Morgunblaðið - 09.03.1979, Page 22

Morgunblaðið - 09.03.1979, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 Ársfundur Æskulýðsráðs Reykjavíkur: Dagur Sameinuðu þjóðanna verði æskulýðsdagur Ur barnaleikriti Odds Björnssonar, Krukkuborg. Krukkuborgsýndí20. skipti Barnaleikrit Odds Björns- sonar, Krukkuborg verður sýnt í 20. skipti n.k. laugardag í Þjóðleikhúsinu. Gerist mikill hluti leiksins neðansjávar og hefur leikstjórinn Þórhallur Sigurðsson notið aðstoðar Leik- brúðulands við sýninguna, en fálagar þess stjórna brúðum og sjávardýrum ásamt leikurun- um sjálfum. Meðal leikenda eru Ástmund- ur Norland, Felix Bergsson, Sólveig Halldórsdóttir, Sigurður Skúlason, Arnar Jónsson, Jón Gunnarsson, Randver Þorláks- son, Steinunn Jóhannesdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir o.fl. Hróðmar Sigurbjörnsson hefur samið tónlist og flytur ásamt félögum. Sýningin á laug- ardag er næstsíðasta laugar- dagssýningin, en verkið verður áfram sýnt á sunnudögum. Bandaríski gamanleikurinn Á sama tíma að ári verður aftur sýndur á stóra sviðinu, en sýn- ingar hafa legið niðri um hríð vegna þrengsla. Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir leika aðalhlutverkin og á laug- ardag verður 113. sýning verks- ins. ÁRSFUNDUR Æskulýðsráðs Reykjavíkur með fulltrúum æsku- lýðsfélaga í borginni var haldinn fyrir nokkru og var það þriðji fundurinn. Aðalefni hans að þessu sinni var æskulýðsstarf á ári barnsins. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, for- maður Æskulýðsráðs Reykjavík- ur, Reynir Karlsson, æskulýðs- fuiltrúi rfkisins, og Gunnlaugur Snædal, formaður nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, fluttu framsöguerindi og fór síð- an fram starf í hópum og almenn- ar umræður. í frétt frá Æskulýðs- ráði segir, að umræður hafi orðið fjörugar um ýmsa þætti æsku- lýðsstarfs í Reykjavík bæði hjá félögum og á vegum opinberra aðila. Á fundinum voru sam- þykktar eftirfarandi tillögur og þeim vísað til borgaryfirvalda: 1. Ársfundur Æskulýðsráðs Reykjavíkur með fulltrúum æsku- lýðsfélaga í Reykjavík gagnrýnir harðlega þau áform borgaryfir- valda að leggja starfsemi útideild- ar niður. Vill fundurinn benda á, að nauðsyn slíkrar starfsemi er ekki minni nú en áður og beinir því þeirri áskorun til borgaryfirvalda að þau reyni að viðhalda starfsem- inni í einhverju formi. 2. Ársfundur Æskulýðsráðs Reykjavíkur með fulltrúum æsku- lýðsfélaga, haldinn 24. febrúar 1979, styður eindregið eftirfarandi tillögu um æskulýðsdag: Kynning þessi fari fram á venjulegum starfstíma skóla, en einnig verði allir starfsstaðir æskulýðsstarfs opnir. Tryggja þarf samstarf við ýmsa aðila og stofnanir til þess að hugmyndin nái fram að ganga. Má þar til nefna fræðsluráð, íþróttaráð, Iþróttabandalag Reykjavíkur og frjáls félagasamtök i borginni. 