Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 • Tákn mótsins. Tropicana-mótið i badminton TROPICANA-mótið í badminton verður háð um næstu helgi. Mótið er kennt við hinn þjóðkunna drykk „Tropicana1*, enda ku hann vera ákjósanlegur fyrir íþrótta- fólk. sem og auðvitað alla aðra. Davíð Sch. Thorsteinsson er einn af helstu áhugamönnunum um badminton í TBR og fyrir til- stuðlan hans er mótið haldið. Gestir mótsins að þessu sinni eru tveir enskir badmintonleikar- ar, Nick Yates, 16 ára gamall unglingameistari, og Tim Stokes, 20 ára gamall B-landsliðsmaður Englands. Talið er að gestirnir séu svipaðir að styrkleika og þeir Duncan Bridge og Brian Wallwork, sem komu á „Tropicana-mótið" í fyrra. Badminton í Englandi er í fremstu röð í heiminum, einkum eiga Bretar sterk lið í tvíliða- og tvenndarleik, svo og í einliðaleik kvenna. Virtasta badminton- keppnin í heiminum, „All England", er að jafnaði haidin þar, og hafa heimamenn oft á tíðum unnið stóra sigra. Fremstu badmintonmenn okkar eru í góðri þjálfun um þessar mundir, enda mörg stórmót á næstunni. Landsiiðið er nýkomið úr keppnisferð til Austurríkis og hafa sumir úr þeim hópi átt við meiðsli að stríða, en við því er þó að búast að þeim erfiðleikum sé nú lokið. Jóhann Kjartansson og Sigurður Haraldsson keppa saman í „Tropi- cana-mótinu“ og verður fróðlegt að fylgjast með viðureign þeirra og Englendinganna. Einnig keppir Jóhann í einliðaleik, svo og allir aðrir sterkustu leikmenn landsins. I kvennaflokki verður keppnin vafalaust hörð að vanda. Lovísa Sigurðardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir, Islandsmeistararnir í tvíliðaleik, keppa nú saman á ný, en Lovísa hefur verið erlendis að undanförnu. Þær Kristín Magnús- dóttir (íslandsmeistarinn í ein- liðaleik) og Kristín Berglind fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og verður vafalaust gaman að sjá þær keppa við þær eldri. „Tropicana-mótið“ verður eins og áður er sagt haldið um næstu helgi í TBR-húsinu, Gnoðarvogi 1. Hefst keppnin i einliðaleik kl. 15 á laugardag, en síðan verður keppt í tvíliðaleik. Á sunnudag kl. 15 fara fram undanúrslit í einliðaleik, en síðan verða úrslitaleikarnir í öllum flokkum. Áhugamenn um badminton ættu ekki að láta mót þetta fara fram hjá sér. - þr. Lumenition YFIR 5000 BÍLAR Á 3 árum hafa selzt yfir 5000 LUMENITION kveikjur á íslandi. Þetta væri óhugsandi, nema ánægöir kaupendur heföu mælt meö ágæti búnaöarins. Hefur Þú kynnt pér kosti LUMENTION platínu- lausu kveikjuna? éSm HABERG hS ■Skeifunni ie ) j Landflótta Sovétmenn gætu hrellt landann „Líkurnar á því að við vinnum ísraela tel ég vera 50 á móti 50, en það er það sem við stefnum markvisst að að gera. Ég tel, að ísraelar muni fórna fyrri leik sínum í riðlinum, leiknum gegn Tékkum. Ég tel að þeir muni ekki sýna fullan stvrkleika í þeim leik, þar sem við Islendingar verðum meðal áhorfenda, ég tel að þeir leggi, eins og við, mesta áherslu á innbyrðisviðureign okkar og þeirra.