Morgunblaðið - 17.02.1979, Page 20

Morgunblaðið - 17.02.1979, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúí Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. ; Hugleiding um þjódarböl Svo virðist sem verðhækkun á olíu, sem nú á sér stað á hinum ýmsu olíumörkuðum í heiminum, komi mun verr við okkur Islendinga en flestar aðrar Evrópuþjóðir, og eigi eftir að setja djúp spor í þjóðarbúskap okkar. Þessi hækkun bitnar í senn á viðskiptajöfnuði okkar út á við, undirstöðuátvinnu- vegi þjóðarbúsins — sjávarútveginum, — rekstrar- aðilum í samgöngumálum okkar — á sjó, í lofti og á landi —, bifreiðarekstri hins almenna borgara og síðast en ekki sízt húshitunarkostnaði þeirra heimila í landinu, er búa að olíuhitun. Ástæða þess að olíuverðshækkunin bitnar verr á okkur en ýmsum öðrum þjóðum er sú, að viðskiptasamningar okkar við Sovétríkin, sem selja okkur meginhlut- ann af þeim olíum er við notum, miða verðskrán- ingu við Rotterdammarkað, sem eingöngu er háður framboði og eftirspurn, og er því viðkvæmari fyrir verðsveiflum en ella. Aðrar þjóðir ýmsar miða olíukaup sín við verðákvörðun OPEC-ríkjanna, sem er stöðugri, þó OPEC-verð hafi ekki alltaf verið hagstæðara. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, gerði þetta mikilvæga mál að umræðuefni utan dagskrár á Alþingi í fyrradag. Rakti hann þróun þessara mála og viðskiptakjarasamninga okkar varðandi olíu um nokkurt árabil. Sagði hann olíuverðshækkunina nú einkum stafa af tveimur ástæðum: stöðvun olíuframleiðslu í Iran, en þaðan hafa Vesturlönd fengið um 20% af olíunotkun sinni, og aukinni eftirspurn eftir olíu í Evrópu og Austurlöndum vegna þeirra miklu kulda, sem gengið hafa yfir í vetur. Þessi aukna eftirspurn hefur ekki sízt haft áhrif á verðþróun á Rotterdam- markaði. Þó ekki verði um dæmt í dag, hversu varanleg þessi olíuverðhækkun verður, sé óhjá- kvæmilegt, að Islendingar endurmeti þessa verð- viðmiðun, miðað við ríkjandi aðstæður. Geir Hallgrímsson kom fram með þá ábendingu til stjórnvalda, að þau óskuðu nú þegar eftir viðræðum við seljendur olíu hingað, Sovétmenn og Portúgali, um að breyta verðviðmiðun olíu, og þá á þann veg, að hún verði annað tveggja: 1) bundin við framleiðsluverð OPEC-ríkjanna að viðbættum eðlilegum vinnslukostnaði og dreifingar — 2) eða að Rotterdam-viðmiðunin verði áfram í gildi með einhvers konar hámarki eða þaki. Ekki megi búast við því fyrirfram, að seljendur vilji nota sér sérstakar aðstæður til þess að hreppa skammvinn- an eða skjótfenginn gróða, því að hér sé um langtímaviðskipti að ræða, eða rammasamninga til nokkurra ára. Þessum samningum svipi mjög til olíuviðskipta almennt í heiminum, sem yfirleitt séu langtímasamningar, miðaðir við framleiðslu- ákvörðunarverð OPEC-landa og sanngjarnan vinnslukostnað. Geir tók fram að þessi ábending væri í té látin án allrar gagnrýni á ríkisstjórnina, varðandi samninga við Sovétríkin og ákvörðun hvað snertir viðmiðun við Rotterdam. — Svavar Gestsson viðskiptaráðherra þakkaði ábendingu Geirs, og myndi hún könnuð í ráðuneyti sínu, ásamt öðrum hliðum þessa alvarlega máls. Ríkisstjórnin þarf að taka ábendingu Geirs Hallgrímssonar tíl alvarlegrar meðferðar. I henni felst athyglisverð tillaga um leið út úr miklum vanda. Birgir Isleifur Gunnarsson: Lítil saga af útideild Árið 1977 var stofnuð á vegum Reykjavíkurborgar