Morgunblaðið - 12.04.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979
53
tilhögun skuli höfð á flugferðum
yfirleitt. Cecil Faber er ættfærður
sem sonur Haralds Faber, ríkis-
ráðunauts Dana í London. „Hann
er þaulæfður flugmaður og kapt-
einn í flugher Breta og hefur verið
í stríðinu síðan 1915. Hefur hann
skotið niður margar þýzkar flug-
vélar.“ Þegar Faber kemur til
íslandser Mbl. á staðnum og ræðir
við kappann. Hann segir aðspurð-
ur að líklega henti flugbátar bezt á
íslandi. „Það er erfitt að finna
góða lendingarstaði á þessu landi."
Hann segist síðan hafa fest kaup á
AVRO vél með 110 hestafla mótor
fyrir félagið og geti hann haft í
henni tvo farþega. Hann kveðst
ætla að sýna hér fluglist og með
því undirbúa flugpóstferðir sem ef
til vill verði hafnar hér á landi
síðar, „en það verður dýrt,“ bætir
Faber við og lýkur þar með
viðtalinu.
Hinn 17. júlí skrifar G. Jónsson
á ísafirði um mál í blaðið sem
hann telur þess vert að hrint verði
í framkvæmd. Þar sem ég minnist
þess ekki að þessa hugmynd hafi
borið á góma á ný í minni tíð
birtum við þessa grein G. Jónsson-
ar í heild sinni. Hann segir: „Oft
hefur mér dottið í hug hverjar
orsakir muni liggja til þess að enn
hefur því ekki verið hreyft að
grafa skipgengan skurð gegnum
hið örmjóa land sem bindur Vest-
firði við aðal landið. Skyldi það þó
vera þýðingarlaust atriði í fram-
Árni óla blaðamaður
sóknarbaráttu íslands? Liggur
ekki í hlutarins eðli að slíkt myndi
hafa feikna áhrif á aðdrætti Norð-
anlands? Ég býst við að engum
dyljist að svo myndi vera. Ef sigla
skyldi á gufuskipi frá Gröf í
Bitrufirði til Kleifar á Breiðafirði,
þá mun það taka nálægt 40 tíma,
ef farin er sú skemsta leið sem nú
er. En ef fyrnefndur skurður yrði
grafinn, tæki siglingaleiðin milli
hinna sömu staða ca 1 klst.
Þýðingu skipgengra skurða ættum
vér að vera búnir að þekkja af
ákefð annarra þjóða að grafa þá.
Þá telja þær tvímælalaust sjálf-
sagðan hlut, hvar sem því verður
við komið og það getur borgað sig.
Og það enda þótt skurðurinn verði
20 sinnum lengri en þessi umtalaði
skurður þyrfti að vera. Þráfald-
lega kemur það fyrir að skip sem
eru á leið til Norðurlands að
vestan komast ekki lengra en að
Horni sakir svo mikils hafíss. Svo
langt hefur þetta gengið að til
stórvandræða hefur horft oft og
einatt. Þesskonar ísalög geta
margsinnis enn skotið Norðlend-
ingum skelk í bringu. Hvað skyldi
slíkt mannvirki sem skipgengur
skurður er og slítur Vestfirði frá
aðallandinu kosta mikið fé? Það
ætti að rannsaka."
Svo mörg voru þau orð. Menn
voru framsýnir hér á árum áður
ekki síður en nú. Dreymdi um
skipaskurði og járnbrautir og
flugvélaöldin var að ganga í garð.
Landhelgis-
gæzla
í Mbl. 12. júlí er skrifað um
strandvörzluna sem hefur verið í
höndum Dana. Er urgur í grein-
Friðaríundurinn: Erlendar fréttir eru ekki sérlega fyrirferðamiklar á
þessum tíma, en öðru hverju er þó skýrt frá gangi viðræðnanna um
friðarsamninga og oft er velt vöngum yfir því hver verði framtíð
Þýzkalandskeisara.
arhöfundi og segir hann umbúða-
láust: „Landhelgisgæzlan hefur
aldrei verið jafn léleg og í ár.
Vaðrskipið kom hingað með sein-
asta móti og hefir það haft svo
hægt um sig þann tíma að furðu
sætir. Framan af var það mest-
megnis í' förum milli Reykjavíkur,
Viðeyjar og Hafnarfjarðar, síðan
komst það vestur á ísafjörð og nú
skýtur því upp eftir nokkra fjar-
veru og kemur frá Færeyjum.“ Og
bætt er við, og er heyranlegt að
greinarhöfundi er ekki lítið niðri
fyrir: „enga botnvörpunga hefur
það tekið enn og þó hefur fjöldi
brezkra og franskra fiskiskipa
dvalið hér í vor og verið nærgöng-
ulir að fornum sið. Hvernig sem á
þessu getur staðið, þá er hitt víst
að íslendingum er engin bót að
þessari strandgæzlu, sem ekkert er
nema nafnið tómt ... og þetta að
hún er rekin jafn slælega og raun
hefur orðið á í vor hlýtur að reka á
eftir því að Islendingar taki
strandvarnirnar í sínar hendur og
reki sjálfir framvegis. Það getur
aldrei orðið verra en það er nú.“
Þegar hér er komið sögu eru að
fæðast hugmyndir um vélvæðingu
í landbúnaði. Menn hafa kynnzt
þessu í Ameríku og heyrt hitt og
annað um „aflvélar“ og sagt að
þær séu plógar, sláttuvélar,
rakstrarvélar og bindingavélar,
reknar með vélarafli. „Nú vinna
þær þau verk, er hestarnir unnu
áður,“ segir í Mbl. og bætt við að
það sé bráðaðkallandi að „vinna að
því að fá þessar aflvélar í þágu
landbúnaðarins til að gera hann
hagkvæmari.“ Segir svo að nokkur
tilraunastarfsemi hafi verið gerð
hérlendis og þurfi nú að herða enn
betur á. I niðurlagi þessarar bar-
áttugreinar er svo sagt að sam-
göngurnar á landi séu svo ná-
Sjá næstu síðu
Gerum ekki einfalt dæmi flókið. Með IB-lánum er komið til
mótsvið þarfirflestra. Innborganireru frá3mánuðum og upp í
4 ár. Hægt er að semja um framlengingar og hækkanir. Há-
marksupphæð breytist jafnan með tilliti til verðbólgunnar. í
IB-láni felst því raunhæf og hagkvæm lausn.
Dæirá um nDkkmvaLkDSti afmörgum æm öjóóast.
SPARNAÐAR- DÆMIUM SPARNAÐUR IÐNAÐARBANKINN RÁOSTÖFUNAR- MÁNAÐARLEG ENDURGR
TIMABIL INNBORGUN í LOK TÍMABILS LANARPÉR FÉ MEÐ VÖXTUM ENDURGREIÐSLA TÍMABIL
20.000 60.000 60.000 120.800 20.829
* / 40.000 120.000 120.000 241.600 41.657 ^ /
maii. 75.000 225.000 225.000 453.375 78.107 man.
12 40.000 480.000 480.000 1.002.100 45.549 12
60.000 720.000 720.000 1.502.900 68.324 JLw „
man. 75.000 900.000 900.000 1.879.125 85.405 man.
20.000 720.000 720.000 1.654.535 28.509
50.000 1.800.000 1.800.000 4.140.337 71.273 ou,
mati. 75.000 2.700.000 2.700.000 6.211.005 106.909 illáil.
Bankiþeirm sem hyggja aó fiamtíöinni
Iflnaðartiankinn
Aóalbaiiki og útibú