Morgunblaðið - 08.04.1979, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.04.1979, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 Kristján Thorlacíus, formaður BSRB: Atkvæðagreiðslan ekki sameiginleg ÓLAFUR Jóhannesson, forsætis- ráöherra, svaraði á Alþingi í fyrradas fyrirspurn Geirs Hallgrfmssonar um það hvernig atkvæðagreiðslu meðal opinberra starfsmanna yrði háttað. ólafur sagði þar að talið yrði upp úr ísinn að reka úr Siglufirði Siglufirði 7.4. ÍSINN tók að reka örlítið út af firðinum í dag og gátu bátarnir farið að vitja neta sinna. Ekki er mikill ís hér utan við fjörðinn. Bíll kom frá Akureyri með mjólk og rjóma þannig að ekki skorti þann varning í bili. Þá hefur langferðabíll verið í ferðum frá Sauðárkróki í dag og gær þegar færð lagaðist og búizt er við að Vængir fljúgi hingað 3—4 sinnum í dag. -mj. atkvæðakössum allra opinberra starfsmanna í einu og þeir annaðhvort samþykktu eða höfnuðu samkomulaginu við ríkisstjórnina. Þannig gætu t.d. ekki einstök félög innan BSRB fellt samkomulagið og önnur samþykkt það. Kristján Thorlacíus, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sagði aðspurður í gær, að hér væri ekki um einn kjarasamn- ing að ræða, heldur gerðu ríkis- starfsmenn sinn samning og síðan hvert bæjarstarfsmannafélag sinn samning hvert. Samkomulagið væri um breytingu á öllum þessum samningum. Því yrðu atkvæði ekki talin öll í einu heldur innan hvers félags. Slíkt ákvörðunaratriði er innan BSRB, vegna þess að ekki er um framkvæmd á landslögum að ræða. Því munu einstök félög taka afstöðu til samkomulagsins við ríkisstjórnina og hafa fullt vald til þess að samþykkja það eða hafna. Kristján sagði: „Sameiginlegur fundur stjórnar og samninga- nefndar BSRB hefur ákveðið að allsherjaratkvæðagreiðslan skuli fara þannig fram, að þeir, sem hlutaðeigandi samninga hafa gert, greiði atkvæði hver fyrir sig, ríkisstarfsmenn sérstaklega og bæjarstarfsmannafélög hvert um sig. Um þetta er ekkert í sam- komulaginu við ríkisstsstjórnina, en stjórn og samninganefnd telja það eðlilegt að þeir aðilar, sem gert hafa viðkomandi samning, fjalli um þetta sérstaklega. Því verður talið í einu lagi hjá ríki- starfsmönnum og í hverju bæjar- starfsmannafélagi fyrir sig. Því getur hvert félag hafnað sam- komulaginu. Við lítum svo á.“ NÍU þátttakendur voru í maraþonskákkeppni Búnaðarbankans sem hófst kl. 18 á föstudag og var áætlað að stæði til allt að kl. 19 í gærkvöld. Tefldar voru eingöngu 5 mínútna hraðskákir, og var það gert til að halda þátttakendum frekar vakandi. Var búizt við að keppendur myndu hafa teflt hver við annan um það bil 25 sinnum áður en yfir lyki. Gestur maraþonkeppninnar var Asgeir Þ. Árnason og á myndinni eru Árni Þ. Kristinsson t.v. og Gísli Helgason. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra: „Höfum ekki unnið gegn gildandi lögum” Hlutfall Suður- nesja: Hagnýttur afii úr 21,2% í 12,6% TAFLAN, sem hér birt- ist, sýnir þróun hagnýtts þorskaíla á Islandi mið- að við hlutfall hvers landsfjórðungs í aflan- um. Tölurnar eru samkvæmt ugplýsingum Fiskifélags Islands og sést greinilega hvernig hlutfall Suðurnesja og hins hefðbundna vertíð- arsvæðis á Suð-Vestur- landi hefur lækkað ár frá ári, ef árin 1972 og 1973 eru undanskilin. Hagnýttur þorskafli á íslandi: Hefðbund- ið vertíðar- Ár svæði