Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979
Sverrir Hermannsson:
Vindur Lúðvík ofan af
forsœtisráðherranum?
Umræða utan dagskrár á Alþingi — Síðari hluti
í Mbl. í gær vóru rakin efnisatriði úr ræðum þingmanna utan dagskrár í Sameinuðu
lingi í fyrradag, vegna athugasemda og fyrirspurna Geirs Hallgrímssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, um fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lausnar
iðsteðjandi efnahagsvanda, m.a. vegna verðþróunar á olíu. Ekki gafst rúm í blaðinu til
ið rekja þessar umræður til enda. Hér á eftir verða lauslega rakin efnisatriði úr máli
jiingmanna í síðari hluta umræðunnar.
Afbrigðilegt frumvarp
og vinnubrögð
Lúövík Jósepsson (Abl) tók efnis-
lega undir gagnrýni sjálfstæðis-
manna á vinnubrögð varðandi kynn-
ingu frumvarps forsætisráðherra.
Hér væri um afbrigðileg vinnubrögð
að ræða, enda frumvarpið og að-
dragandi þess með sérstökum hætti.
Þjóðinni hefði verið haldið í há-
spennu vegna einhvers geysilega
merkilegs frumvarps, sem leysa
hefði átt allan efnahagsvanda
þjóðarinnar til frambúðar. Frum-
varpið hefði verið sent 40 þingmönn-
um (af 60), borið út um borgina í
þungum bunkum. Því hefði verið
komið á framfæri með heilmiklu
auglýsingabrölti, þótt hvert eintak
hefði verið merkt þeim ofnotaða
stimpli: trúnaðarmál. Þann stimpil
hlytu menn að taka með léttleika,
senn hvað líður.
Gagnrýni stjórnarandstöðunnar á
vinnubrögð hefði verið eðlileg. Hún
hefði háldiö að hér væri alvörufrum-
varp á ferð. Svo hefði ekki verið. Hér
hefði verið um. að ræða
fjölmiðlafrumvarp, sem i alvöru
væri naumast annað en vinnuplagg.
Alþýðuflokksmenn segðu hins vegar
að hér væri um alvörufrumvarp að
ræða og frumvarp væri til þess
samið að leggja það fram á Alþingi,
ræða það og afgreiða. Það broslega
væri að kratarnir hefðu sjálfir
samið slíkt „alvörufrumvarp" fyrir
skemmstu, sem enn hefði ekki séð
dagsins ljós á Alþingi. En þessir
flokkar hafa að sjálfsögðu fulla
heimild til að leggja fram þessi
frumvörp sín, annað eða bæði, og
láta reyna á fylgi við þau. En það er
borin von, raunar tímasóun, að hægt
sé að vinna fylgi Alþýðubandalags-
ins við þau. Alþýðubandalagið
stendur ekki að þessu frumvarpi og
mun aldrei gera. Ef það nær hins
vegar meirihlutafylgi á Alþingi ber
þeim flokkum skylda til, er að
samþykkt þess kynnu að standa, að
mynda nýja ríkisstjórn um stefnu
þess. Þegar við Alþýðubandalags-
menn erum í samstarfi þarf að ræða
við okkur efnisatriði mála. Hvorki
litlir né stórir karlar geta hrópað
okkur niður.
Dagskrármál rætt
utan dagskrár
Sverrir Hermannsson (S) sagði
umræðu þessa alla hina furðuleg-
ustu. Ekki sízt að hleypa þingmanni
inn í hana, þ.e. utandagskrárum-
ræðu, með 'ðitt af dagskrármálum
boðaðs þingfundar. Þá deildi SvH á
málsmeðferð forsætisráðherra, að
sniðganga stjórnarandstöðuna við
kynningu frumvarpsins. Ekki væri
heldur langt síðan utanríkisráð-
herra hefði sætt ádeilum fyrir
óeðlileg vinnubrögð, varðandi fisk-
veiðisamninga við Færeyinga.
Stjórnarflokkarnir deila nú hart
um þetta frumvarp, sem vera átti
stefnumörkun og lausn á efnahags-
vanda til lengri tíma. Einn heldur
því fram að það feli í sér allsherjar-
lausn. Annar að valin sé alröng leið.
