Morgunblaðið - 17.02.1979, Side 13

Morgunblaðið - 17.02.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1979 13 í leiðinni Útburðarvæl í útvarpi — ýlfur í sjónvarpinu • „ÚTVARPS- og sjónvarpsskilyrði hafa verid með afbrigðum slæm í Norður-Þingeyjarsýslu í vetur, segir í nýlegum Degi frá Akureyri. „Þegar líöur á daginn trufla erlendar útvarpsstöðvar sendingar Ríkisútvarpsins auk pess sem hálfgert útburðarvæl truflar. Ef íbúar á svæðinu stilla tæki sín á Reykjavík kemur sendingin í gusum og ýlfur sker menn í eyru og erlendar stöðvar trufla sendingar endurvarpsstöðvarinnar í Skjaldarvík. Hvað sjónvarpinu viðvíkur sést pað sæmilega víðast hvar, en pá kemur ýlfrið til sögunnar og segja menn hljóðin vera ákaflega óyndisleg. Að vonum eru Þingeyingar lítt hrifnir," segir í Degi — og undrar engan. Vinsæl skammstöfun • LSD er skammstöfun á heldur óhugnanlegu eiturlyfi og tilurö pessa lyfs er í rauninni mistök frá upphafi. Þessi skammstöfun er pó víðar notuð. Þannig gengur Lista- og skemmtideild Sjónvarpsins undir pessu nafni innan veggja peirrar stofnunar og nýlega rak nýtt LSD-fyrirbæri á fjörur Hlaðvarpans. Á ákveðnum stöðum munu hugmyndir um Austurlandsvirkjun ganga undir nafninu LSD og ku Það standa fyrir orðin „lang stærsti draumurinn." „... að verða ólæs á skáldskap... ? • Varla er svo gefið út blað eöa rit á íslandi aö Það hafi ekki á sínum snærum einn gagnrýni aö minnsta kosti og sum peirra hafa gjarnan einn rýni fyrir hverja grein lista. Samvinnan liggur ekki á liði sínu í Þessum efnum og í janúartölublaði ritsins fjallar Gunnar Stefánsson um Sjömeistarasögu Halldórs Laxness. Á einum stað í rýni sinni segir hann svo: „Mér skilst að sumir lesendur hafi orðið fyrir vonbrigöum. Einn gagnrýnandi taldi mestan part bókarinnar lítils verðan, aö mig minnir. Enda var pað látið fylgja með jafnharðan aö Þessi höfundur dugi nú ekki lengur til að berja á yfirstéttinni og hylla hinn horska verkalýð! Það er kannski ekki furöa Þótt ýmsir svokallaðir menningarvit- ar fúlsi við bók eins og Þessari. Við lifum á öld sem hefur lítið með skáldskap aö gera, er kannski að verða ólæs á skáldskap. Miðlungsbækur fá verðlaun ef Þær eru skrifaðar eftir réttri „Þjóðfélagslegri“ forskrift og innbyrða hæfilegan skammt af frösum úr dagblöðum og af málÞingum." Saklausar, skrækróma og með síblikkandi augnalok • VERZLUNARSKÓLABLAÐIÐ leit nýverið dagsins Ijós og að vanda er Þaö í alla staði hið glæsilegasta. Hér verða Því ekki gerð nein skil að öðru leyti en Því að við gripum niður í grein eftir Stein Loga Björnsson, Þar sem hann segir frá ungu fólki í Ameríku. Því kynntist hann af eigin reynslu sem skiptinemi í Bandaríkjunum á síðasta ári. Við grípum niður í kafla, sem Steinn Logi kallar „Tilhugalíf": „Amerískir strákar hafa allsérstæða hugmynd um Þaö hvernig stelpur eiga að vera. Þeir vilja helst hafa Þær með hár niður á hné, undurviðkvæmar og saklausar og skrækróma með síblikkandi augnlok... Stelpur hafa líka allsérstæða hugmynd um stráka. Þeir eiga nr. 1 til 10 að eiga bíl eða hafa aðgang að bíl, annars er hreinlega ekki hægt að vera meö Þeim. Svo verða Þeir líka að vera soldiö töff. Allt tílhugalíf amerískra unglinga byggist á stefnumót- um, og Það að strákarnir séu á bíl... Áður en stelpunum er skilað heim úr bílunum er vanalega lagt einhvers staðar í skugga og kelaö smástund...