Morgunblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 Húsnæðismálastofnun: Greiðir 2 milljarða í lán í marz og apríl Húsnæðismálastjórn hefur tekið ákvörðun um tilhögun lánveitinga að upphæð um 2 milljarðar króna sem koma til greiðsiu ( marz og aprílmánuði n.k. Aðallega er um að ræða frumián og viðbótarlán til þcirra er fengu frumlán og miðián á síðasta ári svo og ián tii kaupa á eldri fbúðum. Byggingarlánin nema samtais 1.190 miiijónum króna og lánin til kaupa á eldri íbúðum eru um 820 milljónir til kaupa á 630 ibúðum. Lánveitingar þær, sem hér um ræðir, eru þessar: 1) Lokalán (þ.e. 3 hluti), samtals að fjárhæð um 338 milljónir króna, eru veitt til greiðslu eftir 5. marz nk. þeim aðilum, sem fengu frumlán sín greidd eftir 10. febrúar 1978 og miðlánin greidd eftir 10. ágúst sl. 2) Miðlán (þ.e. 2. hluti), samtals að fjárhæð um 337 milljónir króna, eru veitt til greiðslu eftir 10. marz nk. þeim aðilum, sem fengu frumlán sín greidd eftir 25. ágúst. 3) Frumlán (þ.e. I. hluti) eru veitt Loðnan færir sig vestar MJÖG góð loðnuveiði var á loðnu- miðunum fyrir Suðausturiandi síð- asta sólarhring, og samtais til- kynntu 25 skip um afla, alls rúm- lega 10 þús. lestir. Veiðisvæðið er nú einkum umhverfis Ingólfshöfða og þar fyrir vestan. Eru skipin nú þegar farin að landa í Faxaflóa- höfnum, og má búast við auknum löndunum þar næstu daga. Ágætt veður var á loðnumiðunum si'ðasta sólarhring. Á miðnætti í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt afla til loðnunefndar: Breki 680 lestir, Bjarnarey, 150, Seley 400, Fífill 600, Súlan 750, Vonin 180, Gunnar Jónsson 150, Húnaröst 600, Albert 570, Sigurður 1300, Loftur Baldvinsson 750, Óskar Halldórsson 350, Freyja 380, Nátt- fari 530, Bergur II. 500, Víkurberg 260, Sæberg 650, Álfsey 150, Grind- víkingur 970, Bjarni Ólafsson 1050, Faxi 320, Stígandi 180, Helga Guð- mundsdóttir 650, ísleifur 400 og Skarðsvík með 590 lestir. til greiðslu eftir 1. apríl nk. Nemur lánveitingin samtals um 330 milljón- um króna til byggingar um 275 íbúða. Hún er veitt þeim hús- byggjendum, sem höfðu sent stofn- uninni fullgildar og lánshæfar láns- umsóknir fyrir 1. febrúar si. og höfðu jafnframt sent henni fokheldisvott- orð fyrir sl. áramót. 4) Miðlán (þ.e. 2. hluti), samtals að fjárhæð um 183 millj. króna, eru veitt til greiðslu eftir 10. apríl nk. þeim umsækjendum, sem fengu frumlán sín greidd eftir 1. október sl. 5) Lán til kaupa á eldri íbúðum samtals að fjárhæð um 820 milljónir króna, eru veitt til greiðslu eftir 10. apríl nk. þeim lánsumsækjendum til handa, sem sendu stofnunni lánsum- sóknir sínar fyrir 1. október sl. Er hér um 630 íbúðir að ræða. Sámtals er hér um 5 lánveitingar að ræða, samtals að fjárhæð um 2008 milljónir króna. Harður árekstur varð í hálkunni I Reykjavfk í gær, er saman rákust iltil Trabantbifreið og stór amerískur fólksbíll þar sem þeir óku samsíða eftir Hringbrautinni til vesturs. Bflarnir eru báðir mikið skemmdir eins og þessar myndir bera með sér, einkum minni bfllinn. Ekki er alveg ljóst hvað olli árekstrinum, en bfiarnir óku sem fyrr segir samsíða í vesturátt eftir Hringbrautinni. Rákust þeir saman með þeim afleiðingum að þeir fóru báðir yfir í girðinguna á umferðareyjunni, annar yfir hina akbrautina en sá stærri staðnæmdist á girðingunni milli akbrautanna. Ljósm. Emilfa. Skákmótið í Miinchen: Jafnt hjá Friðrik en skák