Morgunblaðið - 12.04.1979, Side 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979
AIi „bab“
Höfundur Babisma, Ali nokkur
Múhammeð, hélt því fram á fyrst
að hann væri aðeins „bab“, eða
milliliður, sem Ihmam Mahdi
hefði til að komast í samband við
jaröneskar verur. Brátt aflagði
hann þó „bab“-titilinn og lýsti sig
þann, sem beðið hefði verið, sjálf-
an Ihmam Mahdi. Ali „bab“ varð
ekki langlífur í landinu frekar en
aðrir spámenn. Honum var snar-
lega varpað í dýflissur eftir að
hann tilkynnti um heilagleika
sinn. Þar mátti hann dúsa, unz
hann var líflátinn í Rabriz árið
1850, en áður hafði hann valið sér
arftaka. Ekki vildi þó betur til en
svo, að trúflokkurinn klofnaði
fljótlega þar sem hálfbróðir nýja
leiðtogans, sem hafði látið sér
nægja „bab“-titilinn, kom og sagð-
ist vera „sá, sem Allah mundi láta
birtast".
Því var „bab“ raunar búinn að
spá, þótt áreiðanlega hafi það
verið ætlun hans að ákveða sjálfur
hver það yrði og hvenær sá yrði
kallaður fram á sjónarsviðið.
Meirihluti Babista tók yfirlýsingu
hálfbróðurins sem góða og gilda
vöru, og nefndi flokkur hans sig
Baha’i. Aðrir héldu tryggð við
„bab“ og voru lengi væringar með
þessum trúflokkum. Babistar eru
nú nánast úr sögunni, en
Baha’i-menn hafa boðað trú sína
víða um lönd og teygir hreyfing
þeirra anga sína um allan heim,
meira að segja til Islands.
Ahmad frá Punjab
Sá, sem Ahmadyyar kenna sig
við, kvaðst ekki aðeins vera hinn
langþráði Ihmam Mahid, heldur
einnig Messías, það er að segja
Jesús Kristur. Þar til Ahmad kom
fram höfðu Múslimar ævinlega
dregið skýr mörk milli þessara
tveggja persónuleika og haldið því
fram að Kristur hafi alls ekki
verið krossfestur á Golgata. Hafi
Allah tekið Krist ljóslifandi til sín
inn í himininn, en sent í hans stað
ófreska veru, sem hafi undirgeng-
izt krossfestinguna, og sé hinn
lifandi Kristur því væntanlegur til
jarðar á ný.
Ahmad kenndi hins vegar að
Kristur hefði vissulega verið
krossfestur, en lærisveinar hans
hafi náð honum lifandi af krossin-
um. Hafi hann lagt leið sína til
Kasmír er hann var gróinn sára
sinna. Þar hafi hann endað ævi
sína löngu síðar og sé grafinn á
tilteknum stað í borginni Srina-
gar. Ahmad hélt því fram að af
dauða Krists í Kasmír leiddi að
hann ætti ekki eftir að snúa aftur
til jarðar, enda hafnaði hann
endurfæðingarkenningum. Ahmad
kvaðst birtast í mynd Krists, í
anda hans og krafti. Hann líkti
eftir honum í fasi, og kenningar
hans bera vott um kristilegt um-
burðarlyndi. Hann boðaði frið á
jörðu og miklar sögur fara af
kraftaverkum hans. Ahmad and-
aðist árið 1909, og hafa fylgjendur
hans síðan starfað í tveimur flokk-
um, sem hafa aðalstöðvar í Lahore
en hinn í Kadia. Hfeyfingin er
fjölmenn og stendur fvrir trúboði í
mörgum löndum.
Kaba og hluti Fórnarmoskunnar.
Við dyr Kaba. Að snerta
Kaba og steininn helga er
einhver æðsta sæla, sem iallið
getur Múslim ískaut. Til
vinstri er steinninn helgi,
sem til hlífðar er greyptur í
siliur.
HADDSJ
Samkvæmt siðalögmálinu er það
skylda sérhvers manns, er játar
trú íslams, sem felur í sér skil-
yrðislausa undirgefni við Allah, að
fara helgiför til Mekka að minnsta
kosti einu sinni á ævinni. Slíkt
ferðalag kallast Haddsj, eða helgi-
förin mikla. Á tímum Múhameðs
skyldi Haddsj farið einu sinni á
ári, en er Islam breiddist út um
lönd og álfur varð ekki hjá því
komizt að slaka á þeirri kröfu.
Næst á eftir kristinni trú er
Islam sú trú, er flestir játa.
Heimildum um fjölda Múslima í
heiminum ber ekki saman. Ætla
má þó að þeir séu um fimmtungur
mannkyns, eða um 800 milljónir,
en Islam er ríkjandi trú í fjörutíu
heimslöndum. Af þessum aragrúa
kemst vitaskuld ekki nema örlítið
brot til Mekka, en pílagrímum
hefur fjölgað á síðari árum. Aldrei
hefur annar eins fjöldi komið til
Mekka og á síðasta Haddsj, en þá
varð tala þeirra um tvær milljónir.
