Morgunblaðið - 09.03.1979, Side 13

Morgunblaðið - 09.03.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 13 „Skrýðum bara, sendna strönd“. Ungur lerkiskógur vex upp aí rýrum flagmó á bökkum Lagarfljóts í landi Hafursár í Vallahreppi. Gróðursett 1%9, 6000 tré á hektara. Myndin tekin í sept. 1977. (Ljósm.: Sig. Blöndai). ber að geta hér að forráðamenn Búnaðarsambands Austurlands styðja þessa áætlun af alhug, svo sem bókanir sanna. Gull í lófa framtíöar Svo sem fyrr sagði, gerir land- búnaðarfrumvarpið ráð fyrir því að framleiðendum sem draga úr framleiðslu sinni, verði greiddar verðbætur. Það var einmitt þetta atriði, sem búnaðarmálastjóri taldi vænlegast til að draga úr offramleiðslunni. Þá má einnig enn minna á þá skoðun landbúnað- arráðherra, sem áður var skýrt frá, að gera ætti sérstakar ráðstaf- anir til að styrkja búsetu í einstök- um byggðum og landsvæðum, og bera ætti þann kostnað uppi af almannafé. Væri nú ekki ráð, með þetta hvort tveggja í huga, væntanlegan vilja Alþingis og skoðun ráðherra, að færa Fljótsdalsáætlunina út á þann veg að samið yrði sérstaklega við þá framleiðendur, sem umráð hafa yfir þeim jörðum, sem eink- um eru taldar hæfar til nytjaskóg- ræktar, þannig samið við þá, að ef þeir breyttu búskaparháttum sín- um alfarið, tækju upp skógrækt í stað búfjárræktar, yrði þeim, auk verðbótanna fyrir bústofnsskerð- ingar, sem lögin gerðu ráð fyrir, svo og niðjum þeirra, svo lengi sem talið er með þurfa, greiddar sér- stakar bætur fyrir landið sem þeir legðu til og umhirðu nýmerkurinn- ar. Þessar viðaukabætur ásamt verðbótunum fyrir bústofnsskerð- inguna ættu þá að miðast við ársarð af meðalbúi. Erfitt er, að ókönnuðu máli, að giska á hversu mikill útgjaldaauki þessir samningar yrðu fyrir ríkis- sjóð. í þeim útreikningi kæmu, að sjálfsögðu þær uppbætur til frá- dráttar sem ríkissjóður hefði þurft að borga, ef viðkomandi framleið- andi hefði haldið áfram búskap sínum í því horfi sem hann var. En hver sem sú útgjaldaaukning kynni að verða, mætti vissulega líta á hana sem eins konar forvexti af því gulli sem verið er að leggja í lófa framtíðarinnar með þessari ráðabreytni hins íslenska bónda. í framhaldi af því sem hér hefur verið sagt má benda á, þótt auð- sætt sé, að bæði stofnkostnaður og síðari úrvinnsla skógarafurða verður því hagkvæmari sem svæð- in eru samfelldari sem tekin kunna að verða til trjáræktunar. Lokaorð Þó allt þetta mál sé orðið lengra en í upphafi var ætlað, verður tæplega hjá því komist að draga af því nokkrar ályktanir, væntanleg- um lesendum til glöggvunar og umhugsunar. Yrði að því ráði horfið að stofna til nytjaskógræktar í svo stórum stíl sem við mætti kpma, myndi margt vinnast og skal nokkuð af því nefnt. Dregið yrði úr offramleiðslu núv. búsafurða án þess að nokkur þyrfti að bera sinn kross til af- tökustaðarins, svo notuð séu orð búnaðarmálastjóra, áður vitnað til. í stað nokkurs hluta þeirrar offramleiðslu sem vanda landbún- aðarins veldur í dag, kæmi fram- leiðsla á vöru, sem þjóðina van- hagar stórlega um og hefur þurft að gjalda milljónaþúsundir fyrir á undanförnum árum. Vöru sem