Guðmundar í bið FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari gerði í gær jafntefli við Balashov frá Sovétríkjunum í fjórðu umferð skákmótsins á Hiltonhótelinu í Flugverkfallið: Stefnt að sáttafundum í dag eða á morgun STEFNT er að því að halda sátta- fundi í deilu flugmanna og Flug- leiða f dag eða á morgun og tjáði Hallgrfmur Dalberg Mbl. í gær, að tfminn væri notaður til ýmiss konar undirbúnings þótt ekki hefðu verið haldnir fundir nú f nokkurn tfma. Hann kvaðst á þessu stigi ekkert geta sagt um framvindu mála. Aðgerðir flugmanna Flugfélagsins munu hefjast að nýju í næstu viku. Upplýsti talsmaður þeirra í gær, að miðvikudaginn 7. marz yrði ekkert flogið til Egilsstaða, Hornafjarðar og Vestmannaeyja, en millilandaflug yrði með eðlilegum hætti. Fimmtu- dag 8. marz verður ekki flogið til Vestfjarða og ekki til Kaupmanna- hafnar. Föstudag 9. marz verður ekki flogið til Sauðárkróks, Akureyrar né Húsavíkur og liggur millilandaflug niðri laugardag og sunnudag 10. og 11. marz en verður eðlilegt á föstu- deginum. Flugmenn hafa ekki boðað frekari aðgerðir að sinni og er þetta samkvæmt því sem hafði verið ákveðið áður en til frestunar þeirra kom. Miinchen í Vestur-Þýskalandi, en skák Guðmundar Sigurjónssonar og Svíans Anderssons fór í bið. Staðan er nú þannig á mótinu, að Spassky er efstur með 3 vinninga, Robatsch frá Austurrfki og Ilubner frá Vestur-Þýskalandi eru í öðru til þriðja sæti með 2xh vinning, og síðan kemur Friðrik Ólafsson ásamt fleirum með 2 vinninga. Önnur úrslit í fjórðu umferð móts- ins urðu sem hér segir: Hubner vann Lau, Lieb vann Pachmann, Adorjan og Dankert gerðu jafntefli og einnig þeir Spassky og Robatsch. Skák þeirra Karpovs heimsmeistara og Unzickers fór í bið, og einnig skák Steans og Pfelgers. Að sögn Friðriks Ólafssonar, er Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi, þá er skák Karpovs og Unzickers jafnteflisleg, en Stean hefur líklega vinning á móti Pfelger, en þó getur allt gerst í þeirri skák. Friðrik sagði að enn væri of lítið búið af mótinu til þess að nokkru væri hægt að spá um úrslit, auk þess sem eftir væru biðskákir og ein skák sem frestað var í byrjun. Sóknarsamningar: 192 með en 122 á móti Starfsstúlknafélagið Sókn hefur undirritað kjarasamning við við- semjendur sína, rfkið, Reykja- víkurborg og fleiri aðila, og er hin almenna launahækkun á bilinu frá 9 og upp í 11%. Samningarnir voru Matthías Á. Mathiesen um lánsfjáráætlun: Erlendar lántökur 5 milljörðum hærri en fjárlög gera rað fyrir LÁNSFJÁRÁÆTLUN 1979 kemur nú til umræðu tveimur mánuð- um eftir að fjárlög voru afgreidd, sagði Matthfas Á. Mathiesen í umræðu á Alþingi í gær, en þarf að fá afgreiðslu samhliða fjárlögum, ef hún á að koma að því gagni sem stjórntæki í rfkisbúskapnum, sem að var stefnt þegar hún var upp tekin 1976. Annríki stjórnarliða er um kennt, en það annríki kemur fyrst og fremst fram í því að vera ósammála um alla hlutj, utan nýja skattheimtu, sem nemur 25 til 30 milljörðum í tekjur til ríkissjóðs 1979, umfram það, sem verið hefði, að óbreyttum tekjuöflunarlög- um frá fyrra ári. Þjóðhagsspá, sem fjárlög og lánsfjáráætlun eru byggð á, hefur breytzt, svo segja má að forsendur þær, sem á er byggt, hafi brostið. Þannig er ljóst að vísitöluhækkanir kaupgjalds verða mun meiri, bæði 1. marz og 1. júní, en við var miðað í forsendum áætlana. Þar er held- ur ekki