Norðurl. Norðurl. Hagnýttur Suðurne8 SV land Vestf. vestra eystra Austf. heild.afli 1967 21,2% 64,0% 16,2% 2,3% 11,6% 5,9% 194.707 1968 22,9% 59,8% 12,1% 4,9% 15,2% 8,0% 224.569 1969 22,0% 59,4% 11,7% 6,0% 12,5% 10,4% 276.832 1970 22,5% 62,1% 14,0% 3,7% 10.9% 9,3% 293.547 1971 21,7% 58,0% 14,0% 4,6% 12,4% 11,0% 247.742 1972 23,9% 61,0% 12,4% 3,7% 11,9% 11,0% 222.331 1973 25,2% 56,7% 14,5% 4,4% 13,3% 11,1% 232.230 1974 18,7% 50,7% 15,7% 6,0% 17,2% 10,4% 233.249 1975 16,6% 48,5% 17,9% 6,6% 15,6% 11,4% 263.273 1976 16,9% 48,0% 18,8% 6,3% 15,5% 11,4% 280.006 1977 15,8% 44,5% 17,6% 6,8% 18,2% 12,9% 324.442 1978 12,6% 41,3% 19,5% 6,7% 19,8% 12,7% 318.654 BREYTINGARTILLAGA sú sem samþykkt var í Neðri deild Alþingis á föstudag við bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um ráðstöfun gengismunar bannar ráðstöfun fjár, sem sjávarútvegsráðherra, Kjartan Jóhannsson, hefur þegar úthlutað. 600 milljónum króna hefur þegar verið varið af gengismunarreikningi til fjárhagslegrar endurskipulagningar fiskvinnslufyrirtækja. Breytingartillagan hann- ar að fé úr gengismunasjóði sé lánað til að greiða rekstrarskuldir eða annað sem telja verður til venjulegs reksturs fyrirtækja í fiskiðnaði. Morgunblaðið bar þessa samþykkt neðri deildar undir Kjartan Jóhannsson í gær og sagði Kjartan, að það væri túlkunar- atriði hvort þessi breyting hefði það í för með sér, að ekki mætti lána fé til slíkrar endurskipu- lagingar. I öðru lagi sagði ráðherrann, að þó svo að þessi breytingartillaga hefði verið sam- þykkt í neðri deild væri hún ekki þar með orðin að lögum. — Bráðabirgðalögin gilda þangað til önnur lög um þessi mál hafa verið samþykkt frá Alþingi. Við höfum ekkert aðhafst eða gert, sem er andstætt gildandi lögum, sagði ráðherrann. Fleiri börn slasast í umferð hérlendis en öðrum Norðurlöndum í GREIN frá landlækni þar sem fjallað er um alþjóðlegan heil- brigðisdag er m.a. sagt að yfir Ritstjóri Kirkjuritsins: Trúmálaafturhaldið ” trón- ar á síðum Morgunblaðsins Stefnuleysi blaðstjómar samt við sig ritstjóri viðræðuhæfastur um kirkju í nýútkomnu tölublaði Kirkjuritsins kemst ritstjórinn, Guðmundur Óli Ólafsson, svo að orði, að í Morgunblaðinu tróni enn sama „trúmálaafturhaldið“ á fremstu siðum, þrátt fyrir góð orð um betrun. Ritstjórinn segir einnig, að Morgunblaðsmenn megi njóta sannmælis um það, að þeir hafi ráðið þrjá ágætlega hæfa menn til að fjalla um kristinn dóm á einni siðu um helgar en stefnuleysi blaðstjórnar sé samt við sig og kunni fáir að meta. Þá scgir ritstjóri Kirkjuritsins, að annar ritstjóri Þjóðviljans, Árni Bergmann, sé viðræðuhæfastur íslenzkra blaðamanna um kirkju og kristni. Kirkjuritið er gefið út af Prestafélagi fslands. Hér fer að eftir sá kafli í grein ritstjóra Kirkjuritsins, sem vísað er til hér að framan: NÝR GUÐ? - MEÐ HVAÐA SKIPI? „Mér fannst ekki til að heyra til prestsins í dag,“ sagði kerlingin í Flóanum, þegar hún kom frá kirkju. „Hann var alltaf að tala um Allsherjar guð. Það er sjálfsagt einhver nýr guð þessi Allsherjar." Og karl hennar anzaði: „Hvurnig heldurðu það geti komið nýr guð?