Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 Sambandsstjórnarfundur sam- bands byggingamanna: Atvinnuhorfur í byggingaiðnaði ískyggilegri en áður Á sambandsstjórnarfundi Sam- bands byggingamanna sem hald- inn var 27. janúar s.l. var sam- þykkt að kjósa 3ja manna nefnd er kanna skuli grundvöll og möguleika á stofnun framleiöslu- samvinnufélaga í byggingariðn- aði. Skal nefndin skila áliti sínu fyrir 1. júní n.k. til framkvæmda- stjórnar sambandsins. Á fundi þessum var einnig gerð samþykkt þar sem fundurinn telur m.a. að atvinnuhorfur í byggingar- iðnaði séu nú ískyggilegri en verið Fundur um nýtt bú- vöruverð SEXMANNANEFNDIN kom í gær saman til síns fyrsta fundar vegna landbúnaðarvöruverðsins 1. marz. Sveinn Tryggvason framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs landbúnað- arins sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann gæti að svo komnu ekkert sagt um hækkunina, sem koma á á landbúnaðarvörurnar 1. marz. Fimm dæmd- ir fyrir ad svíkja út vörur DÓMAR hafa verið kveðnir upp í Sakadómi Reykjavíkur yfir fimm mönnum fyir að hafa á árinu 1974 svikið út vörusendingar úr vörugeymslum Flugleiða. Einn var dæmdur í eins árs fangelsi, annar í sex mánaða fangelsi og sviptur leyfi til heild- verzlunar í 5 ár. Sá þriðji var dæmdur í 8 mánaða fangelsi, þar af 5 mánuði skilorðsbundið, og hinir tveir hlutu 2ja mánaða skil- orðsbundið fangelsi, 300 þúsund króna sektir og voru sviptir heild- sölu- og verzlunarleyfi í 2 ár. Dómsforseti var Gunnlaugur Briem sakadómari og meðdómend- ur Ragnar Ólafsson hrl. og Garðar Valdimarsson skattrannsókna- stjóri. Nýr hreyfill í breiðþotuna „Rekstur breiðþotunnar hefur gengið ágætlega og þeir örðug- Ieikar, sem fyrst voru í samhandi við fragt og farangur, hafa nú verið leystir,“ sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flug- leiða í samtali við Mbl. í gær. Á miðvikudaginn var settur nýr hreyfill í þotuna í New York og sagði Sveinn, að hreyflaskiptin hefðu komið til vegna þess að áður en Flugleiðir fengu þotuna var skipt um hreyfil í henni í París og þá settur eldri hreyfill í vélina, þannig að önnur skipti hefðu alltaf verið fyrirhuguð til að fá vélinni nýjan hreyfil, en ekki hefði verið um neinar bilanir að ræða. INNLENT Sjálfstæðisflokkurinn; Miðstjóm og þingflokk- ur ræða ef nahagsmál Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ræddi á fundi í gær tillögur efnahagsmálanefndar flokksins um aðgerðir í efnahagsmálum og í dag verður sameiginlegur fundur miðstjórnar og þingflokks, þar sem málin verða rædd frekar. Þessa mynd tók Kristján af miðstjórnarfundinum í gær. Dráttur á að Óli Óskars fái haffærisskírteinið hefur um langt skeið. Einnig áréttar fundurinn kröfur S.B.M. á hendur stjórnvöldum um að staðið verði að fullu við áður gefnar yfirlýsingar um byggingu íbúðar- húsnæðis á félagslegum grund- velli, jafnframt því sem hann heitir áframhaldandi stuðningi samtakanna til fjármögnunar slíkra framkvæmda. Fundurinn telur að aðgerðir stjórnvalda sem nú hafa verið ákveðnar til stuðnings innlendum húsgagna- og tréiðnaði vera spor í rétta átt en hvetur þó stjórnvöld til þess að endurskoða stuðnings- aðgerðir sínar og grípa hiklaust til ákveðnari aðgerða í þeim tilgangi að minnka raunverulega innflutn- inginn og efla þannig innlendu framleiðsluna. Að lokum áréttar fundurinn þá skoðun 8. þings S.B.M. að ríki og bæjarfélög hafi forgöngu um kaup á íslenzkri framleiðslu og telur óverjandi að ríki og sveitarfélög kaupi fullunna iðnaðarvöru er- lendis frá á sama tíma og umtals- vert atvinnuleysi er í þessum greinum. 