Lúðvík Jósepsson segir að það stefni
í bullandi atvinnuleysi. Vilmundur
Gylfason að atvinnuleysið skelli á,
ef frumvarpið nær ekki fram að
ganga. Svavar Gestsson segir það
fela í sér sjálfvirkt kauplækkunar-
kerfi en Alþýðuflokkurinn heldur
því gagnstæða.fram. Sama gildi um
fyrri efnahagsaðgerðir stjórnarinn-
ar. Forsætisráðherra segir að þar
hafi ekki verið um bráðabirgðaað-
gerðir að ræða. En hvað segir
Alþýðuflokkurinn um þá fullyrð-
ingu?
Sýnt er að þetta frumvarp verður
seint stjórnarfrumvarp. Eina ráðið
væri að Lúðvík tækist að vinda ofan
af háttvirtum forsætisráðherra.
Honum er til þess trúandi. Kratar
yrðu síðan kúgaðir, sem fyrr, til að
ræða ætti efnahagsvandann við
Lúðvík Jósepsson færi hann út í
aðra sálma. Ef hann væri spurður í
suður, svaraði hann í norður. Al-
þýðuflokkurinn hefði látið vinna
frumvarp til lausnar efnahags-
vandanum, sem kunnugt væri. For-
sætisráðherra hefði nú látið vinna
annað frumvarp, sem Alþýðu-
flokkurinn getur stutt. Ef Alþýðu-
bandalagið telur sig ekki geta komið
til móts við þessi sjónarmið, því
leggur það þá ekki fram sitt eigið
frumvarp. Hvað hefur það til mála
að leggja?
SBj sagði það hlutlausa niður-
stöðu Þjóðhagsstofnunar, að þótt
frv. forsætisráðherra yrði samþykkt
óbreytt myndi meðalkaupmáttur
launa 1979 ekki lækka frá meðal-
kaupmætti launa 1978. Kaup-
lækkunarkenningin stæðist ekki.
Það væri og fáranlegt að halda því
fram að nokkur þingmaður eða
þingflokkur stefndi í atvinnuleysi.
Þvert á móti fjallaði frumv. í upp-
hafi um atvinnuöryggi, og fæli í sér
frávik til breytinga, ef bryddaði á
atvinnuleysi.
Þá væri þess að geta að fram hefði
verið lögð lánsfjáráætlun í nafni
allra stjórnarflokkanna, einnig Al-
þýðubandalagsins, þar sem kveðið
væri á um nákvæmlega sams konar
stefnumörkun varðandi fjárfest-
ingu, takmörkun útlána, peninga-
magn í umferð, samdrátt í fjár-
Sverrir:
Verfta kratarnir
kúgaðir enn?
Sighvatur:
Efnisatrifti frum-
varpsins samþykkt í
linafjáráætlun.
Geir:
Tfmabært að
atjórnarflokkarnir
komi sér saman.
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RIKISSJOÐS ■ ■ Innlausnarverð
17. febrúar 1979 Seðlabankans Yfir-
Gengi m.v. 1 ðrs gengi
pr. kr. 100.-: tímabil frá:
1968 1. flokkur 2.981.04 25/1 '79 2.855,21 4.4%
1968 2. flokkur 2.804.17 25/2 '79 2.700.42 3.8%
1969 1. flokkur 2.086.07 20/2 '79 2.006.26 4.0%
1970 1. flokkur 1.915.84 15/9 ‘78 1.509.83 26.9%
1970 2. flokkur 1.389.23 5/2 '79 1.331.38 4.3%
1971 1. flokkur 1.303.96 15/9 ‘78 1.032.28 26.3%
1972 1. flokkur 1.136.51 25/1 '79 1.087.25 4.5%
1972 2. flokkur 972.31 15/9 '78 770.03 26.2%
1973 1. flokkur A 739.11 15/9 '78 586.70 26.0%
1973 2. flokkur 681.09 25/1 '79 650.72 4.7%
1974 1. flokkur 473.11
1975 1. flokkur 386.81
1975 2. flokkur 295.20
1976 1. flokkur 279.99
1976 2. flokkur 226.03
1977 1. flokkur 209.93
1977 2. flokkur 175.84
1978 1. flokkur 143.81
1978 2. flokkur 113.11
VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100.-
1 ár Nafnvextir: 26% 77—79
2 ár Nafnvextir: 26% 68—70
3 ár Nafnvextir: 26% 62—64
*) Míðað er við auðseljanlega fasteign.
