Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 29 Jóhannes Laxdal í Tungu -Minning „Mundu Víkurskarð, Hallands- nes, Eyrarlandsfit, Leiruveg" var síðasta vinarkveðja Jóhannesar Laxdals í Tungu til min og kom með jólapóstinum. Hann hafði verið alvarlega veikur í haust, en var kominn heim aftur til þess að kveðja. Þó mundi hann eftir þessum vegi og hafði skrifað fleirum en mér bréf um hann. Svo kær var honum sveitin og byggðarlagið, að jafnvel á þeirri stundu varð hann að leggja fram- faramálinu lið, svo lifandi var Jóhannes Laxdal í áhuga sínum til banadægurs. Jóhannes Laxdal fæddist á Tungu á Svalbarðsströnd hinn 5. júní 1891, sonur hjónanna Helga bónda þar Laxdals Jónssonar á Neðri-Dálksstöðum og Guðnýjar Grímsdóttur frá Garðsvík Jóha nesso ar á Kaðalsstöðum. Jóhannes kvæntist Helgu Níels- dóttur frá Hallandi og áttu þau sjö börn: Theódór í Túnsbergi, Helga, sem fórst með Dettifossi í lok stríðsins, Helenu, gifta í Banda- ríkjunum, Önnu Guðnýju í Reykjavík, Ester og Björn í Tungu og Henry Niels, búsettan í Banda- ríkjunum. Þau hjón Jóhannes og Helga voru samhent til allrar vinnu og bjuggu góðu búi á Tungu um 40 ára skeið og lögðu alúð við bústörfin, sérstaklega kartöflu- rækt, eins og margir aðrir á Svalbarðsströnd. Helga Níelsdóttir lézt fyrir tæp- lega tveimur árum. Hún var fædd 15. júní 1893, en lézt 3. apríl 1977. Á sínum yngri árum átti hún frumkvæði að því, að ungt fólk á Fram-Ströndinni legði fé sitt, í sjóð, sem kallaður var Aurasjóður, til þess að glæða sparnað meðal þess. Upp úr þessum sjóði var Sparisjóður Svalbarðsstrandar síðar stofnaður. Helga var mikil hannyrðakona og féll aldrei verk úr hendi og helgaði svo heimili og börnum alla sína krafta. Jóhannes Laxdal var glæsilegur á velli og samsvaraði sér vel. Á yngri árum var hann mikill íþróttamaður, þátttakandi í Íslandsglímu í eitt skipti og skjaldarhafi á Akureyrarglímu. Hann var maður skapríkur og áhugasamur, að hverju sem hann gekk, og hamhleypa til vinnu. Hann var smiður mikill og góður, hvort sem um hús eða innan- stokksmuni var að ræða og ágætur tréskurðarmaður. Hann var höfð- ingi í lund, hjálpsamur, og svo gestrisinn, að af bar, hrókur alls fagnaðar í góðum félagsskap, gat búið til vísu, ef svo bar við og hafði yndi af ljóðum. Hann var ágætlega vel ritfær og fylgdi þeim málum fast eftir, sem hann vildi til vegar koma. Á Jóhannes Laxdal hlóðust mörg trúnaðarstörf um ævina. Hann var stofnandi og fyrsti formaður Framfarafélags Sval- barðsstrandar í 10 ár c ’engi Tormaður Ungmennafélagsins Æskunnar. Hann stóð fyrir því, ásamt fleirum, að sundlaug var byggð fyrir 1930, sem var mikið afrek. Hann var formaður Búnaðarfélags Svalbarðsstrandar 1919—1933 og mörg ár í stjórn Ræktunarsambands Svalbarðs- strandar- og Grýtubakkahrepps. Fyrir hans forgöngu var fyrsta dráttarvélin, sem notuð var við jarðvinnslu, keypt í sveitina. Hann beitti sér mjög fyrir því að raf- magn var lagt um Svalbarðsströnd og var formaður Rafveitu Sval- barðsstrandar um skeið, en hún var síðar lögð undir Rafmagns- veitur ríkisins. Hann var meðal stofnenda Héraðssambands Þing- eyinga og kjörinn heiðursfélagi á hálfrar aldar afmæli þess. Hann var meðal stofnenda og í stjórn Bændafélags Eyjafjarðar, einn af forystumönnum Ferðafélags Sval- barðsstrandar, í stjórn Lestrar- félags sveitarinnar, eitt sinn for- maður skólanefndar og formaður sóknarnefdar um skeið. Hann átti sæti í sýslunefnd 1926—1938 og aftur 1954—1974 og var hrepp- stjóri 1931 — 1973, trúnaðarmaður skattstjóra o.fl. Ráöhildur Guðjónsdóttir frá Grindavík - Mnrúng Fædd. 24. janúar 1897 Dáin 8. febrúar 1979 Með hlýhug og söknuði kveðjum við í dag hinstu kveðju Ráðhildi Guðjónsdóttur frá Vorhúsum í Grindavík. Ráðhildur fæddist á Hópi í Grindavík 24. janúar 1897. Foreldrar hennar voru Guðjón