40 flöskur fundust í Reykjafossi TOLLVERÐIR fundu 40 flöskur af sterku áfengi við leit í m.a. Reykjafossi í fyrra- dag. Áfengið var falið milli þilja í fbúðum skipverja. KRISTINN Guðbrandur Ilarðarson opnar myndlistar- sýningu í dag, laugardag 17. febrúar kl. 16.00 í Galleríi Suðurgötu 7 og er það jafn- framt fyrsta einkasýning hans. Á sama stað kl. 17.00 heldur Magnús V. Guðlaugsson einnig sína fyrstu einkasýningu í Gall- ery “ “. Gallery “ “, sem var stofnað sumarið 1977, er hvít- máluð trétaska, sem hafa má Loðnuskipið Óli Óskars RE-175, áður síðutogarinn Þormóður goði, sem nýlega kom til landsins eftir mikl- ar breytingar í Finnlandi, hefur enn ekki fengið haf- færisskírteini frá Siglingamálastofnuninni. Að sögn Hjálmars Bárðarsonar, forstöðumanns Siglingamálastofn- unarinnar, er ástæðan sú að starfsmenn stofnunarinnar hafa talið nauðsynlegt að athuga ýmis atriði um borð í skipinu betur áður en það fengi vottorð stofnunarinn- ar til að geta stundað fiskveiðar hér við land, en mestu máli skipti þó, að ekki hefði verið unnt að koma við fullnægjandi hallaprófun hvar sem vera skal eftir hent- ugleikum sýnenda hverju sinni. Verk Kristins á sýningunni eru tólf, flest ljósmyndir í sam- héngi við texta og unnin á síðastliðnu ári. Kristinn Guðbrandur er fæddur 1955. Hann stundaði nám í Myndlista- og handíða- skóla íslands 1973—77 og síðar framhaldsnám í Hollandi. Kristinn Guðbrandur hefur áð- í Finnlandi vegna íss og yrði því að gera þessa prófun á stöðugleika skipsins af hálfu Siglingamála- stofnunarinnar. Veður hefði hins „Málin skýrast meir og meir, en meira get ég ekki sagt,“ sagði Ilallgrímur Dalberg formaður sáttanefndar í flugmannadeil- unni, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi eftir fund sáttanefnd- ar með stjórn F.Í.A. Sáttanefndin ur tekið þátt í samsýningum svo sem í Galleríi Súm og víðar. Magnús, sem lýkur námi við Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands á þessu ári, er fæddur 1954. Hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum áður; í Galleríi Súm, Suðurgötu 7 og Austurstræti 8. Sýningarnar munu standa til 25. febrúar og eru opnar alla virka daga frá kl. 16.00—22.00 og frá 14.00—22.00 um helgar. vegar staðið í veginum fyrir því að þessi prófun hefði enn getað farið fram, þar sem lygnt þyrfti að vera er hún færi fram. ætlar að koma saman klukkan 13.30 ídag. Hallgrímur sagði að á fundinum með stjórn FÍA, sem stóð frá klukkan 17.30—19.30 í gær, hefðu málin verið rædd vítt og breitt. í fyrradag kynnti sáttanefndin ráð- herrum stöðuna í málinu og átti sama dag fund með fulltrúa Flug- leiða. Stjórn F.Í.A. hafði afhent sáttanefndinni „hugmyndir", en Hallgrímur sagði að undirtektir Flugleiða við þær hefðu ekki verið jákvæðar. Tilflutningur á flugliðum „ÞESSIR flugmannaflutningar eru á umræðustigi og ég á von á því að samkomulag takizt eftir helgina,“ sagði Sveinn Sæmunds- son blaðafulltrúi Flugleiða í sam- tali við Mbl. í gær, en í bígerð er að flytja flugliða Loftleiða yfir á flugvélar Air Bahama og Flug- félagsþotur og Fokker-flugliða yfir á vélar Arnarflugs. Ætlunin er að 5 Loftleiðaflug- liðar, 1 flugstjóri, 1 aðsetoðarflug- maður og 3 flugvélstjórar, fljúgi hjá Air Bahama fram að ára- mótum. Flugstjórar verði fluttir af Fokker Friendship yfir á Boeing 707 þotur Arnarflugs og flug- stjórastöðurnar í innanlandsflug- inu fái menn sem nú eru aðstoðar- flugmenn á Boeing 727 þotum Flugfélagsins. í þeirra sæti komi svo flugliðar sem nú eru á DC-8 þotum Loftleiða. Kópavogur: Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Kópavogi lýsir eftir bifreiðinni Y-2359, sem var stolið frá Hamraborg aðfaranótt 14. febrúar. Þetta er Ford Cort- ina árgerð 1970, ljósblá að lit. Einnig lýsir lögreglan í Kópa- vogi eftir sjónarvottum að árekstri, sem varð á Smiðjuvegi, á móts við Útvegsbankann, um klukkan 14:50 hinn 9. febrúar sl. Þarna rákust á Toyota Corolla og Scout-jeppi. Kristinn Guðbrandur við eitt verka sinna. Ljósm. Ó1.K.M. MAGNÚS V. Guðlaugsson við Gallery “ “. Þegar nýr sýnandi tekur við, er taskan máluð aftur og hugmyndum listamannsins komið á framfæri að utan jafnt sem innan. Þetta verk nefnist Áttir: Þegar allar benda í eina og enga þó. Gallery ” ” og ljósmyndasýn- ing í Galleríi Suðurgötu 7 Málin skýrast í flugmannadeilmmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.