HLUTABRÉF
Sjóvátryggingarfélag íslands HF.
í niðursuðuiðnaði
Flugleiöir h/f
Sölutilboö óskast
Sölutilboð óskast
Kauptilboö óskast
MftRraTIMMPÚM fWMU Hfc
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu).
Sínrti 2 05 80.
Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16
greiða atkvæði gegn samvizku sinni.
Það er sennilega sá endir átaka sem
forsætisráðherra treystir á. Þess
vegna gerir hann sig góðan framan í
Alþýðuflokkinn um sinn.
Þá vék SvH að vanda olíuverðs-
þróunar, ekki sízt fyrir sjávarútveg-
inn. Að sjálfsögðu væri ríkið með
fingurna í því verðmyndunarkerfi
og tekjur þess ykjust í réttu hlutfalli
við verðhækkanir erlendis. Er það
stefna núverandi ríkisstjórnar,
spurði SvH, við ríkjandi aðstæður,
að halda áfram í þann eigin verð-
myndunarþátt olíunnar.
Þá rakti SvH innlenda og erlenda
reynslu og rannsóknir varðandi
nýtingu svartolíu í skipum. Taldi
hann rannsóknir hafa sýnt að svart-
olía hefði reynzt 30% kostnaðar-
samari í notkun á 10 ára tímabili en
venjuleg olía. Svartolía væri hvergi
nýtt í fiskiskipum nema hér. Auk
þess væri rússneska svartolían mun
þynnri og um leið nýtingarhæfari í
þessu skyni en svartolía annars
staðar frá. En hafa stjórnvöld
tryggingu fyrir því að sá verðmunur
svartolíu og gasolíu haldist sem nú
er hjá Sovétríkjunum, en færist ekki
í það horf sem er annars staðar á
olíumarkaði? Og er trygging fyrir
því að nægilegt magn þessarar
rússnesku svartolíu fáist, ef togarar
breyta almennt yfir í þá olíunotkun
hér? Verðmunurinn getur neytt
okkur til að breyta til, þó miklir
annmarkar fylgi.
Alþýöuflokkurinn
styður frumvarpið
Sighvatur Björgvinsson (A) líkti
Alþýðubandalaginu, og þá einkum
Lúðvík Jósepssyni, við Gunnar stert,
sem alltaf hefði rætt um veðrið
þegar hann var spurður um þau
verk, ,er hann átti að sinna. Þegar
munamyndun og opinberri fjárfest-
ingu, kauplags- og verðlagsmál o.fl.
og í frumvarpi forsætisráðherra.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins
hefðu samþykkt þetta allt í lánsfjár-
áætlun og raunar fjárlögum, sem
„yfirráðherrann" deildi harðast á í
frv. forsætisráðherra.
Ábyrgð og skylda
stjórnarflokka
Geir Hallgrímsson (S) þakkaði
forsætisráðherra fyrir svör hans og
það að hafa nú loks sent þingflokki
sjálfstæðismanna frumvarp sitt um
efnahagsmál. Þessar umræður í
heild væru gagnlegar, ekki sízt fyrir
þá sök, að þær opinberuðu þjóðinni
það ráðleysi, stjórnleysi og sundur-
þykkju sem einkenndi stjórnarsam-
starfið.
GH sagði það valda vonbrigðum
að forsætisráðherra hefði hvorki
viljað setja tímamörk á framlagn-
ingu frumvarpsins né afgreiðslu
þess á Alþingi. Skyti þetta skökku
við ummæli ýmissa stjórnarliða
undanfarið, þess efnis, að brýna
nauðsyn bæri til bráðra aðgerða í
efnahagsmálum. Og ekki hefði vand-
inn minnkað frá því þær stað-
hæfingar vóru fram settar.