svonefnd útideild unglinga. Þessi deild var stofnuð fyrir frumkvæði Sjálfstæðismanna í borgar- stjórn og var hlutverk hennar að taka upp starf meðal ungling- anna sjálfra, þar sem aðstoðar væri þörf, og reyna þannig að koma í veg fyrir að ungt fólk lenti á glapstigum. Hallæris- planið varð t.d. staður, sem starfsfólk útideildar vandi kom- ur sínar á og útideildarfólkið tók upp samstarf við fjölmarga unglinga, sem þangað sóttu. Árangursríkt starf Erfitt er að meta árangur slíks starfs í krónum og aurum né í öðrum þeim mælieiningum, sem við notum dags daglega. Þeir sem bezt þekkja til, eru hins vegar þeirrar skoðunar, að góður árangur hafi orðið af þessu starfi og að sú mannrækt, sem þarna fer fram, hafi komið í veg fyrir að illa færi í lífi margra unglinga. Allir muna fallegar ræður frambjóðenda vinstri flokkanna fyrir kosningar í vor, um nauð- syn þess að efla margvíslega félagsmálastarfsemi í borginni, ekki sízt meðal ungs fólks. Meira að segja fannst sumum nóg um þann gífurlega félags- málaáhuga, sem lýsti sér í yfir- borðsfögrum ræðum og grein- um. Fátt kom því meir á óvart við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarsjóðs á dögunum en til- laga vinstri meirihlutans um að leggja niður útideild unglinga. Þessi tillaga var ein af mörgum sem vinstri menn fluttu um niðurskurð á sviði félagslegra framkvæmda. Það sem kom ennþá meir á óvart var, hvernig að þessari ákvörðun var staðið. Samráð og samstarf í upphafi kjörtímabils voru mörg orð um það höfð, að nú ætti að hafa náið samstarf og samráð við nefndir og ráð borg- arinnar um fjárhagsáætlun, og önnur mál og náin samráð ætti að að hafa við starfsfólk borgar- innar. Eftir að „forsetarnir" þrír fluttu í borgarráði tillögur um að leggja niður útideildina dundu yfir borgarfulltrúa mót- mæli frá starfsfólki deildarinn- ar og starfsfólki Félagsmála- stofnunar og meira að segja fulltrúar vinstri flokkanna í æskulýðsráði og félagsmálaráði mótmæltu hver sem betur gat, en útideildin heyrir undir bæði þessi ráð. Það kom í ljós, að ekkert samráð hafði verið haft við einn eða neinn um þetta mál. Enginn hafði spurt starfsfólkið ráða og sjálfir vinstri postul- arnir, sem áttu að stjórna úti- deildinni í gegnum æskulýðsráð og félagsmálaráð, höfðu ekki hugmynd um hvað til stóð. Starfsmenn útideildar „Það kom okkur algerlega á óvart að leggja ætti niður starf- serni útideildar", sögðu tveir starfsmenn deildarinnar í sam- tali við Mbl. Fulltrúar Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks fluttu tillögu í æskulýðsráði, þar sem segir að ráðið mótmæli „harðlega þeim fyrirætlunum að leggja Útideild niður". Þessi tillaga var samþykkt í æsku- lýðsráði. Félagsmálaráð mótmælir Félagsmálaráð gerði einnig bókun og þar voru allir sam- mála. Þar segir, að ráðið „leggst gegn fyrirliggjandi tillögu um niðurlagningu útideildar, enda er hún í andstöðu við fyrri tillögu ráðsins um að rekstri útideildar verði haldið áfram“. — Þessa bókun samþykktu m.a. Guðrún Helgadóttir og Gerður Steinþórsdóttir, varaborgarfull- trúi Framsóknar og formaður Félagsmálaráðs. Starfsfólk Félagsmála- stofnunar mótmælir Starfsfólk Félagsmálastofn- unar ritaði bréf til borgar- stjórnar þar sem segir m.a.: „Hvað á að koma í stað útideild- ar, sem reynir að mæta ungling- um og styðja þau, á þeim tíma, sem fullorðnir alla jafna ekki sinna þeim?