Morgunblaðið - 09.03.1979, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979
33
+ Glæpamaðurinn „Sonur
Sáms“, margfaldur morðingi í
New York, afplánar þar í einu
fangelsanna 315 ára fangelsis-
dóm. Hann er nú 25 ára gamall.
Hugsanlegt er að hann hafi
möguleika á náðun er hann
hefur náð 54 ára aldri. Hann
myrti sex manns og særði sjö
manneskjur. Honum var fyrir
nokkru leyft að ræða við
nokkra blaðamenn. Hann sagði
m.a. í þessu samtali að einhver
óskiljanleg þörf á að drepa
hefði rekið sig til að fremja
morðin. Skýringum á hátterni
hans, sem eftir honum hafa
verið hafðar, neitaði hann í
samtalinu, t.d. því, að talandi
hundur hefði sagt sér að fremja
morðin! Hann sagðist hafa hug
á því að útvega efni í bók sem
+ Hvorugkyns — ? — Kona
þessi, sem er 38 ára gömul
hefur farið í skaðabótamál í
San Francisco vegna kynskipt-
ingaraðgerðar, sem læknir þar
framkvæmdi á konunni. —
Aðgerðin misheppnaðist gjör-
samlega að sögn konunnar,
sem heldur því jafnframt fram
að hún sé eftir aðgerðina
hvorki karl né kona. — Ég veit
ekki hvar ég á eiginlega heima,
sagði hún er hún ræddi við
blaðamenn er málið var tekið
fyrir dóm í borginni. — Skaða-
bótakrafan nemur 7 milljónum
dollara, eða rúmlega 2.2 millj-
örðum króna.
+ Japanski fjallgöngugarpur-
inn og ævintýramaðurinn
Naomi Uemura, sem fyrstur
manna fór einn síns liðs yfir
Norðurpólinn á síðasta ári,
hefur nýlega verið heiðraður
fyrir það afrek við athöfn í
London. — Var hann sæmdur
gull-lárviðarsveig. Ilann ávarp-
aði nærstadda og hóf mál sitt á
þessa leið: Þegar ég írétti að ég
hefði verið heiðraður, sagði ég
forráðamönnum þessarar verð-
launaveitingar að heldur vildi
ég berjast við ísbjörn í dýra-
garðinum hér í London en eiga
að flytja ræðu... Naomi sýndi
fádæma hreysti í þessari
Norðurpólsför, sem stóð í 57
daga. Hvorki lét hann tæplega
60 stiga gadd, bardaga upp á
líf og dauða við bjarndýr buga
sig, né heldur brast kjarkur
hans er hann dag einn týndi
sleðahundunum og missti sleð-
ann sinn niður um ís.
+ Nýr forstöðumaður hefur
verið ráðinn að dýragarðinum í
Kaupmannahöfn. Stjórnar-
fundur samþykkti einróma að
ráða dýrafræðinginn Bent
Jörgensen. — Hann setti fram
það skilyrði við stjórnina að
hann myndi vilja fá 8 ára
aðlögunartíma í starfi sínu.
Rúmlega 40 umsóknir bárust
um starfið. Jörgensen er kunn-
ur maður í Danmörku, einkum
fyrir þætti sína í danska út-
varpinu um náttúrufræðileg
efni. Hann er 45 ára gamail. —
Og stjórnin lét þau orð falla, að
honum væri vel treystandi til
að fjalla um fjárhagshliðina á
rekstri dýragarðsins ekki síður
en hinni hliðinni. Hann heldur
á kettinum sínum, Iben.
+ Þetta er ítalski stjórnmála-
maðurinn og foringi Lýðveldis-
flokksins Ugo La Malfa, sem
nú vinnur að því að leysa
stjórnarkreppuna suður á ítal-
íu. Malfa er þrautreyndur í
ítalskri pólitík. Hann er nú 75
ára að aldri. Ekki mun ríkja
almenn bjartsýni um að honum
muni takast að leysa hnútinn.
t.d. bæri heitið Mál Sonar
Sáms. Nú hefði hann aðeins
áhuga á að stunda yoga og
stjörnufræði unz engill dauð-
ans kæmi til sín.
+ Á fundi Norðurlandaráðs á
dögunum, hélt Paul Ellefsen
landsþingsmaður og formaður
Sambandsflokksins ræðu. í
henni vék hann að samstarfinu
milli Norðurlandanna, — gat
samstarfs íslendinga og Færey-
inga, og minnti á að nú þriðja
árið í röð hefðu þjóðirnar gert
með sér fiskveiðisamning.
Kvaðst hann vilja nota tæki-
færið til að færa íslendingum
þakkir Færeyinga fyrir þann
skilning sem þeir hefðu sýnt
þeim í orði og verki. Ellefsen er
einn af fulltrúum Færeyinga
sem jafnframt sitja á danska
þjóðþinginu.
fclk í
fréttum
fn
Innflytjendur— Danmörk
Viljum benda innflytjendum frá Danmörku á að
tilkynnt hefur verið verkfall hafnarverkamanna í
Kaupmannahöfn frá 24 marz, um óákveðin tíma.
Síðasta skip frá okkur fyrir verkfall er m/s Laxá
sem lestar 20 marz. Umboðsaðili okkar í
Kaupmannahöfn er:
E A BENDIX & CO A/S
17 Adelgade
DK-1304 Copenhagen K
SÍmi 113343 telex 15643 HAFSKIP H.F.
Áhuga á flugvirkjun# flugi??
í Spartan getið þér lært:
Atvinnuflugmaður
Flugvirkjun
Með þjálfun og kennslu í
hinum fræga skóla.
James Haroldson,
Spartan School of Aeronautics,
8820 East Pine St
P.O. Box 51133
Tulsa Oklahoma 741 51 U S A
Skrifið strax i dag eftir nánari upplýsingum
upplýsingabæklingur, mun verða sendur til yðar,
nýir nemendur teknir inn mánaðarlega
Yfir 30 íslendingar stunda nú nám í Spartan.
Stærö 200x80 cm Þyngd 45 kg burðargeta 500 kg
Stærð 120x57 cm Þyngd 25 kg burðargeta 150 kg
GISLIJónsson
& Co. H.F.
Sundaborg 41. Sími 86644.
KOSTAKJOR
'/2 ut — V2 lanaö
bigum ð lager, til afgreiðslu strax,
3 geröir af vélsleðum,
Skidoo, Everest, Panther og Pantera
Höfum hafið innflutning a nyjum tegundum af
tengisleðum, sem eru framleiddir til vöru-, fólks-
og sjúkraflutninga. Henta jafnt fyrir bændur,
hjálparsveitir og ferðalanga. Vinsamlega leitiö
nánari upplýsinga í síma 86644.
Stærð 185x67 Þyngd 32 kg burðargeta 250 kg