Morgunblaðið - 08.04.1979, Page 29
29
100 ára minning:
Margrét Kristjana
Þorsteinsdóttir
Man ég ennþá frá unglingsárum
mínum í Hnífsdal, hversu oft ég
leit stóran og glaðan barnahóp að
leik við heimili sín á Brekku í
Hnífsdal. Öll voru börn þessi
hlaðin lífsorku og athafnaþrá, sem
leitaði útrásar í leikjum þeirra og
kom ekki að sök þótt aldursmunur
væri nokkur, því hinar skæru
barnsraddir báru þess ljóst vitni
að þau undu glöð við sitt. Það
geislaði frá þeim hjartans gleði og
ánægja yfir hlutskifti þeirra við
leik og glens. Börn þessi áttu hinir
kunnu Heimabæjarbræður, afla-
og athafnamennirnir Halldór
Pálsson, Jóakim og Páll Pálssynir
og konur þeirra. Síðar komu svo til
leiks börn þeirra Margrétar
Þorsteinsdóttir og Hjartar
Guðmundssonar er þau uxu úr
grasi, en börn þeirra kunnu einnig
að skemmta sér, er þau höfðu vit
og þroska til.
Öll þessi lífsglöðu börn áttu
góðar og umhyggjusamar mæður,
sem vöktu yfir velferð þeirra við
leik og störf. Á mæðrunum hvíldi
fyrst og fremst uppeldi þeirra, þar
sem feðurnir voru oft fjarverandi
vegna atvinnu sinnar, því sjór var
sóttur af kappi á vertíðum. Þessi
efnilegu og veigefnu börn urðu
dugnaðarfólk heima og heiman.
Margrét Kristjana Þorsteins-
dóttir, sem þessar æfiminningar
eru helgaðar var fædd á Eiði í
Súðarvíkurhreppi 9. apríl 1879 og
ólst þar upp hjá foreldrum sínum
Þorsteini Jóakimssyni og Guðrúnu
konu hans. Síðar flutti fjölskyldan
til ísafjarðar.
Árið 1903 giftist Margrét
Jóakim Pálssyni í Hnífsdal, einum
hinna kunnu Heimabæjarbræðra,
voru þau gefin saman 15. septem-
ber.
Þau stofnuðu heimili að Heima-
bæ. Margrét bjó manni sínum
fallegt og aðlaðandi heimili, þar
voru ættingjar og vinir ætíð
Danmörk — 14 ára stúlka vill
skrifast á við jafnaldra stúlku.
Áhugamálin eru skemmtileg tón-
list, góðar bækur, handbolti o.fl.
Helle Larsen
Sandermarken 34
6690 Gording
Danmark.
NOREGUR — 19 ára stúlka vill
skrifast á við fólk 18 ára og
eldra. Má gjarna vera kristið, en
þó er það ekkert skilyrði. Hennar
áhugamál eru margvísleg, en þau
helztu að lesa bækur og skrifa
bréf.
Olaug Rita Vatnamot Grude
4365 Hellvik
i Eigersund
Norge.
SRI LANKA (CEYLON) - 24 ára
karlmaður sem hefur að áhuga-
máli að hlusta á útvarp, íþróttir,
safna myndum og frímerkjum og
að eignast sem flesta vini.
E.A. Sumith Dharmasena
No: 102
Mihindu Mawatha
Eriyawa
Rambukkana
Sri Lanka.
SVÍÞJÓÐ — 13 ára stúlka. Henn-
ar áhugamál eru blóm, leikfimi,
sund og síðast en ekki sízt er hún
mikill Travolta-aðdáandi.
Anna-Karin Rönning
Varvsgatan 31 c/o Nyberg
82400 Hudiksvall
Sverige.
velkomnir, enda bjuggu í
nágrenninu bræður og móðir Jóa-
kims.