“ — „Við heitum því á háttvirta borgarstjórn að samþykkja ekki að skerða eða skera niður þjónustu við þá, sem minna mega sín, eins og nú virðist stefnt að“. Meira að segja F.U.F. . . Meira að segja Félag ungra Framsóknarmanna fékk skyndi- legan áhuga á borgarmálum, mótmælti í sérstakri samþykkt, þar sem segir m.a.: „Útideild hefur nú þegar sannað gildi sitt og tilverurétt og verður því að telja það mótsögn að leggja starfsemina niður í stað þess að viðhalda henni af alúð“. Og ekki má gleyma Sigurjóni Og ekki má gleyma Sigurjóni Péturssyni, forseta borgar- stjórnar. Hann lét bóka sérstak- lega í borgarráði: „Ég tel að sú ákvörðun að leggja útideild unglinga niður sé varhugaverð". Síðan rökstuddi hann þá skoðun sína í borgarráði, en lauk bók- uninni með þessum orðum: „Þrátt fyrir þessa skoðun mun ég greiða atkvæði með þeim breytingartillögum á fjárhags- áætlun, sem hér hafa verið Iagðar fram“. Líka Guðrún Helgadóttir Af þessu má ljóst vera, að allt talið um samráð reyndist orðin tóm. Þegar í borgarstjórn kom á fimmtudagskvöldið voru allar 8 hendur vinstri meirihlutans á lofti með því að leggja niður útideildina. Meira að segja Guð- rún Helgadóttir, sem þennan sama morgunn bókaði í félags- málaráði, að hún „legðist gegn fyrirliggjandi tillögu um niður- lagningu útideildar" lét sig hafa það að samþykkja að útideildin skyldi lögð niður. Við Sjálfstæðismenn höfðum ekki bolmagn í borgarstjórn til að koma í veg fyrir þessa ákvörðun. Við greiddum atkvæði gegn henni, því að við teljum að þessi starfsemi hafi borið góðan árangur og að vinstri meirihlut- inn hafi hér unnið slæmt verk. Loðnuveidin orðin 238þúsund lestir BRÆLA var á loðnumiðun- um út af Stokksnesi í gær- kvöldi og fáir bátar þar. Bjarni Sæmundsson kom í fyrrinótt á miðin út af Vestfjörðum, þar sem Haf- rún fékk mjög stórt kast aðfararnótt fimmtudags, en gálgi brotnaði og náðu skipverjar aðeins um 100 tonnum. Síðasta sólarhring tilkynntu 11 bátar um loðnuafla, samtals 3.700 tonn og næsta sólarhring á undan tilkynntu 36 bátar um afla, samtals 16.780 tonn, þannig að heildar- veiðin er orðin 238 þúsund lestir. Fóru bátarnir á flestallar Austfjarðahafn- ir, til Hornafjarðar, Vest- mannaeyja, Þorlákshafnar og Keflavíkur og einn bát- ur, Rauðsey, fór til Akra- ness. Eftirtaldir bátar tilkynntu um afla síðasta sólarhring: Gjafar 250 lestir, Árni Sigurður 350, Faxi 250, Gullberg 460, Bergur 200, Fífill 360, Náttfari 230, Hrafn 330, Gísli Árni 580, Pétur Jónsson 300, og Sæberg 350 lestir. Næsta sólarhring á undan var veiðin þessi: Súlan 650, Gísli Árni 550, Bjarni Ólafsson 850, Hilmir 530, Jón Finnsson 500, Víkingur 700, Stapavík 480, Keflvíkingur 480, Óskar Halldórsson 390, Eld- borg 950, Helga Guðmundsdóttir 700, Svanur 350, Víkurberg 230, Guðmundur 670, Börkur 780, Von- in 130, Hákon 760, Freyja 250, Sæbjörg 120, Breki 730, Kap II 450, Bjarnarey 50, ísleifur 300, Ársæll 320, Þórður Jónasson 400, Loftur Baldvinsson 570, Harpa 450, Sig- urður 750, Örn 460, Seley 120, Ljósfari 350, Skarðsvík 300, Rauðsey 230 og Huginn 330. Til viðbótar þeim skipum sem talin voru upp í Mbl. á fimmtudag tilkynntu eftirtalin skip um loðnu- veiði undanfarinn sólarhring; Hrafn 640, Magnús 500, Grindvík- ingur 750, Helga II 480 og Pétur Jónsson 550.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.