Morgunblaðið - 17.02.1979, Síða 10

Morgunblaðið - 17.02.1979, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 Skynsem- in sefur Þjóðleikhúsið: EF SKYNSEMIN BLUNDAR... eftir Antonio Buero Vallejo. Þvðandi: Örnólfur Arnason. Lvsing: Kristinn Daníelsson. Leikmynd og búningar: Baltasar. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Ef skynsemin blundar eftir Spánverjann Antonio Buero Vallejo er áhrifamikið leikrit. Framan af eru það einkum samtöl og tálínmál sem einkenna verkið, gæða það í senn skerpu og dýpt. Við kynnumst veröld Goya smám saman í samtölum hans við aðra og í umræðum annarra um hann og ekki síst í myndunum sem blasa við í vægðarlausu raunsæi sínu, ádeilu og hugmyndaauðgi. An efa var Goya einn mesti myndlistarmaður sem uppi hefur verið. Antonio Buero Vallejo segir hann vera fulitrúa þeirra „sem tekist hefur að skapa merkileg listaverk þótt ákaft sé unnið á móti honum.“ Beuro Vallejo heldur áfram: „Það er ósjaldan sem lista- maðurinn og samfélagið ienda í andstöðu — leikritið fjallar því um listræna sköpun og afturhaldsamt vald.“ Hann uendir ennfremur á að ekki sé unnt að útiloka umheiminn í leikriti, hann sé að lýsa ákveðnu tilfelli, Goya, sem megi „á ýmsa vegu tengja vandamálum nútím- ans. Meira að segja hörmungunum í Chile svipar á sinn hátt til hörmunga Goya.“ Þótt Buero Vallejo nefni Chile eru það þó einkum örlög Spánar sem hann hefur í huga. Goya er eins konar persónugervingur spænsku þjóðar- innar. Ef skynsemin blundar gerist í Madrid 1823 í stjórnartíð Ferdín- ants VII. Það voru myrkir tímar í sögu Spánar. Goya verður fyrir ofsóknum, er flæmdur burt úr húsi sínu og fer í felur uns hann heldur til Frakklands 1824. Þegar leikur- inn gerist er Goya kominn hátt á áttræðisaldur og er fyrir löngu orðinn heyrnariaus. Hann lést í Bordeaux 1828. Um veikindi Goya 1792 sem m.a. leiddu til heyrnarleysis farast Braga Ásgeirssyni svo orð í leik- skrá: „Hið merkilega gerist, að Goya glatar á engan hátt sköpunargáfu sinni við veikindin, þvert á móti virðist hún magnast upp úr öllu valdi og skynrænt næmi hans gagnvart umhverfinu aukast. Verk þau er hann nú gerir, verða stöðugt kyngimagnaðri og nær sú þróun hámarki í „svörtu málverkunum.“ Á útlegðarárunum vinnur hann einungis í grafík, skapar byltingu í þeim vinnubrögðum og hefur m.a. steinþrykkið upp í æðra veldi sem listmiðil." Ef einhverjum skyldi þykja fyrri hluti Ef skynsemin blundar ganga Róbert Arnfinnsson í hlutverki Goya. Lelkllst eítir JÓHANN HJÁLMARSSON hægt, byggjast um of á samræðum, þá getur sá sami látið huggast þegar líður á leikinn. Ófreskjurnar sem Goya hefur séð og málað ásækja hann í draumi og láta öllum illum látum. Þessi óhugnan- legi draumur er undanfari aðgerða konungs gegn Goya, en menn hans birtast þegar málarinn vaknar úr martröð sinni og niðurlægja hann og fylgikonu hans með þeim aðferðum sem í senn eru gamlar og nýjar. Buero Vallejo tekst að gera verk sitt áminningu um mannlega grimmd og láta það skírskota til nútímans á afhjúpandi hátt. Ófreskjurnar hverfa er dagur rís. En hvenær rís sá dagur sem Buero Vallejo og fleiri dreymir um? Er ekki alltaf eitthvað að gerast í samtímanum sem minnir á ógnar- stjórn Ferdínants VII. Spánarkon- ungs? Skynsemin