Morgunblaðið - 01.03.1979, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979
Rabbað við
Karl Friðrik Kristjánsson
geitabónda
Þeir geta orðið myndarlegir
hafrarnir, en Það er liðlega
metri milli hornendanna á
Þessum sem Karl Friðrik
átti.
Jón i Viðínesí
og Karl
„Þegar bændur köll-
uóUp fóru punktarn-
ir aó renna af stað“
Kristján Friðrik 8 ára gefur vininum brauðbita.
Af tæplega 200 geitum á öllu
landinu er einn stærsti geitabónd-
inn í Kópavogi, Karl Friðrik
Kristjánsson. Hann á 12 geitur og
hefur hann lagt áherzlu á að
viðhalda stofni kollóttra geita, en
svo mun komið að einu kollóttu
geiturnar á landinu eru f eigu
hans. Undanfarin ár hefur Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins
gert erfðafræðirannsóknir á þess-
um kollóttu geitum og hefur Karl
Friðrik leigt Rannsóknastofnun-
inni geiturnar. Við röbbuðum við
geitabóndann um búskap hans.
„Eg byrjaði á þessu árið 1966, var
á sínum tíma geitasmali í Hafra-
fellstungu í Öxarfirði, en þar er
fært frá þar til í kringum 1950. Ég
hef líklega verið einn af síðustu
geitasmölunum á landinu og oft
hafði maður þetta í kring um 20
geitur í kvíum.
Um 10 árum síðar, eða í kring um
1960, fór ég að veita því athygli að
ég sá hvergi kollóttar geitur. Upp
úr því fór ég virkilega að leita eftir
kollóttum geitum og spyrjast fyrir
um þær og um tíma hélt ég að þær
væru útdauðar. Fyrstu geiturnar
fékk ég síðan sjálfur 1966, hyndar,
og voru hauðnurnar úr Öxarfirði og
hafurinn úr Biskupstungum frá
Kjaranstöðum. Nokkrum árum síð-
ar gróf ég upp að austur í Vopna-
firði væru til tvær kollóttar geitur
og fékk ég aðra. Áður hafði ég þó
fengið tvær kollóttar geitur og sett
þær í sóttkví út í Lundey á Sundun-
um, en þær hurfu þaðan og hafa
ekki sézt síðan.
Frá þessari einu kollóttu úr
Vopnafirði hef ég síðan náð kollótt-
um stofni og nú er unnið að því að
gera hann arfhreinan.
Vísindamenn erlendis telja að
það hafi orðið litningabreyting í
geitum fyrir um það bil 800 árum
og það hefur valdið því að sögn
vísindamanna að arfhreinar koll-
óttar geitur vilja verða vanskapað-
ar á kynfærum, ófrjóar eða kyn-
lausar. Að beiðni franskra vísinda-
manna hóf Rannsóknastofnun
landbúnaðarins rannsóknir á þessu
hér og því leigði stofnunin mínar
geitur í 4 ár, eða síðan haustið 1975.
Þykir forvitnilegt að gera þessar
rannsóknir hér þar sem talið er að
ekki hafi bætzt við geitastofninn
hérlendis í 1100 ár. Dr. Stefán
Aðalsteinsson stjórnar þessum
rannsóknum.
Árið 1977 fæddist einn hafur
vanskapaður, en honum var lógað
af slysni. Annar sem fæddist 1977
virðist ófrjór,en enginn vanskapn-
aður kemur fram hjá honum. N.k.
vor verður gerð litningarannsókn á
honum af kanadískum kvenerfða-
fræðingi. Þessari fjögurra ára
rannsókn lýkur í vor, en ekki veit
ég um framhaldið á málinu. í
mínum geitahópi eru bæði kollóttar
og hyrndar geitur, en ég hef reynt
að halda við litunum í stofninum,
gráhöttóttu, svarthöttóttu, goltóttu
og hvítu.
Á sumrin hafa geiturnar verið í
Þerney undir vernd Jóns í Víðinesi.
Undanfarna vetur hafa þær verið í
Þormóðsdal í Mosfellssveit en áður
hafði ég hins vegar haft þær í
hesthúsinu hjá mér uppi í Víðidal á
vetrum.
Af 12 geitum eru þrír hafrar, en
þess má geta að kvendýrið af
kiðlingum er kallað hauðna til eins
árs aldurs, eða þar"til hún á kiðling.
Karldýrið er hins vegar strax
kallað hafur, en einnig er tíl gamalt
fornt nafn á karldýrinu og er það
kjappi.
Sérstakt við geitur? Þær verða
ógnarlega spakar í umgengni og ég
get kallað á þær þegar ég hugsa um
þær sjálfur. Þá gildir að kalla kiða
kið og hópurinn kemur á fullri ferð
að sníkja brauð. Ég man líka eftir
því í minni bernsku að bændurnir
kölluðu á geitfé sitt hátt upp í
hlíðar. Maður sá geiturnar í fjarska
eins og punkta í fjallinu, en þegar
bændur kölluðu fóru þessir punktar
að renna af stað og að síðustu voru
þeir komnir í einn hnapp og hópur-
inn flykktist í kvíarnar."