Morgunblaðið - 09.03.1979, Page 28

Morgunblaðið - 09.03.1979, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 Mishörd keppni ásvæðamótunum Undirbúningur fyrir milli- svæðamótin í sumar er nú kominn vel á veg og flestum svæðamótum lokið. Keppni er aðeins ólokið á Norður-Evrópu- svæðinu, þar sem ísraelsmenn eru einnig meðal þátttakenda, og á Suður-Ameríku svæðinu, þar sem Argentínumenn hafa lengst af látið mikið að sér kveða. (slendingar eiga þrjú sæti í N-Evrópu svæðinu, en líklegastir til að komast áfram úr því móti eru þeir Hiibner, Vestur-býzkalandi, Andersson, Svíþjóð og Dzindzihnhashvili, ísrael. Fyrirkomulag undankeppn- innar er nú með nokkrum öðrum hætti en áður. Áður komust t.d. margir stórmeist- arar áfram án þess að taka þátt í svæðamóti vegna hárra stiga sinna, en nú eru slík forréttindi eingöngu bundin við þá sem tefldu í sfðustu áskorenda- keppni. Þeir sem þegar hafa tryggt sér sæti í millisvæðamótunum eru þessir: Petrosjan, Polugajevsky, Balashov, Vaganjan, Tseshkov- sky, Kuzmin og Tal frá Sovét- ríkjunum; Portisch, Ribli, Sax og Adorjan frá Ungverjalandi; Júgóslavarnir Velimirovic, Ljubojevic og Ivkov; Kavalek, Tarjan og Shamkovich frá Bandaríkjunum; Hort og Smej- kal frá Tékkóslóvakíu; Guiller- mo Garcia og R. Hernandez Kúbu; Torre og R. Rodriguez frá Filippseyjum; Larsen, Dan- mörku; Mecking, Brazilfu; Timman, Hollandi, Miles, Eng- landi, Gheorghiu, Rúmenfu, Harandi, íran og Herberg frá Kanada. Þetta er vissulega fríður hóp- ur, en þó saknar maður Walthers Browne frá Banda- ríkjunum. Hann hóf þátttöku í Bandaríska meistaramótinu í fyrra, en hætti snemma þátt- töku því að hann taldi aðstæður á mótinu óviðunandi. , Gömlu mennirnir Smyslov og Geller komust áfram á stigum 1976, en nú höfðu þeir ekki roð við ungu mönnunum á sovézka svæðamótinu. Af nýjum nöfnum í milli- svæðamótum má helst nefna þá Timman og Miles sem koma áreiðanlega til með að blanda sér í baráttuna um hin sex eftirsóttu sæti í áskorandaein- vígjunum. Miles er reyndar fyrsti Englendingurinn sem kemst áfram úr svæðamóti frá upphafi. Það var kominn tími til. Af nýlegum svæðamótum má nefna svæðamót Sovétríkjanna sem gekk ekki átakalaust fyrir sig. Mótið sjálft fór reyndar fram í fyrravor, en það var fyrst nú fyrir hálfum mánuði sem endanlega var úr því skorið hverjir kæmust áfram. Mikhail Tal fyrrum heimsmeistari varð fyrir því óhappi að veikjast í upphafi mótsins og ákvað þá sovézka skáksambandið að eftir- láta honum eitt af þeim fimm sætum sem sambandið hafði til ráðstöfunar án keppni. Tal sannaði síðan réttmæti þessarar ákvörðunar með því að verða sovétmeistari nú rétt fyrir ára- mótin. En hvað um það, hinir 15 þátttakendurnir luku mótinu og vildi svo til að þrír skákmenn, þeir Romanishin, Tseshkovsky og Kuzmin urðu jafnir í 3.