Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1979 15 um út í vöruflutningaskipið. Þeir sem flýja upp á eigin spýtur eru fangelsaðir ef þeir nást og stund- um hafa fallbyssubátar skotið á þá á flóttanum. Þegar Huey Fong kom með 3.400 flóttamenn til Hong Kong á Þor- láksmessu fannst um borð í skip- inu gull að verðmæti ein milljón dollara, sem var eign milligöngu- mannanna. Lögreglan vissi ná- kvæmlega hverju þeir leituðu að og hættu ekki þótt þeir fyndu 600 gulldali á flóttamönnum, sem var hleypt í land. Lögreglan vissi hvað milligöngumennirnir höfðu mikið upp úr krafsinu. Yfirleitt koma milligöngumennirnir gullinu und- an á leiðinni (þannig var því farið með Southern Cross, Hai Hong, Tang An og Sky Luck, síðasta skipið sem hefur komið), en eitt- hvað virðist hafa farið úrskeiðis hjá Huey Fong. Reynsla skipstjóra, áhafnar og 3.000 farþega Sky Luck sýnir, að æ erfiðara er að sannfæra nokkurn um, að flóttamönnunum hafi verið Flutningaskip kemur meö flóttamenn frá Víetnam til Manila. bjargað úr sökkvandi bátum á hafi úti. Skipið var 27 daga á leiðinni frá Singapore til Hong Kong, sem er venjulega fimm daga sigling. Skýringin á töfinni er talin sú, að það hafi legið nokkurn tíma undan strönd Víetnams og sett um 600 flóttamenn á land á eynni Pala- wan á Filippseyjum og 224 til viðbótar um borð í togara frá Hong Kong, sem kom með þá seinna til hafnar í Hong Kong. Skipið sem kom til Palawan kall- aðist Ky Lu, en enginn efast um að það hafi í raun og veru verið Sky Luck. Þekkja blekkingar Þannig þykjast viðkomandi ríkisstjórnir ger þekkja allar blekkingaaðferðir sem eru notað- ar, en þessi vitneskja hefur stoðað lítið til Þessa. Sky Luck hefur verið neytt til að liggja við akkeri við Lamma-eyju í Hong Kong og því hefur verið hótað að engum verði leyft að koma í land, þar sem Hong Kong hafi ekki verið fyrsti viðkomustaður skipsins. Sömu hótun var beitt gegn Huey Fong, en 3.400 flóttamönnum skipsins var að lokum hleypt í land. Enginn vafi leikur á því, að flóttamennirn- ir í Sky Luck fái að fara í land þegar tekizt hefur að koma fyrir þeim 10.360 flóttamönnum, sem þegar hafa fengið að koma til Hong Kong. Þar sem allir þeir sem standa að ferðum flóttafólksins hafa hags- muna að gæta er vandinn torleyst- ur. Skipin sjálf eru svo að segja einskis virði og eigendur þeirra og fjármálamenn í Taiwan sjá sér engan hag í því að gera tilkall til þeirra. Taiwanskur skipstjóri Huey Fong hefur þegar verið ákærður fyrir að flytja farþega án ferðaáætlunar og á yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi. En líklega verða hann og nokkrir aðrir auk þess ákærðir fyrir samsæri og viðurlögin við því eru sjö ára fangelsi. Vonað er að skipstjórar láti sér það að kenningu verða að þeir eiga yfir höfði sér handtöku og fangelsisvist ef þeir flytja flóttamenn og hætti því þess vegna. Ef sú verður ekki raunin eiga viðkomandi ríkisstjórnir um fáar leiðir að velja til að sigrast á vandanum. RAUÐIR KMERAR er flúöu undan innrás Vietnama yfir til Thailands. hann framkvæmdastjóri flokksins á svæði 203 og bar titil varaforseta Kambodiu. Enn ein hreinsun batt enda á uppreisnina. Allt að 2500 hermenn voru fluttir í burtu, ásamt liðsforingjum, félögum í flokknum og öllum þeirra ættingj- um. Þriðjungur af þeim, sem eftir voru, voru innan við 15 ára gamlir. Þetta reyndist vera upphafið að endalokunum hjá Rauðu kmerun- um. Meðal þeirra sem flúðu voru Heng Samrin og Chia Sim, forseti og varaforseti Frelsishreyfingar- innar. Fregnir bárust um að eigin- kona Chia Sims og sex börn hans hefðu verið tekin af lífi af Rauðu kmerunum, eftir að hann flúði. Sagt er að So Phim, einasti maðurinn sem hafði einhverja stöðu og völd, sé nú dáinn. Það ber kannski best vitni miskunnarleysi og sjálfseyðingaráráttu Pol Pots og fjölskyldu hans að skástu mennirnir til að veita andstöðu- hreyfingunni forstöðu skuli vera fyrrverandi sveitarstjóri og flokksfélagi utan af landi (Helg Samrin) og fyrrverandi þingmaður formaður flokksdeildar (Chia Sim). Þegar Ieng Sary og Sihanouk prins segjast aldrei hafa heyrt þá nefnda, þá getur það vel verið satt. Það er augljóst að hver óánægjurödd, sem var svo djörf að hafa sig í frammi, er nú dauð. (Observer—Brian Eads í Bankok). Fær Kennara- háskólinn húsnæði Æfingaskólans? „ÞETTA ER allt á umræðustigi og engar ákvarðanir hafa verið teknar enn sem komið er,“ sagði Birgir Thorlacius ráðuneytis- stjóri