Morgunblaðið - 17.02.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.02.1979, Qupperneq 1
40 SIÐUR OG LESBOK 40. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 17 FEBRÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 26 til vidbótar bíða aftökusveitarinnar Teheran, Rabat, 16. (ebrúar. — AP — Reuter. FREGNIR FRÁ ÍRAN herma að a.m.k. 26 aðrir embættismenn og háttsettir menn úr röðum stjórnar íranskeisara verði teknir af Iffi á næstunni, til viðbótar fjórmenningunum sem „islömsk aftökusveit“ tók af lífi á þaki höfuðstöðva Ayatollah Ruhollah Khomeini trúarieiðtoga í morgun. íranskeisari hyggst hins vegar lýsa því yfir að hann afsali sér völdum svo að forða megi frekari blóðsúthellingum í fran, að sögn náinna aðstoðarmanna keisarans. Hermt er að bardögum í Tabriz hafi slotað og að liðsmenn Khomein- is hafi náð þar yfirhöndinni. Þar féllu allt að 700 manns og þúsundir særðust. í alla nótt stóðu götubar- dagar yfir í austurhluta Teheran. Á morgun, laugardag, hefjast um- fangsmiklar brottflutningar banda- rískra þegna frá íran, en í dag sótti flugvél frá flugfélaginu Pan Amer- ican 167 manns þ.á m. starfsmenn félagsins í íran. Aðrir Bandaríkja- menn, rúmlega 4.000 talsins, verða fluttir á brott með 11 Boeing 747 flugvélum næstu fjóra daga. í neyð- artilfelli verða sex Herkúles her- flutningaflugvélar og fimm HH-53 („græni góði risinn") þyrlur notaðar, en þessar vélar komu til Incirlik í Tyrklandi í þeim tilgangi í dag. Ayatollah Khomeini hefur fyrir- skipað öllum sem verið hafa í verk- falli að undanförnu að snúa til vinnu á morgun, laugardag, og er talið að þá muni fást úr því skorið hvort völd trúarleiðtogans séu jafn óbrigðul og álitið er. Khomeini og Bazargan hafa þegar fengið á sig gagnrýni fyrir að hefjast ekki handa strax eftir „bylt- ingarsigurinn" við að koma öllu athafnalífi í eðlilegt horf eftir margra vikna lömun. Margir vinstri- sinnaðir starfsmenn í olíuiðnaðinum og öðrum iðngreinum hafa lýst því yfir að þeir snúi ekki aftur til vinnu fyrr en „fullur sigur hafi unnizt" og að marxískt ríki hafi verið stofnað í landinu. Jafnframt er ekki búist við því að námsmenn við Teheran-háskóla setj- ist að námsbókum sínum strax þrátt fyrir beiðni Khomeinis. Þeir skiptast í tvær andstæðar fylkingar heit- trúaðra og marxista, og bera að jafnaði vopn við hvert fótmál. Óttast er að vopnuð átök þeirra eigi eftir að brjótast út. Fjórmenningarnir sem teknir voru af lífi í morgun voru skotnir a.m.k. átta kúlum hver, en tíu menn voru í aftökusveitinni. Til að ganga úr skugga um að þeir væru látnir var skotið í höfuð hvers þeirra eftir sjálfa aftökuathöfnina. Meðal þeirra sem nú sitja inni og biða dóms „byltingardómstóls" er einn af fyrri forsætisráðherrum landsins, Amir Abbas Hoveyda. Sérfræðingur stjórnar Carters í málefnum Irans, George W. Ball, segir í grein í The Economist í dag að Henry Kissinger fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna beri að hluta ábyrgð á óeirðunum í Iran síðustu mánuði. vongóður MexíkóborK. 16. febrúar AP — Reuter CARTER Bandaríkjaforseti sagði í dag að viðræður hans og banda- rískra embættismanna við Jose Lopez Portillo forseta Mexíkó og mexikanska embættismenn gengju „mjög vel“. Ljón væru þó enn á veginum á ýmsum sviðum. Forsetarnir tveir áttu í morgun óvæntan fund og er haft eftir áreiðanlegum heimildum að hann hafi verið ákveðinn eftir að veru- legur árangur hafði náðst í við- ræðum ríkjanna um olíuviðskipti. Maður úr liði Khomeinis býr um lík fjórmenninganna sem „íslamskar aftökusveitir“ tóku af lífi í Teheran í gær. „Islamskur byltingardómstóll“ dæmdi þá til dauða og var Khomeini viðstaddur ,;réttarhöldin“. Fjórmenningarnir eru (f.v.) Manuchehr Khosrowdad yfirmaður fallhlífasveita Iranshers, Reza Naji borgarstjóri Isfahan, Mehdi Rahimi borgarstjóri Teheran og Nematollah Nassiri yfirmaður SAVAK leynilögreglunnar. símamynd ap Háttsettir stuðningsmenn keisarans, er liðsmenn Khomeinis hafa handtekið, hafa að jafnaði verið dregnir fyrir blaðamannafund. Þessi mynd er tekin á einum slíkum og meðal fjórmenninganna á henni eru tveir þeirra sem „islömsk aftökusvcit“ tók af lífi í gær. Rahimi er annar frá vinstri en Naji er fjærst á myndinni. Andbyrgegn heimastjórn Edinborg. 