Morgunblaðið - 12.04.1979, Síða 23

Morgunblaðið - 12.04.1979, Síða 23
71 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 í fögnuði. Þá gátum við loks komist heim. * — A hverju lifðuð þið? — Noregur var hertekinn meðan við vorum í Kína. Eftir það fengum við ekki laun að heiman, en norska útlagastjórnin í London sá um að við fengjum lágmarks- laun, eða það sem kallað var „eftir þörfum". Það var auðvitað mjög knappt, en við vissum að sama gekk yfir alla, og því ekki yfir neinu að kvarta — Arið 1944 voru þau Jóhann og Astrid komin til Chungkong. Þar var lúterskur prestaskóli og varð Jóhann kennari þar. Á árinu 1946 komu þau heim í frí, ákveðin í að snúa aftur til Kína. Jóhann skrif- aði þá mikið í blöð á íslandi. Á árinu 1948 foru þau hjónin aftur austur. Ætlunin var að Jóhann tæki við stórri trúboðsstöð í Ningsiang, skammt frá þáverandi höfuðborg Chungkong. Og Astrid átti að sjá um slysavarðstofuna í trúboðsstöðinni. En þá var komin borgarastyrjöld í Kína, sem stóð frá 1946 til 1950. Einmitt á árinu 1948 vegnaði kommúnistum mjög vel og hófu gönguna miklu suður um. Jóhann fór fyrst einn til að athuga ástandið, en Astrid beið í Hong Kong. Kommúnistalið- sveitirnar voru þá komnar svo nærri Chungkong, að ekki þótti ráðlegt að vera þar. Og voru allir kristniboðarnir kallaðir til Hong Kong. En Chungkong féll svo 30. nóvember 1949. Rektor í Hong Kong — Jóhann stóð fyrir því að kristniboðið keypti í Hong Kong rústir þriggja húsa á eyju, sem nefndist Chung Chau. Japanir höfðu varpað á þau sprengju sagði Astrid. Við fengum eitt húsið og komum því, eða hluta af því, í íbúðarhæft ástand. Jóhann fékk verkamenn til að hjálpa sér og setti í húsið glugga. Þegar kristni- boðarnir komu svo allir innan úr Kína, þá gátum við tekið þarna á móti þeim. Þetta var alveg dásam- legur staður. Ég kom þangað núna, eftir 30 ár. Búið var að selja tvö af húsunum, en okkar hús hefur verið gert fallega upp. Við gátum aldrei byggt upp nema hluta af því að sínum tíma. Við vorum þar í eitt ár og þar fæddist drengurinn okkar, Hannes 1949. En dóttir okkar, Gunnhild, hafði fæðst í Kína 1942. — Eftir árið var ljóst, að ekki þýddi að hugsa sér að snúa við inn í Kína, segir Astrid, þegar hún er spurð hvað þá hefði tekið við. Trúboðarnir dreifðust þá til Japans, Taiwan eða til Eþíópíu, þar sem stofnað hafði verið til trúboðs. Loks urðu aðrir eftir í Hong Kong, því að prestaskólinn var fluttur þangað. Og þar gerðist Jóhann Hannesson kennari og síðar rektor lúterska presta- skólans frá til 1953. — Þetta var ákaflega skemmti- legur tími, sem við áttum í Hong Kong, segir Astrid. Kristniboðið var að byrja þar. Þegar við komum fyrst til borgarinnar voru íbúarnir aðeins 800 þúsund, en úr því tóku flóttamennirnir að streyma innan úr Kína. Þegar við fórum þaðan voru íbúarnir komnir yfir milljón, en nú eru þeir 4 milljónir. Kristni- boðsstarfið hefur haldið áfram meðal þessa flóttafólks alltaf síðan. Boðaði Búdda- munkum kristna trú — Rektor skólans í Hong Kong, þegar við komum þangað, var trúboðinn og sálmaskáldið Carl Ludvig Reichild, sá sem m.a. orti sálminn „Ó, drottinn ég vil aðeins eitt, að efla ríki þitt!