tekið mið af þeirri þróun olíuverðs, sem/ orðin er, og skekkir áætlaðan viðskiptajöfn- uð þjóðarinnar út á við. Sýnt er og að ýmsir veigamiklir út- gjaldaliðir í fjárlögum eru stór- lega vanáætiaðir, þanrr veg að stefnt virðist í meiri rekstra- rhalla í ríkisbúskapnum en áður var ætlað. Ráðgerður rekstrar- halli ríkisstofnana, s.s. Pósts og síma, nemur milljörðum króna. Breyttar forsendur gera þessi veigamiklu stjórntæki í ríkis- búskapnum, fjárlög og lánsfjár- áætlun, að marklitlum pappírs- plöggum, eins og að málum hefur verið staðið. Lánsfjáráætlun gengur og þvert á fjárlög á ýmsan veg, sem undirstrikar í senn skoðanamis- gengið hjá stjórnarflokkunum og nauðsyn þess að afgreiða fjárlög og lánsfjáráætlun til opinberra framkvæmda sam- tímis. Þannig hækka fjárfram- lög til opinberra framkvæmda, frá fjárlögum til lánsfjár- áætlunar, um 50% og erlendar Matthías Á. Mathiesen. lántökur úr 5,6 milljörðum eins og fjárlög gerðu ráð fyrir í 10.5 milljarða. I lánsfjáráætlun er jafnvel gert ráð fyrir fjárráð- stöfunum sem ekki hafa einu sinni verið ræddar í fjár- veitinganefnd Alþingis. Og þar eru ýmis atriði, sem stjórnar- flokkarnir hafa orðið ósammála um, í grundvallaratriðum, og fróðlegt verður að sjá, hvort samstaða er orðin um. Nefna má það atriði, sem ekki varðar litlu, hver lánsfjárkjör skuli ríkja í landinu. Þá sagði Matthías Á. Mathiesen að hlutfall erlendra lána í heildarlántökum hækkaði verulega, skv. lánsfjáráætlun, úr tæpum 50% í 56%. Gert væri ráð fyrir 28 milljarða króna erlendum lánum 1979 af 51. m. kr. Viðskiptajöfnuður þjóðar- búsins út á við, sem á árum fyrri vinstri stjórnar, 1971—1974 var neikvæður um 11 til 12% i árslok 1974, varð hagstæður um l'/z% 1978. Nú er sýnt að enn stefnir til hins verra og ekki bætir verðþróun á olíu úr þeirri mynd, sem við blasir. Erlendar lántökur til fjárfestingasjóða hækka á einu ári, skv. áætlun- inni, úr 1700 m. kr. tæpum í 5430 m. kr. í frv. sem fylgir lánsfjár- áætlun sé hins vegar gert ráð fyrir að skerða nokkra tekju- stofna sjóða atvinnuveganna til góða fyrir ríkissjóð. samþykktir í gærkveldi með 192 atkvaeðum gegn 122. 11 seðlar voru auðir og ógildir. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, eru og ýmis nýmæli í samningunum. Þau helztu að starf húsmóður, sem hefur störf í stöðu, sem Sókn er umbjóðandi fyrir, fær húsmóður- starfið viðurkennt sem fjögurra ára starfsaldur, en áður var slíkt starf metið til eins árs starfsaldurs og fékkst sú viðurkenning á árinu 1976. Slíkar konur fara nú strax í næst- hæsta taxta félagsins. Annað nýmæli er að 5 ára starfs- reynsla við heimilishjúkrun, barna- gæzlu, hjúkrun aldraðra og hjúkrun geðsjúkra og vangefinna er nú metið til jafns við kjaranámskeið, þ.e.a.s. að starfsreynsla er nú metin til náms og fæst við það 7% aukaálag á laun. Þá er í þriðja lagi, að vinnu- veitandi greiðir nú að fullu 3ja mánaða fæðingarorlof eftir 3 ár, var áður eftir 4 ár. Að öðru leyti greiðist fæðingarorlof úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði eins og verið hefur. Launatafla Sóknar er nú þannig — innan sviga eru þær tölur sem gilt hafa undanfarið: Fyrsta ár 164.331 (153.580) Eftir eitt ár 169.446 (158.361) Eftir 3 ár 179.031 (163.141) Eftir 5 ár 181.543 Eins og áður sagði bætast 7% við laun eftir 5 ár í ákveðnum starfs- greinum. o INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.