16. febrúar. Reuter. NÝJUSTU skoðanakannanir benda til þess að þeim Skotum fjölgi sem greiða munu atkvæði gegn takmarkaðri heimastjórn Skotlands í atkvæðagreiðslu 1. marz n.k. Kannanir sem birtar voru í dag og gær segja að rúm 45% kjósenda muni vera fylgj- andi heimastjórn, tæplega 35% á móti. í skoðanakönnunum sem birtar voru fyrir nokkrum vikum voru andstæðingar heimastjórnarinn- ar miklu færri. Áhugi fyrir mál- inu hefur aukist mjög í Skotlandi. Mikill klofningur er um málið meðal þingmanna í Verkamanna- flokksins og íhaldsflokksins. Callaghan leiðtogi Verkamanna- flokksins hefur hvatt Skota til að veita málinu stuðning í atkvæða- greiðslunni. Sá böggull fylgir skammrifi að a.m.k. 40 af hundraði atkvæðis- bærra Skota verða að veita tillög- unni um takmarkaða heima- stjórn fylgi, til að heimastjórn, með aðsetur í Edinborg, verði að veruleika. Það þýðir að um 66 af hundraði kjósenda verði að setja „já“ á kjörseðilinn, verði kjörsókn svipuð því sem var í síðustu þingkosningum í Bretlandi. Misjafnar lýsingar á ástandinu í Iran Andreotti Frankfurt, 16. febrúar. AP. Reuter. Bandaríkjamennjrnir sem fluttir Flokkarnir til vinstri klofnir Rómaborg, 16. febrúar — Reuter VINSTRI FLOKKARNIR á Ítalíu voru í dag klofnir í afstöðu sinni til tillögu Giulio Andreottis um að stofnuð yrði stjórn sem að hálfu leyti yrði skipuð ráðherrum úr röðum kristilegra demókrata og að hálfu leyti úr röðum vinstri sinnaðra sérfræðinga sem ekki væru flokksbundnir. Kommúnistaflokkur Ítalíu lýsti strax andstöðu sinni við tillögur Andreottis og sagði þær ófullnægj- andi. Vilja kommúnistar eiga aðild að næstu ríkisstjórn Ítalíu. Viðbrögð leiðtoga sósíalista og sósíaldemó- krata voru hins vegar jákvæð. Talið er að afstaða flokks sósíalista muni ráða úrslitum fyrir Andreotti. Búist var við því að Andreotti lyki í dag viðræðum sínum við ítalska stjórn- málaleiðtoga og að hann skýrði Sandro Pertipi frá niðurstöðum þeirra í kvöld. Reynist tilraunir Andreottis árangurslausar að sinni kann Pertini að fela öðrum stjórn- málaleiðtoga að freista stjórnar- myndunar. Kunnugir töldu þó meiri líkur á að efnt yrði til almennra kosninga á Ítalíu takist Andreotti ekki að mynda stjórn eftir viðræðurnar í dag. Andreotti hefur veitt fjórum ríkisstjórnum forstöðu á síðustu sjö árum. Kristilegir demókratar hafa farið með völd á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldar, en oft hafa' þeir orðið að reiða sig á alls kyns samsteypubandalög til að halda velli. voru á brott frá íran í dag lýstu misjafnlega ástandinu í íran við komuna til Frankfurt í Vest- ur-Þýzkalandi, en vél þeirra hafði þar viðkomu á leiðinni til Banda- ríkjanna. Nokkrir höfðu vart orðið látanna varir, en aðrir sögðu ástandið alvarlegt. Hinir síðar- nefndu sögðu hópa vopnaðra manna í sífellu vera á kreiki. Virtist sem lítil stjórn væri á aðgerðum þeirra og oft mætti heyra skotið í sífellu. Margir hinna vopnuðu gengju um í hálfgerðri sefjun og skytu upp í loftið og í allar háttir. „Það er mjög mikilvægt að brott- flutningunum verði haldið áfram og þeim lokið hið fyrsta," sagði Gary Hoagland framkvæmdastjóri Hótel Intercontinental í Teheran. „íranir munu útrýma sjálfum sér á næstu mánuðum. Miðað við ástandið í dag og eftir tveggja ára kynni mín af þjóðinni er ég viss um að hún á eftir að rata í mikil vandræði," bætti Hoagland við. Sumir farþeganna skýrðu frá því að hermenn hefðu tekið af þeim allar filmur sem þeir hefðu haft með- ferðis. Þá hefði vélin verið rannsök- uð hátt og lágt við komuna til Teheran. Á leið fólksins frá hóteli að flugvelli var stoppað við 15 vegar- tálma sem liðsmenn Khomeinis höfðu sett upp í Teheran. Rúmlega I 150 manns fóru með vélinni. CIA krufin Washington, 16. febrúar. Reuter. ÁREIÐANLEGAR heimildir hermdu í dag að hið umfangs- mikla leyniþjónustukerfi Bandaríkjanna (CIA) yrði vandlega yfirfarið og starfsemi þess krufin svo að meiri árang- ur náist af starfi leyniþjónust- unnar í framtíðinni. Var þetta ákveðið vegn óánægju yfirvalda með að CIA tókst ekki að sjá fyrir afleiðingar óeirðanna í Iran, og varaði raunverulega ekki við hættunni fyrr en í haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.