Morgunblaðið - 17.02.1979, Page 24

Morgunblaðið - 17.02.1979, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 ..... .. . ———■ I ....... I..I I I atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofustarf Óskum eftir skrifstofumanni til að annast vélritun, símavörzlu o.fl. Ræsir h.f. Skúlagötu 59. Sjómenn Get útvegað 5 vönum mönnum vinnu á Patreksfirði. Þrem á góðan aflabát sem fer á net og tveim í saltfiskverkunarhús. Uppl. í síma 20190 frá kl. 13—18. Ungmennafélagið Þór Þorlákshöfn Knattspyrnuþjálfari óskast fyrir meistara- flokk mánuðina maí til september. Uppl. í síma 99-3726 frá kl. 9—5. Stefán og frá 19—22 99-3828 Þórður. Innflutnings- fyrirtæki óskar eftir að ráöa ungan, röskan og reglusaman starfskraft til sölustarfa og einnig tii aö hafa umsjón með verð- og tollskjölum. Verzlunarskóla-, Samvinnu- skólapróf eða sambærileg próf æskileg. Tilboö sendist Mbl. fyrir 21. febrúar merkt: „Röskur og reglusamur — 5529.“ Ljósmóðir — meinatæknir Sjúkrahúsiö á Blönduósi óskar að ráða Ijósmóður í 4 til 5 mánuöi frá og með 1. apríl n.k. Einnig óskast meinatæknir til sumarafleys- inga. Nánari uppl. gefur yfirlæknir símar 95-4206 og 4218. Bókari — vélritun Óskum eftir að ráða vélritara vanan með- ferð bókhalds- og reiknivéla. Bókhalds- kunnátta áskilin. Til greina kemur starf hluta úr degi. Endurskoöunarstofa Hjartar Pjeturssonar Hafnarstræti 5, símar 13028 og 25975. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða rafmagns- tæknifræðing eða raftækni til starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Blönduósi. Upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri á Blönduósi eða starfsmannastjóri í Reykjavík. Umsóknir er greini frá menntun, aldri og fyrri störfum sendist starfsmannastjóra. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 116 105 REYKJAVÍK. Bifreiðaumboð óskar eftir að ráöa sölumann til aö annast sölu á bifreiðum. Starfsreynsla æskileg. Tilboð merkt: „Gott starf — 5521“ sendist Mbl. fyrir 21. þ.m. Verkamenn óskast Lýsi h.f., Grandavegi 42. Vanan háseta vantar á Arnar sem stundar netaveiöar frá Þorlákshöfn. Uppl. í síma 99-3644. Tannlæknadeild Háskóla íslands vill ráöa tannsmið í hálft starf (síöari hluta dags) til ársloka 1979. Launakjör samkv. væntanlegum samningi milli tannsmiða og tannlækna. Upplýsingar gefur deildarforseti í síma 16587 mánudaga og miðvikudaga kl. 14—18. Umsóknir þurfa aö hafa borist tannlæknadeild fyrir febrúarlok. Kellogg-stofnuiun og Kellogg-fyrirtækið Leikarar Leikfélags Vestmannaeyja í Línu langsokk. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. Lina langsokkur í V estmannaeyjum Vegna fréttar í Morgunblaðinu 6.2. ’79 um styrk Kellogg-stofn- unarinnar bandarísku til Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins vilja undirritaðir taka eftirfarandi fram: 1. Kellogg-stofnunin er ekki óháð Kellogg-fyrirtækinu. í lok fjárhagsárs 31.8. ’76 voru hlutabréf í Kellogg-fyrirtækinu 95% af eign stofnunarinnar (eign- ir alls 965 milljónir dollara (markaðsverð)). Sama fjárhagsár var 97% styrktarfjár Kellogg-stofnunar- innar arður af fyrrnefndum hluta- bréfum (styrktarfé alls 31,7 milljón dollarar). Með öðrum orð- um er stofnunin algjörlega háð tekjum og rekstri fyrirtækisins. Af níu stjórnendum stofnunar- innar 1976 voru fimm í stjórn fyrirtækisins. Þannig voru allir meðlimir fjármálanefndar stofn- unarinnar í framkvæmdanefnd fyrirtækisins. Tæpast eru sameiginlegir stjórnendur gall- harðir peningamenn á stjórnar- fundum Kellogg-fyrirtækisins, en ósínkir hugsjónamenn á stjórnar- fundum Kellogg-stofnunarinnar. Stefnan hlýtur að vera samræmd. 2. Kellogg-fyrirtækið er fjöl- þjóðafyrirtæki með starfsemi í fjölmörgum löndum (velta 1977 um 1,5 milljarðar dollara). Það hefur sætt gagnrýni í Bandaríkj- unum fyrir framleiðslu næringar- snauðra matvæla („junk food“) og að auglýsa grimmt í barnaþáttum sjónvarps. Kellogg-fyrirtækið á nú í málaferlum vegna brota á einokunarlöggjöf Bandaríkjanna. 3. Mjög erfitt er að geta sér til um hvað Kellogg-stofnunin ætlar sér með styrkveitingum til ' ís- lands. Þeim fylgja engar formleg- ar kvaðir, en geta engu að síður haft sín áhrif. Velvilji fræðimanna hérlendis og tengsl við innlendar rannsóknir og atvinnulíf geta ver- ið Kellogg-fyrirtækinu hagkvæm. T.d. ef fyrirtækið vill auka umsvif sín hérlendis eða slæva gagnrýni á starfsemina. 4. A Islandi ver hið opinbera litlu fé til rannsókna og er þeim peningum útdeilt í samræmi við stefnu yfirvalda. Fjárfúlgur frá erlendum einkaaðilum valda þarna slagsíðu og geta þeir þannig mótað að nokkru rannsóknastarf- semi hérlendis. Ekki er aðeins um að ræða styrki frá Kellogg-stofn- uninni (100 milljónir króna í ár, 30 milljónir 1977), heldur einnig frá IBM og fleirum. Með þökk fyrir birtinguna: Guðmundur Guðmundsson, Barmahlíð 5, Rvk. Guðmundur Jóhann Arason, Langholtsvegi 177, Rvk. LEIKFÉLAG Vestmannaeyja frumsýndi fyrir skömmu hundraðasta verkefnið á um 70 ára ferli og 100. verkefnið er Lína langsokkur. Flytur Leik- félag Vestmannaeyja það verk í tilefni barnaárs. Leikstjóri Línu er Sigurgeir Scheving en með hlutverk fara: Sigrún Elíasdóttir, Sóley Stefánsdótt- ir, ósvaldur Freyr Guðjónsson, Sæmundur Guðmundsson, Hlynur Ólafsson, Ragnheiður Hauksdóttir, Oktavía Ander- sen, Fríða Sigurðardóttir, Dag- björt Steina Friðsteinsdóttir, Einar Ilermann Sigurðsson, Hjálmar Brynjólfsson, Magnús Magnússon og Tóti Títósson. Leikfélag Vestmannaeyja sýnir Línu næst laugardaginn 17. fcbrúar kl. 2 e.h.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.