Morgunblaðið - 17.02.1979, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.02.1979, Qupperneq 40
Lækkar hitakostnaðinn Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. OTifC? Skipholti 19 V BUÐIN sími ' v 29800 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 Skemmdir á olíu- höf ninni í Sinis Ekki ljóst hvaða áhrif þær hafa á útskipun til íslands „VIÐ FENGUM skeyti frá Portúgölum í gær um að þar hefði orðið tjón á höfn- inni í Sinis og olíuhreins- unarstöðinni og við gætum þess vegna ekki sent skip eftir olíufarminum án þess að hafa samband við þá fyrst,“ sagði Þórhallur As- geirsson ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu í samtali við Mbl. í gær. „Við vitum ekkert meira en þetta og munum leita nán- ari upplýsinga eftir helg- * 44 ma. Þessi farmur er 25.000 tonn af gasolíu, sem á að lesta um miðjan marz í Sinis, en að sögn Þórhalls er þetta magn nálægt mánað- arnotkun okkar. Þessi 25.000 tonn áttu Portúgalar að afhenda á síðasta ári, en gátu ekki vegna þess að þá, eins og nú, ollu flóð og stormar skemmdum á höfn- inni í Sinis. Rokleikur. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. fisk- Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins 3.—6. mai Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað í gær að boða til lands- fundar í Reykjavík 3.—G. maí næstkomandi. Kauphækkunin 6,9% verðinu var sagt upp í gær KAUPLAGSNEFND reiknaði í gær út hækkun verðbótavísitölunnar og er hækkunin 6,90%, sem þýðir að laun undir vísitöluþaki samkvæmt lögum ríkis- stjórnarinnar frá í haust hækka um þá prósentu. í framhaldi af þessari ákvörðun sögðu bæði fisk- seljendur og fisk- kaupendur í gær upp fisk- verðsákvörðun, sem gengið var frá í janúarbyrjun, en þar var gert ráð fyrir því að verðbótavísitala yrði ekki nema 5%. Verðbótavísitalan reynd- ist hinn 1. febrúar vera 161,42 stig, en var í nóvember síðastliðnum 151 stig. Hækkunin er 6,90%. Vísitöluþakið, sem ákveðið var með lögum ríkis- stjórnarinnar í haust var miðað við 200.000 króna laun í desember 1977 og Ólafur Jóhannesson um viðbrögð Alþýðubandalagsins: Byggt á misskilningi, þar sem þeir hafi ekki lesið frumvarpið UPPHLAUP alþýðubanda- lagsráðherranna er byggt á misskilningi, þeir hafa ekki lesið frumvarpið nægilega vel, sagði ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra á blaðamannafundi f gær er hann kynnti frum- varp sitt um efnahagsmál. Ólafur kvað alþýðubanda- lagsmenn eiga eftir að jafna sig á þessu og þessa skoðun sína kvaðst hann byggja á þeirri bókun, sem ráðherrar Alþýðubanda- lagsins hefðu því miður lagt fram á ríkisstjórnar- fundi síðastliðinn þriðjudag. Ólafi Jóhannessyni var bent á það á fundinum, að talsvert væri nú um liðið frá því er ráðherrar Alþýðubandalagsins hefðu fengið frumvarpið og samt hefði tónninn ekkert breytzt gagnvart frumvarp- inu. Svaraði þá forsætisráðherra: „Þeir hafa haft mikið að gera, en umsögn þeirra er byggð á mis- skilningi, ég vil ekki kenna það við annað verra." „Þetta er harla gott frumvarp," sagði Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra, „en þar með er ekki sagt, að það geti ekki orðið ennþá betra — lengi getur gott batnað." Ólafur kvað frumvarpið númer eitt tryggja atvinnuöryggi og að hægt yrði að ná verðbólguvextin- um niður í ákveðið mark. Héldi áfram sem verið hefði