sefur. Því ber ekki að neita að Ef skynsemin blundar er erfitt verk- efni og með það í huga verður ekki annað sagt en leikstjóranum Sveini Einarssyni hafi auðnast að gera úr því eftirminnilega sýningu þrátt fyrir ýmsa vankanta. Stundum er líkt og verkið rofni, orðin fá ekki rétta áherslu. Buero Vallejo leggur mikið upp úr skáldskap orðanna; þau búa víða yfir merkingum sem eiga það til að glatast í munni leikaranna og ná þess vegna ekki til áhorfenda. Sú aðferð Buero Vallejos að láta Goya tala einan þegar hann er á sviðinu, en aðra ræða við hann á táknmáli og fingramáli er ákaflega vandasöm. En þann vanda leystu leikararnir eftir bestu getu. Verra var að á nokkrum mikilvægum stöðum í verkinu urðu orð skáldsins bara orð, hljómlítil og merkingarsnauð á vörum leikaranna. Eg nefni sem dæmi samtal þeirra Rúriks Haraldssonar (Don Eugenio Arrieta) og Helga Skúlasonar (Don José Duaso y Latre) þegar þeir taka ákvörðun um að bjarga Goya úr klóm konungs. Um andstæðu þessa fundar, samskipti þeirra Arnars Jónssonar (Ferdínant kon- ungur VII.) og Gunnars Eyjólfs- sonar (Don Tadeo/Calomarde), er aftur á móti það að segja að þar birtust fullkomlega slægð konungs og undirróður ráðgjafans og var hlutur Arnars með miklum ágæt- um. Róbert Arnfinnsson leikur hið viðamikla hlutverk Goya. Róbert er mikilhæfur leikari eins og ljóst er af leik hans, en eitthvað skortir á túlkun hans þótt ekki sé auðvelt að skýra það. Vera má að fyrir- fram gerð mynd af Goya spilli mati á leik Róberts, en mér þótti hann ekki ná tökum á innra æði málar- ans. Aftur á móti lýsti hann manningum sómasamlega, til að mynda kvíða hans vegna minnk- andi getu til kvenna og ýmsu því sem sækir á aldraðan mann. Kristbjörg Kjeld í hlutverki Dona Leocadia Zorilla de Weiss var stjarna kvöldsins. Túlkun hennar á þessari jarðbundu konu sem laðast að snillingnum var sannferðug þannig að Leocadia verður stór og manneskjuleg í breyskleikst sínum, hlýtur samúð áhorfandans. Sér- stök rækt er lögð við hana í verkinu og verður túlkun Krist- bjargar mjög til að efla sýninguna. Áður var minnst á hlutverk þeirra Gunnars Eyjólfssonar, Arn- ars Jónssonar, Rúriks Haraldsson- ar og Helga Skúlasonar. Þótt hinir tveir síðarnefndu hafi valdið Slysavarnafélag íslands: Settu á svid sn jó- flóð í Siglufirði UM s.l. helgi fór fram á Siglu- firði á vegum Slysavarnafélags Islands námskeið um snjóflóð og leit og björgun úr snjóflóð- um. Þátttakendur voru úr björgunarsveitum SVFÍ á vest- anverðu norðurlandi þ.e. frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Arskógsströnd. Grenivík, Hofs- ósi, Sauðárkróki og Blönduósi, einnig félagar úr Flugbjörgun- arsveitinni á Akureyri og Hjálparsveit skáta á Blönduósi. Námskeiðið sóttu 52 félagar úr áðurnefndum björgunar- sveitum. Leiðbeinandi á nám- skeiðinu er Magnús Hallgríms- son, verkfræðingur, en hann hefur aflað sér góðrar þekking- ar á þessum málum erlendis. Aðsetur þátttakenda á meðan á námskeiðinu stóð, var í Gagn- fræðaskólanum á Siglufirði. Námskeiðið hófst á föstudag og stóð fram á sunnudag, fór þar fram bæði bókleg og verkleg kennsla. Kennd voru undir- stöðuatriði í snjóflóðafræði, um eðli snævar. Skilyrði þess að snjóflóð geti fallið og við hvaða