Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 Hækkanir pósts og síma: Tvo milljarða vant- ar enn til að tryggja hallalausan rekstur SÍMAGJÖLD hækka írá 20. febrúar og póstgjöld frá 1. marz í framhaldi af ákvörðun um 12% hækkun á gjaldskrá Pósts og síma. Farið var fram á 22% hækkun og segir í fréttatilkynn- ingu frá Póst- og símamálastofn- uninni, að eftir þessa hækkun vanti um 2000 milljónir króna til að tryggja greiðsluhallalausan rekstur stofnunarinnar á þessu ári. Stofngjald síma hækkar úr 41.000 krónum í 46.000, afnota- gjaldið úr 6.900 í 7.700 krónur á ársfjórðungi og hvert umfram- r_ BUR-togara verður breytt fyrir svartolíu ÚTGERÐARRÁÐ Bæjarútgerðar Reykjavíkur hefur samþykkt að taka upp svartolíubrennslu í ein- um Spánartogara útgerðarinnar, en áætlaður sparnaður er um 70 milljónir króna á ári. Björgvin Guðmundsson formaður útgerð- arráðsins sagði í samtali við Mbl. að tækist þessi tilraun vel yrði vélum hinna Spánartogaranna tveggja einnig breytt fyrir svart- olíu. Björgvin sagði að algjör sam- staða hefði verið í útgerðarráði um að gera þessa tilraun, þar sem svartolía hefði hækkað svo miklu minna í verði en gasolía og væri nú um það bil helmingi ódýrari. Hver Spánartogari eyðir um tveimur milljónum lítra af olíu á ári. Kostnaðurinn við breytingar er 8—9 milljónir króna og er hægt að vinna þær í áföngum, þannig að skipið mun ekki tefjast frá veiðum þeirra vegna. skref úr 15 í 17 krónur án sölu- skatts. Burðargjald fyrir almennt bréf 20 gr hækkar úr 80 í 90 krónur og burðargjald fyrir prent- að mál í sama þyngdarflokki hækkar úr 70 í 80 krónur. I fréttatilkynningu póst- og símamálastofnunarinnar segir: Póst- og símamálastofnunin fór fram á 22% hækkun gjaldskrár frá 1. febr. og 3% að auki til að mæta jöfnun símagjalda í dreif- býli og eftirgjöf á föstu ársfjórð- ungsgjaldi til aldraðra og öryrkja, sem hafa óskerta tekjutryggingu. Nú var aðeins veitt 12% hækkun þ.e. 9% fyrir stofnunina og 3% í áðurgreindum tilgangi. Við af- greiðslu fjárlaga voru útgjöld Póst- og símamálastofnunarinnar ákveðin, og kom fram, að til þess að mæta þeim þyrfti stofnunin á auknum tekjum að halda, sem næmi 20% hækkun 1. febr. og 26% hækkun 1. ág. 1979, eða sem því svarar. Nú hefur aðeins fengist 9% hækkun og miðað við óbreyttar forsendur fjárlaga vantar verulega gjaldskrárhækkun áður en langt um líður til viðbótar þeirri, sem nú er að ganga í gildi, en eftir þessa síðustu hækkun vantar um 2000 milljónir eigi að tryggja að stofn- unin verði greiðsluhallalaus á þessu ári. Lögreglan á Húsa- vík fœr radarbyssu Húsavík, 16. febrúar LÖGREGLAN á Húsavík hefur fengið nýja radarbyssu til að mæla hraða ökutækja. Það er því vissara fyrir Húsvíkinga og aðra, sem um Þingeyjarsýslu aka, að halda sig á löglegum hraða. Þessa mynd af löggæzlumönnum með radarbyssuna tók Albert Arnarson. Fréttaritari Hækkun gasolíu í 70 krónur kostar útgerðina 2 milljarða Fiskverð þarf að hækka að meðaltali um 3,2% MIÐAÐ við að gasolía til fiskiskipaflotans hækki í kr. 70 eftir helgina, eins og nú liggur fyrir, mun sú hækkun kosta útgerðina 2131 milljón króna, að því er Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna sagði í samtali við Mbl. í gær. Áður hefur komið fram að öll olíuverðshækkunin sem nú vofir yfir muni hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir útgerð fiskiskipa sem nemur tæpum 6 milljörðum króna. Hjörleif- ur hættir við utaníor HJÖRLEIFUR Guttormsson iðnaðarráðherra hefur ákveðið að fara ekki utan til Norður- landaráðsþings í Stokkhólmi, sem hefst eftir helgina. