Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1979 5 Málþing um gigtsjúkdóma GIGTSJÚKDÓMAFÉLAG ís- lcnzkra lækna gengst í dag fyrir málþingi lækna um gigtsjúkdóma á Hótel Loftleiðum. Læknum af öllu landinu hefur verið boðið og munu 75 læknar sitja þingið, sem átti að hefjast kl. 9 í morgun. Helztu viðfangsefni þingsins verða fylgigigt, ónæmisfræði gigtsjúkdóma, lyfjameðferð við liðagigt og fleira. Tveim erlendum læknum hefur verið boðið að flytja fyrirlestra á þinginu: Prófessor Börje Olhagen frá Stokkhólmi mun tala um fylgi- gigt og Reiters-sjúkdóm og próf- essor Gunnar Bendixen frá Kaup- mannahöfn talar um ónæmisfræði gigtsjúkdóma og vefjasköddun af ónæmisvöldum. I frétt frá Gigt- sjúkdómafélagi ísl. lækna segir, að báðir þessir menn séu heimskunn- ir fyrir störf sín að gigtsjúkdóm- um og rannsóknir á þeim. Félagið hefur á undanförnum árum lagt áherzlu á fræðslustarfsemi um gigtsjúkdóma og hyggst halda því áfram. Segir m.a. svo í frétt frá félaginu: „Efnisval á þessu þingi mótast verulega af því að þekkingu á ónæmisfræði hefur fleygt fram undanfarin ár, sem aftur hefur leitt til betri skilnings á gigtsjúk- dómum sem kemur fram í ná- kvæmari greiningu og bættri með- ferð. Fleiri og betri lyf sem eyða liðbólgum og draga úr verkjum koma stöðugt fram og munu lækn- ar bera saman bækur sínar um gagnsemi slíkra lyfjagjafa við liðagigt. Gigtsjúkdómar og sér- staklega alls kyns form af liðagigt valda fleira fólki meiri og lang- vinnari þjáningum, örkumlum og vinnutapi en nokkur annar sjúk- dómur og er því mikið í húfi að fylgjast vel með hvað helst má til varnar verða í baráttunni gegn þeim mikla vágesti, liðagigtinni." Lyfjafyrirtækin The Boots Company í Englandi og Pharma A/S í Kaupmannahöfn hafa styrkt félagið til ráðstefnunnar. For- maður Gigtsjúkdómafélags ísl. lækna er Jón Þorsteinsson læknir. Tvö atriði úr nemendamóti Verslunarskólans. Aukasýning á nem- endamóti Versl- unarskóla Islands NEMENDUR Verslunar- skóla íslands munu á morgun kl. 14 hafa aukasýn- ingu á árlegu nemendamóti sínu í Austurbæjarbíói. Á nemendamótinu eru ýmis skemmtiatriði svo sem danssýningar, leikrit og kór- söngur. Um 100 nemendur S.Á.Á. — Athugasemd VEGNA niðurlagsorða í viðtali við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóra S.A.A. í Morgun- blaðinu fyrr í vikunni er rétt að taka eftirfarandi fram: Flestir hinna 8000 félagsmanna S.Á.Á. eru menn sem ekki hafa kynnst áfengisbölinu af eigin raun. — Hins vegar eru flestir þeirra sem starfa innan raða samtakanna alkóhólistar sem hafa hætt drykkju, það er óvirkir alkóhólist- ar. Þar á meðal eru allir þéir sem vinna að ráðgjöf og námskeiðum á vegum S.Á.Á. taka þátt í mótinu og eru dansarnir og leikritin sem sýnd verða frumsamin en lögin sem kórinn syngur eru eftir bresku Bítlana. Kórstjóri er Jón Kristinn Cortes og leikstjóri er Tinna Gunnlaugsdóttir en nemend- ur hafa að öðru leyti haft allan veg og vanda af nem- endamótinu. Aðeins þessi eina sýning verður á nemendamótinu og hefst eins og áður segir kl. 14. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Sjötugsafmæli í DAG verður sjötugur Magnús Magnússon frá Söndum á Akra- nesi. Um áratuga skeið hefur Magnús unnið sem skipateiknari m.m. hjá Þorgeiri & Ellert hf. hér í bænum. Vinir og kunningjar senda Magnúsi og fjölskyldu hans inni- legar árnaðaróskir á þessum merkisdegi. — Júlíus. Fundur um friðhelgi emkahfsins Hvöt og Heimdallur efndu til sameiginlegs fundar 15. febrúar s.l. um friðhelgi einkalífsins með sérstöku tilliti til barna og foreldra. Framsögumaður var Ragn- hildur Helgadóttir sem hefur nýlega lagt fram á Alþingi sérstakt frumvarp varðandi það efni. Að lokinni framsögu fóru fram pallborðsumræður. í þeim tóku þátt: Halldóra Rafnar, kennari, Jóhanna Thorsteins- son, fióstra, Sigríður Jónsdóttir námsstjóri, Kjartan Gunnars- son lögfræðingur og Sigurður Pálsson námsstjóri. Umræðustjóri var Erna Ragnarsdóttir innanhússarki- tekt og ritari var Ester Guð- mundsdóttir félagsfræðingur. Fundurinn sem var fjölsóttur stóð til miðnættis og kom margt áhugavert fram í umræðunum. Morgunblaðið mun á næstu dög- um gera þeim nokkur skil. F jörugur fundur í Garðinum Garði 16. fcbrúar MJÖG fjölmennur borgara- fundur var haldinn í sam- komuhúsinu í gærkvöldi. Var þar fjallað um drög að fjár- hagsáætiun fyrir Gerðahrepp 1979, en drög þessi eru hin fyrstu sem núverandi meiri- hluti, I-listinn, leggur fram. Voru umræður hinar fjörug- ustu. Sveitarstjóri, Þórður Gíslason, svaraði fram komn- um fyrirspurnum um einstaka liði áætlunarinnar. Nokkuð hitnaði mönnum í hamsi þegar líða tók á fundinn og hefði þá mátt að mati undirritaðs end- urtaka orð Nóbelsskáldsins, sem hann viðhafði í sjónvarps- þætti eitt sinn, þess eðlis, að fá umræðurnar „á hærra plan“. Fundurinn stóð til kl. 24 en sveitarstjóri hefir boðað til annars borgarafundar á sunnudaginn kl. 14 og verður þá fjallað um samkomuhúsið og vínveitingaleyfi því til handa. Fréttaritari. LOFTLEIÐUM ICEFOOD ISLENSK MATVÆLI H/F kynnir framleiðslu sína í samvinnu við Hótel Loftleiði. Nú er það síldarævintýri í Blómasalnum á Hótel Loftleiðum. Þar bjóðum við hverskyns lostæti úr „Silfri hafsins“ feitri Suðurlandssíld, um 25 rétti: Marineraða síld, kryddsíld á marga vegu og reykta síld, salöt og ídýfur, ásamt reyktum laxi, graflaxi, reyksoðnum laxi og smálúðu. Sannkallaður ævintýramálsverður á tækifærisverði. Notið tækifærið og snæðió kvöldverð í vistlegum salarkynnum, sem skreytt er í þessu sérstaka tilefni. Verið velkomin á síld Borðpantanir í síma 22322 A HOTEL Dagana 9.-18. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.