Heita má að nú orðið komi allir
pílagrímar flugleiðina til Jedda,
sem er skammt frá Mekka, því að
járnbrautir koma ekki að gagni í
þeirri sandhrúgu, sem Arabíu-
skagi er.
Haddsj-tíminn er í síðasta mán-
uði Islamársins, en í því eru 354
eða 355 dagar og tólf mánuðir.
Hlaupár er annað og þriðja hvert
ár, þannig að Haddsj færist fram
um 11 daga á ári, miðað við
kristilegt tímatal. Þótt sjálfur
Haddsj-tíminn standi ekki yfir
nema í tvær vikur er allt undirlagt
í Mekka og Jedda í tvo mánuði
sakir hins gífurlega fjölda píla-
grímanna. Gestrisni er gömul
dyggð meðal Araba, en þrátt fyrir
það ríkir öngþveiti meðan Haddsj
stendur yfir. Skipulagningu hefur
að vísu farið mjög fram á síðustu
árum, en til skamms tíma varð
WHO, heilbrigðisstofnun Samein-
uðu þjóðanna, að annast sóttvarn-
ir og ýmsa neyðarþjónustu píla-
gríma, sem fjölmargir eru á frum-
stæðu menningarstigi. Þá hefur
skipulag þessara þjóðflutninga
ekki verið sem skyldi og eru þess
ófá dæmi að fólk úr fjarlægum
löndum hefur velkzt í reiðileysi í
pílagrímabúðum árum saman, þar
sem heimferðin hafði af einhverri
ástæðu brugðizt á sínum tíma.
Margir pílagrímanna þola ekki
hnjaskið, sem ekki er hægt að
komast hjá í ferðalagi sem þessu,
enda eru þeir flestir komnir á efri
ár þegar þeim hefur tekizt að aura
saman fyrir draumaferðinni. Er
því mikið um dauðsföll, en svo vel
vill til að Múslim getur ekki
hlotnazt meira hnoss en það að
enda ævi sína í Haddsj. Hámark
sælunnar er að deyja á heimleið,
en næstbezt er að kveðja táradal-
inn með Mekka fyrir stafni.
Sá, sem ekki kemst til Mekka á
ekki annars úrkostar en að senda
annan fyrir sig til að firra hinum
verstu örlögum. Tíðkast mjög að
íbúar heilla þorpa skjóti saman og
sendi fulltrúa í Haddsj.
í Mekka
Enginn heiðingi má koma til
Mekka. Áður en pílagrímur stígur
á hina heilögu jörð, íklæðist hann
sérstökum búningi, „ihram“, sem
raunar er ekki annað en tvær
hvítar voðir, sem haldið er saman
með bandi. Þær fáu konur, sem
ráðast í slíkan leiðangur, klæðast
svörtum skikkjum, bera hvítan
höfuðbúnað og eru til að sjá ekki
ósvipaðar kaþólskum nunnum.
Þessi fábrotni klæðnaður píla-
grímanna er tákn þess að fyrir
augliti Allah eru allir Múslimar
jafnir.
Hvítar súlur afmarka helgi
Mekka nokkru áður en komið er að
borginni. Innan markanna má
ekki granda nokkurri skepnu eða
skerða hár á höfði nokkurs manns.
Heldur ekki láta falla styggðaryrði
eða hafa kynmök.
Við komuna til Mekka er haldið
beina leið til Fórnarmoskunnar,
sem byggð er í kringum mikið
torg, en á því miðju gnæfir Kaba,
helgasta vé Islams.
Kaba er teningslaga stein-
hleðsla, fimmtán metrar að hæð,
hol að innan. Á þessu mannvirki
sem vart vekur athygli fyrir
fegurð eða önnur slík sérkenni eru
miklar dyr, slegnar gulli og silfri.
Þeim er lokið upp einu sinni á ári,
meðan Haddsj stendur yfir, og er
hvelfingin þá þvegin innan hátt og
lágt, að sjálfsögðu í samræmi við
flókin siðaboð. Hvelfing Kaba
hefur staðið auð allt frá því að
Múhameð hreinsaði hana af
ósómanum forðum. Meðan Haddsj
stendur er Kaba hjúpuð svörtu
silkiklæði, gullsaumuðu tilvitnun-
um í Kóraninn, og er klæðið
endurnýjað á hverju ári.
Ólýsanleg er sú reynsla sögð að
líta Kaba fyrsta sinni. Mun það
mörgum pílagrímum allt að því
ofraun. Suma svimar, aðrir fá
krampaflog, missa málið, bresta í
grát, falla í yfirlið eða sýna önnur
ofsafengin geðbrigði. Þegar sú
geðshræring er liðin hjá er farið
að hyggja að fyrstu helgiathöfn-
inni sem er í því fólgin að ganga
sjö sinnum rangsælis í krinum
Kaba. Reynt er að snerta og helzt
kyssa steininn helga, sem hjúp-