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá forsætisráðherra í gær en áður höfðu hann og utanrikis- ráðherra ákveðið að fara ekki utan vegna óvissunnar í efna- hagsmálum eftir að frumvarp Ólafs var lagt fram í ríkisstjórn. Upphaflega ætluðu 5 ráðherrar utan á Norðurlandaráðsþipg, Ólaf- ur, Benedikt Gröndal, Hjörleifur, Kjartan Jóhannsson og Steingrím- ur Hermannsson. Munu nú aðeins tveir ráðherrar sitja Norðurlanda- ráðsþingið, Kjartan og Steingrím- ur, en þeir voru einmitt tveir af þremur ráðherrum sem skipuðu ráðherranefndina, sem fjallaði um efnahagsmál og skilaði skýrslu til forsætisráðherra 31. janúar síð- astliðinn. Hækkunin núna á gasolíu skipt- ist þannig, að olíukostnaður báta- flotans hækkar um 577 milljónir króna, loðnuskipaflotans um 469 milljónir króna, minni skuttogar- anna um 784 milljónir króna og stóru skuttogaranna um 301 millj- ón króna, eða samtals kr. 2131 milljón króna. I þessum tölum hefur verið tekið tillit til þeirra fiskiskipa sem þegar brenna svart- olíu. Kristján Ragnarsson sagði að til að mæta þessum aukna kostnaði vegna olíunnar þyrfti fiskverð fyrir bátaflotann að hækka um 2,6% um 3,1% fyrir loðnuflotann, um 3,6% fyrir minni skuttogarana og um 5,7% fyrir stóru skuttogar- ana, eða um 3,2% vegið meðalverð, og er þá gengið út frá að þessi fiskverðshækkun komi óskert til útgerðarinnar. Þá kom það fram í viðtali við Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra, að fyrir lægi að miðað við óbreyttar reglur gæti svo farið að ríkið hefði verulegar tekjur af olíuverðshækkuninni. Töluverður hluti gjaldtekna ríkisins af olíu væri að vísu í fastri krónutölu, en viðskiptaráðherra kvað það koma vel til greina að útfæra þann háttinn yfir línuna eða setja ein- hvers konar þak á tekjutöku aðila, bæði olíufélaganna og ríkisins, vegna olíuverðshækkunarinnar. Svavar var að því spurður hvort rétt væri að tekjur ríkisins af olíuverðshækkuninni að óbreytt- um reglum væru nægjanlegar til að greiða niður að sem næst öllu leyti olíuhækkun fiskiskipaflotans og svaraði ráðherra því til að þá gæfu menn sér að almenningur í landinu yrði látinn taka á sig hækkunina í hærra bensínverði en það væri stór spurning hvort væri skynsamleg stefna. Slíkt hefði í för með sér að þeir sem ættu bílana, borguðu þá niður olíuná á skipaflotann, og yrði það að teljast heldur hæpið fyrirkomulag. Geir HaHgrímsson: Andvígir eignakönnun Gæti haft slæm áhrif á sparnað og forsjálni í f jármálum „VIÐ ERUM algerlega andvíg- ir þeim ákvæðum frumvarpsins sem gera ráð fyrir eignakönn- un og teljum það ekki hafa nema skaðleg áhrif á fjármála- lífið,“ sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins í gær er Morgunblaðið innti hann eftir skoðun Sjálfstæðis- flokksins á hugmyndum Ólafs Jóhannessonar um eignakönn- un til undirbúnings skattlagn- ingu eignamyndunar. Geir kvað reynslu vera fyrir því frá fyrri dögum að slíkar kannanir leiddu ekki til góðs, og kvað hann eignakannanir af þessu tagi vera fjarri því að ná til svokallaðra verðbólgubrask- ara eða þeirra aðila sem hafa spilað á verðbólguna. Þeir kunni betur að haga sínum málum en svo að slík eignakönnun komi þar að haldi. Hins vegar gæti þetta haft mjög slæm áhrif á sparnaðarviðleitni manna og forsjálni í fjármálum. Bandaríkiamarkaður: Hækkunin í desemb- er heppn- aðist vel HÆKKUN sú, sem ákveðin var í desember s.l. á þorsk- og ýsuflökum á Bandaríkjamarkaði virðist hafa heppnast fullkomlega. Samkvæmt upplýsingum frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og sjávarafurðadeild SIS hafði hækkunin engin áhrif á söluna og er mikil eftirspurn bæði eftir flökum og blokk á Bandaríkja- markaði og birgðir óvenju litlar hér innanlands. Coldwater Seafood Corp. dóttur- fyrirtæki SH tilkynnti fyrst hækkun 19. desember og Icelandic Seafood Corp. dótturfyrirtæki SÍS fylgdi í kjölfarið. Hækkunin á þorskflökum var á bilinu 11,5—14,3% en hækkun á ýsuflökum var á Bilinu 6,7—10,7%. Mikilvægasta tegundin er 5 punda pakkningar þorskflaka og hækkuðu þær úr 130 í 145 sent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.