sívaxandi eftirspurn verður eftir vegna minnkandi framleiðslu í heiminum. Stækkun byggðarinnar ryður burt skógunum. Af skýrslu FAO-sérfræðingsins má sjá að þjóðin getur fullnægt trjáviðar- þörf sinni í framtíðinni og vel það. Af sömu skýrslu sjáum við einnig að það eru aðeins 50% af hverjum trjástofni sem nýtast til timbur- framleiðslunnar, hin 50%-in falla til sem hráefni til hvers konar trjávöruiðnaðar. Fá úrræði dygðu betur viðhaldi byggðarinnar a.m.k. í skógræktar- sveitunum. Atvinnumöguleikar myndu aukast þar, bæði við sjálfa skóggræðsluna og síðar hirðingu nýmarkarinnar og við trjávöruiðn- aðinn. Þannig sköpuðust skilyrði fyrir fólksfjölgun í þessum sveit- um í stað stöðugrar mannfækkun- ar að undanförnu. Þannig mætti lengi telja og blandast undirrituðum ekki hugur um að ef ráðamenn þjóðarinnar tækju upp stefnu í þá átt, sem hér er lagt til, muni þeim og þeirri kynslóð, sem þeir eru fulltrúar fyrir verða margt fyrirgefið af mistökum, sem næsta, já jafnvel næstu kynslóðir þurfa að gjalda fyrir. Vélskólanemar stilltu ky nditæki á D júpavogi Djúpivogur 7. marz VEÐRÁTTA hefur verið mjög köld sfðan um áramót, oftast norðlæg átt og talsvert frost. Um miðjan febrúar breyttist þó til og gerði suðlæga átt og fór þá að mestu sá klaki sem hér hafði legið síðan um áramót, en á öskudag kólnaði aftur og síðan hefur verið stanzlaus norðanátt og nálægt 10 stiga frost flesta daga. Snjóað hefur lítils háttar, en þó hafa samgöngur verið sæmilega greið- ar og er það að þakka nýja veginum út fyrir Hvalnes. Stóru bátarnir eru hættir á línu en byrjaðir veiðar með net og í troll. Hæstur á línuvertíðinni var Ottó Wathne með 230—240 tonn, Jón Guðmundsson hefur tvisvar landað netafiski, milli 20 og 30 tonn alls. Loðnubræðslan hefur tekið á móti 6 þúsund tonnum af loðnu og hér er brætt nótt og dag. Sextán nemendur og kennarar úr Vélskóla Islands voru hér um síðustu helgi til að stilla kynditæki. Kom í ljós að mörgu er ábótavant og ekki vanþörf á því að hafa þessi tæki í fullkomnu lagi þar sem eftir síð- ustu olíuhækkun getur kostað um 60—80 þúsund á mánuði að kynda eitt einbýlishús með olíu. Tvö félög hér a staðnum áttu merkisafmæli í vetur, kvenfélagið VAKA, sem átti 50 ára afmæli 9. des. sl., og efndu konurnar til góufagnaðar um síðustu helgi, og Ungmennafélagið Neisti varð 60 ára í febrúar og til að minnast afmælisins var hér bingódansleikur og fleira laugardaginn 24. febrúar. Bæði hafa þessi félög unnið gott starf í byggðarlaginu á sínum starfsferli þó að skiljanlega hafi stundum komið nokkrar lægðir í starfsemina. Þau hafa að mestu séð um þá skemmtistarfsemi sem hér fer fram og auk þess unnið sitthvað þarflegt i þágu byggðarlagsins. Ingimar. Combi er mögnuö nýjung frá Adamsson. Jakkarnir eru úr tweed en buxur og vesti úr aiuilarflanneli e£a grófum tvillvefnaöi (Bedford) sem er blanda úr terytene og ull. Þessi fatnaöur gefur ótaf möguleika i vali og samsetningu. Fatnaöur sniöinn fyrir frjálsræöi núdagsins. KÓRÓNA BÚÐIRNAR BANKASTR/ETI 7. SÍMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SÍMI '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.