“ Þar höfum við Það. Skiptinemarnir virða fyrir sér líkan af gamla Gullfossi á Þjóðminjasafninu. Frá vinstri: Rick Palo, Lesley Taylor og Susanna Drennan. Ljósm. Kristján. Hvernig ætlið þið svo að viðhalda íslenzkunni, ekki hafið þið neinn heima fyrir til að tala við? — Það verður ekki hægt að tala við neinn heima, en við getum bæði skrifað bréf og talað inná snældur og látið senda okkur snældur líka, þannig að við ættum að hafa mögu- leika á að viðhalda henni ef við missum ekki áhugann á því. Edda Möller, sem með þeim var, upplýsti að AFS myndi í sumar áður en að því kæmi að þau færu heim fara með þau í ferðalag eitthvað út á land, en stúlkurnar eru í vetur við nám í Menntaskólanum á ísafirði og Alþýðuskólanum á Eiðum. Rick er hins vegar í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Að þessu sinni eru þau þrjú sem dvelja hérlendis á vegum AFS, en hún kvaðst gera ráð fyrir að reynt yrði að hækka þá tölu í 4—5 á næsta ári, en nú eru um 20 ís- lendingar erlendis á vegum AFS-nemendaskiptanna. HELGARVIÐTAL „Fjórða hver króna fer aftur til ríkisins“ • UMRÆÐA síöustu daga hefur nokkuö snúizt um olíu og þær hækkanir sem taldar eru á næstu grösum og jafnvel er talaö um olíuskort. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins hf. svarar hér á eftir nokkrum spurningum varðandi olíumálin og innflutning hennar hingað: Hvaóan kaupa íslendingar olíu? „Frá árinu 1953 hefur stærsti hlutinn komið frá Rússlandi samkvæmt við- skiptasamningi íslands og þess ríkisfyrirtækis í Sovétríkjun- um er sér um olíumál. Flug- vélaeldsneyti og smurolíur koma hins vegar aðallega frá grotterdam og Bretlandi og nú er farið að verzla eilítið við Portúgali. Olíukaup frá Rúss- landi og Portúgal standa í beinu sambandi við fiskmark- aði íslendinga.“ Hvada áhrif hefur íran á olíu á innflutning hingaó? „Iran er annað stærsta olíuút- flutningslandið og hafa íranir flutt út um 300 milljón tonn á ári, en haldið um 20 milljónum tonna fyrir sjálfa sig. Það munar því allmikið um framleiðsli þeirra á heimsmarkaði og þegar við bætist að kuldar hafa verið víða í Evrópu og dregið hefur verið nokkuð úr vinnslu úr léttari jarðolíu sem meira af benzíni, flugvélaeldsneyti og gasolíu fæst úr þá veldur þetta allt saman aukinni eftirspurn og þar af leiðandi hærra verði, en olíuverð til íslands fylgir skráningunni í Rotterdam." Hvernig er háttad innkaup- um olíinélaganna á olíu? „Þeim er háttað þannig að ríkisstjórnin framselur samn- inga sína í hendur olíufélag- anna sem sjá um framkvæmd innkaupa og flutning og dreif- ingu um landið. Olían er flutt til allra félaganna með sömu skipunum og samvinna er einnig um að dreifa olíunni út á ströndina. Einnig má nefna að vanti eitt félagið olíu þá hleypur annað félag undir bagga sé það aflögufært svo og ef birgðarými vantar um til- tekinn tíma þá hjálpa félögin hvert öðru.“ Hvernig taka olí félögin hug- myndum um ríkistorsjá olíuinnflutningsins ? „Verði stofnuð olíuinn- flutningsdeild ríkisins er eki að sjá að nein breyting verði til sparnaðar frá því sem nú er. Félögin eiga innflutnings- birgðageyma sína á Faxaflóa- svæðinu og frekar þarf að fjölga þeim en fækka. Búið er að afskrifa þessar eignir að mestum hluta og taki ríkið við þeim þarf að meta þær til núgildandi verðlags sem þýddi mikið nýtt fjármagn í olíu- verzlunina og yrðu neytendur að bera vaxtakostnað af því. Ef ríkisforsjá kæmi til er sú hætta fyrir hendi að viðskipta- sambönd okkar erlendis tapist og það tel ég vera mestu hættuna í þessu sambandi." Hversu mikill hluti olíu- kostnadar rennur til ríkisins? „Fjórða hver króna sem olíu- félögin taka til sín fer aftur til ríkisins í formi tolla, vega- gjalds og söluskatts, svo dæmi sé tekið og það liggur ljóst fyrir að verði tollar og skattar óbreyttir á því benzínverði sem kemur til með að verða á árinu verður hér um að ræða sjálf1 krafa hækkun á þessum gjöld- .um sem nemur milli 4 og 5 milljarða króna.