“ Þetta sagði Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðseinvaldur í handbolta um möguleika íslands í B-keppninni á Spáni sem hefst innan skamms. Lokaundirbún- ingurinn fyrir keppnina eru nú að hefjast og því hélt HSÍ blaða- mannafund. Jóhann Ingi lúrði á ýmsum upplýsingum um fyrstu mótherja íslendinga, ísraela og Tékka. Landflótta Rússar burðarásar ísraela Israelar leika mjög hraðan og ógnandi handbolta, það sást á Videobandi sem HSÍ fékk frá viðureign ísraela og Finna á C-keppninni fyrr í vetur. Þar unnu þeir Finna með 11 marka mun, 22-11. Þá sigruðu þeir í sömu keppni Norðmenn með 5 marka mun og Austurríkjamenn með 6 marka mun. Sem sagt verðugir mótherjar og vel það. I liði ísraela eru þrír landflótta Sovétmenn og eru þeir burðarásar liðsins. Þjálf- arinn er Tékki. Það eru einkum tveir Sovétmannanna sem virðast sterkir, báðir örvhentir, annar hornamaður og hinn útspilari. Þjálfari liðsins er Tékki og æfir lið hans mjög mikið, nánast eins og um atvinnulið væri að ræða. Þeir hafa að vísu ekki leikið landsleiki síðan í C-keppninni, en æft þeim mun meira. Tékkar með nýtt lið Tékkar hafa næstum gerbreytt liði sínu á síðustu misserum og þeir hafa einnig skipt um þjálfara. Segir Jóhann Ingi þá spila mjög taktískan handbolta og líkti sóknarleik þeirra við sóknarleik Víkinga, þ.e.a.s. að 5-6 leikkerfi væri í gangi út allan leikinn. Hið nýja unga landslið Tékka tók þátt í miklu móti í Sovétríkjunum eigi alls fyrir löngu. Fyrst vann liðið lið Georgiu 34-23, gerði síðan jafntefli við unglingalið Sovét 24-24, vann því næst landslið Júgóslava 30-26, gerði þá jafntefli við A-landslið Sovétmanna 22-22 eftir að hafa verið allt að 5 mörkum undir í fyrri hálfleik. Loks unnu Tékkar Rúmena 25-24 eftir að hafa verið undir 11-13 í hálfleik. Af þessu má sjá, að sóknarleikurinn er í góðu lagi, en öðru máli gegnir um varnarleik- inn. Vitað er þó að markverðirnir báðir eru mjög leikreyndir, hávaxnir og stórsnjallir. Lúrir á frek- ari upplýsingum Þá sagði Jóhann Ingi, að hann hefði orðið sér úti um töluverðar upplýsingar, bæði um lið Hollands og Spánverja, en komist Islending- ar í milliriðil, er næsta víst að þjóðir þessar verði mótherjar okk- ar. Jóhann sagðist þó ætla að lúra á þeim upplýsingum fyrst um sinn. Lokasprettur- inn hafinn Lokaundirbúningurinn er nú hafinn, en á fundi HSÍ var lögð fram æfingaáæltun næstu daga, eða þar til lagt verður í hann á þriðjudaginn í næstu viku. Hápunkti nær spretturinn þegar landsliðið heldur í æfingabúðir til Selfoss. Þar mun liðið m.a. leika tvo æfingarleiki, annan við Hauka í dag klukkan 20.15 og hinn gegn Fram á morgun klukkan 15.00. Hjátrú? Að lokum vakti Jóhann Ingi athygli á einni staðreynd, sem kann að auka á bjartsýni fyrir frammistöðu landsliðsins. Hún er í því fólgin, að í þeim þremur utanlandsferðum sem landsliðið hefur farið í vetur, hefur liðfð alltaf unnið fyrsta leikinn í keppn- inni. I Færeyjum unnust náttúru- lega báðir leikirnir. I Frakklandi vann íslenska liðið Túnis í fyrsta leik sínum í mótinu og síðast en ekki síst vann landinn Dani í fyrsta leik sínum í Baltic Cup. Nú vona menn að allt verði þegar fernt er. — gg- „Það má enginn fara eftir minni spá“ „Ætía einrt % Spá Hermans: Aldershot — Shrewsb. x Cryst. Pal — Newcastle/Wolves 1 Ipswich — Brist. R. 1 Liverp. — Burnley/ Sunderl. 