Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 14
X 4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 Ekki farið eftir settum reglum við eftirlit á lagmeti FRAMLEIÐSLUEFTIRLIT sjávarafurða hefur ekki starfað samkvæmt reglugerð settri af iðnaðarráðuneytinu 20. maí 1976 um framleiðslu, eftirlit og útflutning á lagmeti. Þetta kom fram í gær, þegar Mbl. ræddi við þá aðila, sem starfa eiga að eftirliti og sölu á lagmeti en tilefnið var frétt blaðsins í gær um tug- ef ekki hundruð milljóna króna tjón niðursuðuverksmiðjunnar K. Jónsson á Akureyri vegna gallaðra gaffalbita, sem seldir voru á markað í Sovétríkjunum. Eins og fram kemur í samtali við Jóhann Guðmundsson efnaverkfræðing, forstjóra Framleiðslueftirlitsins, er ástæða þessa sú, að viðkomandi ráðuneyti hafa ekki gengið frá fjármagnshlið þessa eftirlits. í reglugerðinni, sem Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra undirritaði, segir m.a. að Framleiðslueftirlitið skuli yfirfara allan búnað lagmetisverksmiðja og þær megi aðeins starfrækja, hafi þær vottorð frá eftirlitinu um að settum skilyrðum sé fullnægt varðandi búnað og hreinlæti. Þá segir ennfremur í reglugerðinni, að hráefni verksmiðjanna skuli háð eftirliti Framleiðslueftirlitsins. Skuli matsmenn Framleiðslueftirlitsins annast sýnatöku af framleiðslu þeirra. Mbl. sneri sér til Gylfa Þórs Magnússonar, framkvæmdastjóra sölustofnunar lagmetis, Jóhanns Guðmundssonar og Jóns Ógmundssonar eftirlitsmanns Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins með lagmeti og spurði hann um þetta mál og hvernig það mætti vera að ekki væri farið eftir settum reglugerðum þegar um væri að ræða jafn vandmeðfarna og verðmæta vöru og lagmeti. Svör þeirra birtast hér á síðunni. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: Framleiðslueftirlit sjávarafurða: „ Verksmiðja K. Jónssonar aðvöruð í fyrrasumar” RANNSÓKNASTOFNUN fisk- iðnaðarins hafði varað verk- smiðju K. Jónssonar við því í fyrrasumar að hráefni verksmiðj- unnar væri ekki 1. flokks að hluta. Þetta kom fram í samtali Mbl. við Jón Ögmundsson eftir- litsmann lagmetis. „Við höfum þá reglu,“ sagði Jón, „að gefa ekki upplýsingar um niðurstöðu rannsókna hjá okkur á framleiðsluvörum en þar sem þetta tiltekna mál hefur verið gert opinbert er okkur nauðugur sá kostur að brjóta þessa reglu. Samkvæmt reglugerðinni frá 1976 eigum við að rannsaka lagmeti samkvæmt ákveðnum reglum og eftir þessu höfum við farið og jafnframt höfum við gefið út- flutningsvottorð eins og okkur er uppálagt í reglugerðinni ef við teljum að framleiðslan standist gæðakröfur. I reglugerðinni er Framleiðslueftirliti sjávarafurða gert að taka sýni af framleiðslunni og senda okkur. Þessu hefur stofn- unin algerlega neitað og hafa verksmiðjurnar sjálfar því sent okkur sýni til rannsóknar. Þessi sýni höfum við rannsakað sam- kvæmt reglugerðinni en í þessu sambandi hlýtur sú spurning að vakna hvernig staðið er að ,pýna- tökunni þegar verksmiðjan sér um hana sjálf og hvort sú sýnataka gefi rétta mynd af framleiðslunni. Hingað til höfum við ekki sett það fyrir okkur þótt verksmiðjurnar taki sjálfar sýnin og veitt út- flutningsvottorð í samræmi við útkomuna en þetta mál, sem upp er komið í sambandi við verk- smiðju K. Jónssonar á Akureyri, kann að hafa þá breytingu í för með sér, að við neitum að taka við öðrum sýnum en þeim, sem tekin eru nákvæmlega samkvæmt marg- nefndri reglugerð. Um framleiðslu K. Jónssonar í fyrrasumar er það að segja, að við fengum reglulega sýni af gaffal- bitaframleiðslunni, sem verk- smiðjan tók sjálf. I einstaka dós varð vart við súr, sem fannst við skynmat, þ.e. lykt gaf til kynna að ekki væri allt með felldu. Langoft- ast var fjöldi dósa vel innan við hættumörk og var þá útflutnings- vottorð veitt en suma daga var fjöldi dósa yfir hættumörkum og fékk sú framleiðsla ekki út- flutningsvottorð. Vegna þess að í sumum dósum var súr höfðum við samband við verksmiðjuna og létum hana vita af þeim grun okkar að einhver hluti hráefnisins væri ekki nógu góð vara og báðum hana að vara sig sérstaklega á því en verksmiðjan virðist ekki hafa farið eftir margítrekuðum aðvör- unum okkar." Jón sagði ennfremur, að súr væri fyrsta stig úldnunar og kæmi aðeins fram við skynmat. Hefðu Sovétmenn kvartað yfir súr í tveimur sendingum frá K. Jóns- syni. Gerlafjöldi hefði mælst vel innan við hættumörk enda hefðu engar kvartanir borizt um of mikinn gerlafjölda eða rangt salt- eða sýrustig. „Aldrei gengið frá fjármálah liðinni ” MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Jóhanns Guðmundssonar forstjóra Framleiðslueftirlits sjávarafurða og spurði hann hverju það sætti að stofnun hans ynni ekki f samræmi við reglu- gerðina frá 20. maí 