GH sagði forsætisráðherra nú
halda því fram að bráðabirgðaað-
gerðir frá því í september og
desember sl. væru ekki bráðabirgða-
aðgerðir, heldur varanlegar að-
gerðir. Hann vitnaði síðan í orð
Ólafs Jóhannessonar, er hann mælti
fyrir hinum fyrri aðgerðum sem
bráðabirgðaaðgerðum. Hann vitnaði
og til orða forsætisráðherra, að 15V6
vísitölustigi hefði verið eytt og þau
kæmu aldrei aftur. Þegar samþýkkt
fjárlög gerðu hins vegar ráð fyrir
lækkun niðurgreiðslna á vöruverði,
sem að sjálfsögðu hækkaði vísitölu á
ný. Eftir því sem blöð segðu um
innihald frv. forsætisráðherra væri
þar gert ráð fyrir enn frekari
lækkun niðurgreiðslna 1979 og 1980.
Prósentustigin, sem ekki áttu að
ganga aftur, geta þó gert það.
Urræðin, sem hæstv. ríkisstjórn
gumaði af, hefðu aðeins aukið á
vandann, í engu leyst hann.
Þá vék GH að orðum Braga Sigur-
jónssonar, þess efnis, að gjörðir
ríkisstjórnarinnar til þessa væru úr
sama efni og „nýju fötin keisarans" í
ævintýri H.C. Andersen. Þar væri
hnyttilega lýst úrræðaleysi ríkis-
stjórnarinnar af einum stuðnings-
manna hennar. GH harmaði að
þingflokkur Alþýðuflokksins hefði
ekki haft kjarkmann á borð við
Braga Sigurjónsson innanborðs,
þegar fyrri ríkisstjórn stóð að efna-
hagsúrræðum um sama leyti árs
1978.
GH fagnaði undirtektum við-
skiptaráðherra við ábendingar sínar
um viðræður við Sovétmenn og
Portúgala um nýja viðmiðun verð-
myndunar í olíukaupum íslendinga,
þann veg, að Islendingar þyrftu ekki
að bera hækkanir á þessari vöru,
umfram aðrar Evrópuþjóðir.
GH sagði tímabært að stjórnar-
flokkarnir, sem bæru ábyrgð á
stjórn efnahagsmála og nauðsynleg-
um viðbrögðum til að mæta aðsteðj-
andi vanda, færu að koma sér saman
um stefnu og aðgerðir. Það væri
skylda þeirra við þjóðina, hluti af
þeirri ábyrgð sem þeir hefðu axlað.
Því miður virtist niðurstaðan sú að
þessi ríkisstjórn gæti ekki komið sér
saman um eitt eða neitt.
Vettlingatök
Bragi Níelsson (A) ræddi í upp-
hafi um bráðabirgðaúrræði í efna-
hagsmálum frá því í lok nóvember
sl., sem hann kallaði vettlingatök á
verðbólgu. Alþýðuflokkurinn hefði
viljað taka raunhæfar á málum.
Þess vegna hefði flokkurinn látið
vinna vandað og heilstætt frumvarp
um aðgerðir til lengri tíma. Frum-
varp forsætisráðherra nú væri að
hluta til unnið upp úr þessu frum-
varpi, að hluta til upp úr greinar-
gerð með viðnámslögunum, sem
stjórnarflokkarnir hefðu allir staðið
að. Alþýðuflokkurinn styddi þetta
frumvarp og vildi láta reyna á það,
hvort þingfylgi væri við það.
Þá ræddi Br.N. orkumál, þakkaði
svör iðnaðarráðherra við fsp. Braga
Sigurjónssonar, og fjallaði loks
nokkuð um Hitaveitu Akraness, sem
væri á athugunarstigi. Gagnrýndi
hann harðlega að á framlagðri
lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar
væri aðeins gert ráð fyrir 750 m.kr. í
þágu þessa fyrirtækis, í stað 2000
m.kr., sem þurft hefði. Olíuverðs-
þróun sú, sem hér hefði borið á
góma, hefði þó enn aukið á nauðsyn
þeirra framkvæmda sem hér um
ræddi.