Morgunblaðið - 17.02.1979, Page 23

Morgunblaðið - 17.02.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 23 Birgir ísleifur Gunnarsson: Glundroðinn við gerð fjár- hagsáætlunar einsdæmi ^JÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar fyrir árið 1979 var samþykkt á fundi borgarstjórnar skömmu fyrir klukkan fjögur í fyrrinótt. Hafði fundurinn þá staðið í ellefu stundir og umræður verið all harðar. Hækkun fjárhagsáætlunar frá endurskoðaðri áætlun í júlí 1978 nemur 54%. Til samanburðar má geta þess, að á tímabilinu desember 1977 til desember 1979 hækkaði framfærsluvísitala um 46.9%. Augljóst er, að hækkun fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fer því talsvert fram úr framangreindum tölum. Áætlaðar tekjur og gjöld eru í stórum dráttum sem hér segir: Tekjur: Milljónir: Tekjuskattur 11.600 Fasteignagjöld 3.400 Ymsir skattar og arður 650 Framl. úr Jöfnsj. Aðstöðugjöld Gatnagj. og fl. Aðrar tekjur 2.300 3.900 750 1.300 Háskóli íslands: Rektorskjör 3. apríl og prófkjör 1. marz KJÖR rektors Háskóla íslandc á að fara fram í aprfl n.k. og tekur nýkjörinn rektor við störfum í byrjun næsta háskóla- árs. Samkvæmt upplýsingum Stefáns Sörenssonar formanns kjörstjórnar er nú í fyrsta sinn kosið eftir nýjum lögum er breytt var árið 1976 og eiga nú miklu fleiri atkvæðisrétt eða yfir 3000 manns á móti liðlega 200 sfðast þegar rektorskjör var snemma árs 1976. Atkvæðisrétt eiga nú prófessorar, dósentar og lektorar og allir þeir sem fastráðnir eru eða settir til fulls starfs við háskólann og stofnanir hans og hafa háskólapróf. Þá eiga allir stúdentar sem skrásettir eru í Háskóla íslands tveimur mánuðum á undan rektorskjöri atkvæðisrétt. Greidd atkvæði stúdenta gilda sem einn þriðji hluti greiddra atkvæða alls. Á kjörskrá verða því um 280 kennarar og aðrir starfsmenn og 2.850 stúdentar eða samtals 3.130. Prófkjör verður haldið fimmtudaginn 1. marz n.k. en rektorskjörið þriðjudag 3. apríl og í báðum tilvikum verður kjör- fundur kl. 9—18 í aðslbyggingu Háskólans. í kjörstjórn eiga sæti sex menn sem Háskólaráð hefur skipað og eru tveir úr hópi stúdenta. Rektor er kjörinn til 3 ára í senn og eru skipaðir prófessorar kjörgengir. Gjöld: Stjórn borgarinnar Brunamál Fræðslumál Listir, íþr. og útiv. Heilbrigðismál Félagsmál Fasteignir Önnur útgj. Gatnagerð Eignabreytingar Samstals um 23.800 Milljónir: 800 320 2.820 1.600 2.200 4.830 130 630 3.000 7.500 Samtals um 23.900 Einnig voru samþykktar fjár- hagsáætlanir fyrir hin ýmsu borg- arfyrirtæki. Egill Skúli Ingibergs- son flutti framsöguræðu og þar kom m.a. fram, að ekki væri enn vitað, hvort útgjöld borgarsjóðs hefðu verið nægilega lækkuð en til að mæta launa- og kostnaðar- hækkunum af völdum verðbólg- unnar. Borgarstjóri sagði, að kaupmáttur tekna borgarsjóðs hefði rýrnað verulega og afleiðing- in væru sú, að borgararnir fengju minni þjónustu og framkvæmdir fyrir gjöldin sín. Áð lokinni ræðu borgarstjóra hófust umræður. Birgir Isleifur Gunnarsson tók m.a. til máls og sagði meðferð þessarar fjárhagsáætlunar með Boð sjálfstæðis- manna ekki þegið Skömmu áður en umræðum lauk við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar Reykjavíkurborgar í fyrri- nótt gerðu borgarfulltrúar meiri- hlutans harða hríð að sjálfstæði- mönnum og sögðu þá í málflutn- ingi sínum ekki hafa gert næga grein fyrir hvað þeir vildu gera til úrbóta í fjárhagsáætlun borg- arinnar. Albert Guðmundsson og Birgir Isleifur Gunnarsson mót- mæltu harðlega þessum málflutn- ingi og lýstu báðir furðu sinni á ræðum meirihlutamanna, sem nú kæmu á elleftu stundu og bæðu um hjálp við betrumbætur á fjárhagsáætlun borgarinnar. Það sannaði aðeins, hve illa f járhagsáætlunin hefði verið unn- in. Báðir ræðumenn Sjálfstæðis- flokksins minntu á ábendingar sjálístæðismanna í borgarráði þegar það fjallaði um gerð fjár- hagsáætlunar. Ekki hefði þá ver- ið mikill áhugi hjá vinstri mönn- um að hirða um ábendingar sjálf- stæðismanna. