Morgunblaðið - 11.03.1979, Page 12

Morgunblaðið - 11.03.1979, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 Úr Breiðafjarðareyjum Viðtal við Nikulás bónda Jensson í Svefneyjum og Aðalheiði konu hans BÓNDINN í Svefneyjum á Breiðafirði, Nikulás Jensson, og kona hans Aðalheiður Sigurðardóttir, brugðu sér til Bangkok í Thailandi sér til upplyftingar og voru á heimleið um Reykjavík, þegar hlaðamaður Mbl náði tali af þeim. Nikulás, sem er oddviti í Flateyjarhreppi, var að flýta sér heim og hafði ærnum erindum að sinna fyrir bú sitt og sveitarfélag í höfuðborginni, en sú málaleitan að fá kynni af hag eyjabænda og Breiðafjarðareyjum, varð til þess að þau hjónin ákváðu að forna síðdegi á sunnudegi í blaðaviðtal. Þa5 gerist ekki á hverjum degi að bændafólk hér uppi á Islandi láti sér detta í hug að bregða sér til Austurlanda, hvað þá að koma því í framkvæmd, ekki síst úti í eyju, þar sem hverskonar erind- rekstur er um hönd. En þau Aðal- heiður og Nikulás létu það ekki á sig fá, urðu sér úti um vegabréfs- áritun fyrirfram í Kaupmanna- höfn, gáfu hvort öðru nauðsyn- legar sprautur gegn hitabeltis- sjúkdómum, og undirbjuggu sím- leiðis annað sem vantaði, allt frá gjaldeyri til baðfatnaðar, þannig að þau gætu gengið frá því á einum degi í Reykjavík, og öðrum í Kaupmannahöfn, en þaðan flugu þau í svokallaðri Globetrotter-ferð með Thai-flugvél til Bangkok. — Ferðin á að vísu nokkuð langan aðdraganda sagði Aðal- heiður, þegar þau voru spurð hvers vegna í ósköpunum þau hefðu valið Thailand. Þau sögðust bæði hafa kynnst nokkuð öðrum löndum, þar sem þau voru bæði í siglingum á millilandaskipum hér áður fyrr. Nikulás fór hluta úr þremur vetrum á flutningaskipum í siglingar til að sjá sig um. Og Aðalheiður sem var áður gift sjómanni og stýrimanni, sigldi sem messapía og kokkur á Sam- bandsskipunum, hafði m.a. eitt sinn margra mánaða útivist á Hamrafellinu, sem fór þá 3 ferðir til Miðjarðarhafslanda, inn í Svartahaf og víðar og endaði í 6 vikna klössun í Norðurlöndum. Auk þess sem hún dvaldi 9 mánuði í Saskatchewan í Kanada, þegar hún fór þangað 15 ára gömul sem barnfóstra með íslenzkum hjón- um. — Síðan er langur tími liðinn, og við höfðum um annað að hugsa við að byggja upp okkar heimili og búskap. Höfum satt að segja ekki litið upp úr viðfangsefnunum. En nú þegar við fundum aftur þörf fyrir að hreyfa okkur, langaði okkur ekki á tilbúna ferðamanna- staði og baðströnd, þóttumst þekkja það, sögðu þau. Nikulás fékk með sér bækíinga frá ferða- skrifstofunni Úrvali, þegar hann var í Reykjavik og þar sáu þau þessar ódýru Globetrotter ferðir til Thailands, sem virtust litlu dýrari en Floridaferð. Og þau ákváðu að skella sér til Bangkok. Þau flugu frá Kaupmannahöfn og dvöldu 19 daga í Thailandi. Ekki í ferðahópi, en öll þjónusta vel skipulögð, þannig að hag- kvæmastar reyndust daglegar skoðunarferðir í heila viku. En svo hvíldu þau sig á baðströndinni Pattaya"i 4 daga. — Það var mjög skemmt-ilegt, sögðu þau. Og sér- kennilegt að koma svona beint úr íslenzkum vetri í hitabeltislofts- Iag. Það tók nokkra daga að drekka í sig andrúmsloftið. En við lentum í engum erfiðleikum. Fólkið er svo ákaflega elskulegt, og það kom á óvart hve það