Morgunblaðið - 08.04.1979, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.04.1979, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 Björg Þorsteinsdóttir Hafi einhver verið í vafa um það, að Björg Þorsteinsdóttir sé ein af dugmestu listakonum þjóðarinnar, hlýtur sá efi að hverfa sem dögg fyrir sólu er viðkomandi skoðar sýningu frú- arinnar í sýningarsölum Nor- ræna hússins. Björg er ekki einasta afkastamikil heldur vinnur hún myndir sínar mjög vel og hnitmiðað og er ófeimin við stærðirnar. Vissi maður ekki betur gaeti maður ályktað, að það væri karlmaður á bak við myndirnar því að hér er gengið óvenju vasklega til verks. Myndir Bjargar eru margar hverjar byggðar upp á frum- formum og geta því ekki kallast óhlutlægar með öllu þótt þær séu unnar á huglægum forsend- um því að hvað er hlutlægara en einmitt frumform? Björg hefur tamið sér stíl sem virkar bæði harður og óvæginn og er hér bæði átt við form og lit. Hún stefnir t.d. saman litum, sem eru á mörkum þess, að vera óþægilegir fyrir augað, reynir samt að milda áhrifin með ýmsum tæknibrögðum og ferst það vel úr hendi. Samt saknar maður meiri hlýju í myndunum, léttari og óþvingaðri vinnu- bragða og finnst þetta stundum of mikil alvara og blákaldar staðreyndir — hér mætti koma til meira af því sem við gætum nefnt ákavíti eða ódáinsveigar sálarinnar. Á sýningunni eru nokkrar myndir unnar í acryl og klipp og sem stinga í stúf við aðrar myndir hvað lífræn vinnubrögð snertir en eru þó sem myndverk alls ekki betri en mörg önnur verk á sýningunni. Af þeim þykir mér nr. 10 „Cald- er í nágrenni Reykjavíkur" sýnu hrifmest. Annars þótti mér myndin „Tígull í tvennt" (22) verða mér hugstæðari því oftar sem ég kom á sýninguna en það er áberandi að mörg verkanna eru seintekin. Eg varð fyrir sams- konar áhrifum af myndum svo sem nr. 18, 23 og 24, sem mér finnst allar sterkari verk en það sem Listasafnið festi sér þótt það gefi máski betri hugmynd um vinnubrögð Bjargar en þó ekki þau vinnubrögð hennar, sem ég vildi frekar halda fram. Það er erfitt að bera saman þessa sýningu við fyrri sýningu Bjargar, því að fyrir sumt eru vinnubrögðin harðari (formin) en fyrir annað mýkri og fjöl- þættari (liturinn) þó er óhætt að slá því föstu að Björg sé vaxandi listakona sem hefur skipað sér í fremstu röð íslenzkra myndlist- armanna af hennar kynslóð um alvarleg og markviss vinnu- brögð. Björg hefur mikinn sóma af þessari sýningu — myndirnar eru vel settar upp, sýningar- skráin er einföld og til fyrir- myndar, á henni er alþjóðlegur menningarbragur og reyndar yfir sýningunni allri. Til baga er að mörg verkanna munu njóta sín betur í dagsljósi en þau munu öll máluð við náttúrulega birtu og liturinn breyttist óþægilega mikið við að koma í rafmagnsbirtu. Þrátt fyrir að myndir Bjargar séu óþægilega stórar fyrir almennan markað og hafi yfir sér „monumentalan" blæ virðist hún eiga erindi í minni stærðir það sýna litiu myndirnar nr. 33 og 34. Hér fer bersýnilega listamaður, sem vill mála málverk málverkanna vegna en ekki fyrir hagnaðar- vonina. Það ber mjög að meta og virða. Björg Þorsteinsdóttir á sýningu sinni í Norræna húsinu. Hrefnu Matthíasdóttur, Sess- elju Níelsdóttur, Ingvari Kjart- anssyni og Magnúsi Sigurðssyni. Nýrri myndirnar eru sætari í lit og hafa yfir sér pólerað yfir- bragð sem mér fellur öllu síður. Myndin