-5. sæti og urðu að tefla úrslita- keppni, þar sem sá neðsti félli út. Flestir spáðu auðvitað að þeir Romanishin og Tseshkov- sky, sem er núverandi sovét- meistari ásamt Tal, kæmust áfram, enda hafði Kuzmin orðið neðstur á meistaramótinu. Tefld Fáum kom til hugar að Gennadi Kuzmin yrði einn af sjö fulltrúum Sovétmanna á millisvæðamótunum í sumar.eftir aðhann varð neðstur á Sovétmeistaramótinu í desember. var fjórföld umferð og öllum til mikillar undrunar byrjaði Tseshkovsky á því að tapa tveim fyrstu skákum sínum á meðan hinir gerðu innbyrðis skákir sínar jafntefli. Tseshkovsky sýndi þó fádæma seiglu með því að vinna fyrst Kuzmin og síðan Romanishin undir lokin. Þeir voru því enn jafnir, en í stað þess að láta stig úr aðalmótinu gilda sem er venjan í slíkum tilfellum, voru þeir látnir tefla eina umferð til viðbótar. Þá brustu taugar Romanishins, yngsta keppandans. Hann tap- aði báðum skákum sínum og verður því að sitja heima í sumar. Þá vikur sögunni til Varsjár, en þar sameinuðust Ungverjar, Búlgarar, Rúmenar, Tékkar og Pólverjar um svæðamót, þar sem fimm af tuttugu þátttak- endum komust áfram. Mótið var teflt með allsérstæðu sniði; þátttakendum var skipt í tvo tíu manna riðla þar sem fjórir úr hvorum riðli komust áfram og af þeim átta féllu þrír út. I úrslitariðlinum var því nægilegt að vinna aðeins eina skák og gera allar aðrar jafntefli. Jafn- tefli í öllum skákunum hefði reyndar nægt til sætis í milli- svæðamóti. Skákmenn frá sum- um þessara landa hafa lengi verið þekktir fyrir annað en mikinn baráttuvilja og eins og nærri má geta bar freistingin nokkra ofurliði. Ég get því ekki stillt mig um að birta töfluna í mótinu. Til þess að spara lesendum talninguna skal þess getið að 20 af 28 skákum mótsins lauk með jafntefli. Sérstaklega skal bent á innbyrðis úrslit á milli þeirra sem lentu í öðru til fimmta sæti. 1962 kvartaði Fischer yfir klíku- skap Sovétmanna á áskorenda- mótinu, hvað ætli hann segi nú þegar stórmeistarar frá ólíkum þjóðum eru farnir að mynda með sér hærðslubandalög. Hugmyndin með keppnisfyr- irkomulaginu virðist einfaldlega hafa verið sú að tryggja að engin „slys“ hentu, þ.e. að þeir sem fyrir fram voru álitnir sterkastir kæmust áfram. Slík mót, þar sem íþrótta- mennskan er látin sitja á hak- anum, hafa blómstrað í skjóli afskiptaleysis af hálfu Alþjóða- skáksambandsins. Það er verð- ugt verkefni fyrir Friðrik Ólafs- son, nýkjörinn forseta FIDE, að sjá til þess að slík skrípaskák- mót endurtaki sig ekki. Slík hlýtur að vera krafa allra sannra skákunnenda. Við skulum nú líta á eina „alvöruskák" frá mótinu. Hún var tefld í fyrstu umferð af þeim Ribli og Sax, en þeir lögðu einmitt, ásamt Portisch, horn- steininn að sigri Ungverja á Ólympíumótinu í Buenos Aires. Hvítt: Gyula Sax Svart: Zoltan Ribli Sikileyjarvörn I. e4 - c5,2. Rf3 - d6,3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Bg5 — Rc6, (Hinn hvassi leikur 6. Bg5 hefur greinilega skotið Ribli skelk í bringu, því að hann ákveður að hætta við að tefla Najdorf af- brigðið. I stað þess velur hann Rauzer afbrigðið sem er mjög í tízku um þessar mundir). 7. Dd2 - e6, 8. 0-0-0 - Bd7, 9. f4 - b5, 10. Bxf6 - gxf6, 11. g3! ? (Þessi leikur felur í sér vel þekkta hugmynd, en algengustu leikirnir í stöðunni eru 11. Rxc6, II. f5 og 11. Kbl) - Db6,12. Rce2 - 0-00, Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 VINN. NR. 1 2.RIBLI Ungverjal. 