Morgunblaðið - 17.02.1979, Page 7

Morgunblaðið - 17.02.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 7 Aö vinda ofan af forsætis- ráöherra Það getur verið gott að setja sér markmið og ætla sér ákveðínn tíma til að ná Því: 1. desember, — fjárlög, 1. febrúar, — 1. marz. En Það hlýtur að vera hálfleiðigjarnt til lengdar, Þegar markmið- iö er alltaf jafnfjarri, Þétt menn fikri sig áfram í tímanum og gefi sér nýj- an frest. Forsætisráðherra lýsti Því yfir fyrir jólin, að hann myndi leggja fram frum- varp til lausnar efnahags- vandanum fyrir 1. febrúar og sauð Þaö aö síðustu saman í eldhúsinu heima hjá sér. Öllum á óvart Þótti Vilmundi mikið til koma og geystist gunn- reifur fram á Alpingi á fimmtudag, Þar sem hann sagði, að hann væri kosinn til að setja land- inu lög og Þessi lög vildi hann setja, sem Ólafur hefði nú soðið saman. Lúðvík Jósepsson kunni ekki alls kostar við Þetta og benti á, að frum- varpið hefði alls ekki verið lagt fram á Alpingi, frekar en frumvarp krat- anna í desember, sem var samið fyrir blöðin og stóð aldrei til að yrði lög. Lúðvík sagði, að hið sama gilti um frumvarp forsætisráðherra nú: Hann hefði lofað að leggja fram frumvarp í ríkisstjórninni. Það hefði hann gert. En vitaskuld væri engin alvara á bak viö Þá frumvarpsgerð og Þótt svo væri, myndi Al- Þýðubandalagiö aldrei greiða frumvarpinu at- kvæði. En Alpýðuflokkur- inn gæti lagt Það fram, ef honum sýndist. Forsætisráðherra lét sér nægja að brosa undir öllum pessum ræðum eins og véfrétt. Líka Þeg- ar Sverrir Hermannsson benti á, að út úr pessu öngbveiti væri engin leið, nema Lúðvík tækist að vinda ofan af forsætis- ráöherra sem honum Þótti ekki ótrúlegt, að hann reyndist maður til. Stefnumálum kratanna yrði svo komið snyrtilega fyrir í greinargerð nýs frumvarps Lúðvíks og' Ólafs, — eða í bezta falli í svonefndum „loforöa- paragröffum", sem altíð eru í lögum, síðan Þessi ríkisstjórn komst til valda, en Þekktust ekki áður. Aö liggja vel viö höggi Hráskinnaleikur innan ríkisstjórnarinnar er farinn að taka á sig Þann svip, að Þeir, sem hæst höfðu fyrir mánuði, hafa lægst núna og ganga meö veggjum, — krat- arnir. Frumvarp forsætis- ráðherra var hugsað sem dúsa til Þess að setja upp í óÞekka krakka. Honum var aldrei í hug að leggja Það fram og allra sízt nú, Þegar kratarnir hafa kok- gleypt Þaö eins og lodda flugu. Næstu dagar fara í nýja grautargerð. Þá veröur yfirráöherrann kallaður til, Því aö enginn er hon- um duglegri að hræra í pottinum, en forsætis- ráðherra leggur til krydd- iö. Ræða Vilmundar á Al- Þingi sl. fimmtudag sýndi, aö hann hefur veður af pessu. En eng- inn má sköpum renna. Tilsýndar leit hann út eins og smalinn í Fóst- bræðrasögu forðum, Þar sem hann stóð alútur við staf sinn, en hetja reið um hérað og hjó af hon- um höfuðið, af pví að hann lá svo vel við höggi. „Menningar- pjattrófur“ Quðrún Helgadóttir borgarfulltrúi AlÞýðu- bandalagsins hefur gam- an af Því að lyfta sér á hátt plan með listamönn- um lifandi og dauðum. Þaðan lítur hún niður á fólkiö í landinu, sem kann að „fjárfesta í verk- um Jóhannesar Kjarvals“ og kallar “menningar- pjattrófur“. Þetta er borg- aralegt