Morgunblaðið - 11.03.1979, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.03.1979, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 amalt og ott... Ur Hestsannál Anno 1707 Var vetur harður fyrir norðan, en góður sunnanlands. votur, vindsamur, svo ei voru utan tveir snjókomudagar á þeim vetri ölium. Hlutir miklir fyrir, en sjógæftir víðast bágar. A þessu sumri gekk bólan mikla. Kom út á Eyrarbakka í fatnaði íslenzks studiosi Gísla Bjarnasonar, er úr bólusótt dó í hingaðsiglingu. Þá höfðu liðið 35 ár frá þvf bóla hafði gengið hér á landi. Var sú lítil, ei almenn; voru margir þeir, hana fengu ei. Sú var 15 árum síðar, en sú almennilega gekk; þá kölluðu menn auka- eða hlaupa- bólu, því hún hljóp ytir marga bæi. í þessari plágu gerðist ærið mannfall í öllum sveitum og þeir burt valdir, sem helzt voru að burðum og mannkostum, svo konur sem karlar, hver i sinni röð. Svo var mannfæð mikil af sótt og dauða undir Eyjafjöllum, að konur fóru Ifkfarir og báru menn sína til gralar, og þar slapp málnyta á afrétt. Að Kálfatjörn voru jarðaðir 34 á einum degi, en 19 að Ingjaldshóli undir Jökli. í Borgarfjarðarsýslu milli Botnsár og Hvítár dóu 494, millum Hvítár og Hítarár 434. Summa í allri sýslunni 928, þar að auki nokkur gamalmenni, sóttdauð. En í Snæfellssýslu 1500. Á því ári dóu 25 prestar í Skálholtsskipti. Málshœttir Svo nýtur hver sem hann þiggur Jafnan er hálfsögð saga, ef einn segir. Samtal er sorgar læknir. Oft fá vond mál vænar stoðir. Skamma stund verður hönd höggi fegin. Garður er granna sættir. Úr þjóðsögum Gandreið Það var einu sinni kerling vestur á landshorni sem hvarf úr rúminu frá bónda sínum á hverri nýársnótt, og á nýárs- morgun var vinnumaður þeirra alltaf dauður í rúmi sínu. Það var orsökin að kerling átti vinkonu austur á landshorni og fór að finna hana og reið manninum við gandreiðarbeizli og sprengdi hann. Þetta lagðist í vana og fór svo að enginn vildi vera þar vinnumaður. Um síðir fékkst einn til þess sem þótti vera margkunnugur. Hann var þar í góðu yfirlæti fram að nýári. A nýársnótt vakir hann í rúmi sínu og veit hann ekki fyrr til en kerling kemur og leggur á hann beizli og bregður honum í hestlíki og ríður af stað og var ekki lengi á leiðinni þar til hún kom austur á landshorn að bæ vinkonu sinnar. Þar batt hún hestinn við dyrastaf og fór inn og var lengi inni. A meðan gat hann nuddað fram af sér beizlið og stóð við kampinn og hélt á beizlinu. Loksins kom kelling út og þegar hún gekk fram göngin heyrði- hann hana segja: „Vertu nú sæl, vina mín,“ og hún gjörði ráð fyrir að finna hana oftar, en í því hún rak út höfuðið setti maðurinn beizlið upp á hana og varð hún þegar að hrossi. Hann fer ' bak og af stað. Segir ekki af ferð hans fyrr en hann kom vestur í Fljótshlíð. Þar kemur hann að bæ og fer af baki, vekur upp bónda og biður hann að gjöra bón sína. „Það er svo ástatt," segir hann, „að ég er búinn að ríða undan merinni minni svo hún er járnalaus á öllum fótum. Verð ég að biðja þig að hjálpa mér um blöð undir hana því ég á langa leið fyrir hendi.“ Bóndi fer á fætur og finnur skeifur undir merina og járna þeir hana. Segir komumað- ur að óhætt sé að láta hafa nóg (negla ekki tæpt í hófinn) því merin sé nógu hófstór. Þegar þetta var búið kvaddi maðurinn bónda og fór heim vestur. Hann sleppti kerlingu í rúm sitt og tók af henni beizlið og hafði það síðan. Hann lagðist í rúm sitt og var heill, en þó eftir sig, en bóndi vaknaði um morguninn við það að kerling lá með háhljóðum fyrir ofan hann og voru skeifur negldar í hendur hennar og fætur. Varð að skera út úr öllum þeim götum og varð kerling aldrei jafngóð eftir, og aldrei fékk hún beizlið aftur svo hún gat ekki fundið vinu sína framar. Þegar Grímur Thomsen orti kvæðið Á Glæsivöllum leitaði hann fanga í Þorsteins þætti bæjarmagns, sem er ein af fornaldarsögum Norðurlanda. Grímur, sem lengi var í þjónustu Danakonungs, er þó raunar að lýsa hér kynnum sínum af utanríkisþjónustunni eins og hún gerðist um hans daga og kannski enn. Ekki fer þó hjá því, að við lestur kvæðisins komi mönnum ýmsir samtímaatburðir í hug, nú þegar hvað hæst stendur í stönginni á Alþingi