Morgunblaðið - 17.02.1979, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.02.1979, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 iHeááur á morgun GUÐSPJALL DAGSINS: Lúk. 8.: Fei“ns konar sáðjörð. LITUR DAGSINS: Grænn. Litur vaxtar og þroska. DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Séra Þórir Stephensen. Kl. 2 messa. Séra Hjalti Guðmunds- son. Dómkórinn syngur. Organ- leikari Marteinn H. Friðriksson. HÁSKÓLAKAPELLAN: Almenn guðsþjónusta á vegum Hins ísl. Biblíufélags kl. 14. Stjórnarmaður HÍB, sr. Jónas Gíslason, dósent, predikar og þjónar fyrir altari. Ársfundur Biblíufélagsins verður í fram- haldi guðsþjónustunnar. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðar- heimili Árbæjarsóknar kl. 10:30 árd. Guðsþjónusta í safnaðar- heimilinu kl. 2. (Tekið á móti gjöfum til Hins ísl. Biblíu- félags). Séra Guðmundur Þor- steinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa að Norðurbrún 1 kl. 2 síðd. Séra Grímur Grímsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnastarfið: Ölduselsskóla laugardag kl. 10:30. Breiðholts- skóla sunnudag kl. 11. Messa í Breiðholtsskóla kl. 14:00. Séra Jón Bjarman þjónar prestakallinu í veikindafor- föllum séra Lárusar Halldórs- sonar. Sóknarnefndin. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Barnagæsla. Organleikari Páll Halldórsson. Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 2. Séra Þorbergur Kristjánsson. FELLA- og Hólaprestakall: Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnudagur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 f.h. Guðsþjón- usta í safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Samkoma miðvikudagskvöld kl. 20:30 að Seljabraut 54. Séra Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 2. Tekið á móti framlögum til Biblíufélagsins í lok messu. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndai. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Fjölskyldumessa kl. 2. Séra Karl Sigurbjörnsson. Eftir messurnar verður Biblíu- markaður. Munið kirkjuskóla barnanna á laugardögum kl. 2. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10:30. Séra Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Séra Karl Sigurbjörnsson. IIÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Séra Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Séra Arngrímur Jónsson. Messa og fyrirbænir kl. 5. Séra Tómas Sveinsson. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra í messunum. Biblíu- leshringurinn kemur saman í kirkjunni á mánudag kl. 20:30. Allir velkomnir. Prestarnir. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11 árd. Helgi I. Elíasson, bankaútibússtjóri predikar. Séra Árni Pálsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Laugardagur: Óskastund fyrir börn kl. 4. Séra Sig. Haukur Guðjónsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 10:30. Séra Árelíus Níelsson. Guðsþjónusta kl. 2 (konudagur). Fluttar verða tvær barokk sópran aríur við undirleik blokkflautu, cellós og orgels. í stól Sig. Haukur Guðjónsson, við orgelið Jón Stefánsson. Safnaðarstjórn. LAUGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 2, kirkjukaffi eftir messu í umsjá kvenfélagskvenna. Þriðjudagur 20. febrúar: Bæna- stund og altarisganga kl. 18:00 og æskulýðsfundur kl. 20:30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10:30. Guðsþjónusta kl. 11. Séra Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESSÓKN: Guðsþjónusta í Félagsheimilinu kl. 2. Safnaðarkórinn syngur. Organisti Reynir Jónasson. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barnasamkoma kl. 10:30. Messa kl. 2. Organleikari Sigurður ísólfsson. Prestur séra Kristján Róbertsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Sunnudagaskólarnir byrja kl. 10.30 árd. Safnaðarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðdegis. Einar J. Gíslason. DÓMKIRKJA KRISTS Konungs í Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lág- messa kl. 6 síðd., nema á laugar- dögum þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 10 árd. Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissam- koma kl. 20.30. KIRKJA JESÚ Krists af síðari daga heilögum — Mormónar: Samkomur að Skólavörðustíg 16 klukkan 14 og kl. 15. GRUND elli- og hjúkrunar- heimili: Messa kl. 2 síðd. Guðni Guðmundsson stud. theol. messar. Fél. fyrrverandi sóknar- presta. KIRKJA óháða safnaðarins: Messa kl. 2 síðd. Séra Emil Björnsson. GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma í skólasalnum kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar prédikar. Gideonsfélagar taka þátt í athöfninni. Séra Bragi Friðriks- son. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. FRÍKIRKJAN í HAFNAR- FIRÐI: Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Bernharður Guðmundsson prédikar. Ein- söngur frú Ingveldur Hjalte- sted. Organisti Jón Mýrdal. Að lokinni messu verður almennur safnaðarfundur. Safnaðar- prestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Helgi- og bænastund kl. 5 síðd. Beðið fyrir sjúkum. Séra Gunnþór Ingason. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. í Hrafnistu. Séra Sigurður H. Guðmundsson. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Séra Ólafur Oddur Jónsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Tón- leikar kl. 17. Bandarískur kór, „The Chapel Choir", flytur Messías eftir Hándel, stjórnandi Armelia Thomas. Sóknar- prestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknar- prestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Samkoma í kirkjunni kl. 9 síðd. í tilefni Biblíudagsins. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor talar. Sýning verður á Biblíum og Biblíubókum, Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 Guðbjartur Andrés- son kennari, flytur stólræðu. Tekið á móti fjárframlögum til Biblíufélagsins. Séra Björn Jónsson. ÚTVARPSGUÐSÞJÓNUSTAN á sunnudagsmorguninn, á Biblíu- deginum, verður í Neskirkju. Organisti Reynir Jónasson. Séra Frank M. Halldórsson prédikar. — Þessir sálmar verða sungnir: í Nýju Sálma- bókinni: 29 252 294 295 298 í Gl. Sálma- bókinni: 29 588 425 426 430 BIBLÍUDAGUR 1979 sunnudagur 18.febrúar Gjöfum til styrktar starfi Hins ísl. Biblíufélags verður veitt viðtaka við allar guðsþjónustur í kirkjum landsins á sunnudaginn og næstu sunnudaga, þar sem ekki er messað á Biblíudaginn, svo og á samkomum kristilegu félaganna. Utvarpsráð vill leigja „stúdíó” á Akureyri Málið strand í ríkisstjórn ÞAÐ KOM fram í máli Ingvars Gfslasonar (F) á Alþingi nýlega, í framhaldsumræðu um frumvarp Guðmundar H. Garðarssonar (S) o.fl. um afnám einokunar á útvarpsrekstri, að útvarpsráð hefur samþykkt og leitað samþykkis ríkisstjórnar til landshlutaútvarps á Akureyri, þ.e. að taka á leigu stúdíó þar (ársleiga 1 m.kr.). Spurði hann viðstaddan ráðherra, hvað liði afgreiðslu þessa máls, en fékk ekki svör. Þá kom fram í máli Ellerts B. Schram (S) og Lúðviks Jósepssonar (Abl), að af rúmlega 1100 milljóna króna innflutningsgjöldum af litasjónvörpum á liðnu ári hefðu aðeins 340 m.kr. runnið til ríkisútvarpsins, þ.e. til að styrkja sjónvarpskerfið. Ellert B. Schram minnti á, að litsjónvarp hefði þá fyrst fengist samþykkt, er bent hefði verið á þá staðreynd, að innfltuningsgjöld af litsjónvarpsgjöldum flýttu fyrir því, að slík þjónusta næði til landsins alls. Að meginhluti þeirra tekna rynni í ríkissjóð, eins og stjórnarliðar hefði samþykkt með fjárlögum fyrir árið 1979, og ríkis- stjórnin staðið að 1978, en ekki til hins upphaflega verkefnis, væri ámælisvert. Friðrik Sóphusson (S) og Ellert B. Schram (S) mæltu með sam- þykkt frumvarpsins. Ellert kvaðst hins vegar hafa flutt annað frum- varp um landshlutaútvörp sem áfanga að frjálsu útvarpi, þar eð hann óttaðist, að ekki væri til- tækur meirihluti á Alþingi fyrir frjálsu útvarpi enn sem komið væri. Ingvar Gíslason (F) var hlynntur landshlutaútvarpi en andvígur frv. um frjálst útvarp. Svipuð skoðun kom fram hjá Árna Gunnarssyni (A) og Eiði Guðna- syni (A). Lúðvík Jósepsson (Abl) mælti gegn frumvarpinu. Vilmundur Gylfason (A) sagðist samþykkur meginhugsun frum- varpsins, að fleirum yrði hleypt að útvarpsrekstri, en lét í ljósi ótta um, að takmarkaðir útsendingar- möguleikar leiddu óhjákvæmilega að einhvers konar skömmtun á þessum vettvangi. M/S HVALVÍK losaði í ólafsvík á sunnudag 500 tonn af salti. Eftir hádegi kom síðan Eldvík og lestaði 3000 pk af saltfiski. Blíðuveður hefur verið það sem af er þessum mánuði og ekki fallið niður róður og aflinn verið ágætur á línuna, 6—12 lestir í róðri. Togarinn Lárus Sveinsson landaði 100 lestum sl. föStudag. — HelgÍ. Ljósm. Olgeir Gíslason. Félag gagnfræðikennara: Ekki má undir neinum kringumstæðum af- nema 3% áfangahækkun 1. apríl næstkomandi EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags gagnfræðakennara í Reykjavík nýlega: Að ekki megi undir neinum kringumstæðum samþykkja af- nám 3% áfangahækkunar 1. apríl n.k. Að opinberum starfsmönnum beri fullur verkfallsréttur. Að samningstími skuli óbund- inn. Að kjaranefnd skuli lögð niður. Að sérkjarasamningar séu í höndum aðildarfélaga BSRB og þau hafi um þá verkfallsrétt. Að varast beri hugmyndir sem auki enn miðstjórnarvald BSRB. Að greiða eigi fullar vísitölu- bætur á öll laun. Það var skoðun fundarmanna að lítið væri boðið upp á í staðinn fyrir 3% enda búið að semja um þau áður. Skiptar skoðanir voru um miðstjórnarvald BSRB en menn töldu að hvert aðilarfélag ætti að hafa verkfallsrétt í sínum málum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.