0 1/2 1/2 1/2 1 1 1 41/2 1. 2 G.SAX Ungverjal. É 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 y2 4 2-5. 3 J. SMEJKAL i Tékkósl. 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1/2 4 2-5. 4 J. GHEORGHIU Rúmeniu 1/2 1/2 1/2 11 1/2 1/2 1 1/2 4 2—5. 5 A. ADORJAN Ungverjal. 1/2 1/2 1/2 1/2 !/////, m 1/2 1/2 1 4 2—5. 6 M. GHINDA Rúmeníu 0 1/2 1/2 1/2 1/2 m 1/2 1/2 3 6. 7 E. PRANDSH " Tékkósl. 0 1/2 0 0 1/2 y2 m 1 21/2 ' 7. J 8 SZNAPIK ! Póllandi 0 1/2 1/2 1/2 0 1/2 0 É 2 8. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Zoltan Ribli unnið sigur á tveim svæðamótum. í fyrra skiptið var það svæðamótið hér í Reykjavík 1975. Katrín Vigfúsdótt- ir - Minningarorð Fædd 20. júní 1893. Dáin 1. marz 1979. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Enginn veit sín ævispor fyrr en þau eru gengin. Nú hefir Kata frænka gengið sín ævispor, kvatt okkur hér á jörðu og flust á annað tilverustig, sem hún trúði á. Hún kvaddi á sinn hljóðláta hátt, eins og hún hafði lifað hér, á trú á Guð sinn og fól honum alla sína ástvini er hún fann skilnaðarstundina nálgast. Kata frænka, eins og hún var ævinlega kölluð af okkur systra- börnunum, var fædd í „Lukku" í Staðarsveit 20. júní 1893. Foreldr- ar hennar voru Ragnhildur Gests- dóttir og Vigfús Jónsson er síðar bjuggu á Búðum. Að Búðum er einhver fegursti staður á landinu. í þessu umhverfi ólst hún upp og oft talaði hún um þann stað og rifjaði upp endurminningar frá bernskuárunum. Hún unni sveit sinni, alla tíma, þótt leið hennar lægi suður. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. For- eldrar hennar eignuðust 2 drengi er dóu í bernsku og 3 dætur og lifa hana systurnar tvær Hildur og Rannveig. Einnig átti hún hálf- bróður er Gunnar hét Vigfússon, var hann skósmiður í Reykjavík, en er látinn fyrir allmörgum ár- um. Systurnar 3 höfðu ávallt náið samband hvor við aðra þótt þær fyrr á árum byggju hver í sínu byggðarlaginu. En síðar voru þær allar búsettar í Hafnarfirði og kært á milli þeirra. Ung fór Kata frænka að heiman til vinnu eins og á þeim tíma var títt. í föðurhúsum hafði henni verið innrætt trú á Guð sinn, samviskusemi og húsbóndaholl- usta, þjónustulund, og þannig var allt hennar líf. Það eru mörg heimili, sem hún hefur veitt þjón- ustu og hjálpsemi á sinni löngu ævi, og veit ég að þeir sem voru svo lánsamir að njóta þess, báru til hennar þakkar- og hlýhug sem þeir sýndu henni við ýmis tæki- færi. Hún var ein af þessum mildu umhyggjusömu konum, sem gott var að vera í nálægð við. Kata giftist Björgólfi Björgólfs- syni og bjó með honum að Fitjum á Miðnesi. Þau eignuðust 2 börn, Viggó og Kristínu. Með þeim og okkur systkinunum knýttust sterk fjölskyldubönd og litum við alltaf á okkur öll sem systkin. Fyrstu minningar mínar um Kötu eru frá því að ég 5 ára gömul dvaldi hjá henni um tíma meðan móðir mín fór sjúklingur á Vífilsstaði. Litla telpan var stundum leið og saknaði mömmu og pabba. Þá voru það útbreiddar hendur hennar er tóku hana í faðm sinn