“ Það er líkast til,“ sagði kerling þá, „hann hafi komið á Bakkaskip- Blöðin voru að segja frá manni nú nýverið, sem fundið hefði nýjan guð. Mér er spurn: Með hvaða skipi skyldi hann nú hafa komið? Annars eru íslendingar alltaf að gera sér nýja guði og finna nýja guði. Þetta virðist vera hrein og bein árátta. Þeir eru svo „dulrænir" og „frjálslyndir". lítið fer blöðunum fram. I Morgunblaðinu trónar enn sama „trúmálaafturhaldið" á fremstu síðum, þrátt fyrir góð orð um betrun. Þó er þetta líklega ekki svo mjög hættulegt, því að á baksíðu Bjarma mátti lesa stóra auglýsingu eitt sinn í sumar þess efnis, að fólk skyldi lesa Morgun- blaðið daglega, — þá sum sem á sunnudögum einnig! Ég held þó að Þjóðviljinn geri nú hinum dag- blöðunum skömm til að því, er varðar skrif um kirkju og kristni. Annar ritstjóri Þjóðviljans, Árni Bergmann, virðist um þessar mundir einna helzt sá íslenzkur blaðamaður, sem viðræðuhæfur er um þau mál. Hinir fara a.m.k. mjög huldu höfði, ef einhverjir eru. Þó er grunur minn, að spor leynist í Svarthöfða Vísis, ef leyfist að beita á hann tungutaki hestamanna. Morgunblaðsmenn mega og njóta sannmælis um það, að þeir hafa nú ráðið þrjá ágætlega hæfa menn til að fjalla um kristinn dóm á einni síðu um helgar. Engu að - Þjóðvilja- og kristni síður er stefnuleysi blaðstjórnar samt við sig og kunna fáir að meta. Við síðustu kosningar til Alþingis, urðu ekki smáar breytingar á fylgi sumra flokk- anna. Engum stjórnmálamanni, sem tjáð hefur sig opinberlega um þessar breytingar, virðist hafa komið til hugar, að nokkuð annað en kjaramál og efnahagur gæti skipt kjósendur minnsta máli. Það fer að líkum. Afstaða frétta- manna og blaðamanna, sem ráða almennri umræðu í fjölmiðlum, er nákvæmlega hin sama. En bæði stjórnmálamenn og fréttamenn mega gjarna vita og íhuga, að til er á íslandi fólk, sem setur annað ofar stjórnmálum og efnahag. Þeir mega gjarna vita og íhuga, að ófáir prestar og þó nokkrir aðrir kirkjumenn urðu að ráðgast all mjög við samvizku sína um, hvernig verja skyldi atkvæði við síðustu kosningar." 80% þeirra barna er nú lifa á jörðinni séu vannærð, búi við smitsjúkdóma og ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Þá segir að af þeim 125 milljónum barna er fæddust 1978 muni 12 milljónir ekki lifa fyrsta afmælisdag sinn. Síðar í grein landlæknis er vikið að tíðni umferðarslysa á vegum árið 1976 og í töflu um látna og slasaða á hverja 100 þúsund íbúa kemur fram að slysatíðni í yngstu aldursflokkunum er hæst á íslandi. Af börnum yngri en 6 ára hafa látist það ár 133 börn og 301 barn á aldrinum 6—9 ára. Á hinum Norðurlöndunum er þessi tala hæst í Danmörku. Af börnum yngri en 6 ára létust þar 122 og 282 í aldursflokknum 6—9 ára. I aldursflokknum 18—20 ára er ísland hins vegar í neðsta sæti, þar lézt 591 á móti 1.292 í Dan- mörku. Er Danmörk hæsta landið í slysatíðni ef tekið er meðaltal allra aldursflokka, þar sem létust 403 af hverjum 100 þúsund íbúum árið 1976, en frá 257—280 á öðrum Norðurlöndum. Bruni í Odd- eyrarskóla Akureyri 7.4. SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kvatt að Oddeyrarskóla klukkan um 00:40 í nótt, en þar hafði kviknað í út frá rafmagnsbúnaði í kyndiklefa. Mjög mikill reykur var í klefanum og barst eftir loftstokkum inn í vestur- hluta skólahússsins, en mun ekki hafa valdið teljandi skemmdum. Slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn mjög fljótt án þess að verulegt tjón yrði nema á kynditækjunum sjálfum — sv p.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.