af Kjarval er hressi- lega máluð og það eru taktar í myndinni „í sólbaði" (148) frá 1937. Engin ártöl eru í sýningar- skrá sem er mjög bagalegt um yfirlitssýningu, listamaðurinn hefur hér sjálfur ritað formála og er brokkgengur í máli að venju. Ég vil sérstaklega skjóta því hér að, að persónulega sé ég lítinn skyldleika með myndum Ásgeirs og amerísks „súperreal- isma“, forsendurnar eru allt aðrar og myndhugsunin önnur, sömuleiðis málunarmátinn. Svo er það frá mínum bæjardyrum séð. Ég minnist þess að faðir minn tók mig á opnun sýningar Ás- geirs í Listamannaskálanum 1946 eða 47. Ég var þá rétt nýbyrjaður að sækja málverka- sýningar að staðaldri. Mér er það minnisstætt hve mér þótti þessi sýningaropnun virðuleg. Þarna var mættur fjöldinn allur af þekktum borgurum sem gust- aði af og ég átti eftir að sjá á Sýningayfirlit Ásgeir Bjarnþórsson 1 tilefni áttræðisafmælis Ás- geirs Bjarnþórssonar stendur nú yfir heilmikil yfirlitssýning á verkum hans að Kjarvalsstöðum (vestri sal). Á sýningunni eru hvorki meira né minna en 147 myndir og hefði Asgeir hæg- lega getað lagt húsið allt undir sýninguna. Listamaðurinn mun standa sjálfur að þessu fram- taki og hefur viljað hafa sem flest verk á sýningunni og fyrir það geldur hún því að þetta er ofhlaðnasta sýning sem ég hefi lengi séð í Reykjavík og minnir frekast á málverkamarkað. Fyr- ir vikið er erfitt að átta sig á sýningunni í þessum frumskógi mynda og ekki bætir úr skák að Ásgeir Bjarnþórsson ekki er um skipulagða uppheng- ingu að ræða heldur ægir öllu saman. Maður verður þó fljót- lega var við að eldri myndir á sýningunni eru málaðar á allt annan veg en flestar þær mynd- ir sem hann hefur gert eftir seinni heimsstyrjöldina. Er það merkilegt rannsóknarefni hve mikil áhrif umrót heims- styrjaldarinnar hafði á marga íslenska málara og þá ekki að jafnaði til betri vegar. Myndir eins og „Sigrún" (42), sem er frá 1927 og af frú Önnu Guðmunds- dóttur (141) skera sig hreinlega úr hvað málunarmáta áhrærir, einnig myndirnar af Friðrik Brekkan (21), Ingveldi Kjart- ansdóttur, Benedikt Waage og Friðrik Jónssyni kaupmanni. Þessum eldri töktum bregður fyrir í nýrri myndum svo sem af mörgum sýningum, enda þar fastagestir. Nú eru þeir flestir horfnir til feðra sinna eða hætt- ir að sjást á sýningum og er að þeim sjónarsviptir. Púrtari var á dúkklæddu borði fyrir miðju skálans og það gerði stemmn- inguna ennþá magnaðri. Það má segja, að ég hafi þá vígst inn í þann heim er ég er gagntekinn af ennþá, — heim myndlistar- sýninga og safnferða og því er sú sýning mér minnisstæðari en margar aðrar á þeim árum. Fyrir þá vígslu þakka ég með virktum. Teikningar í Heimskringlu I gangi fyrir framan Kjarvalsstaði getur að líta TOYOTA STARLET Sigurvegarinn í hinni erfiðu “Tourde Europe” aksturskeppni gegnum 10 Evrópulönd, — er fyrirliggjandi. Toyota Starlet er ótrúlega neyslugrannur á bensín. Toyota Starlet er traustur sem aðrir Toyota bílar. Það er ekki aðeins í Bandaríkjunum sem Toyota er kjörinn einn besti bíllinn. Félag danskra bifreiðaeigenda hefur birt niðurstöður könnunar sinnar þar sem Toyota er valinn bíllinn sem minnst bilar og er hagkvæmastur í rekstri. Smástyrnið neyslugranna VERÐ UMKR. 3.400.000 V TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI8 SÍMI 44144 KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.