Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 Landsliðið mætir úrvalsliði Ingólfs HSÍ gengst fyrir mikilli hand- boltahátíð í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið og hefst fjörið klukkan 17.30. Hápunktur hátíðarinnar verður leikur lands- liðsins í handknattleik gegn úr- valsliði sem Ingólfur Óskarsson hefur valið og mun stýra. En það verður ýmislegt annað áhorfend- um til skemmtunar. ómar Ragnarsson fær nóg að gera þessa dagana, en hann verður enn á ferðinni með úrvals- lið, sem mætir „landsliði þjóðar- innar“, en síðarnefnda liðið skipa alþingismenn, m.a. Albert Guðmundsson, Árni Gunnarsson, Finnur Torfi Stefánsson, Ellert Schram og iafnvel ólafur Ragnar Grímsson. ómar teflir hins vegar fram, auk nokkurra fastamanna í liði sínu svo sem Halla og Ladda, gamla kunningjanum Bessa Bjarnasyni, og einhverju leyni- vopni að auki. Að leik þessum loknum mun • Þeir éru búnir að skora mörg stigin fyrir liðin sín, kapparnir tveir, sem sjást á þessari mynd. Myndin var tekin í leik Njarðvíkinga gegn KR-ingum og eins og sjá má eru það þeir John Uudson og Ted Bee, sem þarna eru í einhvers konar faðmlögum. (Ljósm. RAX). Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Tóm tjara' „Nei, það er ekkert til í þessu. Þetta er tóm tjara.“ Þannig mælti Örn Eiðsson, formaður Frjálsiþróttasambands íslands (FRÍ) þegar Mbl. spurði hann hvort einhver fótur væri fyrir þeirri sögu sem borin er um bæinn. að Hreinn Halidórsson kúluvarpari hafi neitað að fara á Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum innanhúss í Vín þar sem FRÍ hefði ekki fallist á kröfur Hreins um að Guðni Ilalldórsson frjálsíþróttamaður yrði fararstjóri og aðstoðar- maður hans. „Ég skil ekki hvað fær menn til að búa til svona sögur,“ sagði Örn. „FRÍ hefur ekki valið Hrein á þetta mót. Áður en þau mál voru tekin fyrir í stjórninni hafði Hreinn samband við okkur og tilkynnti að hann hefði ekki áhuga á að verða valinn til þátttöku á mótinu. Þetta tal um einhverjar kröfur frá hans hálfu er þar af leiðandi aiveg út í hött. Það má þó alveg koma fram að ekkert hefði verið sjálfsagðara en að senda Guðna með Hreini, hefði Hreinn verið valinn,“ sagði Örn. $ Lokabaráttan framundan i KÖRFUKNATTLEIKUR er án efa sú íþróttagreinin, sem mest verður í sviðsljósinu á næstunni. Framundan er lokabaráttan í Úrvalsdeild- inni. að ógleymdri Bikarkeppninni, sem raunar er þegar hafin, en Iæðist með veggjum enn sem komið er. Á þessum tfmamörkum er því rétt að staldra við og skoða eilítið stöðu liðanna í Úrvalsdeildinni, einkum þriggja efstu. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni, skiptist Úrvalsdeildin nú nær algerlega í tvö horn. KR, Valur og UMFN eru í efstu sætunum og bendir allt til þess, að íslandsmeistaratitillinn falli einhverju þessara þriggja liða í skaut. Við botninn er baráttan milli ÍS og Þór, en IR-ingar eru við miðja deildina, úr allri fallhættu, en sigurvonir þeirra að sama skapi litlar. með lið, sem óneitanlega standa þeim að baki, en seigla þeirra og keppnisskap hefur síðan fært þeim góða sigra á bestu liðum deildar- innar. Ohætt er að segja, að Tim Dwyer sé sá erlendi leikmaðurinn sem hvað mest hefur komið á óvart í vetur. Hefur hann vaxið með hverjum leiknum og fjölhæfni hans, á án nokkurs vafa ríkan þátt Ef litið er til frammistöðu KR-liðsins