er allt hreint og snyrtilegt, í sínum lit- fagra fatnaði. Okkur þótti gaman að sjá konur sitja þarna og elda mat á götunni. Einnig var ákaf- lega framandi fyrir okkur að fara á bátum upp eftir ánum með pálmatrén slútandi yfir höfði okkar og á vatnamarkaði. I raun var það eitt framandi að hafa í kring um sig allt þetta austur- landafólk og sjá aðeins einn og einn hvítan mann. Við vorum í heild ákaflega ánægð með ferðina, þjónustuna sem við fengum á hótelinu og fólkið sem við hittum. Undir hvaða líf á að búa börnin? Nú eru þau Nikulás og Lillý, eins og hún er oftast kölluð, komin heim í veturinn á Islandi og til síns daglega lífs við eyjabúskap. Lilly hefur verið í Svefneyjum í 9 ár og kveðst kunna ljómandi vel við sig. Þar sé mikið verk að vinna og fjölbreytt störf. Lilly var ekki alveg ókunnug eyjalífi, því hún hafði verið í tvö ár í Flatey, þar sem hún raunar kynntist Nikulási, en síðan fluttist hún til Reykjavík- ur, þar sem hún bjó með börn sín þrjú í franska sendiráðinu og aðstoðaði við húshaldið. Nikulás Jensson er aftur á móti alfarið úr Breiðafjarðareyjum, fæddur í Sviðnum, eyju sem nú er nytjuð >á Svefneyjum. Hann og faðir hans keyptu Svefneyjar eftir að íbúðarhúsið í Sviðnum brann 1956 og hefur verið óslitinn búskapur þeirra í Svefneyjum síðan. En fyrrnefnda eyjan vartalin ónóg til að framfleyta stórri fjölskyldu. Heimilið hefur verið fjölmennt. Faðir Nikulásar er látinn, en móðir hans er enn í Svefneyjum. Fram að þessu einnig önnur fullorðin kona, sem tilheyrir heimilinu. Heimilið er líka barn- margt, þar sem þau Nikulás og Lilly eiga hvort um sig þrjú börn frá fyrra hjónabandi og eitt barn saman, og barnabarn Lillýar er þar líka. Börnin eiga öll heima í Svefn- eyjum, en þurfa að sækja skóla í burtu. Barnaskóla sækja þau í Flatey, en stundum er skólinn líka fiuttur í Svefneyjar, þar sem börnin dvelja þá öll með kennara sínum. Þar sem nú er aðeins búið allt árið í þremur eyjum, Flatey, Svefneyjum og Skáleyjum, eru skólabörnin ekki nema 6—8 talsins. Þau ganga í barnaskóla í eyjunum upp að 8. bekk, en 8 og 9. bekk þurfa þau að sækja til Stykkishólms eða Reykhóla. Ein dóttirin er nú í Fjölbrautaskólan- um í Reykjavík. — Mjög mikið átak er að sækja menntun og það lendir í þverstæðu segir Nikulás. Börnin okkar hafa áhuga á að vera heima, en þurfa að fá menntun. Og meðan við vitum ekki hver framtíð eyjanna verður er ekki hægt að vita undir hvað þau þurfa að búa sig í lífinu. Bændur eru ungir og heima eru að koma upp tvítug börn, sem vilja vera þar kyrr en hafa ekki verkefni. Áhuginn á eyjabúskap er fyrir hendi. T.d. er byggð að koma aftur í Hvallátur. Nikulás segir að yfirleitt virðast þeir, sem upphaldir eru í eyjunum að einhverju leyti, vilja gjarnan vera þar, ef möguleikar eru á því. Og hann sagðist mjög ánægður með það sem fram kom, þegar rætt var um að koma náttúruvernd á eyjarnar, að búseta væri besta verndunin. Því það væri áreiðan- lega farsælast fyrir fuglalíf, seli og náttúrufar eyjanna almennt. Byggð og mannlíf í Breiðafjarðareyjum Við spurðum því Nikulás hvað til þyrfti svo að búseta væri möguleg í eyjunum. — Fyrst ég af tilviljun er hér kominn í blaðaviðtal, þá langar mig einmitt til að ræða um