1976 fram- leiðslu, eftirlit og útflutning á lagmeti. „Sá háttur hefur verið hafður á um langl árabil," sagði Jóhann, „að sýnataka hefur verið tekin af lagmetisframleiðendunum sjálf- um. I reglugerð iðnaðarráðuneyt- isins 1976 er Framleiðslueftirlit- inu uppálagt að fylgjast með hráefninu til lagmetisframleiðslu en ekki sjálfri framleiðslunni. Það skal tekið fram áður en lengra er haldið að Framleiðslueftirlitið heyrir ekki undir iðnaðarráðu- neytið heldur sjávarútvegsráðu- neytið. Hvorki sjávarútvegsráðu- neytinu né Framleiðslueftirlitinu var tilkynnt um þessa reglugerð. Til þess að stunda slíkt eftirlit, sem segir í reglugerðinni, þarf að ganga frá fjármálahliðinni en það var aldrei gert. Við tilkynntum iðnaðarráðuneytinu og Sölustofn- un lagmetis að við myndum ekki vinna að þessu eftirliti samkvæmt reglugerðinni fyrr en fjármálin væru frágengin. Enn í dag hafa fjármálin ekki verið frágengin en eftir að þetta mál í niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar kom upp hefur verið hafizt handa um að ganga frá því máli, en formleg afgreiðsla þess er í höndum ráðuneytanna. Gaffal- bitar þeir, er kvartað var yfir, eru framleiddir úr hráefni frá haust- inu 1977. Lagmetisiðjan Siglósíld og niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar á Akureyri létu salta síld til framleiðslu sinnar á þeirri vertíð. Síldin til Siglósíldar var keypt í gegnum Síldarútvegsnefnd og metin af Framleiðslueftirlitinu þegar hún var verkuð á sama hátt og tíðkast um síldarmat. K. Jóns- son lét salta síld á Hornafirði og vildi láta skoða hana innan hálfs mánaðar frá því hún var söltuð og óverkaða. Slíkt mat er ófram- kvæmanlegt og hafnaði Fram- leiðslueftirlitið slíkum vinnu- brögðum en bauðst til að meta síldina í sama hátt og fyrir Sigló- síld. Þetta var gert þrátt fyrir að ekki hefði verið gengið frá fjár- veitingu til verksins og varð því Framleiðslueftirlitið sjálft að standa straum af verulegum hluta kostnaðarins." Jóhann sagði að lokum aðspurð- ur, að matsmenn frá Framleiðslu- eftirlitinu hefðu nýlega skoðað hluta þess hráefnis, sem K. Jóns- son á eftir af síld frá haustinu 1977 en hann kvaðst ekki vilja skýra opinberlega frá niðurstöðum þeirrar skoðunar. Lítid born hefur .Jéí" lítið sjónsvið Lumenition EKKI BARA TRANSISTOR- KVEIKJA LUMENITION, platínulausa transis- tor-kveikjan, er meö photocellustýr- ingu, sem gerir hana óháöa sliti og slípunargöllum í upphaflegu kveikj- unni. Þaö er LUMENITION-kveikjan, sem slegiö hefur í gegn á íslandi. HABERG h§ iSkeifunni *e Unnið að niðurlagningu lagmetis í verksmiðju K. Jónssonar. Ljósm. Sverrir Pálsson. Sölustofnun lagmetis: „Leggjum áherzlu á að málunum verði kippt í lag ” „ÞAÐ er algert skilyrði að fram- leiðslueftirlit sé virkt þegar um er að ræða jafn vandmeðfarna vöru og lagmeti og vegna þeirra galla, sem fram komu f gaffalbitasendingun- um frá K. Jónssyni. leggjum við mikla áherzlu á það að þessum málum verði kippt í lag og eftirlitið verði í samræmi við setta reglugerð iðnaðarráðuneytisins." sagði Gylfi Þór Magnússon framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis, þegar Mbl. ræddi þetta mál við hann í gær. „Þegar reglugerðin var sett og undirrituð af iðnaðarráðherra árið 1976 var hún hugsuð til þess að koma í veg fyrir að slíkir atburðir gerðust, sem nú hafa gerst. Var í reglugerð- inni gert ráð fyrir víðtæku eftirliti Framleiðslueftirlits sjávarafurða en það hefur aldrei komizt á og hefur Framleiðslueftirlitið borið fyrir sig fjárskorti. Við höfum reynt af fremsta megni að ýta á það í gegnum iðnaðarráðuneytið að þessu yrði kippt í lag en það hefur ekki tekizt," sagði Gylfi. Gylfi sagði ennfremur, að þegar verksmiðja eins og K. Jónsson á Akureyri framleiddi fyrir allt að 10 milljónir á dag væri nauðsynlegt að eftirlit væri í lagi. Það hefði verið pottur brotinn af hálfu Framleiðslu- eftirlitsins eins og að framan greindi en Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins gæti hins vegar ekki hlaupið undan ábyrgð í málinu. Hún hefði rannsak- að sýni af gaffalbitunum og afgreitt útflutningsvottorð án þess að hafa neina fyrirvara þar á. Síldin, sem notuð hefði verið til gaffalbitafram- leiðslunnar, hefði verið 1. flokks og frá viðurkenndri söltunarstöð á Hornafirði. Gylfi Þór Magnússon sagði að lokum, að hann gæti ekkert sagt frekar um þetta mál né umfang þess. Sölustofnun lagmetis stæði ennþá í samningaviðræðum við Sovétmenn og þær gengju hægt. Því væri ekki að neita að þetta tjónamál hefði haft mjög truflandi og neikvæð áhrif á samningagerðina. Það væri þó Ijóst að verksmiðjan K. Jónsson yrði að bæta Sovétmönnum allmarga fram- leiðsludaga vegna gallaðrar vöru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.