Morgunblaðið - 09.03.1979, Síða 20

Morgunblaðið - 09.03.1979, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. 6 mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Kjarvalsstaðir — fyrir list eða stjórnmál? Miklar deilur hafa orðið um Kjarvalsstaði. Og miklar deilur hafa verið um samtök hernámsandstæðinga. Með þetta tvennt í huga mætti kannski segja, að það væri vel við hæfi, að hernámsandstæðingar efndu til sýningar á þessum umdeilda stað. En málið er ekki svo einfalt. Reynt hefur verið að skapa frið um Kjarvalsstaði, en þá er allt í einu rokið til að afhenda húsið undir þá starfsemi hér á landi, sem mestur órói er kringum. Kjarvalsstaðir voru ekki byggðir fyrir pólitískt þras, heldur list. Málstaður hernámsandstæðinga þótti að vísu ekki nógu góður, þ.e. mótmæli gegn aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu, sem hefur tryggt frið í álfunni í 30 ár, treyst öryggi Islands og haldið aftur af kommúnískum árásarseggjum og utanaðkomandi íhlutun þeirra í málefni lýðræðisríkjanna. Því var haft á orði að fá listamenn til að sýna undir merkjum róttækrar listar. Það þarf ekki annað en formbreyting- ar og tilraun til að finna nýjar leiðir í listum til að listaverk og höfundar þeirra geti flokkast undir „róttækni". Það kemur pólitík raunar ekki við og meira að segja er marxistísk list afturhaldssöm í öllum þeim löndum, þar sem þessari stefnu hefur verið þvingað upp á fólk (alltaf með ofbeldi og árás á mannréttindi, eins og kunnugt er). Sjálfur blandaði Kjarval aldrei saman list og stjórnmálum. Hann var of mikill hugsjónamaður fyrir hönd listarinnar til að láta sér detta slíkt í hug. Hví finnst mönnum ástæða til að efna nú enn einu sinni til óróa um Kjarvalsstaíi — og það út af pólitík? Og á tímum, sem listamenn slást um húsið? Auðvitað eiga hernámsandstæðingar að geta sýnt allt sem þeir vilja, m.a. sitt rétta andlit — en eru Kjarvalsstaðir vettvangur viðkvæmra pólitískra deilumála? Geta þá ekki Heimdallur, FUF, SUS, Vörður, Varðberg, Fylkingin og Friðarsamtök kvenna, Eik, marx-lenin- istar, aðdáendur Víetnams eða Pol Pots skipt Kjarvalsstöðum á milli sín það sem eftir er — og látið listamönnum eftir að sýna „úti í bæ“? Eða eiga hernámsandstæðingar að hafa einhver forréttindi fram yfir önnur stjórnmálasamtök? Þeir, sem vilja pólitíska list, eiga að láta stjórnmálamennina um það, eins og Herzog sagði á fundi hér með innlendum „kollegum" sínum. Alþýðuflokkur þorir ekki í kosningar Þingsályktunartillaga þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þingrof og nýjar kosningar var felld við atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna sameinuðust um að fella tillöguna og koma þar með í veg fyrir, að kjósendur fái tækifæri til að kveða upp úrskurð um þau ágreiningsefni, sem uppi eru meðal stjórnarflokkanna innbyrðis og milli stjórnarflokkanna og Sjálfstæðis- flokksins. Það kom ekki á óvart, að þingmenn Framsóknarflokks og Alþýðubandalags greiddu atkvæði gegn tillögunni. Framsóknarmenn vilja ekki kosningar nú vegna þess, að þeim er ljóst, að Framsóknar- flokkurinn hefur haldið áfram að tapa frá kosningum. Þeir binda örvæntingarfullar vonir við það, að þeim takist að snúa þeirri þróun við. Það tekst hins vegar ekki. Astæðan til þess, að Alþýðubandalagið vill ekki kosningar nú er allt önnur. Það er skoðun forystumanna Alþýðubandalagsins, að því lengur sem þeim takist að halda Alþýðuflokki og Framsóknarflokki í ríkisstjórninni þeim mun meira verði tap þessara tveggja flokka. Hins vegar kemur það óneitanlega á óvart, að þingmenn Alþýðu- flokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. Þegar málflutningur þeirra undanfarnar vikur og mánuði er hafður í huga hefði mátt ætla, að þeir mundu hiklaust greiða tillögu Sjálfstæðismanna atkvæði þar sem það mundi gefa þeim kost á að leggja ágreiningsmálin innan ríkisstjórnar- innar undir dóm kjósenda. Slík tillaga í öðru formi kom fyrir nokkru fram frá Alþýðuflokknum en naut ekki stuðnings á þingi. Þingrofstil- laga Sjálfstæðismanna hefði hlotið samþykki, ef þingmenn Alþýðu- flokksins hefðu greitt henni atkvæði og þá hefðu þeir náð fram yfirlýstum markmiðum að fá úrskurð kjósenda um efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar. Hver er ástæðan fyrir því, að þingmenn Alþýðuflokksins greiddu allir atkvæði gegn þingrofi og nýjum kosningum? Astæðan er einföld. Þeir þora ekki í kosningar. Þeir þora ekki að leggja verk sín frá kosningum undir dóm kjósenda. Þeir þora ekki að gefa kjósendum tækifæri til að segja skoðun sína á framferði Alþýðuflokksins, stóryrðunum, yfirlýs- ingunum, dagsetningunum, öllu því sem þingmenn Alþýðuflokksins hafa sagt, að þeir ætluðu að gera en ekki haft kjark, þrek og dug til að standa við. Allmargir þingmenn Alþýðuflokksins eiga ekki afturkvæmt í þingsali að kosningum loknum. Af öllum þessum ástæðum heykjast þeir á því að standa við stóru orðin og fella þingrofstillögu Sjálfstæðismanna. Við það tækifæri gáfu Alþýðuflokksmenn nýjar yfirlýsingar, og tilkynntu nýjar dagsetningar. Nú orðið yppta menn öxlum við slíkum tíðindum. Þótt þingrofstillaga Sjálfstæðismanna hafi verið felld breytir það engu um þá staðreynd, að núverandi ríkisstjórn er ekki starfhæf, landið er stjórnlaust, ráðherrarnir ná ekki saman, engin samstaða mun takast um raunhæfa efnahagsstefnu. Jafnvel ísjálfum miðbænum komust vegfarendur fann krappan. Vegfarendur urðu að berjast gegn norðanstrekkingnum og sveið þá oft í andlit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.