fólk, sem „ekki er meövitað um Þjóðfélags- lögmálið“, eins og stóð undir mynd af listmálara í Þjóðviljanum til pess aö lýsa hans andlega at- gjörvi. Auðvitað veit Guörún Helgadóttir Það bezt allra, að venjulegum borgara getur ekki Þótt málverk eftir Jóhannes Kjarval fallegt. Eða hvað? Nema frúin sé að reyna aö skríöa upp á axlirnar á hinum látna meistara til pess að sýnast meiri en hún er sjálf. Allra sízt var Það í hans anda, aö láta nota nafn sitt í pólitísku dægurprasi eða verða að ásteytingarsteini í naggi Þeirra listamanna, sem með framferði sínu er að fjarlægja fólkið í landinu hinni lifandi líst. Auk Þess hafði Kjarval sjálfur náiö samband við „pjatt- rófurnar" og gaman af félagsskap peirra. Kaffihlaðborð veröur í félagsheimili Fáks á morgun sunnudag- inn 18. febrúar. Húsiö opnað kl. 15. Hlaðboröið svignar undan góöu meðlæti. Hestamenn og velunnarar hestamennsku hjartanlega velkomnir. Fákskonur sjá um meðlætið. Fákskonur. Mínar hjartans þakkir til ykkar allra, fjölskyldú, ættingja og vina fjær og nær, sem heimsóttu mig og færöu mér gjafir, heillaskeyti og símtöl á sjötugsafmæli mínu þann 4/2 s.l. Lifiö heil í guðs friði. Pálína Halldórsdóttir, Stekkum 17, Patreksfirói. í nokkrar fólksbifreiöar, sendibifreiö og Pick-up bifreiö meö framhjóladrifi er verða sýndar aö Grensásvegi 9, þriðjudaginn 20. febrúar kl. 12—3. Tilboöin verða opnuö í Bifreiöasal aö Grensásvegi 9 kl. 5. Sala varnarlióseigna. TVEIR GOÐIR I HÁDEGINU á laugardögum . . . Ai Svínaskankar og súrkál á þýzka vísu og svínarif á amerískan máta D 0 BERGSTAÐASTRÆTI 37 SlMI 21011 Kynningardagur Hjálparsveita skáta verður haldinn sunnudaginn 18. feb. kl. 14—18. Hjálparsveitir skáta kynna starfsemi sína á eftirtöldum stöðum: Hjálparsveit skáta Reykjavík Ármúlaskóla. Ármúla 10—12 Hjálparsveit skáta Hafnarfirði Hjálparsveitarhús v/Hraunvang Hjálparsveit skáta Hveragerði Hjálparsveitarhús v/Hveramörk Hjálparsveit skáta Blönduósi Slökkvistöðin Hjálparsveit skáta Akureyri Glaumbær Kaldbaksgötu 9. Hjálparsveit skáta Kópavogi Hafnarskemman Kópavogi Hjálparsveit skáta Njarðvík Grímsbær Bakkastíg 12 Hjálparsveit skáta Garðabæ Hraunhólar 12 Garðabæ Hjálparsveit skáta Vestmannaeyjum Höfðavegi 25 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Vélskófla Til sölu Michigan 75 B árgerð 1972. Upplýs- ingarísíma 74156. BIBLIUDAGUR 1979 sunnudagur 18.febrúar Arsfundur hins íslenzka Biblíufélags veröur í Háskóla íslands sunnudaginn 18. febrúar n.k. í framhaldi af guösþjónustu í kaþellu háskólans, er hefst kl. 14.00. Sr. Jónas Gíslason, dósent, predikar og þjónar fyrir altari. Dagskrá aöalfundarins: Venjuleg aöalfundarstörf. Auk félagsmanna, er öörum velunnurum Biblíufélagsins einnig velkom- iö aö sitja fundinn. Tekiö veröur á móti gjöfum til styrktar starfi félagsins á Biblíudaginn viö allar guðsþjónustur í kirkjunum (og næstu sunnudaga í kirkjum, þar sem ekki er messað á Biblíudaginn) svo og á samkomum kristilegu félaganna. Heitið er á alla landsmenn að styðja og styrkja starf Hins ísl. Biblíufélags. Stjómin. I>T XKil.VSIR TM AI.I.T l.AND ÞK0AR I>1 AK.I.VSIR I MORCiTNBI.ADINT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.