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði, að fyrst vinstri meirihlutinn væri nú svo illa staddur og kallaði á hjálp sjálfstæðismanna á elleftu stundu þá væru sjálfstæðismenn reiðubúnir nú sem áður að standa að gerð betri fjárhagsáætlunar en hér lægi frammi, ef Kristján Benediktsson sem helzt hefði gagnrýnt sjálfstæðismenn beitti sér fyrir frestun á afgreiðslu. Eins og kunnugt er var fjárhagsáætlun- in afgreidd og boðið því ekki þegið. eindæmum. Af blaðafregnum und- anfarna daga sé augljóst, að styrj- öld hafi ríkt milli fulltrúa vinstri meirihlutans í nefndum og ráðum annars vegar og oddvitanna þriggja í meirihlutanum Björg- vins, Kristjáns og Sigurjóns hins- vegar. Birgir vakti athygli á, að þrátt fyrir gífurlegar skattaálögur borgarstjórnarmeirihlutans væri margs konar fjárhagsvandi borg- arsjóðs látinn óleystur, en ljóst væri, að meirihluti vinstri manna ætlaði sér stærri hluta af tekjum borgarbúa en áður hefði tíðkast. Birgir sagði athyglisvert, að fjár- magn vantaði til ýmissa hluta svo sem vegna launahækkana, halla SVR og fleira. Þá væri atvinnu- lífinu stórlega stefnt í hættu, með stórauknum skattaálögum. Væri það vísvitandi stefna Alþýðu- bandalagsins enda hefði Ólafur Ragnar Grímsson hrósað sér af því nýlega í sjónvarpi, að hinir nýju skattar á atvinnuhúsnæði hefðu þegar frestað stórfram- kvæmdum í Reykjavík. Birgir Isleifur Gunnarsson sagði augljóst, að við undirbúning fjár- hagsáætlunar hefði alla pólitízka forystu skort. Á verðbólgutímum væri vandi sveitarfélaga eðlilega mikill og taka þyrfti á honum styrkum höndum. Hins vegar væri vandinn nú tekinn vettlingatökum sem fyrr þegar vinstri menn hefðu átt í hlut, enda væri glundroðinn og vitleysan í þessum undirbún- ingi og málatilbúnaði svo mikill, að slíks væru ekki dæmi í borgar- stjórn. Meirihlutinn hefði við gerð fjárhagsáætlunar ekki einu sinni haft samráð við sjálfan sig saman- ber gerðir fulltrúa í nefndum og ráðum. Þessi vinnubrögð væru hins vegar dæmigerð fyrir glund- roða vinstri stjórnir. Birgir Isleif- ur vakti athygli á, að meðan sjálfstæðismenn hefðu stjórnað borginni hefði politísk forysta í gerð fjárhagsáætlunar orðið til þess, að á vandanum hefði verið tekið með festu og ábyrgð. Auðvit- að hefði borgin oft verið í erfið- leikum, en sjálfstæðismenn hefðu þorað að taka á vandanum og beitt aðhaldi í rekstri. Birgir ísleifur minnti á, að sjálfstæðismenn hefðu aldrei beitt sér fyrir þvílík- um skattahækkunum sem vinstri menn nú og það vissu borgarbúar ofur vel. Reykjavíkurborg: Samdrátt- ur fram- kvæmda í sumar Á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld kom fram í ræðu Egils Skúla Ingibergssonar að veruleg minnkun mun verða á þessu ári í þjónustu og fram- kvæmdum á vegum Reykjavík- urborgar. Sagði borgarstjóri, að minnkunin myndi koma víða við. Samdráttur mun verða í viðskiptum borgarinn- ar við verktaka og vinnuflokk- ar borgarinnar munu ekki bæta við sig sumarstarfsmönn- um f sama mæli og að undan- förnu. Egill