3. Sett verði upp samstarfs- nefnd í hverju starfi, þar sem starfandi félög geta skipulagt tímann með hliðsjón af hvert öðru, þannig að árekstur innbyrðis verði ekki fyrir hendi. Starfi nefndar- innar yrði skipt niður í tvö tíma- bil, haust- og vorönn. Að haustönn þarf að liggja fyrir 1. september en vorönn fyrir 1. janúar hvers árs. Alls sóttu ársfundinn 50 fulltrú- ar, frá skátum, ungtemplurum, K.F.U.M. og K., æskulýðsfélögum safnaða, barnastúkum og skóla- félögum, auk fulltrúa frá Æsku- lýðsráði Reykjavíkur. Búnaðarþing: Alifugla- og svínarækt verði að jafnaði hliðarbúgreinar Æskulýðsdagur verði miðviku- daginn 24. október á degi Samein- uðu þjóðanna. Þá fari fram í öllum hverfisskólum skyldunáms og framhaldsskólum borgarinnar kynning á æskulýðsstarfi og út- breiðsluherferð fyrir það. Fulltrú- ar félaga, þar á meðal íþrótta- félaga, kynni starf sinna samtaka í hverjum skóla. Stofnanir svo sem kirkjan, æskulýðsráð og aðrar borgarstofnanir haldi uppi kynn- ingu á sínum starfsþáttum. Sýning í Galleríi Sudurgötu Kristján Kristjánsson opnar n.k. laugardag sýningu í Gallerfi Suðurgötu 7 í Reykjavík. Hann hefur stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og verið sl. tvo vetur við framhaldsnám í Konsthögskolan f Stokkhólmi. Þetta er þriðja einkasýning Kristjáns, en hann hefur auk þess tekið þátt í samsýningum bæði hérlendis og erlendis. A sýning- unni í Galleríi Suðurgötu 7, er verður opnuð kl. 16 á laugardag, eru litógrafík og blönduð tækni. Verkin eru öll unnin á þessu ári og því síðasta og eru öll til sölu. Sýningin er opin alla daga kl. 16—22 og lýkur henni 25. marz. Leiðrétting Rangt var farið með nafn eins stjórnarmanns Dýra.verndunar- félags Hafnfirðinga i blaðinu sl. miðvikudag, en rétta nafnið er Jón Sigurgeirsson, ekki Jón Sigurðs- son. BÚNAÐARÞING telur mikil- vægt, að alifugla- og svínarækt- in hljóti stuðning og markaðs- öryggi eins og hinar hefðbundnu búgreinar, nautgripa- og sauðf járrækt, enda verði þær að jafnaði tengdar lögbýlum sem hliðarbúgreinar. í ályktun þingsins um þetta efni er bent á eftirfarandi aðgerðir, sem þing- ið mælist til að verði fram- kvæmdar: „1. Búnaðarfélag íslands taki upp sem fyrst öfluga leiðbein- ingarþjónustu í alifugla- og svínarækt í samstarfi við búnaðarsamböndin, sem miði að því, að þeir, sem stundi þessar búgreinar, hagnýti sér hagstæð- ustu aðferðir í fóðrun, aðbúð og ræktun alifugla og svína, svo að rekstursafkoma búanna verði sem hagkvæmust. 2. Rannsóknarstofnun land- búnaðarins geri tilraunir, sem miði að því að upplýsa, í hve ríkum mæli megi með hag- kvæmni nota innlent fóður, svo sem grasmjöl, fiskimjöl o.fl. til fóðurs alifugla og svína. 3. Stéttarsamband bænda geri könnun á því í samráði við félagsskap bænda í alifugla- og svínarækt, hvernig megi skipu- leggja framleiðslu þessara bú- greina þannig, að jafnan verði á markaðnum hæfilegt magn af góðum vörum af þessu tagi á eðlilegu verði." í greinargerð búfjárræktar- nefndar með ályktuninni segir m.a.: „Láta mun nærri, að svína- kjötsframleiðslan hafi nálgast 1000 tonn s.l. ár og kjúklinga- framleiðslan hafi verið full 500 tonn. Einnig hefur verið upplýst, að varphænsnastofninn muni nú vera um 220 þúsund eða sem næst ein varphæna á hvern einstakling í landinu. Þessar búgreinar eru því orðnar býsna drjúgur þáttur og vaxandi í landbúnaðarfram- leiðslunni. Jafnframt aukningu þessara búgreina