Morgunblaðið - 11.03.1979, Page 27

Morgunblaðið - 11.03.1979, Page 27
nefna, að á fjórða ári þekkti hann allar höfuðborgir Evrópu með nafni og gat bent á staðsetningu þeirra á landakorti. Hann var læs á tveim tungum og farinn að skrifa stutt bréf til íslands. Þetta undrar þó engan, sem þekkir heimili þeirra Katrínar og Valgarðs og hefur kynnst þeirri frábæru umönnun, sem börn þeirra hafa hlotið. Á þeirra heim- ili er litið á börn sem sjáfstæðar mannverur, sem leiðbeina þarf og styðja, og öll fræðsla og aðstoð veitt með glöðu. Þrátt fyrir mikið annríki hafa þau alltaf gefið sér tíma til þess að rækta börnin sín, og jafnvel tekið þau fram yfir vinnuna, sem hlýtur að teljast næsta fátítt nú á dögum. Nenni var einstakur ljúflingur, laus við skapofsa og ágengni. I leik var hann glaður og hugmyndarík- ur, en kæmi upp missætti, dró hann sig í hlé. Hann hafði mjög næma tónlistargáfu og þekkti mörg sígild tónverk. Töfráflautan og 7. sinfónía Beethovens voru hans uppáhaldsverk. Betri mannvera en Nenni er vandfundinn. Ef til vill er eitthvað hæft í þeirri sögn, að sumir séu of góðir fyrir þennan heim. Megi minningin um hann verða foreldrum hans og systur styrkur í sorginni. Lovfsa og Magnús. „Kemur hann Nenni þá aldrei aftur að leika við okkur?" Skjótt skipast veður í lofti, svo Skringil- yrði í fyrirsögn leiðrétt í blaði yðar í dag, laugardaginn 10. mars á bls. 23, er sagt frá nokkrum ræðum á Alþingi um þingrofstillögu sjálfstæðismanna. Þar sem teknar eru glefsur úr ræðu minni, er haft eftir mér orðið „drithúsgræðlingar", sem ég hef ekki áður heyrt og frábið mér heiðurinn af. Það orð sem ég notaði og var ekki sérlega fagurt heldur, var „dríthúsgræðlingar", — á betri íslensku: gróðurhúsajurtir. Það notaði ég í merkingunni: stofu- kommar, skrifstofukommar, eða at- vinnukommar. Þótt við séum á móti kommum í pólitík, er ekki alltaf gott að sleppa kommum úr orðum, eins og þarna var gert og reyndar var f-i líka breytt í t. — Annars finnst mér gróðurhúsajurtasamlíkingin eiga vel við um þá uppistöðu Alþýðubanda- lagsins, sem hæst hefur og segist tala fyrir munn verkalýðs og öreiga. Margir þessara Alþýðubandalags- manna þekkja hvorugt í raun. Þeir hafa meðtekið kommúnistatrúna eins og hvern annan ofstækisboð- skap og boða hana með þeim hætti. Með þökk fyrir birtinguna, Ragnhildur Helgadóttir MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 27 skjótt að erfitt er að sætta sig við. Hann Nenni litli, sem kvaddi leikfélaga sína svo fallega vikunni áður er ekki lengur hjá okkur. Litli glókollurinn með stríðnisglamp- ann í augunum sínum, blíða brosið sitt og kotrosknu tilsvörin sín — við eigum aldrei eftir að njóta návistar hans aftur. Af hverju er heimurinn svona harður? Stórt skarð er höggvið í hóp íslensku barnanna í London og dimmur skuggi verður yfir starf- semi þess hóps um langa framtíð. Við sendum foreldrum hans Nenna litla, systur, barnfóstru og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Þessi sorglegi at- burður — svo óréttlátur — hefur iamað okkur öll. Við vonum að hækkandi sól og gróður vorsins, megni að lina versta sársaukann í hjörtum fjölskyldunnar og okkar allra. Kveðja frá vinum í London. Nú er lífið einu blómi færra. Örlögin gefa enga skýringu á verkum né athöfnum. Elsku litli Nenninn hefur gengið yfir mark- línu lífs og dauða, en hvort örlögin ætla sér að skóla þá sem eftir standa, með sorg og söknuð í huga, er erfitt að eygja. Minningin um lítinn ljóshærðan dreng, sem sífellt var að skapa og gefa, mun þó aldrei hverfa. Stóran persónuleika, skoðanamann í verk- um og athöfnum, með lífskyndil sem logaði svo glatt, að hver sá sem nærri var, ljómaði af birtu hans. Hver einn dagur var dagur hamingju og gleði í þessu stutta lífi. Megi elsku Nenninn minn fara heill. Ég þakka honum fyrir sam- veruna og geri mitt bezta í sorg- inni. Allar ár renna í sama sjó að lokum og svo verður um mig. Á meðan ég lifi skal minningin um hann ylja mér um hjartarætur. Hilda. Örfá orð — aðeins fá, því að hin mörgu orð megna ekki að lýsa því sem ungur drengur er okkur öll- um, kærleikur, fölskvalaust traust og gleði. Fegurðin býr í auga sjáandans, og hvar nema augu okkar hana meiri en í því besta sem við þekkjum, börnunum okk- ar? Okkur finnst því hátt