Ekki var þeim Margréti og
Jóakim lengi samvistar auðið, því
hann veiktist af lungnabólgu, sem
leiddi hann til dauða 13. desember
1914. Eins og nærri má geta var
sár harmur kveðinn hinni ungu
ekkju og börnunum, sem voru
mjög ung að árum við lát Jóakims.
Þau Margrét og Jóakim höfðu
eignast 8 börn, en misst 3 í
bernsku, 5 voru á lífi, allt dætur sú
elsta 10 ára, en sú yngsta á fyrsta
ári. En dæturnar voru þessar:
Helga, Sigríður, Aðalbjörg,
Guðrún og María.
Hjá þeim hjónum Margréti og
Jóakim hafði dvalist um tíma
ungur efnismaður Hjörtur
Guðmundsson fæddur að Kotum í
Mosvallahreppi í Onundarfirði 2.
febrúar 1891. Hann varð formaður
á minni mótorbát Jóakims m/b
Fram. Þessi ungi maður var vel
látinn á heimilinu og naut trausts
þeirra hjóna. Hjörtur var á heimili
þeirra hjóna er Jóakim lést og
hefur heimilinu verið mikill
styrkur að honum.
Hjörtur fer svo í Sjómanna-
skólann í Reykjavík og útskrifast
þaðan vorið 1916 og fer þá heim til
dvalar á heimili Margrétar.
Haustið 1916 þann 13. október
gengu þau í hjónaband Margrét og
Hjörtur. Hér var í mikið ráðist af
ungum manni að taka að sér ekkju
með 5 börn og veita stóru heimili
forstöðu. Hjörtur var kjarkmikill
og dugandi maður og Margrét
stjórnsöm og úrræðagóð húsmóðir.
Það kom fljótt í ljós, að Margrét
hafði hreppt góðan eiginmann,
sem reyndist stjúpbörnum sínum
besti faðir.
Þau Margrét og Hjörtur
eignuðust 4 börn, 3 dætur og 1 son,
Elísabetu, Kristjönu, Ingibjörgu
og Jóakim.
Margrét var vinamörg enda
einstök kona að öllu hátterni og
ekki síst gagnvart þeim er minna
máttu sín.
Eg kyntist ekki Margréti náið
fyrr en seint á æfi hennar, að vísu
kom hún oft á heimili það, er ég
dvaldist á hjá þeim hjónum frú
Ingibjörgu Kristjánsdóttir og
Guðmundi Sveinssyni kaupmanni
og útgerðarmanni, en þangað bar
margan gest að garði.
Margrét Þorsteinsdóttir var ein
af stofnendum kvenfélagsins í
Hnífsdal og lét sér mjög annt um
það alla tíð.
Eftir að ég gekk í þjónustu
Hraðfrystihússins h/f í Hnífsdal
var ég tíður gestur á heimili þeirra
Margrétar og Hjartar, en hann var
einn af stofnendum fyrirtækisins
og í stjórn þess.
Ég átti því oft erindi á heimili
þeirra vegna starfs míns, en
þangað var ávallt gott að koma,
því heimilið var mjög aðlaðandi og
þau hjón elskulegt fólk, sem gott
var að blanda geði við.
Hjört Guðmundsson hafði ég
þekkt áður og átt góð viðskifti við.
Dætur Margrétar og sonur
fengu góð gjaforð og var Margrét
amma margra efnilegra og velgef-
inna barna, sem glöddu hana mjög
á efri árum.
Eg vil nú í tilefni af 100 ára
árstíðar Margrétar Þorsteins-
dóttur þakka henni hlý og góð
kynni.
Blessuð sé minning hennar.
Einar Steindórsson
« frá Hnífsdal.
IflDAK
Skiptir það mestu máli hvað þú
færð fyrir peningana.
Enn einu sinni hefur okkur tekist að slá
verðbólgunni við og getum nú boðið 79 árgerðina af
SKÖDA AMIGO frá kr. 1.8707ÓÖÖ.
Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar.
LÉU
tJ
JÖFUR HF.
Áuóbrekku 44-46, Kópavogi,
sími 42600.