menntamáiaráðuneytisins í samtali við Morgunblaðið í gær er hann var spurður um málefni Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans. Birgir sagði, að það sem raun- verulega væri verið að ræða í viðræðum fræðslustjóra og menntamálaráðuneytisins væri hve fáir nemendur væru á þessu tiltekna skólasvæði. Nemendur í Æfingaskóla, Álftamýrarskóla og Austurbæjarskóla hefði verið að fækka, og því þyrfti að færa saman nemendur þessara skóla til að full nýting fengist á húsnæðinu og kennslukröftum. Þetta sagði Birgir að væri grundvöllur máls- ins, og síðan hefði verið hugsað um það um leið hvort það kynni að vera unnt að leysa á einhvern hátt hin miklu húsnæðisvandamál Kennaraháskólans. Æfinga- og tilraunaskólinn væri vissulega nauðsynleg stofnun við hlið Kennaraháskólans, en ef til vill væri ekki nauðsynlegt að hann væri á sömu lóðinni. Að öðru leyti sagði Birgir að ekkert væri um málið að segja á þessu stigi, þetta væri allt í deigl- unni. Nýlistasafnið: Bjarga frá glötun og skrásetja listaverk Svohljóðandi frétt hefur borist frá Nýlistasafninu: Nýlistasafnið er sjálfseignar- stofnun rekin af Félagi Nýlista- safnsins og eru aðilar nú 26. sjá þeir um rekstur safnsins. Sam- kvæmt skipulagsskrá eru félags- menn skuldbundnir til að láta af hendi rakna eitt listaverk árlega, og tryggir það eðlilega endur- nýjun eignarinnar. Markmið Nýlistasafnsins og hvatinn að stofnun þess var að bjarga frá glötun og skrásetja listaverk og heimildir er síðar mætti t.d. nota við samningu listasögu síðustu áratuga. Þá er safninu ætlað það hlutverk að vera miðstöð nýjustu strauma og til- rauna í íslenzkri list og stuðla að opinberri umræðu og kynningu á nýjustu liststilum og vanmetnum tímabilum í listum. Framtíðarverkefni Nýlista- safnsins er að reksturinn geti orðið sem fjölbreytilegastur hvað varðar sýningarhald og fyrirlestra víða um land, bókasafni verði komið á og fræðimönnum, lista- mönnum, listnemum og öðrum er áhuga hafa verði gefinn kostur á að notfæra sér heimildir þær er ’fyrir liggja. Brýnasta verkefni safnsins er að koma sér upp fullkominni spjaldskrá með lit- skyggnum af öllum listaverkum sem til safnsins berast, þá er nauðsynlegt að innramma sem fyrst um 450 listaverk er nú liggja í möppum. Stofnun Nýlistasafnsins hefur nú þegar vakið mikla athygli erlendra listamanna og listamið- stöðva og hafa borizt óformlegar fyrirspurnir um möguleg sýninga- skipti milli íslands og annarra landa. En til þess að safnið geti uppfyllt þær vonir sem við það eru bundnar þarf það á skilningi og velvild opinberra aðila að halda, — og myndarlega fyrirgreiðslu frá þeim er um menningarmál fjalla. Stjórn Nýlistasafnsins vill ekki láta hjá líða að þakka þeim aðilum sem nú þegar hafa styrkt safnið, og þá sérstaklega Ragnari Kjart- anssyni -myndhöggvara, Galerie SÚM og Gallerí Suðurgötu 7 fyrir rausnarlegar listaverkagjafir. Bæjarstjórn Akraness: Mótmælir harðlega dragnóta- veiðum í Faxaflóa Akranesi 14. febrúar. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 13. þessa mánaðar: „Bæjarstjórn Akraness mót- mælir eindregið þeim hug- myndum sem fram hafa komið um að leyfa dragnótaveiðar í Faxaflóa. Bæjarstjórnin minnir á, að fiskgengd í Faxa- flóa komst í lágmark eftir að dragnótaveiðar voru leyfðar þar 1960, en síðan flóanum var lokað fyrir dragnót og botn- vörpu 1971 hefur fiskgengd aukist jafnt og þétt, einkum af ýsu eins og glöggt má sjá af afla línubátanna undanfarin ár.“ Reynslan á þessu sviði er ólygnust sem á öðrum sviðum og ættu þeir sem fjalla um þessi mál að kynna sér þau til hlítar. Það má veiða flatfisk á önnur veiðarfæri en dragnót og troll. — Júlíus. Oryggismála- nef ndin skipuð Stjórnmálaflokkarnir hafa nú tilnefnt í nefnd þá sem samkva>mt samstarfsyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar er ætlað að afla gagna og eiga viðræður við inn- lenda og erlenda aðila til undir- búnings álitsgerðum um öryggis- mál íslenzka lýðveldisins. I samræmi við' þessar til- nefningar hefur forsætisráðherra skipað eftirtalda menn í nefndina: Einar Ágústsson, alþingismann, sem er formaður, Olaf Ragnar Grímsson, alþingismann, sem er faraformaður, Ingvar Gíslason, alþingismann, Jónas Árnason alþingismann, Björgvin Vilmundarson, bankastjóra, Sigurð E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra, Geir Hallgrímsson, alþingismann, og Matthías Á. Mathi» . n, alþingisniann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.