reitt til höggs þegar þau hverfa svo ung úr heimi, og harmur okkar er þungur. Líf hans var stutt ævintýri, sem við erum öll þakklát fyrir. Við heima minnumst stopulla sam- verustunda, sem brátt mundi fjölga. Kynni við litla frændur og frænkur. Allt var það eftir. „En nú falla öll vötn til Dýrafjarðar". Megi góður guð gefa fjölskyld- unni þrek að standast þessa raun. Látum fegurð þessa stutta lífs vísa okkur veg í lífi okkar sjálfra. Frændur á Egilsstöðum. Brúduleikhúsvika í Leikbrúðulandi bessi mynd er úr „Gauks- klukkunni, sem er framlag „Leik- brúðulandsu til barnaársins. Hvað skyldu þau vera að bralla, uglan og úlfurinn? Það gefst kostur á að sjá á sýningunni í dag kl. 17.00 Einnig er sýningar alla virka daga (nema þriðjudaga) kl. 17.00 að Fríkirkju- vegi 11. Jafnframt er hægt að skoða brúðurnar, sem gerðar hafa verið í Leikbrúðulandi. Svarað er í síma Æskulýðsráðs frá kl. 16.00. + GUÐNÝ STEINGRÍMSDÓTTIR, lézi á Elliheimilinu Grund 8. marz sl. Oddný Jónasdóttir, Hsrmann Helgason. INGIGERÐUR GUDNY JÓNSDÓTTIR tri Nsóra Hrapp lést aö Hrafnistu 9. marz. Fyrir hönd fjarstaddrar dóttur, vandamann. t Eiginmaður minn ELÍAS SIGURÐSSON, Laugartaigi 5, er lést 2. marz veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. marz. kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vlldu minnast hans er bent á Sundlaugarsjóð Hátúni 12. Siguri.t Siguróardóttir og fjölakylda. + Útför eiginmanns míns, fööur okkar og sonar INGVARS STEFÁNS KRISTJÁNSSONAR, Safamýri 29, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 14. marz n.k. kl. 13.30. Aóalhaióur Björnadóttir, Brynjar Stsfinsaon, Ingvar Stafinsaon, Raynir Stefánsson, Guóbjörg Guójónsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi JOHANN S. LÁRUSSON, tri Skaröi, Eskihlíó 26, veröur jarðsunglnn frá Dómkirkjunni þriöjudaglnn 13. marz kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á aö láta Sjálfsbjörg njóta þess. Katrfn Jónsdóttir, Guórún S. Jóhannsdóttir, Ragnar H. Guómundsson, Jóhann H. Ragnarsson, Ingvar H. Ragnarsaon. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og jaröarfarar eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, LAUFEYJAR VILMUNDARDÓTTUR, Eskihlíð 18. Gfsli Þorgairsson, Þorgair Gfslason Steinunn G. Loranzdóttir Vilmundur Þór Gfslason Hrafnhildur K. Ólafsdóttir og barnabörn. Geggjaða konan að syngja sitt síðasta HVER er nú að verða síðastur á sjá „Geggjuðu konuna í París“ eftir Jean Giraudoux hjá Leik- félagi Reykjaíkur, því síðustu sýningar eru í kvöld og næstkom- andi fimmtudagskvöld. Með hlut- verk í leikritinu fara allir helstu leikarar L.R. og Steindór Hjör- leifsson er leikstjóri. Leikmynd og búningar eru eftir Messfönu Tómasdóttur. „Geggjaða konan í París“ er jafnan nefnd meðal klassískra leikverka Frakka á fyrri hluta þessarar aldar. Hefur leikurinn undanfarið verið sýndur víða um lönd, þar sem höfundurinn á einkum erindi til þeirra sem vilja varðveita þjóðareinkenni, upprunalegt umhverfi og gamlar minjar; gegn ágengni þeirra sem fátt er heilagt í viðleitninni til að auðgast á þeim verðmætum sem felast í jörðinni. „Geggjaða konan" víkur nú fyrir nýju leikriti sem frumsýnt verður miðvikudaginn 21. mars: „Steldu bara milljarði", eftir einn þekktasta framúrstefnuhöfund samtímans, Spánverjann Arrabal. Braskarar á stríðsárum í París að selja ímyndaða olíu undir fótum íbúanna í hjarta borgar- innar: Klemenz Jónsson, Jón Sig- urbjörnsson, Gísli Halldórsson og Karl Guðmundsson í hlutverkum sínum í „Geggjuðu konunni í París“ hjá Leikfélagi Reykjavík- ur. + Innllegar þakklr fyrlr veitta samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur míns, tengdafööur og afa JÓHANNS LÚTHERS GUÐMUNDSSONAR Álftamýri 34 Sveinbjörn Jóhannason Þórdía Bjarnadóttir Hildur Sveinbjörnadóttir + Alúöar þakkir fyrir allan þann hlýhug og samúö, sem okkur var sýnd viö fráfall mannsins míns, föður okkar, tengdafööur, afa, sonar og bróöur, KARLS ÓTTARS GUÐBRANDSSONAR, SsBvargöröum 20 Seltjarnarneai. Guórún Haraldadóttir, Savar Karlaaon, Haraldur Karlaaon, Guörún Karladóttir, Ragnhild Jónína Forborg, Stále Forberg, Guórún Sigurgeirsdóttir, Kamilla Guðbrandsdóttir, Aóalateinn Guöbrandason, Svavar Guóbrandsaon, Leó Guðbrandsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.