Morgunblaðið - 09.03.1979, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.03.1979, Qupperneq 11
einnig get ég hugsað mér, að síðar meir muni verða gerður handhægur útdráttur úr þessu mikla verki, eins konar al- menningsútgáfa, því að satt að segja er það orðið mikið verk að lesa ritsafnið í heild niður í kjölinn og sleppa öngvu. Enda verður að því að gá, að Einar setur kenningar sínar fram í 64 tilgátum. Sérhvur þeirra er rökstudd með svo mörgum líkindum, að mér sýnast þær óhrekjandi. A þær verður þess vegna að líta sem fullsannaðar staðreyndir, svo lengi sem enginn hrekur tilgáturnar með fleiri og gildari rökum heldur en Einar dregur fram þeim til stuðnings. Þegar Rætur íslenskrar menningar hafa verið viður- kenndar sem rétt vísindi, mætti vafalaust sleppa úr ritunum nokkru af þeim gögnum, sem höfundurinn hleður upp tilgátunum til trausts og halds, og gera þau þannig aðgengilegri öllum almenningi. En meðan íslendingar eru enn flestir jafn steinrunnir í barnatrú sinni á „prívat" menningu sína í bók- menntum, landnámi og stjórn- skipun til forna, eru vinnubrögð Einars alveg eðlileg. Mér þykir rétt að taka það fram að lokum í þessu rissi, að Einar Pálsson er ekki að ræna okkur neinu með kenningum sínum, heldur er hann að auðga okkur. Skarphéðinn, Höskuldur, Gunnar, Mörður og Njáll eru til dæmis jafngóðar persónur frá bókmenntalegu og jafnvel sann- fræðilegu sjónarmiði, eins og þeim er lýst í Njálu, þó að Einar hafi uppgötvað að þessar sömu persónur eru um leið táknverur mörgþúsund ára gamalla trúar- hugmynda og eiga sér augljósar hliðstæður eða samstæður í trúar- og hugmyndaheimi margra fornþjóða. Sunna með aldraða til Mallorca Ferðaskrifstofan Sunna hefur ákveðið að fara tvær ferðir fyrir aldraða til Mall- orca á þessu vori. Verður sú fyrri 20. apríl en sú síðari 11. maí. Báðar ferðirnar verða þriggja vikna langar og verður dvalið í hótelum eða íbúðum eftir vali far- þega. Sérstakir fararstjórar verða í þessum ferðum og verða þeir búnir undir það að veita hinum öldruðu far- þegum lið. Leiðrétting í viðtali við Grétu Morthens í Mbl. í gær var sú prentvilla, að sagt var að meðferðarheimilið í Ry hefði boðist til að taka 34 sjúkl- inga frá íslandi á ári. Rétt er að meðferðarheimilið hefur boðist til að taka 3—4 sjúklinga á ári. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 11 Eyjólfur Guðmundsson skrifar: Olíuskortur, veturinn 1979—’80? Fyrirsjáanlegar eru nú miklar hækkanir á olíu og benzíni á heimsmarkaðnum. Þetta gerist ekki aðeins vegna þess að OPEC hefur ákveðið hækkun sem nem- ur nokkrum prósentum, heldur vegna óeirðanna í Iran, og eins vegna hins kalda loftslags um allt norðurhvel jarðar. Af þeim ástæðum hefur gengið mjög á olíubirgðir, þar sem kalt hefur verið. Hvað snertir olíuvinnsluna í íran, hefir hún svo að segja stöðvast vegna innanlandsófrið- ar, og það mun taka marga mánuði að koma henni í fullan gang. Ef öfl, fjandsamleg U.S.A. og Israel, ná þar fótfestu, getur það þýtt að skrúfað verði fyrir alla olíusölu til V-Evrópu og N-Ameríku. Slíkt getur haft hinar geigvænlegustu afleiðing- ar, með olíuskorti, víða um hinn vestræna heim. Hvað snertir Norðmenn eru þeir nú sjálfum sér nógir hvað olíu og benzín snertir, og hækkað olíuverð, eða olíuskort- ur, því ekkert vandamál fyrir Noreg. Fjármálaráðherra lands- ins fagnar hækkuðu olíuverði, þar eð það mun gefa norska ríkinu stórauknar olíutekjur. Samkvæmt opinberum skýrsl- um er gert ráð fyrir að útflutn- ingsverðmæti norsku olíunnar muni á árinu 1979 nema um 19 milljörðum norskra króna. Rétt er reyndar að geta þess, að skuldir norska ríkisins erlendis nema um 54 milljörðum n.kr. og stór hluti þeirrar upphæðar er lán vegna olíuleitarinnar í Norðursjónum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.