Morgunblaðið - 01.03.1979, Side 5

Morgunblaðið - 01.03.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 5 Jónas Egils- son kjörinn formaður Loka F.U.S. Aðalfundur Loka, félags ungra sjálfstæðismanna í Lang- holti var haldinn hinn 11. desem- ber síðastliðinn. Jónas Egilsson var kjörinn varaformaður, en aðrir í stjórn eru: Magnús Guðlaugsson, vara- formaður, Sigrún Waage ritari, Ásgerður Sverrisdóttir, gjald- keri, og meðstjórnendur Halldór Leví, Herjólfur Jóhannesson og Þorhallur Steingrímsson. í tilkynningu frá stjórn félags- ins segir, að stjórnarfundir séu haldnir á fimmtudögum klukkan 18.30 í félagsheimilinu, og eru fundirnir opnir félögum. Aðalræðismað- ur Islands í V-Berlín látinn Aðalræðismaður íslands í Vest- ur-Berlín, Walter W. Cobler, lést hinn 23. febrúar síðastliðinn. Cobler gegndi stöðu ræðismanns og síðar aðalræðismanns íslands í Vestur-Berlín undanfarin 16 ár. AliOI.VslNOASÍMINN EK: 22480 JHorpimblebiti Gefa Siglufjarðar- bæ hundrað verk þekktra listamanna HJÓNIN Arngrímur Ingimundarson, kaupmaður, og Bergþóra Jóelsdóttir kona hans hafa tilkynpt bæjar- stjóranum á Siglufirði þá ákvörðun sína að gefa Siglufjarðarbæ úrval listaverka, sem þau hafa safnað á síðustu þremur áratugum. Þarna er um að ræða 100 myndir, flestar þeirra olíumálverk og vatnslitamyndir, en auk þess klippi- myndir og grafíkmyndir eftir kunna innlenda og erlenda listamenn. Gefendurnir, sem eru til heimilis að Grettisgötu 2 a í Reykjavík segjast vænta þess, að listaverkasafnið geti orðið menningarlífi bæjarins lyfti- stöng og jafnframt verði með gjöfinni lagður grundvöllur að Listasafni Siglufjarðar. Arngrímur ólst upp á Siglu- firði og segir hann, að þá hafi átt þátt í ákvörðun þeirra hjóna, að Siglfirðingar studdu mjög og aðstoðuðu móður hans er hún fluttist úr Fljót- um til Siglufjarðar með barnahóp eftir að faðir Arn- gríms hafði misst heilsuna. Arngrímur segir móður sína aldrei hafa getað launað Sigl- firðingum hlýhug þeirra og hjálpsemi, en það vilji hann og kona hans nú gera um leið og þau minnist foreldra sinna með þessari gjöf. Samtals eru í listaverka- safni þeirra hjóna myndir eftir um 60 listamenn, lang- flesta innlenda frá ýmsum skeiðum islenskrar myndlist- ar. Elstu myndirnar eru eftir Jóhannes S. Kjarval en þær yngstu eftir myndlistarmenn, sem nýlega hafa komið fram á sjónarsviðið. Hér mun vera um að ræða eitt sérstæðasta og fjölbreytt- asta listaverkasafn í einkaeign hér á landi og telja kunnugir gildi þess ekki síst i því fólgið, hve mikið er í safninu af verkum ungra myndlistar- manna. Fyrirhugað er að listaverkin verði afhent Siglfirðingum á næsta ári, en bæjarráð Siglu- fjarðar samþykkti í byrjun vikunnar að þiggja með þökk- um þessa höfðinglegu gjöf. Er nú í athugun, hvar heppilegast muni að koma listasafninu fyrir á Siglufirði, þannig að það geti orðið aðgengilegt fyrir alla, sem áhuga hafa á að skoða það. (Frétt frá bæjarstjóra Siglu- fjarðar). Alþjóðaár barnsins 1979 Æskulýðsstarf Þjóðkirk junnar Æskulýðsdagur kirkj- unnar á sunnudaginn Árlegur æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar verður n.k. sunnudag 4. marz og ber hann að þessu sinni yfirskriftina Jesús og barn- ið. Hefur alþjóðaár barnsins haft sfn áhrif á undirbúning og skipu- lag dagsins segir í frétt frá Æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar er undirbýr daginn. I tilefni dagsins hefur Æsku- lýðsstarf Þjóðkirkjunnar gefið út bækling, sem notaður verður við æskulýðsmessur og samverur á æskulýðsdeginum og síðar. Auk messuforms og sálma er þar að finna ávarp frá biskupi og hug- leiðingu ætlaða foreldrum og upp- alendum, og fjallar hún um trúar- legt uppeldi undir yfirskriftinni Jesús og barnið. Þeir sem fá þennan bækling í hendur við messu eða æskulýðs- samveru fá hann til eignar. Æskulýðsdagurinn mun verða haldinn hátíðlegur í hinum ýmsu söfnuðum landsins með sérstökum guðsþjónustum, fundum og sam- komum, og þar sem því verður ekki við komið 4. mars, verða samverur 1—2 vikum síðar. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU Hljómburðurinn einmitt eins og þú óskar þ hann... ^KD55 f mótsetningu viðöll önnurstereo-heyrnar- tæki getur þú á KOSS Technican/VFR stjórnað hljómburðinum alveg eftir þínu höfði. ístaðinn fyriraðþúhlustiráuppáhalds tónverkin eins og aðrir heyra þau, nýtur þú þess að geta framkallað þann hljómburð sem er þér að skapi- aðeins með því að færa til VFR-stillinn. Tæknilegar upplýsingar: 50 mm aflhátalarar • Mótstaða : 230 ohm/1 kHz • Tíðnisvið: 10-22000 Hz • Næmleiki: 95 V-rms/1 kHz • Bjögun: Minni en 0,4%/1 kHz/100 dB SPL • Hljóðstyrkur við 1% bjögun: 108 dB/1 kHz • 3 metra gormlaga aðtaug • „Pneumalite" eyrnapúðar. • Tenging fyrir gálgahljóðnema • Þyngd: 483 g (u/aðtaug) Verö kr. 29.255.- FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Pekking feynsla tyónust

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.