eins og sín eigin börn og þá varð allt gott aftur. Hún var mér slík frá þeim tíma og til dauðadags og af henni hefi ég margt lært og á ýmislegt að þakka. Meðan hún bjó að Fitjum var alltaf tilhlökkunarefni okkar systkinanna að fá að fara til Kötu frænku á sumrin, þar lékum við okkur í sjávarmálinu, tíndum skeljar og kuðunga, veltum okkur í grasinu, ærsluðumst eins og ung- viði allra tíma. Oft eru rifjaðar upp stundirnar frá þeim dögum, þegar við hittum systkinin frá Fitjum. Björgólfur og hún slitu samvist- um og þá fluttist hún til Hafnar- fjarðar, þar undi hún hag sínum mjög vel og þótti vænt um bæinn og var hlýtt til fólksins. Á stríðs- árunum tók hún að sér þvotta og var hún mjög eftirsótt. Þótti allt hennar handbragð við þvott og frágang hans með afbrigðum gott. Hún kom báðum börnum sínum til mennta í iðngreinum og var þeim mikil og góð móðir. Hún gerði aldrei kröfur sjálf til manná en kunni vel að meta það sem fyrir hana var gert. Kristín dóttir hennar er gift í Danmörku, Óskari Andersen og eiga þau 3 dætur. Hugur hennar var mikið hjá þeirri fjölskyldu, sem hún hefði kosið að væri nærri sér, en hún heimsótti þau, þegar hún gat og naut þeirrar dvalar ríkulega. Kristín kom nú í heim- sókn til hennar er hún lá sína síðustu legu og var það henni kærkomin heimsókn. Hún var dóttur sinni afar þakklát fyrir að sitja við rúmið sitt og finna umhyggju hennar. En því miður varð hún að fara áður en yfir lauk og getur því ekki fylgt henni seinasta spölinn. Viggó er kvæntur Ástu Jóns- dóttur og eiga þau 3 börn. Þeirri fjölskyldu fylgdist hún mikið með og bar mikla umhyggju fyrir enda voru þau henni öll mjög góð. Viggó sonur hennar sýndi henni þakk- læti sitt fyrir allt sem hún var honum á sinn trausta hátt með því að annast hana framúrskarandi vel með heimsóknum sínum og umhyggju til hinstu stundar. Kata frænka lét ekki mikið á sér bera í félagsmálum. En ég veit að tvö félög áttu sterkan félagsmann í henni, var það SVDK Hraunprýði og Kvenfélag þjóðkirkjunnar. Þau eru ótalin sokkaplöggin frá henni á þá basara og hlýjan, sem fylgdi um leið og þau voru afhent. Hún bjó seinustu árin að Hrafnistu í Reykjavík, þar leið henni vel og bar mikið lof og þakkir til alls starfsfólks og þeirra sem hún kynntist þar. Ævin var orðin löng og hún gerði sér grein fyrir að kveðjustundin var að nálgast. Hún fól sig Guði sínum sem hún hafði Iært að gera sem barn og var þakklát við allt og alla. Nú þegar við kveðjum Kötu frænku hinstu kveðju, þökkum við henni alla tryggðina. Við systur- börnin á Austurgötu 40 og fjöl- skyldur okkar sendum innilegar samúðarkveðjur til Stínu og henn- ar fjölskyldu í Danmörku og til Viggós og hans fjölskyldu. Eg kveð Kötu mína með versinu, sem hún lét mig fara með á kvöldin. Nú lcgg ég augun aftur, ó Guð þinn niAar kraftur mfn veri vörn f nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir littu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Hafi hún þökk fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni. Hulda Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.