í vetur, verður ekki annað sagt, en leikur þeirra hafi verið gloppóttur. Takist liðinu vel upp, er engin leið að halda aftur af því. Sé litið á tölur yfir stigahæstu leikmenn þeirra, kemur í ljós, að af þeim rúmlega 1400 stigum, sem KR-ingar hafa skorað í Úrvals- deildinni, hafa þeir John Hudson og Jón Sigurðsson skorað hvorki meira né minna en 770. Segir það meira en mörg orð um það, hversu gífurlega mikilvægir þessir stór- góðu leikmenn eru liði sínu og má raunar segja, að í því liggi bæði styrkur liðsins og veikleiki, því vissulega eiga þessir menn sína slæmu daga eins og aðrir. Víst er, að KR-ingar munu leggja allt kapp á, að færa félagi sínu Islands- bikarinn að gjöf á 80 ára afmæl- inu, og góður sigur þeirra á Njarð- víkingum í síðustu viku færði þá skrefi nær því takmarki. Andstætt KR-liðinu, liggur styrkur Njarðvíkurliðsins einkum í breidd þeirra. Liðinu hefur vaxið fiskur um hrygg með hverjum leiknum á síðari hluta íslands- mótsins. Þjálfari þeirra Hilmar Hafsteinsson lét svo um mælt, eftir sigur liðsins á Val í þriðju umferðinni, að liðið væri smám saman að ná sér á strik, eftir að hafa misst Þorstein Bjarnason í atvinnuknattspyrnuna í Belgíu. Njarðvíkingar hafa í leikjum sín- um lagt mikla áherslu á stífa pressuvörn, þ.e.a.s. að hver varn- armaður gæti ákveðins sóknar- manns, allan völlinn. Eykur þetta mjög á hraðann í leiknum, enda bregst það varla, að leikir liðsins eru bráðskemmtilegir á að horfa. Er skemmst að minnast leiks þeirra gegn KR í fyrri viku, sem var að margra áliti einn skemmti- legasti körfuboltaleikur sem hér hefur sést í langan tíma. Þá er rétt að geta þess, að Njarðvíkurliðinu fylgir alltaf hópur stuðnings- manna, sem styður sína menn dyggilega á hverju sem gengur og á þetta fólk án efa sinn þátt í uppgangi körfuknattleiksins suður í Njarðvíkum. Þriðja liðið, sem augu manna munu beinast að á næstu vikum er lið Valsmanna. Segja má að Valur sé eitt þeirra liða, sem alltaf leikur eins og andstæðingurinn leyfir, hvorki betur né verr. Stórsigrar vinna þeir fáa; hafa átt í brösum Kðrfuknattlelkur í velgengni Valsmanna. Það lið sem vinnur KR-inga, án stórskyttu eins og Þóris Magnússonar má öllum vera ljóst að er gott lið. Staða Valsmanna er að því leytinu betri en KR-inga, að þeir eiga að leika við Njarðvíkinga í Hagaskól- anum, en KR-inga í Ljónagryfj- unni suður í Njarðvíkum. Ekki er nokkur vafi á því, að baráttan á botninum verður á næstu vikum ekki síðri en á toppnum. Þórsarar eiga inni leik við ÍS norður á Akureyri og geta því náð þeim að stigum með sigri í þeim leik. Þá er engan veginn loku fyrir það skotið, að neðri liðin í deildinni reyti stig af þeim efri, því þau síðarnefndu verða óneitan- lega undir miklum þrýstingi og því getur allt gerst. Eitt er víst, að áhorfendur að þessum síðustu leikjum í Úrvalsdeildinni þurfa ekki að láta sér leiðast og hafa raunar ekki þurft að jafnaði, fram til þessa. Dylst fáum uppgangur þessarar bráðskemmtilegu íþróttagreinar og ejga áhorfendur vitaskuld sinn þátt í honum. - GI. • ♦ v.#' • * v.