heima- byggð mína, Breiðafjarðareyjar, og þá sér í lagi Flateyjarhrepp, sagði Nikulás. Flestir íslendingar munu þekkja að nokkru sögu eyj- anna frá fornu fari og þann sess sem byggðarlagið skipaði í menningu þjóðarinnr áður fyrr. En vera má að færri þekki nú til hvað þar er að gerast eða hvers konar lífi þar er lifað. Svo ég vil áður en ég svara spurningunni, reyna að skýra þetta ofurlítið. — Með hinum öru þjóðfélags- breytingum um og eftir síðustu heimsstyrjöld sáu menn fram á að til þess að eyjarnar tæmdust ekki af fólki yrði að byggja þar upp nýja atvinnuhætti. Sjómennska var uppistaðan í atvinnulífinu og lá, því beint við að fylgja þeirri þróun, sem annars staðar var að gerast á landinu. Reist var stórt og nýtískulegt frystihús í Flatey og keyptir tveir mótorbátar til hráefnisöflunar. Því miður fór það svo að fyrirtæki þess, sem voru í eigu almennings á svæðinu, urðu gjaldþrota eftir nokkurra ára rekstur. Fólkið tapaði öllu, sem það hafði í þau lagt, og Flateying- ar stóðu flestir uppi atvinnulausir. Ég tel að þetta hafi verið mikið byggðarlegt slys, sem auðvéldlega hefði mátt koma í veg fyrir með örlítilli stjórn í byggðamálum af hálfu hins opinbera. En óhætt er að segja að skilningsleysið hafi verið algert á þessum árum. Er skemmst frá því að segja að fólkið neyddist til að flýja atvinnuleysið, skilja eftir hús sín, sem grotnuðu niður ásamt nýbyggðu frystihúsi. Við borð lá að Flateyjarhreppur færi í eyði á árunum 1964—65. Þá gerðist það, að stjórnvöld veittu örlitla aðstoð til að koma í veg fyrir það. Flateyjarhreppi var gert kleift að kaupa eyjuna Flatey, því að það var forsenda fyrir því að hægt yrði að reisa við búskap og jafnvel fá land undir flugbraut fyrir byggðina. Aðgerðir þessar leiddu til nokkurrar bjartsýni, þannig að 4—5 fjölskyldur ákváðu að setjast um kyrrt og hefja búskap í eyjunum. í Flatey voru t.d. reist tvö nýbýli, og verið að byggía UPP a þeim á undanförnum árum. — Þvímiður náðu aðgerðir þessar of skammt. Það þyrfti að gera þeim ungu mönnum, sem alist hafa upp í eyjunum og nú eru að komast á starfsaldur kleift að eignast til dæmis hlut í bát til að byrja með, til þess fyrst og fremst að veiða skelfisk. En stærstu skelfiskimið Breiðafjarðar liggja innan hreppamarka Flateyjar- hrepps. Byggja þyrfti upp skipu- lega og í áföngum frystihúsið í Flatey og búa það tækjum. Ef það væri gert, væri einnig hægt að koma til móts við þá, er vilja setjast að og sest hafa að í Flatey, en skortir atvinnu. Ég er hér ekki að tala um að koma upp atvinnu við að framleiða lítt seljanlega vöru, heldur afla hráefnis til útflutnings. Og jafnframt þyrfti a& byggja upp iðnað í smáum stíl, svo sem t.d. niðurlagningu á grá- sleppuhrognum. Og flytja út æðar- dún sem fullunna vöru, t.d. í formi teppa og fatnaðar. Veður og sjávarföll stjórna lífi okkar — Ef ég skil þig rétt þá ert þú að tala um viðbótar- og uppfyllingar- atvinnu við eyjabúskapinn. Nú er ég ekki viss um að fólk viti almennt hvernig störfum ykkar eyjabænda er háttað og hvernig þau eru bundin árstíðum. Gætuð þið ekki sagt okkur hvernig þetta gengur fyrir sig hjá ykkur sjálfum. Hvenær er mesti annatíminn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.