“ Nú er samvinna félaganna allmikil, en er um sam- keppni að ræða einnig? „Samkeppnin er vissulega fyrir hendi og fyrst og fremst er hún fólgin í því að veita sem bezta þjónustu. Þegar flutt er inn frá sama aðila og á sama verði gefur auga leið að sam- keppnin verður á öðrum svið- um en verðið. Þegar eitt félagið hefur t.d. hafið nýja þjónustu á sviði varahluta eða fylgihluta í bíla þá fylgja hin á eftir og sambandi er það aðallega að sjá svo um að útger.ðin hafi aðgang að svartolíu þar sem hennar er þörf.“ Hafa olíufélögin samvinnu um staðsetningu benzínstöðva? „Fyrir allmörgum árum ósk- uðu borgaryfirvöld i Reykjavík eftir því við félögin að þau sendu tillögur um hvar benzín- stöðvar skyldu staðsettar í borginni og var það gert enda lágu yfirvöld undir þrýstingi frá þeim um nýjar og nýjar stöðvar. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins hf. á skrifstofu sinni. Et'ti’- 'Sáum : v»r tarið og má segja að stöðvarnar í Reykjavík séu jafn söluháar og meðalstórar benzínstöðvar erlendis og þær eru fremur jafn- ar að sölu. Uti á landi er hins vegar frekar til- viljanakennt hvar stöðvarnar eru staðsettar, en þó hafa félög- in samráð á minni stöðunum og sums staðar ákveða skipu- lagsyfirvöld að ekki sé rúm fyrir fleiri en eina stöð í kaupstað eða kauptúni og þá hafa félögin samvinnu um rekstur hennar." reyna að laða til sín viðskipta- vini á benzínstöðvarnar." Eru ákveðnar reglur um hversu mikla pjónustu starfsmenn benzínstöðva veita, t.d. varðandi ýmsa snúninga kringum bílinn o.s.frv.? „Engir tveir menn eru eins, en víst brýna öll félögin fyrir starfsmönrium sínum að veita sem liprasta þjónustu og hafa alla afgreiðslu eins liðuga og kostur er.“ Hvers vegna er aðeins fáan- leg ein oktantala benzíns? „Það er fyrst og fremst vegna þess að við erum fá í stóru landi og ef taka ætti fleiri oktantölur til innflutn- ings, kallar það á algjörlega nýtt dreifingarkerfi við hlið þess sem nú er. Bílafram- leiðendur reyna líka að afla sér upplýsinga um benzín í því landi er bílar þeirra fara til og stilla þá gjarnan samkvæmt því og við höfum ekki orðið varir við teljandi erfiðleika í þessu sambandi." Eru olíufélögin reiðubúin að aðstoða útgerðarmenn við að taka upp svartolíunotkun í skipum sínum? „Olíufélagið er alltaf reiðu- búið að aðstoða á þann hátt sem það getur helzt og í þessu Svo rætt sé aftur um olíu- skort, vofir hann alvarlega yfir islendingum í framtíðinni? „Þróunin í íran er ískyggileg og nú hefur t.d. Saudi-Arabía ákveðið að draga nokkuð úr framleiðslu sinni aftur eftir að hafa aukið hana meðan óviss- an rikti í íran. Mexíkanar vilja ekki auka framleiðslu sína. Hvað verðið snertir þá er ólíklegt að þau lönd, sem nú selja olíuna óunna á 22 dali tunnuna séu fús til að lækka það aftur. En í framhaldi af þessu vona ég að aðrir orku- gjafar komi einnig til og verði samkeppnishæfari. Hvað ísland snertir þá verður við að gera okkur grein fyrir því, að olíuseljendur stofna ekki til nýrra viðskipta nú og verður jafnvel frekar dregið úr þeim viðskiptum sem fyrir eru. Ég held að til dæmis gæti það komið illa niður á útvegun flugvélaeldsneytis og smurolíu ef við fáum ekki að treysta þau viðskiptasambönd okkar. Að öðru leyti má segja að við verðum að skipuleggja atvinnuvegi okkar betur hvað varðar alla olíunotkun ef við ætlum að viðhalda sömu lífs- kjörum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.