Morgunblaðið - 17.02.1979, Side 12

Morgunblaðið - 17.02.1979, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 17. FEBRÚAR 1979 1 HLAÐVAKPANUM 54 milljónir póstsend- inga innanlands 1977 • í PÓSTFERÐUM hér innan- lands voru liðlega 12 milljón kíló- metrar lagðir að baki árið 1977. Þessar upplýsingar er að finna í ársskýrslu Pósts- og síma fyrir árið 1977, en hún er nýkomin út. Landpóstar lögðu að baki 3.3 milljónir km, í leiguflugi var farin rúmlega milljón km með póst, tæpar 6 millj. km með áætlunar- flugi, sérleyfisbílar óku liðlega 2 milljónir km með póst og loks var leigubílum með póst greitt fyrir 14.350 kílómetra. Samtals voru póstferðir innanlands rúmlega 45 þúsund árið 1977. Póstsendingar innanlands voru 54.3 milljónir á árinu, þannig að mikið hefur verið skrifað og pennaleti virðist ekki með þjóð vorri samkvæmt þssum tölum. Alls voru í lok ársins 1977 75.971 símnotendur á landinu, en símtöl- in voru 95.453 talsins. 95.2% sím- anna var þjónað með sjálfvirkri afgreiðslu, en 4.8% með hand- virkri afgreiðslu, Á árslok 1977 voru 258 telexnotendur á landinu, þar af 248 á Reykjavíkursvæðinu. í árslok 1977 voru 2052 starfsmenn hjá Pósti og síma, í fullu starfi voru 1404 af þessum hópi. í skýrslunni er að finna upplýs- ingar um veikindadaga starfs- manna og kemur þar fram að veikindadagar á hvern ársmann voru 14.6, 16.6 á hverja konu en 12.6 á hvern karl. Þessar tölur höfðu lækkað talsvert frá árinu á undan. Veikindadagar eftir aldri starfsmanna skiptust þannig að meðaltali á ársmann: Konur Karlar Samtals 1977 Samtals 1976 dagar dagar dagar dagar Að 20 ára . . . 10,4 7,0 9,1 10,2 21 — 30 — ... 15,0 8,8 12,0 11,2 31 — 40 — ... 17,3 8,6 13,6 11,7 41 — 50 — ... 13,8 12,7 13,4 14,5 51 — 60 — 17,5 15,7 v 16,0 22,9 61 — 70 — ... 35,9 23,3 28.0 23,9 Yfir 70 — 3,2 4,6 4,3 Aður trollbátur — núna vörubíU — Ég ek vörubíl, sagði Bjarni Vilhjálmsson þegar Mbl. ræddi við hann þar sem hann leit í blöð og skolaði pólifk og öðrum heimsfréttum niður með kaffinu í kaffi- vagninum á Grandagarði — Ég flyt fisk til Reykjavíkur frá Suðurnesjunum, þegar hann svaraði spurningunni um hvert starf hans væri. — Venjulega fer ég suður í Sandgerði og Grindavík á kvöldin og sæki fisk sem fer í sölu í fiskbúðinni við Víðimel, en hún er í eigu Einars Ásgeirssonar. Aðra hluta dagsins snýst ég við að aðstoða Einar við að koma fiskinum í mötuneyti og aðrar búðir ef þannig verkast og þannig ganga flestir dagar vikunnar til hjá mér, sagði Bjarni. Kemurðu oft í Kaffivagninn? — Já, ég kem hingað jafnvel oft á dag, fisksalinn hefur verbúð hérna á Grandanum og þar er aðalaðsetur hans. Það vill því oft verða svo að maður kíkir hér inn og lítur í blöð eða spjallar við kunningjana. Ég segi ekki að við þekkjumst, við sem komum hingað oft, en andlitin þekkjum við og spjöllum stundum. Hefurðu lengi fært okkur Rcykvíkingum fiskinn? — Ekki svo lengi með vörubíl, því ég var áður á trolibát, sem Einar átti, en það eru líklega ein 4 ár síðan ég fór að flytja fisk á vörubíl. Hvað flyturðu mikið í einu? — Það er mjög misjafnt, en ef bátarnir afla vel þá hefi ég oft komið með um eða yfir 5 tonn í ferð, en stundum er þetta allt niður í eitt tonn. Borðarðu mikinn fisk sjálfur? — Já, geysimikið, enda er þetta herramannsmatur, ég tala nú ekki um þegar hægt er að fá hrogn og lifur eins og á þessum árstíma. Þá er fiskurinn hið mesta lostæti. Að síðustu er Bjarni spurður hvernig hann kunni við sig í kaffivagninum þar sem hann kemur svo oft (fráleit spurning!?): — Ég kann mjög vel við mig því hér eru ágætisstúlk- ur og gott er að koma hingað í sopann, en ég hefi lítinn áhuga á spilakössunum og geri lítið af því að grípa í þá, helzt hefi ég gert þetta þegar ég hef dvalið erlendis, sagði Bjarni Vilhjálmsson að lokum og í því kom hann auga á að fisksalinn var kominn í verbúðina og var þá mál fyrir Bjarna að hitta hann til að ræða fiskflutning- ana það kvöldið. KAFFITÍMI Ljósm. Kristján Bjarni Vilhjálmsson lítur yfir höfnina og fylgist með sjómönnum búast á veiðar. Bjarni var áður sjómaður, en nú flytur hann fiskinn á vörubíl. LÖGREGLA Nei takk — ekki Utlar sœtar sýningarstúlkur • ÞÆR birtust við kjörstaði í borginni við borgarstjórnarkosn- ingarnar 1974. Nokkrar, hressileg- ar og hýrar, laglegar og smekklega klæddar í sérstaka lögreglubún- inga fyrir kvenlögregluþjóna. Þá höfðu þær nýlokið námi í Lög- regluskólanum