Einarsson, útvegsbóndi, og María Geirmundsdóttir, kona hans. Þau bjuggu síðar nokkur ár að Velli í Járngerðarstaðahverfi, uns Guðjón byggði húsið að Hliði og flutti þangað með fjölskyldu sína. Ráðhildur var elst níu barna, er þau hjón eignuðust. Komust fimm þeirra til fullorðinsára. Heimilið að Hliði var ætíð mannmargt, einkum á vertíðum, þegar margt aðkomumanna réðst til Guðjóns til starfa við útveg hans. Ráðhildur kynntist því ung þeim mörgu og fjölþættu störfum, sem inna þurfti af hendi á stóru heimili. Árið 1916 urðu tímamót í ævi Ráðhildar, en þá giftist hún Sigur- geir Jónssyni frá Fögrubrekku í Hrútafirði. Hafði Sigurgeir róið nokkrar vertíðir hjá Guðjóni, föður hennar. Hófu þau búskap að vorhúsum í Grindavík og byggðu þar upp nýtt hús. Stundaði Sigur- geir lengst af sjómennsku, en síðustu ár sín starfaði hann sem vigtarmaður á Hafnarvigt Grinda- víkur. Hann var talinn dugnaðar- maður af öllum er til þekktu. Mann sinn missti Ráðhildur árið 1954. Þau eignuðust þrjá syni. Þeir eru: Guðjón, útgerðarmaður, og Gunnar, starfsmaður Kaupfélags Suðurnesja, báðir búsettir í Grindavík, og Jón, matreiðslu- maður, búsettur í Reykjavík. Ráð hildur tók ávallt virkan þátt í félagsstörfum í byggðarlagi sínu. Hún var t.a.m. einn af stofnendum Kvenfélags Grundavíkur, en lið- lega hálf öld er nú liðin frá því sá merki félagsskapur hóf starfsemi sína. Við, sem kynntumst Ráðhildi Guðjónsdóttur, minnumst hennar fyrst og fremst sem rólyndrar og dagfarsprúðrar konu. Fróð var hún einnig um ýmsa hluti og var ósínk á að miðla öðrum af þekk- ingu sinni. Á þessari kveðjustundu þökkum við Ráðhildi allar þær góðu stund- ir, er hún veitti okkur á lífsleið- inni. Sonum hennar, tengda- dætrum, barnabörnum og systkin- um sendum við samúðarkveðjur. — Blessuð sé minning hennar — Ó.R.Þ. Stefán JúlíusÞór- lindsson - Minning Fæddur 12. júlí 1921 Dáinn 29. desember 1978 Lífið manns hratt fram hleypur hafandi enga bið, í dauðans grimmar greipur gröfin tekur þá við. Allra veraldar vegur vikur að sama punkt, fctar þann fús sem tregur. hvort fellur létt eða þungt. Hallgrímur Pétursson. Hann fæddist að Hvammi í Fáskrúðsfirði og ólst þar upp til tvítugs. Árin sem eftir komu vitum við ekki mikið um, en þau voru honum ekki alltaf dans á rósum. Þessi fáu og fátæklegu orð eiga ekki að vera neitt aviágrip, heldur smá þakklætisvottur frá okkur sem kynntumst honum eftir að hann var orðinn miðaldra maður. Frá unnustu hans og vini hans síðustu ár, frá dætrum henn- ar, þeirri yngri sem hann reyndist sem besti faðir, og frá þeirri eldri og börnum hennar, sem hann var góður vinur og afi. Árin með honum áttu að verða svo miklu fleiri, en örlögin, sem öllum eru búin við fæðingu, tóku í taumana. Hann var svo miklu veikari en okkur grunaði og þetta skeði allt svo skyndiiega. Hann var hrifinn svo allt of fljótt á brott. Eitt er víst, að Júlli var bæði virtur og elskaður af okkur og samveran með honum gerði okkur öll að betri manneskjum, því að hann var sjálfur svo einstakt ljúfmenni. Guð blessi minningu hans. Unnusta og dætur. Faöir minn JÓHANN LÚTHER GUÐMUNDSSON Álftamýri 34, lést í Borgarspítalanum 16. 2. Svainbjörn Jóhannsaon. Jóhannes Laxdal var mikill frjálshyggjumaður og þótti vænna um kvæði Einars Benediktssonar Til fánans en önnur kvæði. Þar endurspeglaðist lífssýn hans og draumur landi og þjóð til handa: „Heimur skal hér líta í landi lifna risa fyrir dverg." Herhvöt kvæðisins féll bardaga- manninum og hugsjónamanninum vel í geð. I þessum anda gerðist hann forystumaður Sjálfstæðis- flokksins í sínu byggðarlagi um áratugaskeið. Haiin var mikill vinur og samherji Björns Líndals á sínum tíma. Þeir Olafur Thors kynntust ungir menn, þar sem Ólafur dvaldist einhver sumur á Svalbarðseyri um þær mundir, og hélzt vinátta þeirra, meðan báðir lifðu. Af öðrum