aðstæður hvað viðkemur veður- fari og landslagi, snjóflóða- hætta skapast. Einnig var mönnum kennt að gera einfald- ar athuganir á ástandi snjólaga með tilliti til snjóflóðahættu. Þá voru kennd öll helztu atriði varðandi undirbúning og fram- kvæmd leitar og björgunarað- gerða eftir að snjóflóð hefur fallið. Var mikil áherzla lögð á þennan þátt með verklegum æfingum. Síðasti þáttur nám- skeiðsins var síðan björgunar- æfing. Út.búið var „snjóflóð" og 5 manns grafið í því (sem auð- vitað voru líkön). Björgunarsveitamenn fengu þar næst tilkynningu um að snjóflóð hefði fallið og 5 manns hefðu orðið fyrir því, hjón með þrjú börn sín, en þau höfðu öll verið á skíðum þegar sjónarvott- ar urðu vitni að „slysinu." Var nú brugðið fljótt við og leitarflokkar sendir án tafar til leitar. Á slysstað voru gerðar nauðsynlegar varúðarráðstafan- ir, takmörk skriðunnar því næst merkt, farið í sjónleit yfir skrið- una og allt lauslegt sem fannst merkt. Hófst þar næst leit á líklegasta svæðinu. Skömmu síðar barst liðsauki, með nauð- synlegan búnað. „Læknir" kom á staðinn og tjaldi var slegið upp þar sem aðhlynning var veitt jafnóðum og fólkinu var bjarg- að. Eftir llA klst. fannst sá síðasti í fjölskyldunni. Var það eiginkonan, sem mjög var hætt komin, en með lífgunartilraun- um tókst að bjarga henni. Á æfingunni báru þátttakend- urnir í námskeiðinu alla ábyrgð á björgunaraðgerðum og stjórn- uðu skipulagningu þeirra og framkvæmd. Leiðbeinandi fylgdist með aðgerðum og skráði athugasemdir jöfnum höndum. Eftir æfinguna var síðan hald- inn fundur þar sem rætt var um æfinguna og kosti og galla við framkvæmd hennar svo og nám- skeiðið í heild. Þátttakendur lýstu ánægju sinni með námskeiðið. Féll þar allt saman að, veður var gott, námsefnið skýrt og skipulega flutt og síðast en ekki sízt mjög vel að verki staðið með allan undirbúning og framkvæmd af hálfu heimamanna og kvenna, en nokkrar eiginkonur björgun- arsveitarmanna á Siglufirði önnuðust allar veitingar og var það mikla framlag þeirra þeim til mikils sóma. Umdæmisstjóri björgunar- sveita SVFÍ á umræddu svæði er Gunnar Sigurðsson frá Blönduósi. Ákveðið hefur verið að samskonar námskeið verði haldið á vegum SVFÍ fyrir björgunarsveitir á NA-landi, verður það á Húsavík 23.-25. febr. n.k. Snjóflóð hafa valdið miklu manntjóni á íslandi. Skjalfestar heimildir eru fyrir því að a.m.k. 600 manns hafi farist með þess- um hætti. Öllum er í fersku minni sá ægilegi eyðingarmáttur sem stórflóð fela í sér frá því snjó- flóðin féllu í Neskaupstað. Þegar flóð fellur og fólk lendir í því á það líf sitt undir skjótum viðbrögðum björgunarliða og að þeir framkvæmi starf sitt af kunnáttu. Talið er að 80% af þeim sem lendi í snjóflóði lifi sjálft flóðið af, en lífslíkur minnka fljótt og er almenna reglan sú að lífslíkur fólks sem liggur grafið í snjóflóði minnka um helming á hverjum klukku- tíma, sem líður þ.e. eftir eina klst. eru lífslíkur taldar að jafnaði 40% og eftir tvær 20% þrjár 10% líkur á að maður haldi lífi, o.s.frv. Hér má sjá slysavarnafélagsmenn leggja af stað í leit að fólki sem orðið hefur undir snjóflóði. Björgunarsveitarmenn að æfingum; leitað er fólks í fönn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.