1 Leeds/WBA — Shouth. 1 Colchester — Man Utd. 2 (að sjálfHÖgðu) Notthingh. — Forest Arsenal 1 Bristol C — QPR x Chelsea — Derby 1 Manch. City — Birmingh. 1 Millwall — West Ham x Nots County — Cardiff 1 að vera með 11 — Jú. jú, mikið meira en sjálf- sagt að tippa fyrir ykkur þarna á Mogganum. En það verður að koma skýrt fram að það má enginn fara eftir minni spá, því að ég ætla að vera einn með 12 rétta, sagði Hermann Gunnars- son íþróttafréttamaður ríkisút- varpsins er við slógum á þráðinn til hans í gær og óskuðum eftir því að hann yrði spámaður vik- unnar. — „Það er einna verst hvað uppáhaldsliði mínu Man. Utd. hefur gengið illa í vetur.“ — En nú erum við á uppleið, tveir enskir landsliðsmiðherjar þeir Joe Jordan og Stuart Pearson eru að koma inn í liðið, og því verður seinni hlutinn í ensku deildar- keppninni léttur hjá mínum mönnum. — Man. Utd. hefur alltaf verið mitt uppáhaldslið. Og ég hef fylgst með þeim síðan ég var smástrákur. Kringum þá hefur aldrei verið nein lognmolla. Stemmningin sem fylgir stuðningsmönnum þeirra er einstök (þó svo að stundum gangi of langt) og ekkert félag á Bret- landseyjum fær fleiri áhorfendur á völlinn en MU. Þá hefur félagið náð að skapa frábæra einstaklinga, og það kann fólkið að meta. Þeir gleðja áhorf- endur meir en nokkuð annað. Til að nefna nokkra sem skarað hafa fram úr hjá Man. Utd., get ég nefnt Duncan Edwards sem knatt- spyrnusérfræðingar Bretlands fullyrtu að hefði orðið besti knatt- spyrnumaður heims ef hann hefði ekki farist í flugslysinu mikla rétta“ 1958, þegar meira en hálft lið Man. Utd. fórst á hörmulegan hátt. Nú á árunum 1965 til 1969 eru snill'ngar eins og fyrirliði liðsins Pat Crerand, Alex Stepney, Dennis Law, Bobby Charlton, og snilling- urinn George Best. Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar að mínu mati. En öfundarmenn og slæmar tungur lögðu stein í götu hans, þar á meðal ýmsir samherj- ar hans sem gátu ekki unað við þá miklu snilli sem hann sýndi. — Hverjir sigra í keppnum vetrarins í Énglandi, Hermann? — Liverpool sigrar í deildar- keppninni eftir harða keppni við Notthingham Forest. Hins vegar sigrar Forest í deildarbikarnum. Nú liðið mitt Man. Utd. vinnur svo FA-bikarinn á Wembley. Ekki spurning. — Tekur þú reglulega þátt í getraununum? — Já, ég tippa svo til alltaf. Hef ég meira að segja hlotið nokkra vinninga. Það var í fyrra, en þá vorum við tveir saman með kerfi og gekk ljómandi vel. — I vetur hefur hins vegar ekki gengið eins vel. Það er eitthvað bogið við teninginn hjá vini mín- um Einarssyni eftirlitsmanni. Og slíkt er ekki happadrjúgt fyrir sérfræðinga, sagði þessi fyrrum snjalli knattspyrnumaður og núverandi eldhress íþróttafrétta- maður útvarpsins. Að lokum er rétt að ítreka fyrir fólki ósk Hermanns að það api ekki eftir seðli hans, því að hann ætlar einn að sitja að 12 réttum ^g hreppa þar með stóra vinninginn. - þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.