sjálfstæðismönn- um þótti Jóhannesi jafnan mikið koma til Jóns á Akri, Péturs Ottesens og Gísla Sveinssonar, en síðan komu nýir menn til sögunnar. Jóhannes var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suður-Þingeyjarsýslu 1959 og skipaði heiðurssætið í Norður- landskjördæmi eystra þá um haustið eða í fyrsta skipti eftir kjördæmabreytinguna. Jóhannes Laxdal hafði ungur maður haft yndi af sjómennsku og í hnísu, sel og fyrirdrátt eins og þá var lenzka, enda veitti ekki af að draga björg í bú. Sín síðustu ár, eftir að hann var hættur búskap tók hann þráðinn upp að nýju og reri á handfæri og í grásleppu, — undi því ekki að sitja aðgerðalaus. Þessu hélt hann áfram þangað til hann veiktist í október sl. Hann sagði mér, að hann væri að verða skjálfhentur, en skjálftinn hyrfi við að grípa í árarnar. Jóhannes Laxdal fellur mér seint eða aldrei úr minni. Ég man eftir honum glöðum og reifum með barðastóran hatt á götum Akur- eyrar eða þar sem hann stóð teinréttur og hvíthærður í dyrun- um á Tungu og bauð mér til stofu. Þá voru ekki sparaðar veitingarn- ar, en þjóðmálaáhuginn brennandi fyrir því, sem til heilla horfði okkar þjóð. Eg gekk ekki svo til kosninga, að ég kæmi ekki við hjá Jóhannesi og þægi ráð í húsi öldungsins. Héðan af verð ég að láta mér nægja að hugsa til hans, ef það á fyrir mér að liggja að halda áfram stjórnmálaafskiptum. „MeAan sumarsólir bræða svellin vetra um enjri ok tún skal vor ást til (slands Klaeða afl vort undir krossins rún. djúp sem blámfliiminhæða. hrein sem jökultindsins hrún." Ég minnist vináttu okkar Jóhannesar Laxdals með þakklæti. Hvíli hann í friði. Ástvinum öllum sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur og bið þeim guðs blessunar. Halldór Blöndal. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég á vin, og við erum mjög hrifin hvort af öðru. Við látum vel hvort að öðru, en ég vil ckki ganga of langt. Hversu langt er of langt? Það er eðlilegt, að piltar og stúlkur laðist hvort að öðru. Guð hefur komið því svo fyrir. En Biblían varar hvað eftir annað við kynmökum utan hins helga hjónabands. Fólk getur látið vel hvort að öðru með ýmsu móti, siðlega og ósiðlega. Eitt er að haldast í hendur, annað er að hafa ekki stjórn á höndum sínum. Eitt er vináttukoss, annað ástríðu- koss. Eg held, að samvizka þín segi þér, hversu langt sé of langt gengið. Samt fer stundum svo, þegar venjulegt, ungt fólk, piltur og stúlka, eru ein saman, að tilfinningarnar ná yfirhöndinni, og þá getur fólk farið lengra en rétt er. Hér er nokkrar leiðbeiningar til þess að koma í veg fyrir, að þú gangir „of langt“. Sjáðu til þess, að þið séuð aldrei algjörlega ein, einangruð frá öðrum, Ég veit, að þetta virðist fávíslegt, en það eru gömul sannindi, að öryggi er fólgið í því að vera innan um fólk. Það er góð skemmtun, þegar tveir piltar og tvær stúlkur eru saman í hóp, og góð vörn við freistingum og of nánum atlotum. Sum pör eru svo sterk á svellinu, að þau geta verið ein, án þess að þau gangi of langt, en ef tilfinningahitinn er mikill, ætti enginn að bjóða hættunni heim. Eitt ráð er að læra að vera saman um ýmis hugðarefni: Sækja saman hljómleika, fara saman í guðshús, taka bæði þátt í íþróttum. Fólk í tilhugalíf- inu ætti að taka sér miklu fleira fyrir hendur en sitja og gæla við freistingarnar. Jafnvel hjónabandið er hundrað sinnum meira en hið líkamlega. í tilhugalíf- inu ætti fólk að læra að snúa bökum saman á sem flestum sviðum lífsins. + Eiginmaöur minn, faðir og stjúpfaöir GUDBJARTUR ÞORGILSSON, Sörlaskjóli 92, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. febrúar kl. 3 e.h. Unnur Þorsteinsdóttir, Ágústa Ósk Guðbjartsdóttir, Unnur Guöbjartsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Þorstainn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.