Morgunblaðið - 12.04.1979, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979
57
hvíta manns og fá þar í viðbót
kunnáttu Eskimóa til að lifa af
landinu sjálfu og færa sér í nyt
hvern og einn hinna fáu úrkosta
heimsskautssvæðanna — og leggja
sig svo allan frarn." Vilhjálmur
kynnti sér snemma mjög rækilega
lifnaðarhætti Eskimóa og í leið-
angri á árunum 1908—1912 lagði
hann leið sína m.a. til Eski-
móa-ættflokka, sem aldrei höfðu
augum litið hvítan mann. Sumarið
1913 lagði hann enn upp sem
stjórnandi leiðangurs, sem um
fjögurra ára skeið stundaði marg-
víslegar rannsóknir í norðurhéruð-
um Kanada og Alaska. I þeirri ferð
fór hann m.a. langar leiðir á rekís,
t.d. einu sinni um 700 kílómetra.
Auk þess sem Vilhjálmur og
samstarfsmenn hans könnuðu
áður kunn svæði ítarlegar en fyrr
hafði verið gert fann hann árið
1915 nýtt land þar nyrðra. Orð og
athafnir Vilhjálms urðu í upphafi
mjög til að auka áhuga á heims-
skautalöndunum vestra, og eftir
að opinberir aðilar höfðu seint og
síðar meir gert sér grein fyrir
hernaðarlegri þýðingu þeirra,
vaknaði enn meiri áhugi á ferðum
hans. í Bendaríkjunum var gjarn-
an leitað til hans sem ómissandi
manns í hverju því efni sem að
heimsskautslöndum sneri.
Ötull
rithöfundur
Vilhjálmur skrifaði margar
bækur og urmul tímaritsgreina.
Þær bækur hans sem vakið hafa
mesta athygli eru án efa „Heims-
skautslöndin unaðslegu" og „Ævi-
saga“ hans sem kom út að honum
látnum. Bókin Heimsskautslöndin
unaðslegu olli miklum deilum á
sínum tíma. Þar vegsamar Vil-
hjálmur lönd þessi og framtíð
þeirra svo mjög, að ekki vildu allir
leggja trúnað á. Tímaritsgreinar
Vilhjálms skiptu hundruðum og
fjölluðu m.a. um mannfræði,
landafræði, fornleifafræði og
lyargt fleira. Bækur Vilhjálms
voru gefnar út víða um lönd, m.a. i
Sovétríkjunum þar sem hann naut
mikillar virðingar.
íslandsferðir
ísland var alla tíð ofarlega í
huga Vilhjálms. Hann kom hingað
síðast árið 1949. Fyrstu för sína til
íslands fór hann á vegum Har-
vard-háskóla til þess að rannsaka
bækur og skjöl í Landsbókasafn-
inu. Árið eftir kom hann hingað
aftur og ferðaðist þá um landið. í
þeirri ferð fór Vilhjálmur m.a. út í
Haffjarðarey, að ráði séra Einars
Friðgeirssonar á Borg, til þess að
skoða gamla kirkjugarðinn þar,
sem sjór var þá að brjóta, svo að
mannabein lágu þar á víð og dreif.
Þaðan hafði Vilhjálmur með sér 86
hauskúpur og nokkuð af beinum,
en fann enga beinagrind heila.
Þetta beinasafn var síðan sent til
Harvard-háskóla til rannsókna og
þaðan á Peabody-safnið til varð-
veizlu. Varð það frægt fyrir það,
að ekki fannst ein einasta skemmd
tönn í öllum þessum hauskúpum.
Sýnir það ótvírætt að tann-
skemmdir hafa verið óþekkt fyrir-
brigði á íslandi allt fram til
siðaskipta.
Vilhjálmur kom enn hér árið
1936 til þess að semja við íslenzku
ríkisstjórnina um flugferðir á
vegum bandaríska flugfélagsins
American Airways. I því sambandi
má gjarna rifja upp, að Vilhjálm-
ur var mjög eindreginn stuðnings-
maður þess, að flugsamgöngur
milli Bandaríkjanna og Evrópu
færu fram um Island. Vildi hann
með þessu tryggja landsmönnum
gott samband við umheiminn.
Vilhjálms var mjög víða getið og
minnst þegar hann lézt 26. ágúst
1962, þá 82 ára gamall. M.a. sagði
eftirfarandi í leiðara Morgun-
blaðsins frá þeim tíma: „Með
Vilhjálmi Stefánssyni er til mold-
ar hniginn einn frægasti og gagn-
merkasti maður af íslenzku bergi
brotinn. Enda þótt hann væri ekki
fæddur á íslandi og lifði alla ævi
' :«
.
Wmm
mmm
• ■
-iÚ
WM
•••• . ••:■
‘
;:.:■■
1 •
Fáséð en iræg mynd ai Vilhjálmi iir þriðja heimskautsleiðangri hans 1913—1918. Hann sést draga sel á ettir sér til bústaðar síns.
Hjá Toyota er vel fylgst meö þróun tímans. Þess vegna framleiöir Toyota ávallt bíla fyrir þá veröld sem
viö lifum í.
Toyota hefur þannig hlotnast margvísleg viöurkenning fyrir góöa og vandaöa framleiöslu:
T.d. tvisvar hin eftirsóttu amerísku Demning-verölaun, veitt fyrir vandaöa framleiöslu og
tækninýjungar.
í Danmörku hefur Félag danskra bifreiðaeigenda kosiö Toyota þrisvar, sem þann bílinn sem minnst
bilar g sé meö bestu endursölu.
í Englandi hafa bresku Neytendasamtökin veitt Toyota viöurkenningu fyrir vandaöan bíl.
í Svíþjóö hefur sænska Bifreiöaeftirlitiö eftir athugun á 127.000 bifreiöum, sett Toyota í efsta sæti
meö ástand og gæöi.
Bandarísku Neytendasamtökin hafa eftir athugun á 225.000 bifreiöum, gefiö Toyota úrvalsgóöa
viöurkenningu.
HVAÐ KAUPA SVO JAPANIR SJÁLFIR?
Jú samkvæmt nýjustu tölum jók Toyota sölu sína um rúm 26% í Japan á síöasta ári.
Vilji menn kaupa bíl í háum gæöaflokki, jafnframt því aö gera góöa fjárfestingu, bíl, sem svarar
kröfum framtíöarinnar, þá er valiö TOYOTA
fefeTOYOTA
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI8 KÓPAVOGI
SÍMI 44144
TOYOTA
STARLET
TOYOTA
TERCEL
Söludeild — Varahlutir
— Viðgerðarþjónusta
allt á einum stað
TOYOTA
CRESIDA
Vandaðir bílar fyrir vandláta kaupendur
Sjá næstu síðu