Morgunblaðið - 08.04.1979, Side 7

Morgunblaðið - 08.04.1979, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 7 í austri er upprás sólar. Byrg austrið, bannaöu fjörgjafaranum mikla för upp á himinbogann, þá bíða ragnarök þeirrar jarðar, sem þú byggir. Lítir þú til austurs á Langafrjá- degi blasir ekki viö þér upprás mærrar morgun- sólar, heldur sólsetur dýr- ustu drauma, sem menn getur dreymt á jörðu, ekki sólarris, heldur sólarfall fegurstu vona, sem nokk- ur hefur aliö í brjósti. Golgata, — þar sér þú hatur hrósa sigri en kær- leikann negldan á kross, illskuna æða en hið flekk- lausa líf leitt í dauöa, sannleikans Ijós sér þú slökkt, og það deyr eins og Ijúfur logi meðan geisar lyginnar logandi bál. Líkt og sviffrár valur eða svart- ur örn sveiflar ranglætið voldugu vængjataki yfir dimmu hæöinni, en rétt- lætið deyr eins og dúfa, sem leggur drifhvítan væng yfir blóöiö, sem úr brjóti hennar rennur. Þú horfir til himins, sem hvelfist hljóður yfir þennan harmastað, og himinvídd- in minnir þig á hann, sem svo er voldugur að jörðin er eins og sandkorn í hendi hans, svo hátignar- fullur að hvelfingar himn- anna rúma ekki hans dýrð, og andvarpar þú þá ekki eins og guðsmaður hins gamla sáttmála fyrir þús- undum ára: „Guð, ver eigi hljóður, ver ei^þögull, ó, Guð!“ Hví er hann hljóður, hví horfir hann þöguil á þenn- an hræðilega harmleik? Himinninn hvelfist yfir Gol- gata, voldug sólkerfin yfir varnarlausum, deyjandi manni, er hann „hljóður sá andi sem býr þar“? Hví leyfir Guð þessa grimmd? Hví tekur hinn almáttki ekki í taumana? Hví er lyginni gefinn kraftur básúnunnaren sann- leikanum hin hógværa, milda rödd? Við spyrjum þannig og þannig hefur frá ómuna tíð verið spurt, en viö hugsum eins og börn og spyrjum eins og börn. Hvernig vinnur Guð? Líttu snemma morguns á upprás sólar. Yfir hafflötinn eöa fjalls- brúnina lyftist lífgjafinn mikli, og hér er að engu óðslega farið en á settri stund er sól á lofti. Milljaröir sindrandi geisla signa jörðina, allt fær sína næring, sem næra þarf, liljan smáa, eikin háa, mold og haf, málleysingjar og menn, allt mettast óumræðilegri Guðs gjöf meðan geislar sólar finna hljóðlega, hávaöalaust sína leið, — þannig vinnur Guð. Þannig vinnur hann í ríki náttúrunnar og þannig vinnur hann í sálum mann- anna. Engin háreysti, í hljóöi vinnur hann sitt volduga verk, og allt kemst að settu marki. Hávaðinn á torgum Aþenu er hljóðnaöur en speki Platós lifir og mun lifa um ófyrirsjáanlegar aldir enn. Hiröglaumur Elísabetar er hljóðnaður, en snilld Shakespears er ennþá ung og fersk. Musteris- glaumurinn á hátíöum Gyðinga er hljóönaður en harpa Davíðs ómar enn og mun um aldir óma. Hel- þrumur girnda og grimmdar hafa með hávaöa falliö á jöröina og kyrrð hafa fallið þau fræ- korn í einmana sálir, sem ekki deyja. Ofsinn sem stundum fór eins og æð- andi eldur um sál Páls postula, er þagnaður, en Ijóðið mikla um kærleik- ann, sem í sálu hans fæddist á hljóöri stund, mun lifa meðan mannlegt hjarta finnur til og mann- leg tunga má mæla. Þann- ig vinnur Guð. Skelfingu lostin horfum við á harmleikinn á Gol- gata, þar sem fjarrænn, kuldalegur himinn hvelfist yfir deyjandi mann. „Guð, ver eigi hljóður, ver eigi þögull, ó, Guð,“ segðu orð, sem sætti okkur við þá hryggöarmynd, sem viö horfum á! Hann var ekki hljóður, hann hefur aldrei talað eins og hér. Vissu þeir, sem á Gol- gata stóðu, að þar var Guð að tala máttugasta falla enn, en í hijóöleika og orð allra alda? Heyrum við þá rödd, jem stormur glæps og grimmdar getur ekki kæft? Hvar eru nú þeir menn, sem sigurorð þóttust hrópa á hæðinni dimmu en enginn mundi minnast í dag nema vegna hlutdeildar þeirra í voða- legasta harmleik jarðar? En hver er hann, sem þeir þóttust hafa sigrað? Kol- týrur þeirra eru slokknað- ar en stjarna hans rís hærra og hærra með hverri nýrri öld. Lausnari mannanna varð hann og von þeirra um farsæld og frið verður æ tengdari honum. Þannig vinnur Guö. Þannig talaði hann á Golgata, þótt fáir skildu, eða enginn. Hljóöur færir hann, sem bar okkur kærleiksorð Guös, hina miklu fórn, og hann býr yfir mætti til að endurleysa allt, sem lifir. Hann þekkti öll hin dimm- ustu djúp þeirra, sem hann var að deyja fyrir, en hann elskaði þá þeirri ást, sem aö lokum sigrar alla synd og illsku. Um ómælisaldir hér á jörðu og um ómælisskeið á annarra veralda vegum munu sálirnar fara í leit sinni að Ijósi og sannleika, sem Guð hefur frá eilífð ákvarðað þeim að finna, og kærleikurinn, sem menn vildu krossfesta í eitt skipti fyrir öll á Gol- gata, mun enn stíga niöur í hvern afkima myrkraheim- anna og krossfestast að nýju og nýju. Þótt Kristslíf- ið sé leitt til Golgata aö nýju og nýju á það aö eilífu sinn páskamorgun, aftur og aftur. Hljóður hvelfist himinn yfir rökkri reifaðri hæð, en Guð er ekki hljóður, ekki þögull, því aö þar, einmitt þar talar hann það orð, sem um eilífð ekki bregzt, — það kærleikans orð sem aldrei að eilífu mun deyja. Rödd Guðs — á Golgata Þessi skemmtilegi sumarbústaóur í Biskupstungum er til sölu. Þarf aö flytjast brott. Nánari upplýsingar gefnar í síma (91)-19945 á venjulegum skrifstofutíma. BfcOUfÖ* 9.09 AA.aP"' A919- Ferðaskrifstofan ÚTSVN Páskaferð til Húsavíkur Brottför 9. apríl og 11. apríl. Skíöakennari Valdimar Örnólfsson. tr*i PWAVi^ ■"/ « < H W; 4 \ Nj Húsvíkingar — Þingeyingar Barna-bingó — barnaskemmtun laugardaginn 14. apríl, kl. 15:30. Dagskrá: Bingó — 3 umferðir Fjöldasöngur. Sunnudagskvöld — Páskadagur: Grísaveisla • Feröakynning • Bingó — 3 umferðir — 2 sólarlandaferðir — 1 Færeyjaferð. • Valdimar Örnólfsson sér um Kerlingarfjalla- stemmningu. • Happdrætti fyrir matargesti, sem mæta fyrir kl. 19:45. • Enginn aðgangseyrir — matarverð kr. 3.500- Boröapantanir mánudaginn 9/4 frá kl. 17:00—19:00 Hótel Húsavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.