Morgunblaðið - 17.02.1979, Page 37

Morgunblaðið - 17.02.1979, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1979 37 7TT VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Frá lögreglunni: VITNI VANTAR tímariti S. Á. Á. birtir formaður okkar ávarp á fjórðu síðu. Það endar með þessum orðum: „En samfara fræðslunni verður að rótrífa illgresi það, sem áfengislöggjöf íslendinga er. Eins og hún er í dag er hún ekkert annað en stórvirk framleiðslu- aðgerð til að framleiðslu alkóhól- ista. Væri vel að stjórnvöld sam- einuðust átaki almennings og legðu til marktæka áfengislög- gjöf-“ Ekki veit ég hvað sleggjudómur er ef þessi órökstuddu orð um áfengislöggjöfina er það ekki. Hér hefur formanni okkar í S. Á.Á. illa tekist að fylgja þeim lögum sem okkur eru sett. Halfdan Mahler framkvæmda- stjóri heilbrigðisstofnunar S.Þ. telur áfengislöggjöf Svía og Norðmanna öðrum þjóðum mjög til fyrirmyndar. Áfengislöggjöf okkar Islendinga er mjög í líkingu við þeirra lög. Ég vona að heil- brigðisstofnun S.Þ. verði ekki talin algjör fíflasamkunda. Ég vil a.m.k. hlusta á framkvæmdastjóra hennar engu síður en Hilmar Helgason. En er ekki tímabært að for- • Torfærur Bifreiðareigandi hringdi: Ég þarf oft að keyra um í vesturbænum þar sem götur eru ekki mjög fjölfarnar. Reynist það oft mjög erfitt að komast leiðar sinnar án þess að klakahryggir SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í fyrstu umferð Ólympíuskák- mótsins í Buenos Aires sluppu Sovétmenn með skrekkinn gegn Wales. Þeir Petrosjan og Guljko stóðu báðir tii taps á meðan Polugajevsky gerði jafntefli við Williams og Romanishin vann Jones. En heppnin reyndist vera með þeim sterku. Guljko hékk á jafntefli gegn Hutchings á meðan Cooper, sem hafði hvítt og átti leik, lét hjá líða að þvinga fram mát í þessari stöðu gegn Petrosjan. Svartur lék síðast 36. ... He4xf4?? 37. gxf4?? (Millileikurinn 37. Hb7+! er banvænn eins og sjá má af eftirfarandi möguleikum: a) 37. ... Kd8 38. Hal - Kc8 39. Habl - Kd8 40. Ha7 - Kc8 41. Ha8+ - Kc7 42. Hab8 og mátar. b) 37. ... Kc8 38. Hdbl o.s.frv. c) 37. ... Ke8 38. Hel+ o.s.frv.) Hxh6 38. IIb7+ — Ke8 39. Hal - Kf8 og svartur vann. maður okkar í S. Á.Á. segi hvers konar áfengislöggjöf hann vill? Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. • Orka og útgeislun I Velvakanda 12. 2. er gren efrir nr. 2468—2595 um skoðanir nýalssinna en þær eru að miklu leyti byggðar á því, sem vísinda- maðurinn Helgi Pjeturss setti fram í bókum og ritgerðum á sínum tíma. Tel ég æskilegt að fólk setji fram skoðanir sínar á því efni, hver svo sem afstaða þess er. Það sem ég hef, eins og 2468—2595, dálítið reynt að kynna mér þessar kenningar, vil ég einnig láta mitt álit í ljós. Greinarhöfundur nefnir tvær af kenningum nýalssinna, sem oftast heyrast nefndar, draumakenning- una og kenninguna um lífgeislun, „þær einu sem þeir geta rökstutt". Þetta held ég að sé töluvert af handahófi hjá honum. Þvert á móti sýnist mér það einkenni á skrifum nýalssinna, að þau eru yfirleitt vel rökstudd. Það að þeir leggja sérstaka áherzlu á kenninguna um draumgjafa, stafar af því, að það er efni sem flestir hafa aðgang að „meðal okkar fáfróðs almúgans", eins og greinarhöfundur kemst að orði. Um kenninguna um lífgeislun segir greinarhöfundur að þar sé um að ræða þá orku, sem Forn-Indverjar nefndu Prana, og má þá einnig tala um það að Forn-Kínverjar nefndu hana Kh’í og Forn-íslendingar „rilséndan kraft" (Edda). En ef farið er út í nýrri rannsóknir á þessari orku — segjum að þetta sé sama orkan — get ég ekki séð, að Nýalssinnar geri neitt rangt með því að benda á þátt H. Pjeturss í því