Skúli sagði, að hér væri um að ræða neikvæð áhrif á atvinnuli'f borgarbúa og væri það slæmt, að málin yrðu svo. Rafmagnsveita Reykjavíkur: 550 milljóna króna fjár- vöntun í bárhagsáætlun Sandburður stíflar árósa við Þykkvabæ Þykkvabæ, 14. febrúar. VERULEG breyting hefur orðið á farvegi Hólsár við Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, sem er útfall Rangánna, Eystri-Rangár og Ytri-Rangár, og Þverár. Ósinn hefur lokast, þannig að áin fellur núna upp með byggðinni og vestur í Þjórsá. Nú er ljóst, að veruleg fjárvönt- un mun hrjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur á þessu ári. Þetta kom fram í umræðu við af- greiðslu fjárhagsáætlunar í fyrri- nótt. Rafmagnsveitu Reykjavíkur mun á árinu skorta um 550 milljónir króna til þess að mæta rekstrarútgjöldum og þeim fjár- fcstingarútgjöldum sem talin eru nauðsynleg til þess að fyrirtækið geti haldið áfram venjulegri þjón- ustu við kaupendur sína sem eru í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnar- nesi, Garðabæ, Mosfellshreppi og Kjalarneshreppi. Egill Skúli Ingi- bergsson sagði við umræðuna, að stjórn veitustofnana og borgar- ráð muni á næstunni f jalla nánar um það hvernig málefnum Raf- magnsveitunnar verði borgið, „en fyrirtækið hefur ekki af neinum sjóðum að draga og það getur ekki skattlagt viðskiptavini ann- arra rafveitna til þess að mæta útgjöldum sínum á sama hátt og Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða. Skýtur óneit- anlega skökku við þegar gjald- skrártaxtar Rafmagnsveitunnar eru ákvarðaðir undir kostnaðar- verði, en hið lága verð er si'ðan notað til að réttlæta skattlagn- ingu á viðskiptavini hennar.“ Ljóst mun vera, að þessi fjár- vöntun mun ekki leyst öðru vísi en annaðhvort með lánum ellegar gjaldskrárhækkun. Að sögn Aðal- steins Guðjohnssen rafvcitustjóra myndi miðað við núverandi að- stæður þurfa 18.9% hækkun á töxtum Rafveitunnar frá 1. maí nk. ef vandinn ætti að leysast með gjaldskrárhækkun. Þá kom fram í máli borgar- stjóra, að þörf mun verða á breytingum á fjárhagsáætlunum ýmissa þjónustustofnana borgar- innar þar á meðal Hitaveitunnar. Árið 1923 féll öll árin vestur um svokallaðan Djúpós, sem er fimm kílómetrum ofan Þykkvabæjar- byggðarinnar. Þá var áin stífluð og hefur hún síðan haldið þessum breytta farvegi sínum fram á þennan dag, en hann var búinn til með hestarekum. Var grafinn skurður með hestarekum fram í sjó, og hafa ekki verið brögð að því að áin hafi leitað í aðra átt þar til nú fyrir um það bil tveimur mánuðum, eða í byrjun desember, þá lokaðist ósinn og fór vestur. Þá var hún grafin út og ýtt fyrir, en í dag fór hún út aftur. Það er hald manna í Þykkvabæ að um breytta strauma í sjónum sé að ræða eða straumsveiflur, þar sem brim hefur ekki verið á þessum tíma sem gæti hafa orsak- að sandburð upp í ósinn. Þessar breytingar hafa valdið skemmdum á sandinum þar sem var verið að rækta upp, en unnið hefur verið að því undanfarin þrjú ár. Það tætist allt í burt, en að öðru leyti hafa ekki orðið neinar skemmdir á mannvirkjum. Á morgun, fimmtudag, er ætlunin að opna ósinn og ýta fyrir hinn nýja farveg, það er rennslið í vestur, þar sem áin sameinast Þjórsá, en það svæði sem um ræðir mun vera á milli fjórir og fimm kílómetrar á breidd. — Magnús. ö 2ja ára ábyrgd 20“ 22“ 26“ RCA-skermur, transistorar og díódur frá U.S.A. Mest seldu tækin í Englandi. ORRI HJALTASON Hagamel 8, Rvk. S. 16139.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.