd yrði sett niður og úr hennar hendi skyldu bjargráðin örugglega koma. Því plaggi hefði verið útbýtt á fjöl- mennum fundi og til fjölmiðla, en væri í raun svo ómerkilegt og segði svo lítið, að það væri tæplega umræðuefni hér né á öðrum vett- vangi. Því væri það út af fyrir sig skiljanlegt, að forsætisráðherra hefði haft lítið gagn af því plaggi við samningu frumvarps síns. Þingmaðurinn vék síðan að því, að 1. febrúar væri liðinn og ekkert hefði gerzt. Þá hefði verið rætt um, að eitthvað þyrfti að gera fyrir 1. marz. Nú hefði frumvarp forsætisráðherra verið lagt fram í ríkisstjórninni og miðað við öll þessi tímamörk, sem klingt hefðu í eyrum ekki eingöngu þingmanna heldur allra landsmanna, væri ekki að ófyrirsynju þótt spurt væri: Hver er fyrirætlun forsætis- ráðherra og ríkisstjórnarinnar varðandi málsmeðferð þessa frum- varps og þann hraða sem meðferð þess á Alþingi er ætlað að taka? Það er líka sanngirnismál, sagði þingmaðurinn, að við þingmenn fáum að vita, hvað ætlast er til af okkur í þessum efnum. Olíuveröhækkanirnar Geir Hallgrímsson vitnaði til þess, að forsætisráðherra hefði talað um það í umræðunum á miðvikudag, að tvö mál skyggðu á og raunar yfirgnæfðu efnahags- vandann. Þar hefði hann væntan- lega átt við olíuverðhækkanirnar og ástand fiskstofna. Þingmaðurinn kvaðst ekki draga úr þeirri alvöru fyrir okkur Is- lendinga. sem fælist í olíuverð- hækkuninni, sem yfirvofandi væri. — En ég vii þó vara við því, sagði hann, að sú olíuverðhækkun sé notuð sem yfirskin í öðrum til- gangi til að koma á aðgerðum og ráðstöfunum, sem beinast gegn þeim efnahagsvanda, sem við stöndum frammi fyrir. Ég tel eðlilegt og sjálfsagt, að við ráð- umst gegn honum með hreinskiln- um og opinskáum hætti, en við hljótum um leið að takast á við vanda olíuhækkananna sérstak- lega, þótt það sé einnig efnahags- vandi og skyldur hinum viðloðandi vanda okkar, verðbólgunni að því leyti, auki væntanlega á hana og geri hana illleysanlegri. Þing- maðurinn spurði síðan, hvaða ráð- stafanir ríkisstjórnin hefði fyrir- hugað til þess að mæta væntanleg- um olíuverðhækkunum. Hækkanirnar alvarlegri hér Geir Hallgrímsson sagði, að áratugum saman hefðu olíukaup okkar mestmegnis verið við Sovét- ríkin og samið um magn og verð á hverju ári. — Á tímabili var verðið miðað við skráningu á olíu við Mexíkóflóa, en síðan 1960 eða u.þ.b. verið miðað við skráningu á verði frá Curacao eða Arúba við Venezuela og það mun hafa verið gert fram til 1975. En þá var að hálfu leyti samið um olíuverð miðað við skráningu í fyrrnefnd- um höfnum við Venezuela og að hálfu leyti skráningu í Rotterdam. Þegar olíukreppan skall yfir 1973—1974 munum við hafa haft töluverðan hagnað af því, að olíu- verð okkar miðaðist við Curacao eða að því leyti til að olíuverð- hækkunin kom seinna fram gagn- vart okkur en almennt. Það mun hafa verið óhagkvæmt að áliti seljenda og þess vegna var lögð á það áherzla að miða skráninguna við Rotterdam í samningumum 1977 fyrir árið 1978 og ekki að því er ég minnist mikil andstaða af hálfu okkar samningamanna, þar sem á árinu 1977 hafði skráningin í Rotterdam verið okkur heldur hagstæð. Nú er hins vegar svo komið, að skráningin í Rotterdam er okkur ákaflega óhagstæð. Það er útlit fyrir, að olíuverðhækkunin komi fljótar og alvarlegar fram gagn- vart okkur íslendingum heldur en gagnvart öðrum þjóðum. Orsakir olíu- veröhækkananna Þess ber reyndar að geta, að olíuverðhækkunin nú er nokkuð annars eðlis en var 1973—1974, að kunnugra manna sögn, þegar olíu- verðið fjórfaldaðist. Þá hækkaði olíuverðið samkvæmt ákvörðun OPEC-landanna, olíuframleiðend- anna. En nú stafar olíuverðhækk- unin að minnstu leyti af ákvörðun þeirra, heldur annars vegar af minnkandi framboði olíu vegna þess að olíuframleiðslan í íran hefur stöðvazt eða stórlega minnk- að, en mér skilst að Vesturlönd hafi fengið um 20% af sinni olíu frá íran og hlýtur um það að muna. Hins vegar stafar olíuverð- hækkunin einnig af aukinni eftir- spurn eftir olíu í Evrópu og Aust- urlöndum vegna hinna miklu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.