#' Hæstir í einkunnagjöf Mbl. Staóan i urvalsdeild Stigahæstu leikmenn: stig leikir John Hudson KR 452 15 Ted Bee UMFN 410 15 Paul Stewart ÍR 370 13 Mark Christensen Þór 347 13 Tim Dwyer Val 324 13 Jón Sigurðsson KR 318 15 Dirk Dunbar ÍS 317 11 Kristinn Jörundsson ÍR 316 15 Jón B. Indriðason Þór 255 13 Bjarni G. Sveinsson ÍS 255 14 Jón Jörundsson ÍR 252 15 Kristján Ágústss. Val 244 14 KR Valur UMFN ÍR ÍS Þór 1 u t stig skor í leik að meðaltali Gunnar Þorvarðars. UMFN 232 15 15 11 4 1408:1248 22 93,2:83,1 Þórir Magnússon Val 214 13 14 10 4 1229:1225 20 87,8:87,5 Kolbeinn Kristinss. ÍR 197 15 15 10 5 1539:1408 20 102,6:93,2 Einar Bollason KR 192 15 15 7 8 1361:1324 14 90,7:88,3 Geir Þorsteinss. UMFN 191 15 14 3 11 1201:1297 6 85,7:92,6 Eiríkur Sigurðss. Þór 186 13 13 2 11 1038:1276 4 79,8:98,2 Jón Héðinsson ÍS 170 12 Stig leikir Jón Sigurðss. KR 48 15 Kristinn Jörundss. ÍR 44 15 Gunnar Þorvarðars. UMFN 42 15 Geir Þorsteinss. UMFN 40 15 Jón Jörundsson ÍR 38 15 Kristján Ágústss. Val 37 14 Einar Bollason KR 35 15 Kolbeinn Kristinsson IR 35 15 Bjarni G. Sveinsson ÍS 34 14 Þórir Magnússon Val 31 13 Guðsteinn Ingimarss. UMFN 31 14 Torfi Magnússon Val 31 14 Stefán Kristjánsson ÍR 29 15 Jón Héðinsson ÍS 28 12 Eiríkur Sigurðsson Þór 28 13 Gunnar Jóakimss. KR 28 15 Garðar Jóhannss. KR 26 12 Steinn Sveinss. ÍS 26 14 Jónas Jóhanness. UMFN 24 11 Baldur töframaður Brjánsson leika listir sýnar á Hallargólfinu. Að sögn HSI-manna hefur Baldur lofað einhverju nýju. Loks leika síðan landsliðið og úrvalslið Ingólfs og hefur Ingólfur þegar valið lið sitt, en það skipa eftirtaldir leikmenn: Markverðir: Jón Gunnarsson Fylki Ragnar Gunnarsson Ármanni OOO Geir Hallsteinsson FH, fyrirliði Ólafur Einarsson Vík. Magnús Teitsson Stjörnunni Pétur Ingólfsson Ármanni Jón H. Karlsson Val Viðar Símonarson FH Andrés Kristjánsson Haukum Sigurbergur Sigsteinsson Fram Atli Hilmarsson Fram Gústaf Björnsson Fram Athyglisvert við tal þetta er, að Ingólfur velur 3 leikmenn úr liðum sem leika í 2. deild, tvo úr Ár- manni og einn úr Stjörnunni. Þá er einnig athyglisvert, að enginn ÍR-ingur hlýtur náð fyrir Ingólfi, en hann þjálfar lið þeirra í 1. deild. Um landsliðið er það að segja, að ef frá er talinn Jens G. Einarsson, má heita að liðum Vals og Víkings sé teflt fram eins og þau leggja sig. 8 Valsmenn og 5 Víkingar, þeir hefðu verið 6 ef Ólafur Einarsson hefði ekki drégið sig til baka af persónulegum ástæðum. Trimmdagurinn 18. febrúar AÐ TILHLUTAN Skíðasam- bands íslands verður al- mennur trimm-dagur eða útivistardagur haldinn um allt land 18. febrúar 1979. Tilgangurinn með sér- stökum útivistardegi er að hvetja fólk til útivistar og skíðaferða og vekja athygli á skíða-trimmi fyrir almenn- ing, sem nú er að hefja göngu sína og hefur verið kynnt í blöðum áður. Benda má á að tilvalið er fyrir alla fjölskylduna að stunda skiðatrimm. Helstu atriði þess eru að almenningur getur nú tekið þátt í skíðagöngu og svigi eftir ákveðnum reglum og unnið sér rétt til kaupa á trimm-merkjum SKÍ. Hver og einn á að geta tekið þátt í þessu skíða-trimmi. Þar sem reglur eru sniðnar við aldurshópa og getu. Ef menn vilja ekki taka þátt í þessu sérstaka skíða-trimmi eru þeir þó hvattir til að stunda skíða-trimm og að sjálfsögðu standa skíða- brautir öllum opnar sem ætlaðar eru fyrir skíða-trimmið. SKl-stjarnan, sem er lítið barmmerki snjókristall með SKÍ stöfunum í miðju, verður til sölu hjá fram- kvæmdaaðilum trimmdags- ins um allt land og á skíða- stöðunum. Allir sem byrja skíðatrimm hafa rétt til að kaupa merkið. — þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.