og tóku til starfa samhliða karlpeningnum við að halda uppi lögum og reglum í Reykjavík. Næstu mánuðina á eftir sáust þær oft á götum borg- arinnar og tóku, er fram í sótti, að sér sömu störf og karlmennirnir, sem höfðu einokað störf lögreglu- mannsins fram til þessa. Upp á síðkastið hefur hins vegar brugðið svo við, að þessar stúlkur hafa ekki sést eins mikið og áður. Við veltum þeirri spurningu fyrir okk- ur er við hringdum til Bjarka börnum, en hún er gift lögreglu- þjóni. — Það.var eðlilegt, að varlega væri farið í þessa nýbreytni í upphafi, en yfirleitt hefur þetta gengið vel, þó svo að það sé eðlileg misjafnt eftir manneskjum eins og gengur. En ég held að mér sé óhætt að segja, að við höfum ekkert á móti því að fá fleiri stúlkur í þetta starf, sagði Bjarki Elíasson. Það kvað nokkuð við annað hljóð ei> Morgunblaðið ræddi við eina af þeim stúlkum, sem var með þeim fyrstu til að hefja störf í lögregl- unni. Hún sagði að í upphafi hefði verið við nokkur byrjunarvanda- mál að glíma, en stúlkurnar hefðu frá upphafi lagt ríka áherzlu á, að algjört jafnrétti ríkti. Að stúlk- Lilja Björk Júlíusdóttir og Ragnheiður Ó. Davíðsdóttir við skyldustörf. Elíassonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hvort verið væri að fela stúlkurnar fyrir borgurunum á bak við þung og leiðinleg skrif- borð. — Nei, alls ekki, svaraði Bjarki. — Frá 1974 hafa 12 stúlkur verið í lögreglunni í Reykjavík og 1 í Kópavogi. í vetur hafa þrjár stúlk- ur verið í Lögregluskólanum og eru nú í starfsþjálfun. Hjá okkur eru nú þrjár stúlkur, sem ganga vaktir, en sú fjórða, sem daglega klæðist einkennisbúningi, er í umferðarfræðslu í vetur. Þrjár lögreglukonur eru við störf í rann- sóknadeild lögreglunnar, 1 er í boðunardeild, 1 er í sektarinn- heimtu, 2 starfa nú hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins í Kópavogi og 1 er við almenna löggæzlu í Kópa- vogi. Loks hefur ein stúlknanna hætt störfum og sinnir nú búi og urnar hefðu frá upphafi viljað ganga til sömu vinnu og karlarnir. — Við vorum grimmar í baráttu okkar fyrir jöfnum réttindum og reynslan hefur sýnt að við gátum unnið öll störf til jafns við karl- mennina, nema þar sem kraftar þurftu að koma til. — Ég held að upphaflega höfum við átt að vera litlar, sætar sýning- arstúlkur á Laugaveginum. Það kom fljótlega í ljós að við vorum engar „Karon-týpur" og því varð að láta undan óskum okkar. Eg held að yfirmenn lögreglunnar hafi ætlað sér að koma upp og halda gangandi sérstakri kvenlög- regludeild eins og víða tíðkast. — Það hefur ekki tekizt og margar okkar eru nú komnar í önnur störf, þannig að aðeins lA þess liðs, sem útskrifast hefur úr lögregluskólanum, er við almenna löggæzlu, sagði þessi lögreglukona. yyVið bara höfn- uðum á íslandi” Hvernig er að vera útlendingur á íslandi, dvelja hér í eitt ár fjarri uppruna sínum og tala framandi tungumál? Þessum spurningum svara nokkur ungmenni er hér hafa dvalið síðan í ágúst sem skiptinemar á vegum American Field Service. Rætt var við þau á dögunum á Þjóðminjasafninu þar sem þau kynntu sér merka hfuti og gamla. Þau sem rætt var við eru: Susanna Drennan og Rick Palo bæði frá Bandaríkjunum og Lesley Taylor frá Englandi. í fylgd með þeim var Edda Möller, sem verið hefur skiptinemi í Sviss. — Við skiljum nú ekki allt ennþá, sögðu þau, en við erum að læra og það gengur svona upp og niður, Hvenær fóruð þið að reyna að tala fslenzkuna? — Við byrjuðum um jólin og það kom bara allt í einu áð þá helltum við okkur út í það, og Rick bætti því við að hann hefði fyrst byrjað að tala þegar hann vann í Glæsibæ í jóla- fríinu. Ekki kváðust þau hafa haft mikla þekkingu eða kynni af Islandi eða Islendingum, en hefðu svona rétt vitað að landið var til og að það tilheyrði Evrópu. En hvers vegna völduð þið að koma hingað? — Það er eiginlega tilviljun. Við sóttum um að fara til einhvers lands í Evrópu og vissum við ekki nánar í hvaða landi við myndum hafna. Það hefði alveg eins getað verið Frakk- land eða Þýzkaland, en það varð sem sagt Island. Hvernig finnst ykkur dvölin? — Hún er ágæt, það tekur svolítið langan tíma að kynnast íslending- um, en þegar maður hefur kynnst þeim þá eru þeir virkilegir vinir. Þar sem við dveljumst, hjá fjölskyldum okkar, eru líka allir hjálplegir og við vonumst til að geta lært meira þegar á líður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.