hefur sú öfugþróun átt sér stað í alifuglaræktinni, að búunum hefur fækkað, og telur núverandi hænsnaræktarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands, að nærfellt öll eggjaframleiðsla landsins verði að áratugi liðnum á höndum 10 hænsnabúa. Þá er rétt að gera sér ljóst, að nú er um helmingur svínastofnsins í land- inu á fjórum búum, og gæti svo farið, að meginhluti framleiðsl- unnar yrði á fárra manna hönd- um eftir nokkur ár, ef stofnanir landbúnaðarins, Búnaðarfélag ís- lands og Stéttarsamband bænda, koma ekki einstökum bændum til hjálpar og verndar gegn óheil- brigðri samkeppni. Félagsskapur alifugla- og svínaræktarbænda telur sig ekki hafa haft gagn af leiðbeiningum hænsna- og svínaraektarráðu- nautar Búnaðarfélags íslands, og má vera, að svo sé, enda gefur hann í skyn í starfsskýrslu sinni áhugaleysi sitt á því sviði. Hér verður að snúa við blaði og styðja félagsskap bænda þessara bú- greina og einstaka bændur í þeirra ræktunarstarfi og þó sér- staklega leiðbeina þeim um fóðr- un, aðbúð og heilsugæzlu þessara búfjártegunda. Þar sem alifugla- og svína- ræktin eru að verða gildur þáttur í matvælaframleiðslu þjóðarbús- ins, er mikilvægt að auka notkun innlendra fóðurtegunda í fóðri þessara búfjártegunda. Vonir standa til þess að auka megi til mikilla muna notkun grasmjöls og fiskmjöls ásamt fleiri innlend- um fóðurtegundum án þess að draga úr hagkvæmni í fóðrun, en sáralitlar tilraunir hafa verið gerðar á þessu sviði hér á landi til þessa. Á þessu þyrfti að verða breyting, og jafnframt þyrfti að efla svo fóðureftirlitið, að rann- saka mætti á fullnægjandi hátt innihald fóðursins af nauðsynleg- um vítamínum og amínósýrum. Nú, þegar uppi eru áætlanir um meiri eða minni skipulagn- ingu búreksturs í landinu með tilliti til fjárfestingar og fram- leiðslumagns hverrar búvöruteg- undar, þá er ljóst, að ekki má vanrækja að taka hinar vaxandi búgreinar alifugla- og svína- búskaparins með í þá áætlana- gerð. Það væri farsællega að þeim skipulagsmálum unnið, ef ali- fugla- og svínaræktin gætu kom- ið að hluta sem atvinnutæki til nokkurra þeirra bænda, sem yrðu að takmarka framleiðslu hinna hefðbundnu búvara." Rauðsokkar og 8. marz-hreyfíngin: Barátta gegn allri kvennakúgun Á blaðamannafundl 8. mars-hreyf- ingarinnar og Rauðsokkahreyf- ingarinnar: Talið fró hægri: Ásta Þórarinsdóttir, Sigrún Ágústsdótt- ir, Elín Vilhelmsdóttir (þær eru allar úr 8. mars-hreyfingunni), Sólrún Gfsladóttir, Margrét Rún Guðmundsdóttir og Hildur Jóns- dóttir, en þær þrjár sfðstnefndu eru úr Rauðsokkahreyfingunni. „TIL baráttu gegn allri kvenna- kúgun!“ eru einkunnarorð fund- ar sem 8. mars-hreyfingin og Rauðsokkahreyfingin gangast fyrir í Félagsstofnun stúdenta hinn 8. mars næstkomandi, al- þjóðabaráttudag kvenna. Á blaðamannafundi sem fram- angreind samtök efndu til f til- efni þessa fundar kom einnig fram, að auk ofangreinds kjör- orðs er samstarf þessara tveggja aðila byggt á eftirfarandi grundvelli: 1. Kvennabaráttu á grundvelli stéttabaráttu! 2. Gerum stéttafélögin að bar- áttutækjum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.