efni. Ég held líka að nýalssinni hafi orðið fyrstur á Islandi til að skrifa um Kirlian-tæknina þegar hún kom fram, og ef til vill einna fyrstur á Vesturlöndum. En ég held að 2468-2595 hafi ekki gert sér nógu vel grein fyrir skilgreiningu nýalssinna á mis- muninum á móttöku orkunnar, í vissum punktum líkamans, og útgeislun hennar til næsta um- hverfis. Að öðru leyti þakka ég 2468—2595 fyrir grein hans og hvet aðra til að leggja orð í belg. 9759-2055 þeir sem á götunum eru rekist upp undir bílinn. Mjög erfitt er að i beygja því þá þarf oft að aka upp á þessa hálu hryggi og svo til ógerningur er að mæta bílum í þessum götum. Við sem í vesturbænum búum eigum ekki allir jeppa eða álíka torfæruaksturstæki. Sumir okkar eiga litla og lága bíla og við þurfum að komast leiðar okkar eins og annað fólk. Hvernig væri því fyrir þá sem sjá um hreinsun á götum borgarinnar að reyna að fjarlægja þessa hryggi. Þeir fara ekki of vel með bílana og fara sérlega illa með skap bílstjór- anna.“ HÖGNI HREKKVÍSI 'v 'AA/ÆGrÐUg tfjí£> ÞérrA1'." RANNSÓKNADEILD lögregl- unnar hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að eftirtöld- um ákeyrslum í Reykjavík: Miðvikud. 7. feb. Ekið á bifreiðina G-8181 Datsun fólksb. árg. ”76 græna að lit á bifreiðastæðinu hjá Ilagkaup í Skeifunni 15 á tímabilinu kl. 17:00—18:00. Skemmdir á vinstra afturaurbretti. Fimmtud. 8. feb. EkiA á bifreiðina R-50018 Fíat fólksb. árg. ’79 hvíta að lit, fyrir framan húsið að Gautlandi 21, og sneri framendi í vestur. Þetta gerðist um kl. 16:00—16:30. Stúlka sem mun hafa valdið þessu tjóni, hafði tal af manni í nefndu húsi og sagði frá óhappinu, sem sagði ekki til nafns, né heldur sagði hún frá númeri bifreiðar sinnar, en hafði á orði að tala við eiganda R-50018 síðar, en hefur ekki gert það. Skemmdir á R-50018 eru á hægra framaurbretti og högg\rara. Föstud. 9. feb. Ekið á bifreiðina R-570 Citroen GS árg. '77 blásanseraða á bif- reiðastæði við Vonarstræti 12 og mun það hafa gerst síðdegis. Hægra framaurbretti skemmt. Þá hefur verið ekið á bifreiðina R-8669 Toyota Corolla árg. ’72 rauða að lit, þar sem hún stóð á Freyjugötu, gegnt húsi nr. 10. Þetta mun hafa gerst á tímabilinu kl. 16:00 þ. 10.2. til kl. 09:00 Þ. 12.2. Bifreiðin var skemmd á vinstri hlið. Umboósmaóur Viö óskum eftir umboösmanni, karli eöa konu, til þess aö annast sölu á frum- smíöuöu rafmagns- nuddtæki meö 12 skífum, sem er hannaö af Jörgen Nicoljasen Ijósmyndavörukaupmanni, ásamt hinu þekkta megrunarfæði Elektrokost. Nudd(þjálfunar)-tækiö er notað til aö þjálfa vööva og bæta vöövaskemmdir, höfuöverk, migreni, vöövabólgur, trega blóörás, meiösl af völdum íþrótta, gikt, liöagikt og aöra giktarsjúkdóma ásamt ýmsu fleiru. Nánari upplýsingar gefur: P/F Olaf Olsen ' Institut fyri Elektroterapi 3870 Klaksvík Box 6 Meö kaupstefnuferð KAUPMANNAHÖFN — LEIPZIG TIL LEIPZIG 10/3—18/3 daglega IF 101 Y Tu 134 frá 11.20 til 12.30 11/3—18/3 daglega SK 753 FY DC-9 FRÁ LEIPZIG 11/3—18/3 frá 18.25 til 19.30 daglega IF 100 Y Tu 134 11/—18/3 frá 9.20 til 10.30 daglega SK 754 FY DC-9 frá 20.15 til 21.20 Beint samband viö vorkaupstefnu í Leipzig 1979 þar sem alþjóöakaupsýslufólk hittist. Milli flugvallarins í Leipzig og miöborgarinnar eru reglubundnar rútuferðir. Upplýsingar DDRs Trafikrepreæsentation Vesterbrogade 84, 1620 Köbenhavn V, sími (01) 24 68 66 Telex 15828 Upplýsingar og bókanir: SAS Termirralresjebureau, Hammerichsgade, 1611 Köbenhavn V, eöa SAS pladsbestilling, sími (01) 59 55 22, einnig hjá öllum lATA-skrif stofum. Den Tyske Demokratiske Republiks lufttartsselskab

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.