“ heldur Astrid áfram frásögn sinni. — Hann byrjaði að boða kristna trú meðal Búddamunka. Ferðaðist fyrst í fjöllunum og kynntist öllu sem að þeirra trú lýtur. Hann sá að Búddatrú er byggð upp á sama hátt og að mörgu leyti á sömu siðfræði sem kristin trú. Þar er lögð áhersla á allt það góða, sem okkar trú boðar, ekki stela, ekki drepa o.s.frv. Þar vantar þó nokkuð á. Það er ekki svo voðalegt að stela, ef enginn sér það. Maður má fyrst og fremst ekki missa andlitið fyrir mönnum. Það er rótgróið í þeirra siðfræði. En í kristinni trú ber maður fyrst og fremst ábyrgð fyrir guði. Til er æðri dómstóll. Þáð er þetta, sem gerir kenningu Krists svo miklu háleitari. Ef búddatrúarfólk tekur á annað borð kristna trú, þá verður það yfirleitt af þessum ástæðum að mjög góðum kristnum mönnum. Þetta fólk er alið upp við hugleiðslu og að byggja upp sitt líf. Þegar það snýst upp í að hugleiða og biðja til guðs, þá er það tekið mjög alvarlega. Kenning Krists er svo miklu háleitari en Búdda eða Konfúsíusar, sem þeir eru aldir upp við, og þeir finna það. Það er samt mjög erfitt að vinna kristniboð meðal Búdda- trúarmanna, því að þeirra viðhorf er svo rótgróið. — Þessi frægi trúboði var semsagt f Hong Kong, þegar þið i komuð þangað? — Já, það var upphaflega trúboðsstöð, en þegar prestaskól- inn kom út úr Rauða Kína, þá fékk hann inni þarna. Og menntar síðan presta fyrir alla Suðaustur-Asíu. Þarna eru falleg- ar byggingar í kínverskum stíl, skammt utan við aðalborgina. Jóhann fór daglega með ferju frá eyjunni okkar þangað inn til að kenna, þangað til hann tók við sem rektor. Þessi prestaskóli átti einmitt 30 ára afmæli, þegar ég var í Hong Kong í vetur, þótt ég hefði ekki haft hugmynd um það fyrirfram. Þar hitt ég marga, sem við höfðum þekkt áður fyrr og mér var tekið eins og „kærri, gamalli töntu". Rektor skólans, sem nú er, útskrif- aðist úr skólanum hjá Jóhanni 1952. Og þarna voru staddir 8 aðrir prestar, sem höfðu útskrifast hjá honum. Rektor kom auga á okkur úr ræðustólnum og þekkti mig. Hann kom og faðmaði mig klökkur. Svo minntist hann Jóhanns með hlýjum orðum, sagði m.a. að þeir hefðu aldrei ^leymt honum og ættlandi hans, Islandi. Mér þótti ákaflega vænt um þetta. — Mér þótti líka gaman að sjá hve kristniboðsstarfið í Hong Kong hefur gengið vel á undan- förnum áratugum, heldur Astrid áfram. — Þar er unnið stórkost- legt starf. Kristniboðið hefur með höndum gott og þarft starf, rekur m.a. barnaheimili, grunnskóla, æskulýðsstarf og hlynnir að öldruðum. Þetta er mjög mikils vert, þar sem svo þröngt er búið og fátæktin mikil. Landrými er af mjög skornum skammti í Hong Kong og flóttamannastraumurinn frá Kína gerði það að verkum að bekkurinn er mjög þröngt setinn. Byggðar eru 30 hæða blokkir hver við aðra, þar sem húsaleiga er tiltölulega lág. 80 þúsund manns búa t.d. í 6 blokkarhúsum, sem stóðu þétt á stað þar sem kristniboðið stóð. Þarna er lítið rými fyrir börnin og því er svo vel þegin aðstoðin frá kristniboðinu. Fjölskyldurnar búa kannski í einu herbergi, 8—12 manns saman. Úti á svölunum eru skápar með raf- magns- eða gashellum, þar sem hver fjölskylda eldar og læsir svo sínum skáp. Vatn er sótt í krana í göngum á milli húsanna. Þarna Sjá næstu síðu U10AH Skiptir það mestu máli hvað þú færð fyrir peningana. Enn einu sinni hefur okkur tekist að slá verðbólgunni við og getum nú boðið'79 árgerðina af SKÖDA AMIGO frá kr. 1.870mÖ. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar. uú fcj JÖFUR HF Auöbrekku 44-46, Kópavogi, simi 42600.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.