og í ríkisstjórn. A Glœsi- völlum Hjá Goðmundi á Glæsivöllum gleði er í höll, glymja hlátra sköll, og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið. Afengt er mungátið, og mjöðurinn er forn, mögnuð drykkjarhorn. En óminnishegri og illra hóta norn undir niðri í stiklunum þruma. A Grími enum góða af gulli höfuð skín, gamalt ber hann vín. En horns yfir öldu eitur- ormur gín, og enginn þolir drykkinn nema jötnar. Goðmundur kóngur er kurteis og hýr, yfir köldu býr. Fránar eru sjónir, en fölur er hans hlýr, og feiknstafir svigna í brosi. Á Glæsivöllum aldrei með ýtum er fátt, allt er kátt og dátt. En bróðernið er flátt mjög, og gamanið er grátt, í góðsemi vegur þar hver annan. Horn skella á nösum, og hnútur fljúga um borð, hógvær fylgja orð. En þegar brotna hausar og blóðið litar storð, brosir þá Goðmundur kóngur. Náköld er Hemra, því Niflheimi frá nöpur sprettur á. En kaldara und rifjum er konungsmönnum hjá. Kalinn á hjarta þaðan slapp eg. Úr Riddarasögum: Mírmanns saga Mírmann er jarlsson af Sax- landi og er alinn upp í heiðn- um sið. en vill þó eigi taka þátt í blótum. Hann er ungur send- ur til hirðar Hlöðvis konungs á Frakklandi til að fullkomn- ast í bóklegum fræðum. Þar tekur hann kristna trú og lætur skfrast. Foreldrar hans kunna illa þessari nýbreytni sonar síns. Hljótast af því slíkir árekstrar, að Mi'rmann vegur föður sinn, en móðir hans byrlar honum gjörninga- drykk, sem veldur því, að hann verður líkþrár. Þá fer hann suður til Sikileyjar á fund CecjJíu konungsdóttur þar. Hún græðir mein hans, og þau fella hugi saman. Eftir miklar þrautir. þar sem mjög reynir á vaskleik Mírmanns, fá þau loks að njótast. Hér segir frá því er Mírmann vegur föður sinn: En jarl var of mjög illsku þrunginn og þóttist vera yfir- Þá Ef stiginn af orðum sveins. varð hann reiður og mælti: nokkur minn maður gengur eftir þessa manns orðum, þá skal hann láta líf og limar. En þú, Mírmann, far í brott og kom ekki í Saxland með þvílíku örindi. En ef þú kemur, þá skal eg gefa þér þann reiðskjót, er einn hinn versti þjófur á að hafa, og skalt þú þar á ríða“. kir mér og fullgott að ríða heim til Frakklands. En ef eg kem aftur, þá skal flestum þorps- körlum þykja fullgist, þar sem eg kem að garði. En ef eg nái þeim hinum fúlum goðum, er þú faðmar, þá skal eg brjóta í sundur hverja spík, er í þeim er, og hafa til eldibranda". En jarl brá eigi betur lund- erni við þetta ;nál með þungum fortölum en hann sprettur upp og bregður sverðinu og höggur til sonar síns. En það var jafnskjótt, að Mírmann sá æði jarls og setti hjálminn á höfuð sér, og kom í hjálminn og skaut niður á hálsbjörgina og beit hana í sundur, svo að í beini stóð sverðið, en riddarar hlupu upp og vildu stöðva jarl, en engi gætti sveins. En þar var þó ekki gott að erta illt skaplyndi, því að hann var illa beiddur, og þá hefir Mírmann burgðið sverði sínu, fyrr en þeir fyndu, og hjó jarl banahögg í höndum þeim, og þrífur Mírmann nú til Ylfings og mælti. „Eg ætla, að engi maður sé skyldari að bera þig, Ylfingur, en eg, með því að jarl skal af þér láta“. Og nú snýst hann út til liðs síns og stígur á bak og ríður þegar af borg. En þeir ungir riddarar, er mesta elsku höfðu á honum, fylgdu honum af borg og hörmuðu verk hans, er hann bar eigi betra þol við bráðlyndi föður síns. En Mírmann svarar: „Hví þurfti hann að ráða á mig með jafnmikilli illsku, er hann var grimmur sjálfur, en hann hafði þá konu fengið, er eg veit mesta ylgi á Norðurlönd komið hafa? Þá var honum þess von, að hann mundi úlf undir fæða, en ekki héra“. En þó Mírmann mælti þessi orð, að þau skyldi lengi uppi vera, þá skildi hann þó glæp En þó að Mírmann mælti þessi orð, að þau skyldi lengi uppi vera, þá skildi hann þó glæp sinn og ófarnað og ríða nú við svo búið. En ékki þarf að telja harm þann, er í Saxlandi var eftir þenna atburð, látinn jarl, er þeir unnu sem sjálfum sér, og svo þenna hinn unga mann, er helzti þótti vænlegur til góðs, ef ekki hefði honum þvílík ógæfa fylgt, og þykir nálega hver maður hálfdauður í því landi. Látum nú drottninguna syrgja og hennar menn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.