kvað hann blasa við að fyrirtæki stæðust ekki verðbólguhraðann og samdráttur og atvinnuleysi biðu við næsta horn. Sjá — Þetta er gott frumvarp — frásögn af blaðamanna- fundi með forsætisráðherra á bls. 25. framreiknað til febrúar- launa eru það hjá ASÍ-félögum 278.680 krónur á mánuði, en hjá BSRB- og BHM-félögum 280.996 krónur á mánuði. Laun, sem eru lægri en þetta fá því 6,9% hækkun hinn 1. marz. Laun, sem eru yfir þessu marki fá fasta krónutölu, hina sömu og leggjast við þetta mark. ASI-félagar, sem eru með laun yfir vísi- töluþakinu fá þá 19.230 krónur hækkun mánaðar- launa, en BSRB- og BHM-félagar fá 19.390 króna hækkun mánaðar- launa. Þá reiknaði Kauplags- nefnd einnig út vísitölu framfærslukostnaðar og reyndist hún vera 1292 stig eða 58 stigum hærri en í nóvembermánuði. Nemur hækkunin 4,70%. Óskar Vigfússon um olíuhækkanirnar: ,,Ekki vilji sjómanna að notfæra sér þá alvarlegu stöðu sem upp er komin” „ÞAÐ ER ekki vilji sjómanna að notfæra sér þá aivarlegu stöðu sem er komin upp vegna olíu- hækkananna,“ sagði Óskar Vig- fússon formaður Sjómannasam- bands íslands í samtali við Mbi. f gærkvöldi. Fram hefur komið að gasolíu- iitrinn hækkar f 70 krónur eftir helgina. Það mun þýða rúmlega 2100 milljóna króna kostnaðar- auka fyrir útgerðina á heilu ári en auk þess þarf útgerðin 1250 milljón króna tekjur í viðbót til þess að greiða sjómönnum, en samkvæmt núgildandi skiptaregl- um hækkar kaup þeirra samfara olíuhækkunum. Frekari hækkan- ir verða svo í vor og munu þær að öilu óbreyttu hækka kaup sjó- manna enn meira. „Ég tel fráleitt að sjómenn beri hag af þeim stórhækkunum, sem orðið hafa á olíuvörum. Okkar markmið er að halda því sem við höfum í dag og helst að ná því aftur, sem við höfum tapað á síðustu árum í samanburði við aðra,“ sagði Óskar Vigfússon. Sjá „Hækkun gasoliu kost- ar útgerðina ...“ á bls. 2. Ottttst um Þorláks- hafnarbát í söluferð — skipverjar trössuðu tilkynningarskyldu „ÞAÐ ER náttúrlega ófyrirgef- anlegur trassaskapur að iáta ekkert vita um ferðir sínar, ekki hvað sízt, þegar veður eru válynd. Það er eðlilegt að við verðum áhyggjufullir svo ekki sé nú talað um venzlamcnn þeirra, sem um borð eru,“ sagði Hannes Hafstein framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags íslands í samtali við Mbl. í gær, en ieitað var liðsinnis enskra og þýzkra strandstöðva til að hafa upp á Guðfinnu Steinsdóttur frá Þorlákshöfn. Báturinn er í söluferð til Cuxhaven, en skip- verjar höfðu ekkert látið heyra í sér frá því þeir voru við Færeyjar á sunnudag. Guð- finna kom svo til Cuxhaven í gærmorgun. „Það er von að við verðum órólegir, þegar þýzkir og enskir bátar fá ekki að fara úr höfnum vegna veðurs og við heyrum ekkert í okkar báti,“ sagði Hannes. „Þegar Danir missa fjóra báta í Norðursjónum er eðlilegt að við séum hræddir um einn.“ SVFÍ hafði samband við Vigra sem var á leið heim úr söluferð og reyndu menn þar um borð að ná sambandi við Guð- finnu og einnig voru strand- stöðvar í Englandi og V-Þýzka- landi beðnar um að kalla Guð- finnu upp. Guðfinna átti að vera í Cuxhaven á fimmtudagsmorg- un, en miðað við aðstæður var talið eðlilegt að hún yrði þar sólarhring síðar, eins og kom á daginn. SVFI var með í undirbúningi að láta hefja leit að bátnum, ef hann ekki kæmi fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.